Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRIL 1991 LOKSINS AISIAHDI Aldeilis frábærir Sportbúð Bikarinn, Kópavogs, Hamraborg 20. S. 641000. Samtök heilbrigðisstétta: Málþing um forvarnir gegn ofbeldi og leiðir til lausnar SAMTÖK heilbrigðisstétta efndu til málþings um forvarnir gegn ofbeldi og leiðir til lausnar á fimmtudag og föstudag. Meðal athugana sem greint var frá á þinginu var rannsókn Sigrúnar Aðalbjarnardóttur, dósents, á því hvort örva mætti samskipta- hæfni skólabarna með því að nota tilteknar kennsluaðferðir við að leysa félagslegan ágrein- ing. Meðal annarra umfjöllunar- efna má nefna samstarf og sam- skipti kennara og foreldra. Ráðstefnan hófst með umíjöllun Sveins Más Gunnarssonar, barna- læknis, um misþroskavandamál er valda meðal annars einbeitingar- skorti, úthaldsleysi, minnistruflun- um og námsörugleikum. í erindinu var talað um misþroskahugtakið, rætt um greiningu og mögulegar leiðir til meðferðar. Næstur talaði Arnar Jenssen, lögreglumaður, um foreldrafræðslu í Hafnarfirði. Sagði hann frá upp- byggingu og markmiðum funda með foreldrum, framkvæmd og við- brögðum. Fram kom að fundirnir hefðu vakið foreldra til umhugsunar og skapað þeim betri aðstæður til að takast á við vandamál sem upp koma er börnin þeirra komast á unglingsár. Þá talaði Andrés Ragnarsson, sálfræðingur, um samstarf við fjöl- skyldur sem ekki vilja samstarf og benti á að skortur á samstarfsvilja væru oftast eðlileg viðbrögð við óeðlilegu ástandi. Á eftir honum talaði Sigríður Halldórsdóttir, lekt- or í HÍ, um gefandi og skaðandi samskipti. í máli hennar kom fram að áhrif samskipta virðast einkum vera afdrifarík þegar mikill valda- munur er á einstaklingum. Sigrún Aðalbjarnardóttir, dósent, sagði frá rannsóknum sínum á samskipta- hæfni skólabarna og kynnti náms- efni sem kennarar nota markvisst til að hlúa að samskiptahæfni nem- enda. Á eftir Sigrúnu fjallaði svo Brynjólfur G. Brynjólfsson, sál- fræðingur, um aðgerðir gegn ein- elti og Þórunn Oskarsdóttir, fé- lagsráðgjafi, gerði grein fyrir þeirri starfsemi sem fram fer í unglinga- athvörfum í Reykjavík. HEILSU LINDIN NÝBÝLAVEGI24 ^ SÍMI46460 TILBOÐ • í tilefni af 2ja ára afmæli Heilsulindarinnar bjóð- um við eftirfarandi: • Líkamsrækt fyrir kyrrsetufólk og byrjendur: Mánuður í tæki + 10 tímar Ijós aðeins kr. 4.000. • Fræbærir Ijósalampar með þremur andlitsljós- um, vatnsgufa og nuddpottur innifalinn. • Nuddað alla virka daga samkvæmt tímapönt- _ unum. 10 tíma kort, 1 tími frír. •'Rúsínan í pylsuendanum: Hverju 10 tíma Ijósakorti fylgir 1V21. RC. Hverju líkamsræktarkorti fylgja 31. RC. HEILSU (Jd LINDIN NÝBÝLAVEGI24 SÍMI46460 REKSTRARVORUR Réttarhálsi 2,110 Rvik. - símar 31956-685554-Fax 687116 IC..E.V14 Hobby Háþrýstidælan Ðíllinn þveginn og bónaður á tíu mínútum. Fyrir alvöru bíleigendur, sem vilja fara vel með lakkið á bílnum sínum, en rispa það ekki með drullugum þvottakústi. Bílsápa og sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylg- ir. Einnig getur þú þrifið húsið, rúðurnar, stéttina, veröndina og sandblásið málningu, sprungur og m.fl. með þessu undratæki. Úrval fylgihluta! • Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl. Benoný Ægisson, forstöðumað- ur, flutti fyrirlestur er hann nefndi „Viðbrögð við ofbeldi og öðrum vandamálum í félagsmiðstöð". Þar ljallaði hann meðal annars um ein- elti og ofbeldi - upplýsingaöflun og tiltal. Vinnu með fórnarlömbum. Leiðir til að rjúfa félagslega ein- angrun Joeirra og styrkja sjálfs- ímynd. Á eftir talaði Unnur Hall- dórsdóttir, formaður SAMFOK, um foreldrastarf og forvarnarstarf. Að lokum íjallaði Anton Bjarnason, lektor við KHÍ, um líkamsuppeldi barna og ögun. Nýja DAS-húsið er til sýnis nú um áramótin I tilefni af nýju happdrættisári sýnum við 15 milljón króna DAS-hús við Aflagranda 25 í Vesturbænum í Reykjavík í dag milli kl. 13 og 19. Allir velkomnir. HAPPDRÆTTI -þar sent vinningarnir fdst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.