Morgunblaðið - 05.05.1991, Page 9

Morgunblaðið - 05.05.1991, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR aíí í: MAÍ 1991 € 9 inn er úr honum, - gróðursetja skuli á ný skóg þar sem hann er felldur, - eftirlifandi skógur skuli bættur og endurnýjaður. Þetta eru grundvallarreglur sem skógabúskapur Norðurlanda bygg- ist síðan á. Norðmenn samþykktu sín nýtísk- ulegu skógræktarlög 1932 í sama dúr og hin sænsku. Til þess að tryggja að farið væri eftir þeirri grundvallarreglu að höggva aldrei meira en ársvöxt skógarins - þ.e. að ganga ekki á höfuðstólinn og að tryggja að um- hirða skógarins sé ætíð eftir bestu manna yfirsýn, var yfirstjórn skóg- ræktarmála falið opinbert skógaeft- irlit sem hefur vald til að fram- fylgja lögunum. Nú er það svo á Norðurlöndum að 75-80% skóglend- is er í eigu einstaklinga og/eða hlut- afélaga. í dag dettur engum í hug annað en hlíta fyrirmælum skóga- eftirlitsins. Ég tek fram að þessari skipan mála er komið á innan land- búnaðarráðuneyta allra landanna og hefur engum dottið í hug að taka þau þaðan og setja yfir í ný- stofnuð umhverfisráðuneyti, nema í Danmörku þar sem það var gert fyrir um 4 árum. Skógabúskapurinn á Norðurlöndum og löggjöfin sem stýrir honum er dæmi um einhvetja fullkomnustu auðlindalöggjöf og auðlindanýtingu sem þekkist í heiminum. Dæmi um endurreisn skóganna Hér eru að lokum birtar tvær myndir sem segja þessa sögu skýr- ar en mörg orð fá gert. Þær eru frá Svíþjóð þar sem skógar þekja nú 61% landsins og hafa aldrei ver- ið betri né heilbrigðari. í þessu landi eru þeir einhver traustasta undir- staða hins fræga velferðar- og tækniþjóðfélags þar sem afurðir skóganna skila Svíum 42% af nettó útflutningstekjum þeirra. í saman- burði við þá vegur bíla- og vélaiðn- aðurinn ekki þungt þó að ýmsir kynnu að halda að þar lægi stærsta tekjulind Svía. Myndirnar tvær sem hér fylgja sýna tvenns konar þróun sænsku skóganna sem þó er órjúfanlega tengd: - viðarmagn sem stendur í skóg- inum (höfuðstóllinn) - árlegan vöxt skógarins - árlegt skógarhögg Ég orðlengi þetta ekki frekar en segi að lokum: Svona lítur sjálfbær þróun út grafískt þegar bæði al- menningsálit og löggjöf hafa fest hana í sessi. Milljónir teningsmetrar Höfuðstóllinn — Magn bolviðar í sænskum skógum 1920-1990. Skilningur fullorðinna á bernskuupplifanir getur hæglega verið orðinn annar en sá sem barnið hafði á sínum tíma. SÁLARFRÆÐI///‘7/or/ rába erfbir eba umhverfi meiru um mótun einstaklings? ______ Oft veltir lítilþúfa þungu hlassi ÞETTA gamla myndræna spakmæli eða málsháttur segir mikla sögu eða margt getur rifjast upp þegar það er íhugað. wrzr? ••V; llp Þegar verið er að huga að orsök- um mikilla atburða verður leitin stundum erfið vegna þess að manni sést yfir hinar eiginlegu or- sakir. Þær virðast á yfirborði svo lítilvægar að örð- ugt er að trúa því að þær skuli hafa getað velt svo þungu hlassi. En svo er það nú samt. Og þetta þekkjum við öll. Ég er t.a.m. viss um að kennari minn einn hefði orðið undrandi ef ég hefði sagt honum að tilviljunar- kenndur upplestur hans á kvæðis- broti eftir Stephan G. hafi kveikt hjá mér áhuga og ást á þessu skáldi sem hefur enst til þessa dags og haft ómæld áhrif. Hranalegt orð sagt í hugsunarleysi getur grafið svo um sig í hugskoti þess sem því er beint til að seint grær um heilt. Lítið fallegt bros á réttri stund og stað getur geymst lengi. Einar Benediktsson sagði þetta víst betur en flestir aðrir: eftir Sigurjón Bjömsson Ein hreyfing, eitt orð - og á örskotsstund örlaga vorra grunn vér leggjum