Morgunblaðið - 05.05.1991, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991
C u
Óttast fjöldamorð: fallin ossetísk kona syrgð.
nýlega. „Heil þorp hafa verið
brennd til ösku. Ibúarnir styðja þá
kröfu sovézka þingsins að Gorb-
atsjov lýsi yfir neyðarástandi."
Ossetar segja að 14.000 manns
frá 69 þorpum hafí flúið yfir fjöllin
til Rússlands og að tugum Osseta
hafi verið rænt. Lík rúmlega 100
Osseta hafi fundizt i nágrenni Tsk-
hinvali síðan í desember. Georgíu-
menn segjast hafa misst 40 menn
fallna og tekið við 8,000 flótta-
mönnum á sama tíma. Þtjú þúsund
Georgíumenn hafi flúið.
Verkfæri Kremlverja?
Sovézkir embættismenn saka
yfirvöld í Georgíu um að hafa ýtt
undir átök fólks af ólíku þjóðerni.
Kröfur um að Gorbatsjov taki
stjórnina í Suður-Ossetíu hafa orðið
háværar, en hann hefur hikað við
að stíga það skref, líklega af ótta
við að það mundi aðeins gera illt
verra.
Gamsakhurdía forseti hefur sak-
að Sovétmenn um að vopna Osseta
og reyna að magna ólguna til þess
að fá átyllu til íhlutunar. Það sem
þeir reyni að gera sé að reka fleyg
milli íbúa Georgíu og tefja sókn
þeirra til sjálfstæðis. Nú reynir
Gamsakhurdía með verkfalli því,
sem hann hefur efnt til, að vekja
athygli á þeirri meginkröfu að
sovézka herliðið í Suður-Ossetíu
verði kallað heim, svo að þjóðvarð-
lið Georgíu geti tekið við fnðar-
gæzlu.
Forseti Georgíu sakar Osseta um
„svik við þjóð Georgíu". Hann segir
að bolsévíkar hafí búið Suður-Osse-
tíu til og að svæðið eigi engan rétt
á sjálfstjórn. Hann hefur kallað
Osseta „verkfæri Kremlvetja" og
margir eru sammála því — jafnvel
sumir Ossetar. Um leið hefur hann
reynt að fullvissa Suður-Osseta um
að þeir þurfí ekki að óttast sjálf-
stæði Georgíu frá Sovétríkjunum.
Umdeildur leiðtogi
Gamsakhurdía er umdeildur
stjórnmálamaður og þykir ósveigj-
anlegur, gætinn og tortrygginn.
Faðir hans var merkasti rithöfundur
Georgíu á þessari öld og sjálfur er
hann rithöfundur og góður mála-
maður. Hann er 52 ára gamall og
varð á unga aldri eitt helzta tákn
baráttunnar fyrir sjálfstæði Georg-
íu.
Aðeins 17 ára gamall var Gams-
akhurdía hnepptur í fangelsi fyrir
andófsstarfsemi. Árið 1977 var
hann fangelsaður á ný sökum þess
að hann var formaður Helsinki-
nefndarinnar í Georgíu. Hann var
dæmdur í fimm ára fangelsi, en
látinn laus þegar hann hafði setið
inni í tvö ár þar eð hann kom fram
í sjónvarpi, játaði og iðraðist. „Ég
þurfti nauðsynlega að losna úr
fangelsi vegna stjórnmálastarfa
minna,“ sagði hann síðar. „Þetta
var brella.“
Þegar Gamsakhurdía var kosinn
þingforseti í fyrra hét hann lýðræði
og margir líktu honum við Tékkann
Vaclav Havel. Síðan hefur hann
beitt harkalegum ráðum gegn and-
ófi og. skert frelsi blaða. Nokkrir
pólitískir andstæðingar hafa verið
handteknir, ranglega gefið að sök
hafa haft vopn í sínum fórum. Hann
hefur þótt Ijandsamlegur fijálsu
markaðskerfí.
