Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 23

Morgunblaðið - 05.05.1991, Síða 23
■ ■I B ftfl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAI 1991 C 23 Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli: Framleiðsla er hafin í stærstu og fullkomnustu kjötvinnslu landsins Bygging SS á Hvolsvelli. Bíll að lesta fyrstu framleiðsluna. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsjlóttir Hvolsvelli SLÁTURFÉLAG Suður- lands hóf starfsemi í hinni nýju kjötvinnslu sinni á Hvolsvelli 1. maí sl. Þá voru tæpir 5 mánuðir frá því að hafist var handa við að breyta sláturhúsi félagsins í kjötvinnslu sem nú er sú stærsta og fullkommnasta á landinu. Að sögn Jóns Gunnars Jóns- sonar framleiðslustjóra hafa flutningar gengið ótrúlega vel. „AHar áætlanir hafa staðist og þrátt fyrir smá byrjunarörðug- leika hefur þetta gengið betur en búist var við. I dag eru að vinna um 90 manns héma í hús- inu og við erum þegar komnir á góðan damp í framleiðslunni. Mér finnst í raun stórmerkilegt að þetta skuli hafa tekist á svona skömmum tíma. Það er fyrst og fremst að þakka þeim fjölmörgu, frábæm verktökum, sem unnu við þetta verk. Þeir hafa allir staðið við gerða samninga og haldið áætlanir sem gerðar voru. Þá má ekki gleyma því að starfs- fólkið hefur verið mjög jákvætt og hefur það hjálpað mikið. Því líst vel á aðbúnaðinn hér, enda er þetta miklu betri vinnuaðstaða en á gamla staðnum. Okkur hefur tekist að fá nægj- anlega margt starfsfólk og það hefur gengið betur en við reikn- uðum með. Við höfum þegar ráðið marga frá Hvolsvelli og úr sveitunum hérna í kring. Það hefur komið nokkuð á óvart að fólk úr öðrum þettbýlisstöðum á Suðurlandi hefur ekki ráðið sig í vinnu til okkar. Ég álít að þessi 120 manna vinnustaður eigi mikla framtíð fyrir sér hér og þetta hlýtur að vera mjög spennandi fyrir byggðarlagið. 10-15 fjölskyldur hafa hug á að flytjast hingað búferlum en ekki hefur tekist að fá húsnæði fyrir alla ennþá.“ Leifur Þórsson verksmiðju- stjóri er ánægður með hvernig tekist hefur til með flutninginn. Hann sagði að sér væri efst í huga þakklæti til starfsfólksins fyrir hvað það hefði tekið vel í að vinna á baráttudegi verka- lýðsins og hvað það hefur verið jákvætt. I dag væru mun fleiri að vinna en þeir hefðu þorað að vona. „Við erum fullir bjartsýni á þessum tímamótum. Við eigum nú stærstu og fullkomnustu kjöt- vinnslu á landinu sem gerir okk- ur kleift að framleiða bestu gæðavörur. Ég trúi því að þetta muni leiða til aukinnar markaðs- hlutdeildar og því komi þessi vinnustaður til með að stækka í framtíðinni. Samkeppnisaðilar okkar hafa sjálfsagt vonast til að þetta mundi ekki takast hjá okkur en það hefur aðeins hleypt krafti í okkur. Við erum ekkert fyrir að gefast upp“. Það eru orð að sönnu hjá Leifi, því það er ótrúlegt að ganga um húsakynni Sláturfé- lagsins og sjá allar þær breyting- ar sem þar hafa átt sér stað undanfarna mánuði og allt þetta dugmikla starfsfólk sem var i óðaönn við að framleiða pylsur, álegg, bjúgu og fleira. Þarna var meira að segja verið að sjóða lifr- arpylsu. Hin nýja og viðkunnan- lega reykjarlykt sem nú leggur yfir byggðina hér á Hvolsvelli er augljóslega komin til aðvcra. Jón Anton Ingibergs- son - Minning Fæddur 5. nóvember 1913 Dáinn 26. apríl 1991 Þeir sem komnir eru á miðjan aldur og þar yfir verða að sæta því að horfa á eftir vinum, ættingjum og venslafólki yfir móðuna mikh! eftir því sem árin líða. Þegar ég kveð tengdaföður minn eftir 20 ára kynni þyrpast minningarnar að hver af annarri. Ég