Morgunblaðið - 05.05.1991, Qupperneq 8
3 C
morgunblaðið MANNLÍFSSTRAUMAR
i' SUNNUDAGUR 5. MAI 1991
LÆKNISFRÆÐIÆft^ er sannleikur?
Uppspuni í
vísindum
eftir Þórarin
Guðnason
Bandaríska tímaritið Cell fjallar
eins og nafnið bendir til að
mestu um gerð og störf frumunnar.
í því birtist fyrir fimm árum rit-
gerð þess efnis að tekist hefði að
_____________ græða í mýs að-
skotagen, með
öðrum orðum ut-
anaðkomandi
erfðavísa, og með
því fá ónæmiskerfi
dýranna til að
framleiða ný mót-
efni. Þetta hafði
aldrei gerst áður
og þótti sæta tíðindum. Aðalhöf-
undurinn var ónæmisfræðingur,
kona ættuð frá Brasilíu og heitir
Thereza Imanishi-Kari, en fimm
meðhöfundar voru samstarfsmenn
hennar við tækniháskólann í Bost-
on, MIT. Einn þeirra var David
Baltimore sem fékk nóbelsverðlaun
í læknisfræði 1975 fyrir rannsóknir
á þeirri hlutdeild sem veirur eiga í
myndun æxla. Ritgerð þeirra sex-
menninga vakti ekki stst athygli
fyrir þá sök að hún þótti gefa von-
ir um nýtt vopn í baráttu við ýmsa
sjúkdóma, þar á meðal lúpus eða
helluroða eins og hann hefur verið
nefndur á íslensku.
En þá kom babb í bátinn. Ung
stúlka, Margot O’Toole að nafni,
sem vann að rannsóknum á sömu
deild og Thereza, skrifaði ritstjóra
tímaritsins og tjáði honum þá skoð-
un sína að niðurstöður ritgerðarinn-
ar styddust ekki við rök; þær væru
falsaðar. Uppi varð fótur og fit og
sett var á laggirnar nefnd sem
kryfja skyldi þetta vandræðamál til
mergjar og opinbera sannleikann.
Samhljóða álit nefndarinnar var að
þrátt fyrir gaunagæfilega yfirferð
hefði ekkert óeðlilegt fundist.
Ungfrú Margot var vinsamlega beð-
in að taka pokann sinn og nú
mætti ætla að allir hefðu verið sátt-
ir við málalok nema ef til vill sú
sem var rekin. Að minnsta kosti
gladdi úrskurður nefndarinnar próf-
essor Baltimore og var það að von-
um því að nafn hins þekktasta í
hópi greinarhöfunda tengdist
Margot
OToole
snemma þessum atburðum sem í
ræðu og riti voru kallaðir Balti-
more-málið.
Samt var ekki allt búið enn.
Vökulir þingnefndarmenn í Was-
hington fengu pata af þessari óvenj-
ulegu uppákomu, fóru að skipta sér
af og fengu leyniþjónustuna í lið
með sér til halds og trausts. Þegar
nú enn einu sir.ni var gluggað í
plögg Therezu kom í ljós að dag-
setningum hafði verið breytt og
nýjar skrifaðar með öðru bleki, og
ýmislegt benti til að sumar þær
rannsóknir sem getið var um í
skýrslunni hefðu aldrei verið fram-
kvæmdar. Þegar hér var komið
sögu treysti prófessorinn sér ekki
lengur til að veija málstað Therezu
meðhöfundar síns að greininni
frægu en það hafði hann gert dygg-
ilega frá upphafi. Hann lýsti því
nú yfir að hún yrði að standa fyrir
máli sínu sjálf. Hann hefur aldrei
verið grunaður um þátttöku í fölsun
en óneitanlega hlotið nokkurt ámæli
fyrir þrautseigan stuðning við máls-
atriði sem honum hefur kannski frá
upphafi ekki verið nógu kunnugt
um. Annar nóbelshafí frá Boston
lét svo um mælt af þessu tilefni að
um leið og maður setti nafnið sitt
undir ritgerð yrði maður ábyrgur
fyrir því sem í henni stæði. — En
hvort eða hvenær Thereza leysir frá
skjóðunni er eftir að vita. Margot
var atvinnulaus og úti í kuldanum
í nokkur ár en er nú farin að vinna
að fræðigrein sinni á annarri stofn-
un.
Öllum getur yfirsést og þjónum
vísindanna ekki síður en öðrum; um
það eru dæmin deginum ljósari. En
heiðarleg þurfa vísindin ætíð að
vera ef þau ætla sér að standa við
það senrJónas okkar Hallgrímsson
lofaði fyrir þeirra hönd, að efla alla
dáð.