á óvæntum hverfulum farandfund, við flím og kerskni, hjá hlustandi veggjum. Þegar talað er um orsakasam- hengi í sálfræðilegum skilningi er einatt átt við orsakir ýmiss konar sálrænna vandkvæða. Oftar en hitt er orsakanna að leita til bernsku, þ.e. meðan einstaklingurinn er svo lítið þroskaður að hann hefur ekki tök á að skoða þau atvik eða at- burði sem leiða af sér vandkvæði og taka meðvitaða afstöðu til þeirra. En einmitt af því að þetta gerist í bernsku fylgja því sérkenni sem vert er að minnast á. Upplifun barna, skynjun þeirra og túlkun atburða er talsvert frá- brugðið því sem venjulegast er hjá fullorðnu fólki. Margt af því sem fullorðnum er mikið áfall er það alls ekki hjá börnum. Og sumt af því sem við fullorðnir teljum lítil- vægt getur skipt miklu máli fyrir börn. Þannig getur það í vissum tilvikum verið meira áfall fyrir barn að vera bólusett eða sprautað en að afi eða amma deyi, svo einkenni- legt sem það getur virst. Þessi mismunur barna og fullorð- inna hefur stundum leitt til hugleið- inga í þessa átt: „Það er einkenni- legt með hann J. Hann sem hefur alist upp á svo góðu heimili og aldr- ei orðið fyrir neinu! Samt er hann svona taugaveiklaður. Það hljóta að vera erfðirnar." Eða hið gagn- stæða: „Hefði ekki G. átt að verða eitt taugahrúgald? Hún sem átti svo hræðilega bemsku! Samt er hún svo sterk og heilbrigð. Eitthvað hlýtur nú að vera bogið við kenningarnar.“ Staðreyndir sem þessar — og á þeim er enginn hörgull — verða stundum til þess að fólk dregur í efa kenningar um mikilvægi bernskunnar og leggur í þess stað meiri áherslu á erfðir. Vissulega eru erfðir mikilvægar, þó að samspil erfða og umhverfis og hlutfallsleg hlutdeild hvors um sig verði seint útkljáð. En ekki má þó ætla erfðum meira en þeim ber. A.m.k. er hreint ekki ósennilegt að hluti skýring- anna á framangreindum gervidæm- um sé sá að lagður er skilningur fullorðinna á bernskuupplifanir og hann getur hæglega verið annar en sá sem barnið hafði á sínum tíma. Við sjáum ekki lengur þessar litlu þúfur sem samt urðu farar- tálmi. isstjórnarinnar eða einstakra ráð- herra geta verið þess eðlis að þær bindi að nokkru hendur þeirra sem taka við og það jafnvel stundum þannig að óeðlilegt getur talist úr frá sjónarmiði þingræðis, þar sem erfitt geti verið að breyta þeim síð- ar. Frá pólitísku sjónarmiði er því eðlilegt og í fullu samræmi við þing- ræðishefðina að ætla starfsstjórn- um annað og minna hlutverk en reglulegum ríkisstjómum. A.m.k eru gild rök til þess að ætla að þeim sé hvorki rétt né skylt að taka mikilvægar pólitískar ákvarðanir, nema augljóst sé að þær þoli enga bið og ný ríkisstjórn sé ekki í sjón- máli. í samræmi við þetta hefur verið litið svo á að eðlilegt sé að takmarka verksvið starfsstjóma við skipun í embætti, veitingu leyfa, úrskurð kærumála í stjórnsýslunni og fleira sem liður er í daglegri starfsemi einstakra ráðuneyta, en beri að forðast ákvarðanir sem feli í sér stefnumörkun er bindi hendur þeirra sem við taka. Björn orðar það svo í ritgerð sinni að draga beri mörk milli „nauðsynlegra af- greiðslustarfa" og „pólitískrar stefnumörkunar“, þótt hugtök þessi séu ekki skýrt afmörkuð. Þetta merkir í reynd að það er þingræðis- reglan sem á endanum setur hlut- verki starfsstjórna takmörk. í sam- ræmi við það ber starfsstjórnum og einstökum ráðherrum í starfs- stjórn að forðast að taka ákvarðan- ir sem vitað er fyrir víst að pólitísk- ur ágreiningur er um. Kringlunni 8-12 sími689159 NÝJAR VORUR!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.