man að ég sá hann fyrst þar sem hann var að vinna hjá bílskúrnum við hús sitt á Kárs- nesbraut í Kópavogi. Hann kom á móti mér með stein í fanginu, þrek- vaxinn og traustvekjandi, vafalaust ögn forvitinn um þennan aðkomu- mann, þó fátt væri talað í það skipti. En mér finnst þessi mynd táknræn fyrir allt lff hans. Hann var sífellt að starfa, ætíð reiðubúinn til að rétta hjálparhönd, hvenær sem á þurfti að halda. Þau eru mörg hand- tökin sem hann vann fyrir fjöl- skyldu mína, bæði innanhúss og utan, lagtækur maður og vandvirk- ur sem þoldi ekkert fúsk. Jón Anton, eða Anton eins og hann var jafnan nefndur innan fjöl- skyldunnar, fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1913, einn 12 systkina og komust 11 þeirra til fullorðins- ára. Sjö eru enn á lífi. Anton fór snemma að vinna fyrir sér, bæði til sjós og lands. Hann stundaði jámsmíðanám hjá Sigurði Svein- björnssyni og fékk full réttindi í þeirri iðngrein um fertugt. Hann starfaði einnig í Vélsmiðjunni Héðni og síðar í Aburðarverksmiðjunni í Gufunesi um árabil, uns hann lét af störfum þar fyrir aldurs sakir. En tengdaföður mínum var margt annað betur gefið en sitja auðum höndum. Á seinni árum sneri hann sér að verkefni sem honum hafði verið hugleikið lengi — að saga og slípa steina og gera úr þeim listaverk. En til þess þurfti ýmis tæki, og þau vom ekki öll fáanleg. Hann gerði sér þá lítið fyrir og smíðaði það sem á vantaði og endurbætti sumt af því sem fyr- ir var. Það var undarvert, hvernig hann gat kveikt líf í steinum sem sýndust gráir og litlausir, laðað fram ýmis blæbrigði og litasam- I setningar, svo jafnvel fjömhnull- ungar urðu Iíkastir gimsteinum. Hann ferðaðist víða um land til að safna steinum og auka með því fjöl- breytnina sem mest og fór þá upp um fjöll og fimindi. Ferðalög vom raunar líf hans og yndi, hvort held- ur innan lands eða utan. Og hann horfði ekki bara á landslagið eitt, hann kunni þá list að lesa úr því sem fyrir augun bar og segja skemmtilega frá því. Tengdafaðir minn hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum málum og hélt þeim oft fram af kappi. Ég held þó að enginn hafi farið sár af fundi hans. Hann hafði glöggt auga fyrir því sem spaugilegt var, einkum þegar alvara fylgdi og ekki var um innantómt grín að ræða. Tryggð hans við börn og barnabörn var mikil og síðar við bamabamabörnin eftir að þau bættust í hópinn. Góð kona er hveijum manni ómetanleg stoð. Og Anton var hepp- inn í vali sínu. Hann kvæntist 1937 Þómnni Þorvarðardóttur frá Þilju- völlum á Berufjarðarströnd. Hún sýndi listhæfileika þegar á ungl- ingsaldri og hefur fengist talsvert við að mála á seinni ámm. Á átt- ræðisafmæli sínu í fyrra hélt hún málverkasýningu sem vakti mikla athygli. Ánton og Þómnn eignuðstu fjög- ur börn sem öll em á lífi. Þau eru í aldursröð: Unnar, f. 1938, banka- maður, kvæntur Auðbjörgu Jóns- dóttur, Kristín, f. 1939, handa- vinnukennari, gift Ulrich Schmid- hauser, verkfræðingi, búsett í Sviss, Áslaug, f. 1941, deildarstjóri á við- gerðarstofu Þjóðskjalasafns, gift undirrituðum, og Omar, f. 1944, bifvélavirki. Ég sendi systkinum Antons og eftirlifandi eiginkonu innilegar samúðarkveðjur. Og að leiðarlokum vil ég þakka honum fyrir vináttu og hjálpsemi við mig og fjölskyldu mína. Síðast en ekki síst hlýtur hann þakklæti mitt fyrir að hafa gefið mér góða konu og betri tengdamóður en nokkur maður get- ur hugsað sér. Friður Guðs fylgi honum nú og um alla eilífð. Óskar Ingimarsson Afi Jón Anton, er dáinn. Það er svo erfitt að sætta sig