Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1991 13 tugnum. Hin evrópsku nýlenduveldi voru nýhrunin, og sífelld þensla á vesturlöndum var að skapa makráð samfélög smáborgara á sama tíma og þjóðir þriðja heimsins reyndu að láta til sín heyra á alþjóðavettvangi í fyrsta sinn í sögunni. Ef segja má að rokk-tónlist hafi verið ögrun við samfélagið á þess- um tíma, og tónlist John Cage hafi verið uppreisn, þá sneri Fluxus baki við borgaralegri list samtímans, og hélt jafnvel mótmælagöngur gegn henni (fræg eru mótmælin gegn flutningi á verkum Karl-Heinz Stockhausen). í stað þess að fram- leiða hefðbundin listaverk, komu Fluxus-menn sínum skoðunum á framfæri á annan hátt, og sterk- asta meðal þeirra var húmor: í út- gáfustarfsemi, orðaleikjum, uppá- komum, tónleikum, fyrirmælum til viðstaddra, gjörningum og athöfn- um — þar sem Fluxus er fjarri hinu verndaða umhverfi listasalanna og í snertingu við daglegt líf hins al- menna borgara. Vegna þess er hvert það Fluxus- verk, sem sett er á sýningu, aðeins skugginn af sjálfu sér; það er heim- ild um atburð eða gjörning, sem fór fram á ákveðnum stað, á ákveðnum tíma — en það getur aldrei orðið endursköpun þess sem liðið er. Gullöld Fluxus-hreyfingarinnar stóð stutt (1963-68 að áliti Maciun- as sjálfs), og hún naut ekki mikillar athygli á þeim tíma. Ýmsir lista- menn sem þar komu við sögu hafa þó haldið áfram listsköpun á grunni hennar, og öðlast alþjóðlega viður- kenningu, samtímis því sem hreyf- ingin sjálf hefur notið vaxandi at- hygli sem boðberi róttækra viðhorfa í nútímalist, og grundvöllur undir margt af því sem gerst hefur á myndlistarsviðinu síðustu tvo ára- tugi. Eðli málsins samkvæmt er lítið um Fluxus-verk á söfnum, enda voru þau alls ekki söluvara og ekki ætlað að vera varanleg; þau fáu verk Fluxus-manna, sem þó eru til, eru helst ritað mál (lýsingar at- hafna, fyrirmæli um gjörninga o.fl.) og smáhlutir. Nokkrir einkaaðilar hafa þrátt fyrir þetta náð saman góðu safni verka þeirra og bréfa, og þekktast er eflaust Fluxus-safn Gilberts og Lila Silverman í Detroit í Bandaríkjunum, en Jon Hendricks, listfræðingur, sem átti stóran þátt í uppsetningu sýninganna á Kjarv- alsstöðum, var safnvörður þess um skeið. Fluxus-menn hafa svo sjálfír ákvéðið að fela nokkrum útvöldum söfnum að varðveita verk sín, en meðal þeirra eru m.a. Henie Onstad listamiðstöðin í Hovikodden í Nor- egi og Kjarvalsstaðir í Reykjavík. Það ber að skoða þá sýningu, sem nú stendur í austursal Kjarvals- staða, fyrst og fremst sem brota- kenndar heimildir um það sem eitt sinn var, en alls ekki- sem sögulegt yfirlit eða heildarúttekt á Fluxus- hreyfingunni. Til að þeir orðaleikir og önnur gögn, sem sýningin bygg- ist á, njóti til fulls, þarf að lesa verkin vel og vandlega. En hér er því miður ekki komið nægilega vel til móts við sýningargesti. Sýningunni er nokkuð