Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 10
10 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991
kommúnistaflokksins væri lokið. í
október fengu margir flokkar að
bjóða fram í kosningum og komm-
únistar biðu ósigur fyrir bandalagi
þjóðemissinna, sem barðist fyrir
sjálfstæði, einkavæðingu í landbún-
aði og kapítalisma í efnahagsmálum
undir forystu Zvíads Gamsakhur-
día, sem var kjörinn forseti þings-
ins.
Kosningamar komu af stað ill-
deilum miili Georgíumanna og Oss-
eta. Ossetar eru 400.000 manna
þjóð og núverandi eijur þeirra og
Georgíumanna má rekja til innrásar
Rauða hersins fyrir 70 ámm. Osset-
ar studdu bolsévíka og að launum
fengu þeir að koma á fót sjálfstjóm-
arhéraðinu Suður-Ossetíu í
Georgíulýðveldinu 1922. Annað
sjálfstjómarhérað Osseta, Norður-
Ossetía, var stofnað handan landa-
mæranna í Rússneska sambands-
lýðveldinu.
Eftir kosningarnar í fyrra ákváðu
Suður-Ossetar að lýsa einhliða yfir
sjálfstæði frá Georgíu og stofna
eigið sjálfstjórnarlýðveldi með því
að sameinast Norður-Ossetíu.
Þannig vildu Suður-Ossetar tryggja
sér aukna vemd gegn vaxandi þjóð-
ernishyggju Georgíumanna og
sýndu að þeir vildu vera áfram í
Sovétríkjunum.
Afleiðingin varð sú að Gamsak-
hurdía ákvað að svipta Suður-Osse-
tíu allri sjálfstjóm. Hann ber því
að nokkru leyti sjálfur ábyrgð á
versnandi sambúð Georgíumanna
og Suður-Osseta, sem eru 65.000
talsins.
Borgarastríð
Gamsakhurdía sendi vopnaðar
sveitir eða þjóðvarðliða inn í Suður-
Ossetíu til þess að binda enda á
aðskilnaðinn. Síðan má heita að
borgarastyijöld hafí geisað í hérað-
inu. Höfuðstaðnum, Tskhinvali,
hefur nánast verið haldið í umsátri
og reiði, hatur, ótti og vonleysi ráða
þar ríkjum.
Mörg hús eru illa leikin eftir skot-
bardaga Georgíumanna og „sjálfs-
vamarsveita“ Osseta. Að núnnsta
kosti 50 hafa fallið. Um tíma var
skortur á vatni og rafmagni, matar-
birgðir vom af skomum skammti
og loka varð verzlunum, skólum og
verksmiðjum.
Hermenn sovézka innanríkisráð-
uneytisins hafa verið á verði í Tsk-
hinvali, sem er 35.000 manna bær.
Lögregla og þjóðvarðliðar Georgíu-
manna hafa haldið sig utan við
Tskhinvali síðan Gorbatsjov hafði í
hótunum við yfirvöld í Georgíu í
janúar.
Margar sögur hafa verið sagðar
um hryðjuverk af beggja hálfu.
Ossetar segjast óttast fjöldamorð
og eru sannfærðir að aðeins Moskv-
ustjómin geti veitt þeim vernd.
„Þeir hrekja okkur frá heimilum
okkar,“ sagði talsmaður Osseta
eftir Guðm. Halldórsson
LÝÐVELDIÐ Georgía í Kákasus hefur farið að
dæmi Eystrasaltsríkjanna og lýst einhliða yfir
endurreisn sjálfstæðis, sem það var svipt með
sovézku hervaldi fyrir rúmum sjö áratugum.
Sjálfstæðisyfirlýsingin hafði verið samþykkt í
þjóðaratkvæðagreiðslu með 98% atkvæða og er
enn eitt áfallið fyrir tilraunir Míkhaíls Gorb-
atsjovs forseta til að koma í veg fyrir upplausn
Sovétríkjanna, en erfitt getur reynzt að hrinda
henni í framkvæmd.
Leiðtogi Georgíumanna,
Zvíad Gamsakhurdía, við-
urkenndi að „sjálfstæðis-
yfirlýsingin jafngilti ekki
raunverulegri úrsögn úr
Sovétríkjunum“ og sagði
að henni yrði fylgt eftir á
næstu tveimur til þremur árum með
nokkrum iögum, sem mundu miða
að því að koma á algerri sjálfstjórn.
Gamsakhurdía var einróma kjörinn
fyrsti forseti lýðveldisins, en var
áður forseti þingsins.
Stjórn Gorbatsjovs hafnaði þjóð-
aratkvæðagreiðslunni í Georgíu á
sömu forsendum og svipuðum at-
kvæðagreiðslum í Eystrasaltslönd-
unum og kvað hana brot á sovézku
stjórnarskránni. Gorbatsjov hefur
ekki tekizt að vekja áhuga Georgíu-
manna á tillögum sínum um nýjan
ríkjasáttmála, sem hann segir að
muni tryggja þeim aukna sjálf-
stjórn, því að hann virðist telja sem
fyrr að hægt sé að leysa efnahagsl-
egan og pólitískan vanda Sovétríkj-
anna með miðstjórnarákvörðunum
frá Kreml.
