Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENMINGARSTRAUMAR fiUNNUPAGUR 5. MAÍ 1991 ■ FKÖNSK dægurtónlist er afskaplega fjölbreytt og lífleg og á síðustu Lista- hátíð sýndi það sig að hér- lendir áheyrendur eru vel móttækilegir fyrir slíku. Þá léku hér sveit Malímannsins Salifs Keita, sem starfar í Frakklandi, og Les Ne- gresses Vertes fyrir fullu húsi. Síðasta sumar kom svo hér Mitterrand, forseti Frakklands með menning- armálaráðherra sínum, Jaques Lang, en sá er mik- ill aðdáandi Sykurmol- anna. Lang átti frumkvæði að auknum samskiptum Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Frá Malí um Frakkland Mory Kante. þjóðanna á sviði dægurtón- listar og í haust er fyrirhug- að að hér leiki franskar hljómsveitir. Þegar er ákveðið að ein þeirra verði Mano Negra, sem er með vinsælustu sveitum Frakk- lands, en að auki er rætt um að annað hvort fransk/malíski tónlistar- maðurinn Mory Kante, eða alsírski söngvarinn Cheb Khaled komi hingað um svipað leyti. Síðar er svo ætlunin að einhverjar ís- lenskar sveitir leiki í Frakk- landi. MLOKS er komin á markað fyrsta breiðskífa Kristjáns Hreinssonar, Skáld á nýj- um skóm, sem Geimsteinn gefur út. Ýmislegt varð til þess að tefja útgáfu plöt- unnar, sem átti að koma út fyrir mánuði, en henni hefur nú verið dreift í flestar plötuverslanir. Simple Minds Gestir á Hróarskeldu. Hróarskeldurokk MESTA tónlistarhátíð Norðurlanda og sú mesta í Evr- ópu er Hróarskelduhátíðin danska. Hróarskelduhátíðin er yfirleitt haldin í lok júní og svo verður einnig þetta ár, að hún stendur 27. til 30. júní, að báðum dögum meðtöldum. Hátíðarhaldarar hafa margoft lýst þeim vilja sínum að fá frekar til leiks ferskar hljómsveitir og efnilegar en fylla allt af ráðsettum stjörnum og einnig að þeir vilji ekki fá of marga gesti. Undanfarin ár hefur og borið á því að á Hróarskeldu leika flestar ungsveitir á uppleið, sem ekki gera eingöngu út á léttpoppmið. I frétt frá stjóm hátíðarinnar segir. einmitt að þeir sem leiti að jass, léttpoppi eða fjöl- skylduskemmtan fari í geit- arhús að leita ullar komi þeir til Hróarskeldu. Ekki er búið að fastsetja alla þá sem troða upp í Hróarskeldu að þessu sinni, en nokkur nöfn hafa verið staðfest: Paul Simon, Sort Sol, Peter Belli, The Soup Dragons, Gang Starr, Zuc- chero Sugar Fornaciari, Danzig, Niagara, Marianne Faithfull, Malurt, The Sept- ember When, Sisters of Mercy, Northside, Simple Minds, The Charlatans, Albert Collins & the Icebreakers og Lush. Því er svo við að bæta að Konsertklúbbur Japís fyrirhugar hópferð á Hró- arskelduhátíðina. DÆGURTÓNLIST Hvab er abgerast í bílskúmum f Douðarokkið lifir! FYRIR rúmri viku lauk í Tónabæ árlegri hljómsveitakeppni félag- smiðstöðvarinnar sem kallast Músíktilraunir. Músíktilraunir eru einskonar litmúspappír íslenskra smásveita; þær gefa þversnið af því sem fer fram í bílskúrum um land allt. Það kom sumum á óvart hve mikið bar á þungarokki í öllum sínum fjölbreytilegu mynd- um í nýliðnum Músíktilraunum; dauðarokki, rusirokki, speedrokki, mm^^mmmm sleaserokki og poppþungarokki. „Venjulegt" rokk var einnig áberandi og greinilegt að rokkið lifir góðu lffi, hvað sem hljóðgerflahross segja. Það er af eftir Ámo Matthíasson sem áður var þegar Músíktilraun- ir voru sá vettvangur þar sem ball- og gleðisveitir stigu fyrstu skrefin, en það hefur