þröngt skipað á veggi, og þyldi auðveldlega nokkru meira rými; hið sama má segja um sýningarbúrin, sem eru full af áhugaverðum hlutum, sem þyrftu meira pláss. Erfiðast er þó fyrir hinn almenna gest, að fyrir utan stuttar leiðbeiningar í sýning- arskrá (þar sem hlutverk John Cage er ef til vill gert of fyrirferðarmik- ið), er ekkert lesmál á íslensku; hvorki titlar, skýringar né einstök verk eru þýdd fyrir gesti. Þetta gerir börnum og unglingum ókleift að njóta sýningarinnar, og krefst tungumálakunnáttu af hinum full- orðnu. Þetta vandamál hefur verið nefnt áður um einstakar listsýning- ar, og ætti að vera óþarfi að þurfa að benda margoft á það, því íslensk- an á að sjálfsögðu að fylgja sýning- um hér á landi — annað er einfald- lega ókurteisi. Það er mikilvægt að kynna er- lendar listhreyfingar fyrir íslend- ingum, og þar hafa Kjarvalsstaðir og fleiri staðið sig vel síðustu ár. Með slíkum sýningum fá sýningar- gestir ekki aðeins nasasjón af lista- sögunni og því sem er að gerast á erlendum vettvangi hverju sinni, heldur sjá þeir einnig ýmislegt í íslenskri listasögu í öðru ljósi — t.d. ætti samband SÚM-hreyfingarinn- ar hér á landi við Fluxus og aðra alþjóðlega strauma að vera öllum ljóst eftir þessa sýningu. Fluxus-sýningin á Kjarvalsstöð- um stendur til 2. júní, og ætti eng- inn listunnandi að láta hana fram- hjá sér fara. Stakfell Fastpigiasaiá Sudu'ldidsD'óul $ 687633 <f HÓTEL f^LAND ; iffc=ff Miöa- og boröapantanir 687111 s&™5Ky$* l.juní fc féa44aý*ti*e? 4em aUin, taln um oy mcföut Htá, atitoet, a£ Sf DASTA SÝNING Embýhshus HEIÐARBÆR Mjög gott einbhús á einni hæð 151,5 fm auk 15 fm garöstofu. Góðar stofur, 4-5 svefnherb. Góður garður. 31,2 fm bílsk. fylgir. Ákv. sala. Verð 14,5 millj. SMÁÍBÚÐAHVERFI Mikið endurn. einbhús 127 fm með 31 fm bílsk. Húsinu fylgir garðskáli, gróður- hús og mjög góður suðurgarður með yfirbyggðri verönd. Ákv. sala. V. 11,7 m. GARÐABÆR Gott 136 fm steypt einbhús á einni hæð. 37 fm bilsk. 3-4 svefnherb. Góður garður. Ákv. sala. Verð 12,2 millj. TEIGAR Vel staðsett og fallegt 2ja íb. hús á Teigunum, efri hæð og ris 153,9 fm nt. Gððar stofur, stórt eldhús, 4 svefnherb. í kj. er 3ja herb. íb. m/sérinng. 23 fm bílsk. Góður garður í suður. Ákv. sala. STARHOLMI - KOP. Fallegt 192 fm einbhús með 5 svefnherb. og innb. bilsk. Falleg ræktuð lóð. Auk þess er rúmg. kj. með vinnu- og tómstunda- aðst. Ákv. sala. ^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJ. DAVÍÐ SIGURÐSSON, SÖLUMAÐUR Kópavogur. 3ja herb. mjög góð ib. á 1. hæð við Kjarrhólma. Sér- þvottah. Suðursv. fallegt útsýni. Laus strax. Áhv. veðd. 3,1 millj. 348. Kjarrhólmi — Kóp. 3ja herb. rúmg. íb. á 1. hæð. íb. og hús i mjög góðu ástandi. Góð staðs. Ákv. sala. Verð 5,8 millj. 42 Úthlíð. 4ra herb. ib. á jarðh. í þríbhúsi. Laus strax. Sérhiti. Hurð út í garðinn. Ákv. sala. Verð 7,0 millj. 