Þótt Gamsakhurdía hafi verið
harður andstæðingur kommúnista
virðist hann andvígur nýjum,
sovézkum leiðtogum á borð við
Borís Jeltsín. Hins vegar virðist
hann njóta dyggs stuðnings starfs-
manna flestra stofnana gamla sov-
étkerfisins — þar á meðal KGB.
Ovinir Gamsakhurdía hafa líkt hon-
um við Mussolini, en stuðnings-
menn hans líkja honum við heilagan
Georg, sem er þjóðartákn, og spá
því að hann muni leggja „sovézka
drekann“ að velli.
Annað Líbanon
Ossetar hundsuðu þjóðarat-
kvæðagreiðsluna í Georgíu á dög-
unum: Þrátt fyrir deiluna við þá er
sagt að Gamsakhurdía njóti stuðn-
ings Armena, Azera, Rússa og
Gyðinga í lýðveldinu.
Engu að síður hefur notkun
nokkurra tungumála verið tak-
mörkuð í Georgíu með nýjum lög-
um. Flokkar heimamanna á nokkr-
um stöðum fá ekki að bjóða fram
í lýðveldinu öllu. Þessu hafa þjóðar-
brot reiðzt. „Georgíumenn vilja
stjórna okkur eins og nýlendu," er
haft eftir Zurab Asinba, einum leið-
toga Abkhaza, sem lengi hafa notið
sjálfstjórnar og vilja að hún verði
aukin.
Ríkisborgararéttur verður skil-
greindur í nýjum lögum og óvíst
er að hann verði látinn ná til allra
Annað Líbanon? Sovézkir hermenn í Ossetíu.
Vestræn aðstoð?
Gamsakhurdía hefur sagt að lýð-
veldið muni þurfa stuðning annarra
þjóða og mál þess kunna að koma
til kasta vestrænna ríkja. „Vestur-
veldin verða að taka málstað hinna
kúguðu, ekki kúgaranna," sagði
hann nýlega. „Sovétríkin eru ekki
lengur til. Aðeins eru til þrælar í
þessu þjóðafangelsi.“
Hann hefur þegar skrifað George
Bush forseta og beðið hann um að
beita áhrifum sínum gagnvart Gor-
batsjov og senda eftirlitsmenn til
Suður-Ossetíu. Talið er að Vestur-
veldin verði enn tregari að styðja
Kákasushéruðin en Eystrasalts-
löndin.
Margir Georgíumenn segjast
styðja Gamsakhurdía af þvi þeir
telji baráttuna gegn Möskvuvaldinu
aðalatriðið. „Ég hef óbeit á mörgu
því sem stjórn okkar gerir,“ er haft
eftir kvikmyndagerðarmanni, „en
ef sovézku skriðdrekarnir koma
mun ég berjast við hlið leiðtoga
Georgíu á götunum.“
Sú hætta er fýrir hendi að ein-
ræðiskenndar aðferðir Gamsakhur-
día hafi í för með sér auknar þjóða-
eijur og leiði til þess að skriðdrek-
arnir verði sendir að sögn fréttarit-
ara. Sókn Georgíu til sjálfstæðis
geti leitt til aukins ofbeldis og ein-
ræðis í stað frelsis og lýðræðis.
séu virkir í Suður-Ossetíu og Ábkh-
azíu.
Þjóðavandamálin í Georgíu eru
torleyst. Innbyrðis deilur íbúanna
og sífelld hætta frá Moskvu valda
því að óttazt hefur verið að Georg-
ía geti orðið „annað Líbanon".
I höfuðborginni Tbilisi hefur ríkt
spenna og öngþveiti samkvæmt frá-
sögn Wall Street Journal. í stað
þess að stjórna gefí nýju vald-
hafarnir út yfírlýsingar og tilskip-
anir og fáu sé komið í verk. Marg-
ir eigi vopn og mikið beri á eirðar-
lausum þjóðvarðliðum, sem veifi
skammbyssum og Kalashnikov-
rifflum. Glæpum hafi fjölgað og að
meðaltali séu framin þrjú morð á
dag. Margir reyni að komast hjá
herþjónustu.
