Morgunblaðið - 29.05.1991, Page 7

Morgunblaðið - 29.05.1991, Page 7
MORGUNBLA 98MÉgwAtqT/rnrov íl \DIÐ MIDVIKUDAGUR 2ð. MÁI 1991 .-----.. . 7 Sjóminjasafn íslands: Dræmar undirtekt- ir við kaup á Fríðu IJM 500 þúsund krónur hafa safnast í söfnun Sjóminjasafns íslands vegna kaupa á skútunni Fríðu frá Englandi. Að sögn Agústs Georgs- sonar starfsmanns safnsins, var kaupverðið upphaflega 16 milljónir króna en nú óskar seljandi eftir tilboði í skipið. Tilboðsfrestur renn- ur út um mánaðamótin. „Við höfum sent bréf til tæplega fjörtíu aðila, bæjarstjórna, banka og fyrirtækja en höfum fengið dræmar undirtektir og áhuginn virðist yera lítill fyrir kaupunum,“ sagði Ágúst. „Við eigum að vísu eftir að fá svar frá nokkrum aðilum en við eigum von á að það verði fyrir mánaðamótin þegar fresturinn Langbylgjusendingar: Bráðabirgða- möstur upp næsta haust TVÖ MÖSTUR í eigu Pósts og síma verða að öllum líkindum reist á Rjúpnahæð næsta haust í stað langbylgjumastranna tveggja sem tekin voru niður síð- astliðinn vetur. Möstrin sem verða reist til bráða- birgða eru sjötíu metra há. Kostn- aður er gróflega áætlaður á bilinu 5-15 milljónir króna. Eyjólfur Valdimarsson tækni- fræðingur hjá Ríkisútvarpinu sagði að auka þyrfti burðarþol annars mastursins og hefði það seinkað uppsetningu þeirra. Gömlu möstrin voru 150 metra há. rennur út. Það eru tveir mánuðir síðan við fórum fram á þennan fjár- stuðning og miðað við þessi við- brögð þá er nánast enginn áhugi fyrir kaupunum." Ágúst sagði, að upphaflega hafi seljandinn viljað fá 16 milljónir fyrir skipið en nú er hann reiðubúinn til að lækka verðið og vill fá tilboð í skipið. Honum sé kappsmál að vita af skipinu í góðum höndum og á íslandi en franskt safn hefur sýnt áhuga á skútunni. Skútan Fríða er. tvímastra og srníðuð úr eik í Hull í Englandi árið 1884. Hún var keypt hingað til lands af Geir Zoega, árið 1897 og var seld héðan til Færeyja árið 1913. Þaðan var hún gerð út til ársins 1980 er hún var seld til Englands, þar sem hún var gerð upp í upprunalegt horf. Göngustígar malbikaðir Morgunblaðið/KGA í Hljómskálagarði hefur göngustígurinn sem liggur þvert yfír garðinn frá Hringbraut að Sóleyjargötu verið malbikaður. Að sögn Theódórs Halldórssonar umsjónamanns skrúðgarða, er þetta fyrsti göngustígur- inn sem er malbikaður en ákveðið hefur verið að þeir verði allir malbikaðir á næstu árum. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Ekkí boðlegt að versla með veiði- heimildir fyrir markaðsaðgang V erðlagsstofnun: Skilmálar ferðaskrif- stofaí end- urskoðun VERÐLAGSSTOFNUN hefur að frumkvæði Neytendasamtakanna ákveðið að nefnd skipuð fulltrúum Verðlagsstofnunar, Neytenda- samtakanna og Félags ferðaskrif- stofa endurskoði skilmála ferða- skrifstofa og auglýsingar á þeirra vegum. Kvörtunarþjónustu Neytendasam- takanna hefur á undanförnum mán- uðum borist mikill fjöldi kvartana vegna viðskipta við ferðaskrifstofur og vegna auglýsinga á þeirra vegum. Samkvæmt upplýsingum frá Neyt- endasamtökunum er eitt helsta um- kvörtunarefnið að í auglýsingum ferðaskrifstofa séu gefnar mjög ófullnægjandi upplýsingar um verð. Gjarna sé gefið upp grunnverð miðað við