Morgunblaðið - 05.05.1991, Side 15

Morgunblaðið - 05.05.1991, Side 15
heimilda og tilvitnanir geti verið margslungin, í sama riti standi: „Að á íslandi hafi húngur og hallæri opt að höndum borið, þarf eigi kynlegt að þykja, þar sem mörg betri lönd hefir einatt sama hendt þó sýnast mætti, að þeirra milda lopt, fijóf- semi, ríkidæmi og hæga kauphöndl- an mundi varna þeim við því. En þó ísland sé hallærasamt, þá er það samt eigi óbyggjanda; þau góðu árin eru miklu fleiri en þau hörðu.“ — Islandssagan er sem sagt ekki „hallærisleg baráttusaga"? „Þessi áhersla á hallærin er í sjálfu sér „hallærisleg" í nútíma- skilningi þess orðs. íslendingar hafa í sínum huga mjög sterkt þá mynd af sjálfum sér og sínum forfeðrum að hér hafi lifað „lítil þjóð í harð- býlu landi í baráttu við óblíð nátt- úruöflin". Myndin getur ekki verið svona einföld. En það hefur reynst sagnfræðingum mjög erfitt að skilja að baráttu landsmanna við náttúru- öflin og baráttu við mannamein ýmis konar. Hvað er líkt og hvað er ólíkt í sögu Islendinga og sögu annarra þjóða? Önnur lönd máttu líka þola harðæri öðru hveiju — t.a.m. Nor- egur. Það kom þó ekki í veg fyrir að fólkinu fjölgaði. Mannfjölgun í Noregi 1500-1850 var e.t.v. tíföld- un úr 150 þúsundum í eina og hálfa milljón. Ef maður lítur eftir einhveij u sem er ólíkt þá hlýtur maður að festa augun við farsóttirnar. Hér kom Stóra-bóla og felldi þriðjung þjóðar- innar en engin dæmi eru um farsótt- ir í Noregi sem ollu þriðjungsfækk- un landsmanna eða neitt nálægt Hannes Finnsson biskup því síðan í Svarta-dauða. Þar af leiðandi var fólksfjölgunin þar stöð- ugri og meiri en hér. Var Noregur betra land? Hannes biskup segir á einum stað í sinni bók: „Eg heyrði optar en einusinni þann vitra og í mörgu af íslandi velforþénta merk- ismann, etatsráð og depúteraðan í Bergverks-collegio, Andreas Holt, er sjálfur hafði ferðast og dvalið bæði á Islandi og í mörgum öðrum löndum, segja það að Islands al- múga kjör væru mikið betri en í mörgum öðrum löndum, og einkum að Islands bændur hefðu meiri og betri landskosti, bústofn og viður- væri en landar hans norðanfjalls í Noregi." Greinin í Sögu er skrifuð til að vekja til umhugsunar og umræðu. Sú mynd hefur verið gefin af gamla samfélaginu að þetta hafí verið staðnað þjóðfélag í kreppu og kyrr- stöðu. En þetta er rangt. íslenskt samfélag bjó yfir miklum sveigjan- leika. íslendingar eru eins fólk er flest. Þeir reyna að bjarga sér. Þeg- ar fjölgaði í landinu jókst sjósókn og það var vísir að þéttbýli við sjáv- arsíðuna sérstaklega undir Jökli. En eftir mannfelli þá komust þeir meira og betur af því sem landbún- aðurinn gaf af sér. íslendingar kom- ust yfirleitt ekki verr af heldur en aðrar þjóðir. Segir ekki Hannes biskup: „Hefir landið þó þess á milli optast náð sér aptur, fæðt sín börn og framleiðt margan merkis- mann, gott verkfæri í Guðs hendi, þarft og farsælt þessa heims, en síðan fullsælt í hinum betra.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991 -... ■ : --------:--■-----------; C 15 Morgunblaðið/Gunnar E. Hauksson Þingeyrarkirkja 80 ára vígsluafmæli Þingeyr- arkirkju haldið hátíðlegt Gestir við kaffisamsætið. Fremst á myndinni eru Ingunn Angan- týsdóttir, Camilla Sigmundsdóttir og Mattliías Guðmundsson. KIRKJAN á Þingeyn var þett setin sunnudaginn 14. april, er Þingeyringar héldu upp á 80 ára vígsluafmæli hennar. Þingeyrarkirkja var vígð á pálmasunnudag 9. apríl árið 1911. Á safnaðarfundi árið 1897 var fyrst hreyft þeirri hugmynd að flytja sóknarkirkjuna að Söndum til Þing- eyrar, er hún yrði endurbyggð. Það var þó ekki fyrr en árið 1907, sem sóknarnefnd ákvað að hefja skyldi byggingu kirkju. Tveimur árum seinna var svo ákveðið að kirkjan skyldi byggð úr steini og var Rögn- valdur Olafsson byggingarmeistari, sem var Dýrfirðingur, fenginn til að senda teikningu af kirkju svo og kostnaðaráætlun. Hófst bygg- ing kirkjunnar eftir téikningu Rögnvalds árið 1910. Allur undir- búningur og framkvæmdir við kirkjuna einkenndust af miklum stórhug þeirra sem að unnu. Sá stórhugur hefur fylgt öllu starfi við Þingeyrarkirkju síðan. Hátíðin hófst um morguninn er Ólafur Veturliði Þórðarson dró fána að húni á nýjum fánastöngum við kirkjuna. Klukkan tvö hófst hátíðarguðs- þjónusta og eins og áður sagði var kirkjan þétt setin. Sóknarprestur- inn séra Gunnar Eiríkur Hauksson prédikaði og þjónaði fyrir altari. Eftir guðsþjónustuna hófst há- tíðarsamkoma. í upphafi ávarpaði Andrés Guðmundsson sóknar- nefndarformaður samkomuna og bauð boðsgesti sérstaklega vel- komna, prófast ísafjarðarprófasts- dæmis séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði, Guðrúnu Sigurðardótt- ur fyrrverandi prestsfrú og Baldur Siguijónsson sem var organisti í Þingeyrarkirkju i u.þ.b. 40 ár. Kirkjukórinn söng nokkur lög. Ágrip af sögu Þingeyrarkirkju var flutt, nemendur úr tónlistarskólan- um léku á píanó og prófastur ávarpaði samkomuna. Tveimur heiðurskonum, Camillu Sigmunds- dóttur og Ingunni Angantýsdóttur, voru færðar viðurkenningar fyrir fórnfúst starf við kirkjuna, en báð- ar hafa þær sungið með kirkjukóm- um í 60 ár. Eftir samkomuna í kirkjunni bauð sóknarnefndin til ^kaffisamsætis í félagsheimilinu. Margar veglegar gjafir og heilla- óskir bárust kirkjunni á þessum tímamótum, sem kirkjan á eftir að búa að í framtíðinni. - Gunnar Eiríkur Baldur Sigur- jónsson flytur ávarp í félags- heimilinu, en hann var org- anisti í Þing- eyrarkirkju í um 40 ár. Brúðargjatir Nýborgr# Ármúla 23, sími 83636 I |V\. v •' • , Cy/ # Lofta- plötur og lím Nýkomin sending _ Nýkomin sending Þ.Þ0RGR(MSS0N&C0 Ármúla 29, Reykjavik, simi 38640 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! ® íþróttavörur í úrvali Dæmi um verð: Fótboltaskór - verð frá kr. 1.990,- íþróttaskór m/frönskum lás - verð frá kr. 1.990,- íþróttagallar- verð frá kr. 3.995,- »huMrá^P SPORTBÚÐIN ÁRMLILA 40, SÍMI 83555

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.