Iengi verið Ijóst flestum sem fylgst hafa með tónlist að þungarokkið hefur verið frjóasti vettvangur rokksins síð- ustu misseri. Lífleg sala á þunga- rokki hlaut og að benda til þess sem væri í vændum. Ekki var þungarokkið þó einr- átt og þær hljómsveitir sem tóku þátt í tilraununum að þessu sinni voru jafnbetri en áður og metnað- ur meiri. Allskyns tónlist brá fyr- ir, allt frá rafblús Paxromania, í gleðipopp Þorunganna, nýbylgjuf- önk Funkhouse, sleaserokk Nir- vana, montpopp Jónatans, frump- önk Sagtmóðigs og dauðarokk Infusoria. Fjöibreytnirt var því meiri en úrslitin gefa til kynna, en sveitimar sem sigruðu léku dauðarokk, speedrokk og rusl- rokk, í þeirri röð. Það sem greindi þessar sveitir frá þeim sem ekki náðu á verðlaunapall, var ekki endilega það að þær væru svo miklu betri, heldur frekar hve sveitarmeðlimir voru ákveðnir og einlægir í tónlist sinni. Það skein af sveitannönnum að tónlistin sem þeir voru að spila var þeim hjartans mál. Það sem heillaði í árdaga var frumkrafturinn og óbeisluð tjáningin í rokkinu og þó það hafi iðulega gleymst í tískuaf- brigðum og tilgerð, koma menn aftur og aftur að þeim kjarna. Pönkið var að nokkru uppreisn gegn geldri tilgerð, þó fleira hafi komið til, og kannski er þunga- rokkbylgjan sem nú rís ekki síst svar við gleði/froðu/sálar/sólar- poppinu, sem hefur verið áberandi síðustu ár. Infusoria Svar við gleði/froðu/sálar/sólarpoppinu? IMirvana Rokkið lifir góðu lífi. Ljóamynd/Björg Sveinsdðttir Komplexa- laus tónlist ÍSLANDSVINIR heitir hljómsveit úr Reykjavík sem lét fyrst á sér bera með græskulausu gamanrokki á síð- asta ári. Sveitin lét ekki við það sitja, því hún á lag á Bandalögum 3, sem Steinar hf. gáfu út fyrir skemmstu. * Islandsvinir eru þeir Kári Waage, Pálmi Sigur- hjartarson, Bjöm Vil- hjálmsson, Jón Borgar Loftsson, Sigurður Jónsson og Eðvarð Lárusson. Kári Waage sagði að fyrsti vísir að sveitinni hafí verið samstarf hans við Centaur-pilta sumarið 1989. „Segja má að tveir Centaurmanna háfi verið á rangri hillu í sveitinni, ekki fengið útrás fyrir þá tónlist sem þeir vildu fást við og ég fór að vinna mikið með öðrum þeirra, Pálma Sigur- hjartarsyni. Ég hafði þá gengið með hugmyndina að Islandsvinum í magan- um í 3-4 ár og við Pálmi ákváðum að hleypa sveit- inni af stokkunum, sem varð svo snemma á síðasta ári. Frá upphafi var tak- markið að stofna sveitina með skemmtilegum hóp tónlistarmanna, sem væru lausir við alla komplexa gagnvart tónlist. Við vild- um spila fyrir áheyrendur og okkur sjálfa, en ekki fyrir aðra poppara.“ Kári segir að lögin tvö á Bandalögum 3 séu bara forsmekkurinn, „það verða önnur tvö lög á Bandalög- um 4 og svo eigum við nóg á breiðskífu sem gæti kom- ið út fyrir jól. Viljinn og getan eru fyrir hendi hjá okkur, það er bara spurn- ing um hvað útgefendur vilja gera.“ MÍSLENSKIR jassáhuga- menn hafa jafnan verið af- skiptir og íslenskar jassplöt- ur ekki í samræmi við eftir- spurn. A næstunni er þó væntanleg plata með hinum kunna trompetleikara Frank Lacy, sem leikur með Tómasi R. Einarssyni og félögum. Platan var hljóðrituð þegar Lacy var hér á ferð fyrir stuttu og verður gefin út í maílok í tengslum við fyrirhugaða jasshátíð. Að sögn útgef- anda, p.s. músík, er platan ekki síst ætluð fyrir erlend- an markað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.