ákveðinn fjölda í íbúð og ákveð- inn fjölda barna, og ávallt vanti ýmsan aukakostnað inn í auglýst verð, þótt þess sé oftast getið í smáa letrinu að þennan aukakostnað vanti. Lítur ekki á viðræður við Norðmenn sem samningaviðræður DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir það ánægjulegt að á Ieiðtoga- fundi EFTA-ríkjanna í síðustu viku hafi komið fram samstaða EFTA- ríkjanna um að það sé alls ekki boðlegt að versla með fiskveiðiheim- ildir til þess að fá markaðsaðgang. „Þetta er það meginatriði sem upp úr stendur eftir þennan fund og að þessu leyti hefur staða okkar Is- Iendinga heldur styrkst en hitt,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Davíð sagði að markmiðið með leiðtogafundi EFTA-ríkjanna hefði verið að gefa ríkisstjórnum EFTA- landanna tækifæri til þess að bera saman bækur sínar um samninga- viðræðurnar við Evrópubandalagið og fara yfir stöðuna nú, þegar svo skammt væri í það að niðurstaða lægi fyrir um það hvort samningar takast eða ekki. „Við getum verið ánægðir með að það kom fram að það er sam- staða meðal EFTA-hópsins alls um að það er ekki boðlegt að versla með fiskveiðiheimildir til þess að fá mark- aðsaðgang. Þetta er það meginatriði sem upp úr stendur eftir þennan fund og að þessu leyti hefur staða okkar Islendinga heldur styrkst en hitt,“ sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra var spurður hvers hann vænti af viðræðum þeim sem fara munu fram fnæsta mán- uði á milli Norðmanna og íslend- inga: „Norðmenn eru okkur sam- mála um þessa meginafstöðu að ekki eigi að ræða það að veita fisk- veiðiréttindi fyrir aðgang að_ mörk- uðum með sjávarafurðir. Á hinn bóginn sjá allir, að ef það á að ná jafnvægi eins og varð niðurstaða fundarins 13. mai síðastliðinn, þá hljóta Norðmenn auðvitað að leggja meira af mörkunum í þessum efnum en við. Ég lít ekki á þessar viðræður við Norðmenn sem neinar samninga- viðræður, heldur viðræður tveggja EFTA-þjóða sem eiga í viðræðum við Evrópubandalagið, þar sem hagsmunir þessara tveggja þjóða tengjast. Báðar þjóðirnar eiga við ákveðin vandamál að strðá hvað varðar fisk. Að vísu er vandamálið miklu stærra fyrir okkur íslendinga, því segja má að það skipti efnahags- lega öllu máli fyrir okkur, en við vitum að það skiptir töluverðu pólit- ísku máli fyrir Norðmenn inn á við,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Tryggja verður að Norðmenn geri ekki sömu kröfur og Islendingar JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir að samn- ingsstaða íslands sé óbreytt eftir leiðtogafund EFTA-ríkjanna í síðustu viku. „Evrópubandalagið hefur ekki komið fram með neitt sérstakt tilboð. Það sem leiðtog- ar EFTA-rikjanna gerðu á þess- um fundi var að árétta samnings- stöðu EFTA,“ sagði utanríkisráð- herra í samtali við Morgunblaðið. Ráðherra sagði að viðræður við Norðmenn á næstunni ættu að tryggja það að kröfur Norð- manna uin sama rétt og ávinning og Islendingar fái komi ekki Kirkjulistahátíð ’91 Síðustu flutningar á ljóða- dagskrá og leiklestrum í KVÖLD og annað kvöld verða síðustu flutningar á ljóðadag- skránni Undir sumarsól, í flutn- ingi ljóðskáldanna Matthíasar Johannesen og