Spennan eykst
Sjálfstæðisyfirlýsingin jók
spennu í sambúð Georgíumanna og
Gorbatsjovs. Ekki bætti úr skák að
Gamsakhurdía lýsti yfír allsheijar-
verkfalli til að leggja áherzlu á kröf-
ur um að sovézkt herlið fari frá
umdeildu svæði í norðurhluta Ge-
' orgíu, Suður-Ossetíu, sem er byggt
Moskvuhollu þjóðarbroti. Verkfallið
kann að auka alvarlegan efnahags-
vanda Georgíumanna.
Gamsakhurdía reynir að halda
Suður-Ossetum og öðrum þjóðar-
brotum niðri. Þau saka hann um
einræðishneigð, én hann hafnar
ásökunum um að hann hyggist
svipta þau réttindum ef þau styðji
ekki sjálfstæði Georgíu. „Þjóðvarð-
liði“ hefur verið komið á fót, aðal-
lega tii að bæla niður mótþróa í
Suður-Ossetíu. Taka á upp sér-
stakan gjaldmiðil og fleiri ráðstaf-
anir verða gerðar til að auka sjálf-
stæði Georgíu.
Gamsakhurdía hefur notið vax-
andi hylli meðal Georgíumanna
sjálfra og sýnt sífellt aukið sjálfs-
traust í deilum sínum við Gorb-
atsjov, sem stendur illa að vígi.
Stjórnmál Georgíu eru hins vegar
flókin og sérfræðingar telja að til-
raun Gamsakhurdía til að segja
Georgíu úr lögum við Sovétríkin
Fána veifað:
lýst yfir sjálf-
stæði.
geti haft í för með sér þrátefli og
blóðsúthellingar.
Þegar Gorbatsjov fór til Japans
á dögunum óttuðust Georgíumenn
að stjórnvöld í Moskvu mundu nota
heimsóknina til þess að bijóta sjálf-
stæðishreyfingu þeirra á bak aftur.
Minnt var á að 20 hefðu verið
drepnir í Tbilisi, höfuðborg Georgíu,
þegar Gorbatsjov fór til Bretlands
í fyrra og að hann hefði sagt að
hann hefði litla sem enga ábyrgð
borið á aðgerðunum í Eystrasalts-
ríkjunum, þegar sovézku hervaldi
var beitt til að bæla niður ókyrrðina
þar.
Forn frægð
Georgíumenn hafa löngum þótt
sjálfstæðir og meiri einstaklings-
hyggjumenn en Rússar og fram-
takssamari en þeir. Margir þeirra
fara ekki dult með andúð á komm-
únisma og miðstýringu frá Moskvu.
Þeir eru 69% íbúa Georgíu, sem eru
5,5 milljónir. Auk þeirra og Osseta
býr fólk af ýmsu öðru þjóðerni í
lýðveldinu — 100 hópar alls — þar
á meðal Armenar (9%), Rússar
(7,4%), Azerar, Grikkir og Abkhaz-
ar.
Kákasísk tunga Georgíumanna
er opinbert tungumál lýðveldisins,
þótt flestir kunni rússnesku, og
þeir hafa verið kristnir síðan á 4.
öld. Land þeirra var hluti konungs-
ríkisins Kolkís, sem Jason sigldi til
ásamt Argóförum sínum í leit að
gullreyfinu.
Stórveldi Georgíumanna í Kákas-
usfjöllum stóð á hátindi frægðar
sinnar á stjórnarárum Thamar
drottningar (1184-1213), en laut í
lægra haldi fyrir mongólskum inn-
rásarmönnum. Tyrknesk yfirdrottn-
un tók við og valdhafar Georgíu
leituðu ásjár Rússa, sem innlimuðu
konungsríkið smám saman á 19.
öld.
Eftir byltingu bolsévíka stofnuðu
Georgíumenn sjálfstætt ríki (26.
maí 1918) undir þýzkri vernd. Sov-
étlýðveldi var komið á fót (25.
febrúar 1921) þegar Rauði herinn
var sendur til Tbilisi að undirlagi
Georgíumannsins Jósefs Stalíns til
þess að styðja „óundirbúna uppreisn
verkamanna".
Innbyrðis sundrung
Hinn 9. apríl 1989 dreifðu
sovézkir hermenn tugþúsundum
mótmælenda og drápu 19 Georgíu-
menn. Sama ár brutust út óeirðir
milli Georgíumanna og aðskilnaðar-
sinna Abkhaza. Georgíumönnum til
gremju létu Ossetar í ljós samúð
með Abkhözum.
í marz 1990 lýsti Æðsta ráð
Georgíu því yfír að lýðveldið hefði
á sínum tíma verið innlimað með
valdi í Sovétríkin og valdaeinokun