NYR
ÞJÓNUSTUSÍMI
91-686500
Frá og rrieö 2. maí 1991 bætum viö enn þjónustu
okkar meö því aö taka ( notkun nýjan þjónustusíma
fyrir varahluti í bíla og vélar.
Síminn er
91-68 65 00.
Viö minnum einnig á telefaxnúmerió fyrir varahluta-
verslunina,
91-67 46 50.
Skiptiboröið og varahlutaverslunin verða opin alla
virka daga frá klukkan 8-18.
Einnig er hægt aö fá samband viö varahluta-
verslunina í gegnum aðalsímanúmer fyrirtækisins,
670000.
jSwyjMRfl
Mlésúd-fy
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000
UMHVERFISWIÁL/S^^erþróun í 100 ár?
SKÓGABÚSKAPUR Á
NORÐURLÖNDUM
Orð dagsins
„Sjálfbær þróun“ er orð dags-
ins í umhverfismálaumræðunni
eftir útkomu Brundtland-skýrsl-
unnar svonefndu. Að henni vilja
öll yfirvöld stefna og þorri
stjórnmálamanna tekur sér orðið
í munn þegar rætt er um um-
hverfismál.
Skógræktarmönnum á Norður-
löndum er þetta hins vegar
engin opinberun af því að þeir hafa
nú í hartnær eina öld rekið búskap
sinn í samræmi við þá hugsun sem
felst í orðunum
„sjálfbær þróun“.
Hér skal í ör-
stuttu máli sögð
sagan af því.
Eyddir skógar
eftir Sigurð SaRa skóganna
Blöndal í Danmörku, Nor-
egi og Svíþjóð var hörmungasaga
fram undir lok síðustu aldar. Saga
um eyðileggingu náttúrulegs vist-
kerfis. Saga um það þegar skógur-
inn var ruddur til að rýma fyrir
akuiyrkju og beitilandi. Henni
fylgdi ekki jarðvegseyðing svo að
teljandi sé, en í stað skógar varð
til vistkerfi, markað af búsetu
mannsins. í vestustu hlutum þess-
ara landa varð til lyngheiðin, þar
sem beitilyngið varð drottnandi,
Annars staðar myndaðist mýri eða
hálfmýri þegar skógurinn var felld-
ur. Og svo tún og akrar. Nýtt lands-
lag yarð til; búsetulandslag.
Langmesta skógaeyðingin átti
sér stað í Danmörku og Suður-Sví-
þjóð en einnig mikil í Vestur-Nor-
egi. Ég dvel í þessum greinarstúf
mínum mest við Svíþjóð sem nú er
ejtt mesta skógaland heims. Suður-
Svíþjóð var orðin nær skóglaus fyr-
ir 200 árum. Vissulega hafði skóg-
urinn verið nýttur um aldaraðir.
Viðarkolagerð var helsta nýting
skógarins, nauðsynleg undirstaða
sænsku námavinnslunnar. Koltjara
myndast þegar gert er til kola. Hún
var á miðöldum. aðal útflutnings-
vara Svía og framan af sú eina.
Snúið við
Á síðari hluta 19. aldar heyrðust
varnaðarorð einstöku manna. í
Danmörku höfðu straumar borist
sunnan frá Þýskalandi - móður-
landi skipulegrar skógræktar. Árið
1805 voru sett lög í Danmörku sem
bönnuðu búfjárbeit í skógi og til
þessara laga 'er enn tekið meðal
skógræktarmanna á Norðurlönd-
um. Heiðafélagið danska var stofn-
að 1866 í kjölfar ósigurs Dana í
stríðinu við Prússa, þegar þeir
misstu hertogadæmin Slésvík og
Holstein.
„Hvad utad tabes, skal indad
vindes“ var hið fræga vígorð sem
Dalgas, stofnandi Heiðafélagsins
setti fram. Sannarlega tókst mönn-
um það.
Skógræktarfélög voru stofnuð í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð
nokkru fyrir aldamót og settu sér
það markmið að endurheimta skóg-
inn. Þetta urðu hreyfingar sem kvað
að. Ennþá vantaði samt löggjöf til
að styðjast við.
Hugmyndin að ræktun sem fæli
í sér „sjálfbæra þróun“ var að fæð-
ast meðal hugsjónafólks sem aflaði
fjár til nýskógræktar með félags-
gjöldum og frjálsum framlögum.
Fjármögnun ríkisins hafði enn ekki
komið til.