Ingibjargar Haraldsdóttur og Péturs Jónas- sonar gitarleikara, og leiklest- ursins Myndir úr Fjallkirkj- unni, sem unninn er úr skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar og fluttur af Helga Skúlasyni og Helgu Bachmann. Þá er leik- lestur úr Kristnihaldi undir jökli, eftir Halldór Laxness, í flutningi Rúriks Haraldssonar og Þorsteins Gunnarssonar í síðasta sinn í kvöld. Á meðan á Kirkjulistarhátíð hefur staðið hefur verið lesið úr þessum skáldverkum Halldórs Laxness og Gunnars Gunnarsson- ar og flutt ljóðadagskráin Undir sumarsól, úrval úr Ijóðum eldri góðskálda, í kirkjum og safnaðar- heimilum Reykjavíkurprófast- dæmis. í kvöld er Kristnihaldið flutt í Árbæjarkirkju, Myndir úr Fjallkirkjunni í safnaðarheimili Kópavogskirkju, og ljóðadagskrá- in í Hólabrekkukirkju. Annað kvöld, fimmtudagskvöld, eru Myndir úr Fjallkirkjunni í Lang- holtskirkju og ljóðadagskráin í Neskirkju. Allir hefjast lestrarnir klukkan 20.00. fram á lokadögum samninganna við EB til þess að spilla samning- sniðurstöðu. Jón Baidvin sagði að fundurinn hefði verið sérstaklega gagnlegur að því leyti að þarna hefði gefist tækifæri til þess að bera saman bækurnar innbyrðis milli ríkis- stjórna EFTA-landanna um hvernig hvert land fyrir sig mæti samnings- stöðuna. „I því efni vakti mesta athygli breyttur tónn hjá Svisslend- ingum. Það kom rækiíega fram í máli þeirra að þeir telja, eftir á að hyggja, að niðurstaðan sem fékkst í Brussel 13. maí væri viðunandi fyrir þá á flestum sviðum. Máliíutn- ingur Svisslendinganna nú er túlk- aður á þann veg að þeir ætli að vera með til loka,“ sagði Jón Bald- vin. Jón Baldvin sagði að í máli Henn- ings Christoffersen varaforseta framkvæmdastjórnar EB hefði komið fram ríkur skilningur á því að sjávarútvegsmál væru fyrst og fremst séríslenskt vandamál, „þar sem allir samningsaðilarnir 19, eins og hann orðaði það, yrðu að leggja fram sinn skerf til þess að það mál leystist. Það kom einnig fram í ræðum fulltrúa annarra EFTA- landa, eins og Svíðþjóðar, Finnlands og Sviss, að þetta mál yrði fyrst og fremst að leysa út frá þjóðar- hagsmunum íslands og vakti það reyndar nokkra óánægju Norð- manna,“ sagði utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra var spurður hvort það væri ekki óskynsamlegt að efna til sérstakra viðræðna við Norðmenn, í ljósi þess að sérstaða Islendinga hefði verið viðurkennd í þeim mæli sem hann lýsti hér að ofan: „Nei, það er ekki óskynsam- legt. Það er einfaldlega nauðsynlegt að ræða í þaula við Norðmenn. Til- gangur þeirrar umræðu er auðvitað sá að færa fyrir því óyggjandi rök að það er ekkert samasemmerki á milli íslenskra og norskra hags- muna hvað þetta mál varðar. Ann- ars vegar er um lífshagsmuni þjóð- ar að ræða og hins vegar vandamál sem tengjast einni jaðaratvinnu- grein í Noregi sem fyrst og fremst er byggðavandamál. Norðmenn og íslendingar hafa um margt að tala og við þurfum að fara í þessar við- ræður til þess að reyna að tryggja það að kröfur Norðmanna um sama réttmg ávinning og íslendingar fái komi ekki fram á lokadögum samn- inganna til þess að spilla samnings- niðurstöðunni,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.