Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 31
™wmm$Æw /SAMðMMWBSWI ^íffiíií99i v r)C0K31 Á flugvellinum höfðu skátar safnast saman og stóðu heiðursvörð. Lafði Baden-Powell er á miðri mynd- inni, á milli íslensku skátahöfðingjanna Hrefnu Tynes og Helga Tómassonar. SIMTALID... ER VJÐ SIGRÚNU MAGNÚSDÓTTUR FORStÖÐ UMANN MEÐFERÐARHEIMILISINS TINDA Krakkar borða ofskynjunar sveppi sem vaxa alls staðar 666029 Meðferðarheimiiið Tindar, Sig- rún. - Komdu sæl, Sigrún, ég heiti Brynja Tomer og er blaðamaður á Morgunblaðinu. Þetta er ineðferð- arheimili fyrir unglinga sem eiga við vímuefnavandamál að stríða, er það ekki? Jú, einmitt. Þetta er nýtt heimili skammt fyrir utan Reykjavík og fyrsti skjólstæðingurinn kom til okkar 2. janúar síðastliðinn. - Hversu margir eru í meðferð núna? Núna eru sex manns hjá okkur. Við höfum pláss fyrir 15 í einu en oft eru tíu unglingar í meðferð í einu og það finnst mér hæfilega stór hópur. - Við hvers konar vímuefna- vandamál eiga unglingarnir að stríða? Aðallega er það ofnotkun á bjór og brennivíni. Einnig er töluvert um daglega'neyslu á hassi og tíma- bundna notkun á amfetamíni og kókaíni. Heróínneysla virðist ekki eiga sér stað hér á landi. Hins veg- ar er töluvert um að krakkarnir borði ofskynjunarsveppi sem vaxa alls staðar í kringupi okkur. - A hvaða aldri eru unglingarnir og hversu löng er meðferðin? Heimilið er fyrir unglinga frá 13 uppí 18 ára, en yngsti aðilinn sem hef- ur komið hingað var 14 ára. Með- ferðin skiptist í fjögur stig og er mislöng eftir einstaklingum, frá fimm uppí tíu mánuði. Þar af búa krakk- arnir í tvo til þijá og hálfan mánuð á heimil- inu og eru í með- ferð hér. - Hvernig er meðferðin byggð upp hjá ykkur? Við höfum AA-hugmyndafræð- ina að leiðarljósi þar sem fyrsta skrefíð í meðferðinni er að viður- kenna vanmátt sinn, það næsta að taka leiðsögn og þannig koll af kolli. við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við foreldra eða aðra nána ættingja. - Þú segir að þið leggið áherslu á gott samstarf við foreldra. Hvern- ig bregðast foreldrar við því að barnið þeirra ofnotar áfengi eða eiturlyf? - Eg hef heyrt að hjá ykkur ríki strangur agi. Hér eru mjög skýrar reglur sem allir verða að virða. Þær felast meðal annars í algjöru banni á notkun vímuefna, takmörkun sím- tala, heimsókna, bæjarleyfa, auk þess sem allir verða að vera snyrti- legir í klæðaburði og fleira mætti telja. Aginn er hluti af meðferðinni og við höfum einu sinni þurft að láta ungling fara héðan því hann virti ekki reglumar. í byijun hafa foreldrar tilhneig- ingu til að kenna sjálfum sér um, en ekkert foreldri er svo slæmt að vímuefnavandamál barnsins þess sé’foreldrinu að kenna. Við reynum að vinna að því að böm og for- eldrar rækti gott og hreinskilið samband gín í milli og það hef- ur gengið mjög vel. Krakkarnir em upp til hópa duglegir og for- eldramir reiðu- búnir að aðstoða þá í hvívetna. - Það var gott að heyra. Þakka þér þá bara kærlega fyrir spjallið, blessuð. Sömuleiðis, takk og bless. Sigrún Magnúsdóttir I „í ÖLLUM menntaskólum í Svíþjóð hefst dagurinn með sálmasöng, eða stuttri guðræknisstund," segir síra Pjetur T. Oddsson í viðtali við Morgunblnðið í mars 1939. Síra Pjetur var um þessar mundir nýkominn úr ferðalagi um nokkur Evrópulönd þar sem hann hafði í hálft ár kynnt sér kristinfræðikennslu í skólum annarra Ianda. Eftir ferðina upplýsti hann Islendinga um stöðu þessara mála hjá nágrannaþjóðunum og lagði til að kristinf ræðikcnnsla yrði viða- meiri þáttur í framhaldsnámi hér á landi en tíðkast