Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1991
Hvítasunnu-
söfnuðurinn:
Norsk hjón
tala á rað-
samkomum
Hvítasunnusöfnuðurinn á Ak-
ureyri verður 55 ára á morgun,
30. maí, og á þeim tímainótum
efnir söfnuðurinn til raðsam-
koma í Hvítasunnukirkjunni, en
hin fyrsta verður í kvöld, mið-
vikudagskvöld, og sú síðasta á
laugardagskvöld, 1. júní. Sam-
komurnar hefjast allar kl. 20.30.
Ræðumenn verða hjónin Lise og
Ludvik Karlsson frá Noregi, en þau
reka um 30 heimili þar í landi fyrir
þá sem orðið hafa vímugjöfum að
bráð. Ludvik er forstöðumaður
Hvítasunnusafnaðarins í Ósló.
Söfnuðurinn starfaði í fyrstu í
heimahúsum, síðan í leiguhúsnæði,
en árið 1951 keypti hann sitt fyrsta
húsnæði, Fíladelfíu við Lundargötu.
Hafist var handa við kirkju- og leik-
skólabyggingu fyrir tæpum tíu
árum og leikskólinn, Hlíðarból, hóf
starfsemi fyrir þremur árum. Verið
er að byggja annan áfanga kirkj-
unnar sem verður safnaðarmiðstöð
og sérstök aðstaða fyrir æskulýðs-
starfsemi, en núverandi húsnæði
tekur 70 manns í sæti í sal. Meðlim-
um í söfnuðinum hefur Ijölgað á
síðustu tveimur árum og eru húsa-
kynni orðin í þrengsta lagi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þær mæðgur, Kristín Heiða og Halldóra Yngvadætur og Helga Hall-
dórsdóttir á Dalvík hjóluðu út í skógarreit skammt sunnan bæjarins
í blíðunni í gær til að drekka þar síðdegiskaffið sitt. Á leiðinni buðu
þær hestunum upp á nýsprottið gras, sem þeir fúlsuðu ekki við. Ein-
stök veðurblíða var í Eyjafirði í gærdag og komst hitinn upp fyrir 20
stig og reyndu því allir sem vettlingi gátu valdið að vera sem mest útivið.
Söitunarfélag Dalvíkur skilar góðum hagnaði:
Morgunblaðið/Rúnar Þór
*
A flot fyrir sjómannadag
„Ég ætla aðeins að líta á botninn á honum áður en ég set á flot,“
sagði Sigurpáll Sigurðsson, sem dyttaði að trillunni sinni, Birki EA,
í fjörunni við Haugasand í gærmorgun. Hann sagðist stefna að því
að koma bátnum á flot fyrir sjómannadag. Bátar sem gerðir eru út
frá Hauganesi hafa verið að fiska sæmilega út við Langanes að und-
anförnu, að sögn Sigurpáls, en sjálfur kvaðst hann lítið fara á sjó,
enda orðinn 81 árs. „Maður hefur verið að þvælast í þessu frá 12 ára
aldri og kann ekkert annað,“ sagði hann. Með Sigurpáli, sem er til
vinstri á myndinni, er Sveinbjörn Jóhannsson, en hann var einnig að
gera sína trillu, Jóhann EA, klára.
Yeltan nær þrefaldaðist þrátt
fyrir erfiðleika í rækjuiðnaði
Dalvík.
MJOG GÓÐ afkoma varð af rekstri Söltunarfélags Dalvíkur hf. á síðasta
ári og nam hagnaður 84,3 niilljónum króna, en árið 1989 var tap á
rekstri fyrirtækisins að upphæð 34,9 milljónir króna. Liðlega helming-
ur hagnaðar er vegna sölu eigna en unnið hefur verið að fjárhags-
legri endurskipulagningu félagsins. Þessar upplýsingar komu fram á
aðalfundi félagsins sem haldinn var á föstudag. Mikil umskipti urðu í
rekstri fyrirtækisins á síðasta ári er Kaupfélag Eyfirðinga seldi Sam-
herja hf. á Akureyri lilut sinn í fyrirtækinu, en Dalvíkurbær er jafn-
framt hluthafi með þriðjung hlutafjár.