Einkaherir
Einkaherir hafa látið að sér
kveða. I janúar lét Rauði herinn til
skarar skríða gegn 2.000 manna
ólöglegum „her“ fyrrum bankaræn-
ingja og síðar prófessors, Djaba
Ioseliani. Árás var gerð á æfinga-
búðir Ioselianis — gamla félagsmið-
stöð kommúnista — 20 voru hand-
teknir og búðunum var lokað. Iosel-
iani kenndi Gamsakhurdía um að-
förina og efndi til götumótmæla
gegn honum, en Gamsakhurdía lét
handtaka hann.
Einn mikilvægasti bandamaður
Ioselini er Georgíj Tsjanturía, sagn-
fræðingur sem sat tvö ár í fangelsi
fyrir andófsstarfsemi. Hann er einn
helzti leiðtogi svokallaðs „auka-
þings" fulltrúa flokka, sem neituðu
að taka þátt í kosningunum í haust'
og telja Gamsakhurdía og þing hans
anga af valdakerfi Moskvumanna.
Að minnsta kosti tvisvar hefur
verið reynt að ráða Tsjanturía af
dögum. „Við vitum að Gamsakhur-
día er fasisti og hefur starfað fyrir
KGB í 13 ár,“ sagði hann nýlega.
Um leið sakaði hann Gamsakhurdía
um að hafa svipt Suður-Ossetíu
sjálfstjórn til að koma af stað of-
beldisverkum og gefa sovézka hern-
um átyllu til íhlutunar.
Georgía stendur ekki traustum
GLUGGINN
auglýsir
20% kynningarafsláttur
á blússum og pilsum í stærðum 48-52.
mm&w
Laugavegi 40.
KYRRÐARDAGAR
í SKÁLHOLTI
Kyrrðardagar verða í Skálholti um hvítasunnu, 17.-20
maí. Umsjón kyrrðardaga er í höndum sr. Jónasar Gísla-
sonar, vígslubiskups, og sr. Jóns Bjarman, sem sér um
fræðslu. Kyrrðardagar eru íhugunar-, bæna- og hvíldar-
dagar. Þú tekur þig út úr skarkala hversdagslífsins og
gengur á vit þagnar. Kyrrðardagar eru öllum opnir og
henta þeim, sem leita slökunar, vilja rækta sinn innri
mann og sinna íhugun í anda kirkjunnar.
KIRKJULISTARNÁMSTEFNA
Námsstefna i kirkjulist verður í Skálholtsskóla 24.-25.
maí. Dr. Elisabeth Stengaard, kirkjulistfræðingur, verður
aðalfyrirlesari. Fjallað verður um trúartúlkun í nútíma-
kirkjulist, kirkjubyggingar, búnað og skreytingu kirkna.
Námsstefnan er öllu áhugafólki opin og ætti einnig að
nýtast listamönnum, arkitektum, prestum o.fl.
Skráning á kyrrðardaga og kirkjulistarnámstefnu er á
Biskupsstofu í Reykjavík, s. 91-621500.
Skálholtsskóli.
Meim en þú geturímyndað þér!
Gorbatsjov: hafnað.
íbúa Georgíu. Gamaskhurdía hefur
neitað því að slík lög muni þrengja
að Ossetum, Abkhözum og ef til
vill fleiri þjóðarbrotum. Hins vegar
hefur hann sagt að vopnaðir óvinir
verði sviptir borgararéttindum í
fullvalda Georgíu og margir þeirra
fótum efnahagslega þrátt fyrir
mestu mangannámur í heimi. Lýð-
veldið hefur m.a. verið háð jarð-
gasi, olíu, korni og sykri frá Sov-
étríkjunum og fjárhagsaðstoð frá
Moskvu. Sovétmenn hafa í vaxandi
mæli beitt efnahagslegum þvingun-
um, skortur hefur verið á rafmagni
svo að verksmiðjum hefur verið lok-
að og dregið hefur úr vinnuafköst-
um vegna ótryggs ástands.