hefði. Síra Pjet- ur virðist vcra þokkalega ánægður með kristinfræðikennslu í íslensk- um barnaskólum en bendir á mikilvægi þess að kennslan sé mark- viss „með því að beita nýjustu uppeldisfræði og barnasálarfræði í þjónustu fræðslustarfsins", eins og hann kemst að orði. Eiginleg kristindómsfræðsla hófst hér á landi í kjölfar siða- bótarinnar og voru helstu kennslu- gögnin svonefnd fermingarkver, sem reyndar voru aðal kennslubækurnar fram undir 1920. Síðar var tekin upp skyldukennsla í heimahúsum að tilskipan Kristj- áns III og var kristinfræðikennsla veigamesta námsgreinin ásamt lestrarkennslunni. Þetta alþýðlega menntaform átti mikinn þátt í að FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍD Hugmyndm um krisíinfradi- kennslu í framhaldsskólum vard aldrei að veruleika Erfáfræði ástæðan fyrir r hjátrá íslendinga? útrýma ólæsi á íslandi. Kristin- fræðikennslan hefur hins vegar verið vinsælt deiluefni allt frá því um síðustu aldamót. Ekki var þó deilt um réttmæti kristinfræði- kennslu sem slíkrar heldur hvort það væru hentugar kennsluaðferðir sem notaðar voru við „kverakennsl- una“ en kverin byggðust upp á spurningum sem nemendur áttu að læra að svara utanbókar. „Kirkjan var lengi fóstra skól- ans,“ segir Sigurður Pálsson að- stoðarframkvæmdastjóri Hins ís- lenska Biblíufélags. Hann hefur á undanfömum árum unnið ötullega að breytingu kennslugagna í krist- infræði, sem nú miðast fyrst og fremst við að koma námsefninu til skila á sem skiljanlegastan hátt fyrir hvern aldurshóp. Sigurður heldur áfram: „Biblíusögurnar komu formlega inn í skólana eftir 1926 þegar ný skólalög voni sett. Forsendur hinna nýju laga voru verkaskipting milli skóla og kirkju varðandi kristinfræðikennslu. Skól- arnir áttu skv. þessum lögum að annast kennslu á sögulegu hlið kristinfræðinnar, en kirkjan átti að annast trúarlegu hliðina. Biblíu- söguhefðin hélst nánast órofin í kennslunni til ársins 1979 þegar róttækar breytingar voru gerðar á námsefninu." Kristinfræðikennslan lognaðist út af I viðtalinu við síra Pjetur T. Oddson sem minnst er á í upphafi þessarar greinar kemur berlega í ljós ónægja prestsins frá Djúpavogi með kristinfræðikennslu í skólum, aðallega framhaldsskólum. Hann segir: „Þar er nær undantekningar- laust um enga sjerfræðslu í kristn- um fræðum að ræða. Slíkt stingur mjög í stúf við alla hliðstæða skóla, sem ég fyrirhitti í minni ferð“ og á þá við ferðina um Evrópu. Sigurður Pálsson er reyndar sammála kollega sínum sem ræddi við blaðamanninn fyrir röskum 50 árum. „Fyrir stríð var kristinfræði skyldunámsgrein í Menntaskólan- um í Reykjavík en síðan lognaðist hún út af. Það er hvergi boðið uppá slíka kennslu núna nema sem valgrein í örfáum fjölbrautaskól- um.“ íslenskt menntafólk er illa upplýst Sigurður segir að í nágranna- löndunum sé litið á kristinfræði og trúarbragðafræði sem hluta af al- mennri uppfræðslu. „íslendingar eru almennt fáfróðir um trúar- brögð. Þó flestir séu skírðir og fermdir vita þeir afar lítið um þá trú sem þeir játa. Þetta þekkingar- leysi tel ég að sé ein helsta ástæða þess hversu fólk hér á landi er gin- keypt fyrir hjátrú ýmiskonar og því sem sagt er tengjast nýöld. Það er mér áhyggjuefni hversu íslenskt menntafólk er illa upplýst um trú- arbrögð, þó auðvitað megi enda- laust deila um það hvort trúar- bragðafræðsla flokkast undir al- menna uppfræðslu eða ekki og hvort skólarnir eigi þar af leiðandi að annast fræðslu á kristinfræði og almennri trúarbragðafræði." Sigurður Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.