352. Smáíbúðahverfi. Efri hæð og rishæð í tvíbhúsi við Sogaveg. Sérinng. Sérhiti. Mikið endurn. eign. Samþ. teikn. á tvöf. bílsk. Verð 10,6 millj. 353. fbúð fyrir aldraða — Hjallasel v/Seljahlíð. Parh. á einni hæð. Nýl. góð eign. Öll þjón- usta. Afh. strax. Verð 8,3 millj. 343. Fossvogur. Endaraðhús við Kúr- land. Húsið er á tveimur hæðum. Bílskúr fylgir. í húsinu eru 2 samþ., íbúð- ir. Stærð efri hæðar er ca 130-140 fm. Á jarðh. er rúmg. -2ja herb. íb. m. sér- inng. Ákv. sala. 354. Esjugrund — Kjalarn. Timb- urhús á einni hæð ásamt bílsk. Ákv. sala. Laust strax. Verð 9,8 millj. 355. Einbýlishús — Hafnarfj. EIGNASALAIXi REYKJAVIK Yfir 30 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar HÖFUM KAUPANDA Okkur vantar góða 2ja-3ja herb. íb. i Hafnarf. Góð útb. í boði f. rétta.eign. SKIPTI ÓSKAST Höfum 2ja herb. íb. á 3. hæð í fjölb. í skiptum f. 3ja herb. í sama hverfi. Milli- gjöf greidd á stuttum tíma. HÖFUM KAUPANDA að góðri 5 herb. íb. (4 svefnherb.), gjarn- an í fjölb. þar sem húsvörður er. Fleira kemur til greina. Góð útb. EINBÝLI ÓSKAST Höfum fjárst. kaupanda að góðu einb- húsí í Gbæ eða Hafnarf. Æskíl. stærð 150-170 fm. HÖFUM KAUPANDA að góðri 4ra herb. íb. Bílsk. æskiE. Góð útb. í boði f. rétta eign. HÖFUM KAUPENDUR að 2ja-5 herb. ris- og kjib. Mega í sum- um tilf. þarfn. standsetn. Góðar útb. geta verið í boði. HÖFUM KAUPENDUR að 2ja-3ja herb. íb., gjarnan i vesturb. og sem næst miðb. Æskil. að áhv. séu nýl. lán frá veðd. Góðar útb. i boði. HÓLAR - 2JA HB. SÉRINNG. - TVÍB. Höfum í sölu 60 fm 2ja herb. mjög góða ib. á 1. hæð í tvibhúsi á ról. og skemmtil. stað í Hólahv. Sérinng. Sér- hiti. Áhv. um 800 þús. íveðd. Laus fljótl. HRAUNBÆR - 3JA 3ja herb. sérl. vönduð íb. á 2. hæð í fjölb. Ný eldhinnr. Þvottah. og búr innaf eldh. Suðursv. Mikið útsýni. LAUGARNES - 3JA 3ja herb. 82 fm íb. í fjölb. á horni Kleppsv. og Laugarnesv. Ib. er í góðu ástandi. Húsvörður. Verð 6,2 millj. EIGNASALAN REYKJAVIK Metsölublað á hverjum degi! I Ingóltsstræti 8 jg* Simi 19540 og 19191 || Magnús Einarsson, lögg. fastsali, Eggert Eliasson, hs. 77789 Við, hjúkrunarfræðingar sem störfum á skurð- og svæfinga- deildum Landsspítalans, verð- um með opið hús þriðjudaginn 11. júní frá klukkan 9:00 til 16:00. Við bjóðum hjúkrunarfræðinga velkomna, sem áhuga hafa á að til að kynnast starfsemi deild- anna í fjölbreyttri dagskrá. Þátttaka í opnu húsi tilkynnist Bergdísi Kristjánsdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra eða ritara hjúkrunarforstjóra í síraa 601300 og 601301 fyrir 6. júní. Bergdís veitir einnig allar nánari upplýsingar í síma 601000. mkynning á starfsemi skurð- og svœfinga- deilda og starfssviði hjúkrunarfraðinga á deildunum ¦ matarhlé - umrceður mheimsókn á skurðstofurnar Hjúkrunarfræðingar á skurð- og svæfingadeildum Landspítalans J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.