Söltunarfélag Dalvíkur hf. rekur
rækjuverksmiðju á Dalvík og hefur
jafnframt gert út togarann Dalborgu
til rækjuveiða. Með tilkomu nýrra
hluthafa í fyrirtækið var sú stefna
mörkuð að byggja starfsemi félags-
ins upp, en Söitunarfélagið hafði þá
átt í verulegum greiðsluerfiðleikum
vegna taprekstrar. Unnið var að end-
urskipulagningu félagsins og nær
Njotið gúðra veiga og veit
inga i notalego umhverfi.
Glæsilegir veitingasalir,
bar og kaffiteria.
72 herbcrgi, með baði,
beinum suna, útvarpi, lit-
sjónvarpi og video, mini-
har og herbergisþjónustu.
Hoteho hefur nylegu verið stækkað
og endurnýjað og allur aðbunaður
rétt eins og best gerist.
HOTEL KEA
AKUREYRI
Hafnarstræti 87-89, 600 Akurevri. Pósthólf 283
Simi: (96)-22200, 'l'elex: 3166 hot kea is
þrefaldaðist velta þess á árinu þrátt
fyrir mikla erfiðleika í rækjuiðnaði.
Á síðasta ári keypti félagið Heiðr-
únu frá Árskógsströnd en seldi hana
aftur til Patreksíjarðar. Jafnframt
seldi félagið Dalborgu til Keflavíkur
og er nú unnið að því að fá í hennar
stað annan togara til fyrirtækisins.
Á aðalfundinum lýsti Þorsteinn Már
Baldvinsson formaður stjórnar að
Hjalteyrin, skip Samheija hf., yrði
keypt til fyrirtækisins og jafnframt
að unnið yrði að því að auka afla-
heimildir fyrirtækisins með kvóta-
kaupum.
Nú nýlega festi Söltunarfélagið
kaup á Hafsteini frá Siglufirði og
hefur báturinn fengið nýtt nafn,
Valeska EA-417, og er þegar farinn
til veiða fyrir verksmiðju fyrirtækis-
in. Endurnýjun hefur staðið yfir á
verksmiðjunni, þar sem miklar kröfur
eru gerðar um hreinlæti og verður
hún einhver fulikomnasta sinnar teg-
undar hér á landi eftir breytinguna.
Reiknað er með að hún verði kominn
í fullan gang í byijun júnímánaðar.
Á síðasta ári störfuðu 55 manns
hjá féiaginu og námu launagreiðslur
tæpum 96 milljónum króna. Á aðal-
fundinum var samþykkt að auka
hlutafé félagsins um 33 milljónir
króna með útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa og þá var samþykkt heimild
til stjórnar að auka hlutafé um allt
að 60 milljónir króna. Stjórn félags-
ins var endurkjörin en hana skipa:
Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján
Vilhelmsson og Kristján Þór Júiíus-
son. Varamenn stjórnar eru Þor-
steinn Vilhelmsson, Laufey S. Sig-
urðardóttir og Jón Kr. Gunnarsson.
Að aðalfundi loknum var starfs-
fólki félagsins og iðnaðarmönnum
boðið til fagnaðar þar sem þeim voru
þökkuð frábær störf og kynnt hver
væru framtíðaráform félagsins.
Framkvæmdastjóri Söltunarfélags
Dalvíkur er Finnbogi Baldvinsson.
Fréttaritari
Sælgætisframleiðendur
og bakarar athugið
Óskum eftir að kaupa nú þegar
súkkulaðihúðunarvél án kælis.
Upplýsingar gefur Sigurður Arnórs-
son, sími 96-22800.
Linda hf.,
Akureyri.