Sænsku lögin 1903
Hinn 11. maí 1903 samþykkti
ríkisþingið í Stokkhólmi lög um
skógrækt, hin fyrstu í heimi eftir
nútímahugsun; hugsuninni um
„sjálfbæra þróun“. Hér er lögfest
að;
- jafnvægi skuli ríkja milli vaxtar
skógarins og þess viðar sem tek-
Milljónir teningsmetrar
100 ------------------
80 "ÁRLEGUR
VÖXTUR
1930
Vöxtur og eyðsla — Vöxtur (svört lína) og skógahögg (hvit lína) í sænsk-
um skógum 1920-1990.
LOGFRÆÐIÆfoé’r er mununnn á starfsstjóm og reglulegri
ríkisstjóm? _
STARFSSTJÓRNIR
í tímariti lögfræðinga frá árinu 1979 er að finna nokkuð ítarlega
grein um starfsstjórnir eftir Björn Bjarnason, nýkjörinn þingmann
Reykvíkinga. Fram að því hafði hlutverk starfssljórna lítt verið at-
hugað lögfræðilega. Þau skrif undirstrikuðu þó að lögum samkvæmt
væri munurinn á hlutverki starfsstjórna og reglulegra ríkissljórna
afar óljós, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ritgerð Björns Bjarna-
sonar er rækilegasta úttekt á starfsstjórnum sem kostur er á í ís-
Ienskum lögfræðiritum.
Heitið starfsstjórn er í stjórn-
skipunarrétti notað um þær
ríkisstjórnir sem forseti hefur veitt
lausn samkvæmt eigin ósk forsætis-
ráðherra, en beðið að sitja áfram
þar til ný stjórn
hefur verið mynd-
uð. Einnig hafa
verið notuð í þessu
heitin „fungerandi
stjórn", „fram-
kvæmdastjórn" og
bráðabirgða-
stjórn". Tilgang-
urinn með þessu
er auðvitað sá að koma í veg fyrir
að landið verði um tíma án
ríkisstjórnar.
í stjórnarskránni er ekki gerður
neinn greinarmunur á svokölluðum
starfsstjórnum og reglulegum ríkis-
stjórnum, enda eru starfsstjórnir
eftir Davíð Þór
Björgvinsson
ekki nefndar þar á nafn. Þá er ekki
að finna nein ákvæði, hvorki í
stjórnarskránni, né öðrum lögum
sem fj alla sérstaklega um verksvið
starfsstjórna. Munurinn á hlutverki
starfsstjórna annars vegar og regl-
ulegra ríkisstjórna verður því ekki
ráðinn af lagatextum. I ritgerð
Björns eru gerðir starfsstjórna frá
stofnun lýðveldisins til árins 1978
kannaðar. Niðurstaða hans er sú
að af þeim efnivið sem hann hafi
kannað, „verði ekki á almennum
grundvelli fordæma dregin lögfræð-
ileg mörk milli umboðs starfsstjórn-
ar og reglulegrar ríkisstjórnar." Ef
niðurstaða Björns er rétt verður
mismunurinn á hlutverki starfs-
stjórnar annars vegar og reglulegra
ríkisstjórnar hins vegar frá lögfræð-
ilegu sjónarmiði ekki reistur á
skráðum lagareglum, né á tilvísun-
um til hefða sem myndast hafa. í
samræmi við þetta heldur starfs-
stjórn formlega öllum þeim völdum
sem reglulegar ríkisstjórnir hafa.
Þær geta því lagt fram lagafrum-
vörp og þingsályktunartillögur, ef
þing er á annað borð starfandi. ÍÞær
geta gefið út bráðabirgðalög með
atbeina forseta, ef skilyrðum til
þess er að öðru leyti fullnægt, þær
geta gért samninga við önnur ríki
og gefið út almenn stjórnsýslufyrir-
mæli (reglugerðir, auglýsingar
o.þ.h.) og skipað í embætti o.s. frv.
Rétt er þó að benda á að í riti sínu
um stjórnskipun íslands veltir Ólaf-
ui' Jóhannesson því fyrir sér hvort
starfsstjórn sé heimilt að gera til-
lögu til forseta um þingrof. Telur
hann mjög hæpið að byggja þingrof
á tillögu starfsstjórnar, en bendir
þó á að þetta hafi verið gert 1956
þegar Ólafur Thors, þá forsætisráð-
herra í starfsstjórn, gerði tillögu
um þingrof sem forseti féllst á.
Munurinn á hlutverki starfs-
stjórna og reglulegar ríkisstjórna
er engu að síður áleitið viðfangs-
efni, enda sitja starfsstjórnir eðli
málsins samkvæmt á tímum svipt-
inga í stjórnmálum. Ákvarðanir rík-