við það, þótt maður hafi vitað í hvað stefndi síðustu dagana. Samt von- aði ég alltaf að hann myndi ná fyrri heilsu aftur. Það eru ekki nema rúmlega tveir mánuðir síðan hann vippaði sér upp í Willys og var kominn á fullt við að hjálpa til við að smíða og sjóða hurð í Garðabænum — hressastur allra. Aldrei man ég eftir að hafa séð afa veikan, ekki einu sinni með kvef. Þess vegna er þetta svo erfitt. Eftir að hann lét af störfum varð steinasöfnun hans líf og yndi. Ég minnist þess að kvöldið áður en hann var lagður inn var hann að sýna mér steinasafnið sitt. Hann sýndi mér hreykinn hinar ýmsu teg- undir, bar þær upp að ljósinu til að sýna mér litbrigðin í þeim. Þess- um steinum hafði afi safnað um land allt. Hann fékk lánaðan jeppa og keyrði um landið þvert og endi- langt til að safna sem flestum teg- undum og koma með heim til að sýna okkur hinum. Ég gæti sagt svo ótalmargt, en læt þessi fáu orð segja það sem ég vil. Elsku amma, minningin um afa mun lifa hjá okkur öllum um ókomna framtíð. Þórunn Óskarsdóttir Lárus Jónatansson vélvirki - Fæddur 5. febrúar 1919 Dáinn 26. apríl 1991 Hinn 26. apríl sl. andaðist á heim- ili sínu Lárus Jónatansson, vélvirki. Lárus fæddist að Gerðubergi í Hnappadalssýslu þann 5. feberúar 1919 og var því 72 ára er hann lést. Lárus ólst upp með systkinum sínum hjá foreldrum þeirra er lengst af bjuggu að Miðgörðum í Kolbeins- staðahreppi. Lárus sat tvö ár í Kennaraskóla íslands. Þar kom fram að hann var vel greindur og í framhaldi af því námi jók hann við þekkingu sína með sjálfsmenntun. Hann var víðlesinn og vel heima í íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum. Árið 1942 réðst Lárus til starfa hjá Landssmiðjunni, enda var hann vel hagur og laginn við málmsmíð- ar. Meðan hann vann hjá Lands- smiðjunni lauk hann sveinsprófi í vélvirkjun. Árið 1961 skipti Lárus um vinnustað og réðst til Vélaverk- stæðis Sigurðar Sveinbjörnssonar. Starfaði hann þar til þess að hann kenndi sjúkdóms þess er varð hon- um að aldurtila. Lárus var góður og hæfur starfs- maður og samband og samstarf milli hans og stjórnenda Vélaverk- stæðis Sigurðar Sveinbjörnssonar var jafnan gott. Lárus Jónatansson var félagshyggjumaður og stéttvís verkalýðssinni. Ilann sýndi stéttar- félagi sínu, Félagi járniðnaðar- manna, mikla ræktarsemi og var vel virkur félagsmaður og félags- menn þess sýndu honum trúnað og traust. Lárus var trúnaðarmaður vinnu- félaga sinna í mörg ár og í trúnaðar- Minning mannaráði Félags járniðnaðar- manna frá 1967 til 1991, eða í 24 ár. Einnig var hann í mörg skipti í kjörstjórn félagsins. Nú við andlát Lárusar Jónatanssonar þakka fé- lagsmenn Félags járniðnaðarmanna honum fyrir ágæt störf og tryggð og harma missi góðs félaga. Lárus var kvæntur mætri konu, Hallveigu Einarsdóttur, sem einnig hefur starfað vel að félagsmálum verkafólks. Þau eignuðust tvo syni, Einar Örn og Lárus Guðberg og eiga sex barnabörn og þtjú barna- barnabörn. Nú við fráfall Lárusar Jónatans- sonar þakkar undirritaður honum samstarf og vinsemd og vottar að- standendum hans hluttekningu og samúð. Útför Lárusar Jónatanssonar fer fram frá Fossvogskapellu mánu- daginn 6. maí nk. kl. 13.30. Guðjón Jónsson járnsmiður Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. t Móðursystir mín, RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Lynghvammi 4, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Kapellu kirkjugarðsins i Hafnarfirði þriðju- daginn 7. maí kl. 10.30. Guðrún Þóra Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.