Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1991
25
Fjölgar um tvo í fjár-
laganefnd Alþingis
Þau tvö frumvörp scm nú eru
til umfjöllunar I deildum Alþingis
og gera ráð fyrir afnámi deildar-
skiptingar þingsins, komust í gær
langa leið að því marki að verða
að lögum. Þau voru afgreidd í
gegnum aðra og þriðju umræðu í
þeim deildum, sem þau voru lögð
fram í, og eru nú komin til nefnda
í seinni deildinni. Frumvarpið um
breytingar á stjórnarskránni er
óbreytt. Frumvarpið um þingsköp
Alþingis hefur tekið nokkrum
breytingum. Um þær er næstum
algjör samstaða nema um eina.
Nú er gert ráð fyrir að nefndar-
menn verði ellefu í fjárlaganefnd
en upphaflega hafði verið gert ráð
fyrir að þeir yrðu níu. Framsókn-
armenn gagnrýndu þessa breyt-
ingu harðlega.
Frumvarpið um ný þingskaparlög
hafði verið lagt fram í neðri deild
og vísað til stjórnskipunar- og þing-
skapamefndar. í upphafi deildar-
fundar í gær gerði Geir H. Haarde
(S-Rv) formaður og framsögumaður
grein fyrir helstu breytingum sem
frumvarpið hefur tekið í meðförum
nefndarinnar en þær voru einnig
unnar í samráði við stjórnskipunar-
og þingskaparnefnd efri deildar.
Breytingarnar sem gerð væri tillaga
um fælu m.a. í sér að fastar væri
kveðið á um að leitast skuli við að
ná samkomulagi milli þingflokka
varðandi kjör hinna fjögurra varafor-
seta þingsins og um verkefni forsæt-
isnefndar sem sinnir stjóm þingsins.
Ný ákvæði em sett um meðferð fjár-
lagafrumvarpsins; fjárlaganefnd
verður ekki gert skylt að vísa til
annarra fastanefnda þeim þáttum
fjárlagafrumvarpsins sem fjalla um
málefnasvið þeirra. Þess í stað er
nefncþnni veitt heimild til slíks en
jafnframt kveðið á um að aðrar fasta-
nefndir geti að eigin frumkvæði
ákveðið að fjalla um einstaka þætti
fjárlagafmmvarpsins. Það kom fram
í umræðum að talið er mjög æskilegt
að fagnefndimar íjalli um sín mál-
efnasvið í fjárlagafrumvarpinu en
ekki var talið heppilegt að sú þróun
gerðist með skjótari hætti en menn
réðu við. Nú er bætt við nýrri máls-
grein við 30 gr. framvarpsins og er
þar kveðið á um að ef nefnd mæli
með samþykkt lagaframvarps eða
þingsályktunartillögu skuli hún láta
prenta með áliti sínu áætlun um
þann kostnað sem hún telur að ný
lög eða ályktun hafí í för með sér
fyrir ríkissjóð. I umræðum kom fram
að ætlast er til að nefndin meti hug-
anlegan kostnað sjálfstætt en leiti
ekki með sjálfvirkum hætti álits hjá
stofnunum framkvæmdavalds s.s.
fjármálráðuneytis eða fjárlaga- og
hagsýslustofnunar. í framvarpið er
nú sett bráðabirgðaákvæði um
hvemig breytingin frá deildaskiptu
þingi verði á þessu löggjafarþingi.
Gert er ráð fyrir því að þegar þing-
skaparlögin hafi öðlast gildi ásamt
breytingu á stjórnarskránni falli nið-
ur umboð embættismanna þingsins
og þingnefnda. Skal þá aldursforseti
Alþingis boða til þingfundar og
standa fyrir kosningu kjörbréfa-
nefndar og forseta Alþingis sem
gengst fyrir kosningu varaforseta
og fastanefnda samkvæmt ákvæðum
hinna nýju þingskaparlaga. Þannig
er gert ráð fyrir því að fyrsti fundur
þingsins í einni málstofu hafí þau
verkefni sem fyrsti fundur nýs þings
hefði. Hins vegar er talið óþarft að
slíta þessu þingi og setja nýtt, heldur
er gert ráð fyrir að þetta þing starfí
áfram og því verði frestað til hausts,
þegar það hefur lokið störfum á
næstunni. Um þetta atriði hefur ver-
ið nokkur óvissa og misskilningur
sem m.a. hefur komið fram á þings-
íðu Morgunblaðsins.
Framsögumaður gerði grein fyrir
fleiri breytingartillögum sem margar
miða af því að gera ákvæði skýrari
og taka af tvímæli. Það kom einnig
fram í ræðu Geirs að stjórnskipunar-
og þingskaparnefndin hefði rætt
fjölda hugmynda en ekki verið sam-
staða um þær allar. Nefndin taldi
m.a. rétt að lýsa þeirri afstöðu að
túlka beri ákvæði um nefndarfundi
þannig að heimilt verði samkvæmt
henni að halda opna nefndarfundi
ef nefndir telji sérstakar ástæður til
að veita fjölmiðlum og almenningi
aðgang áð fundunum.
Fjölgun
Það kom fram í ræðu Geirs H.
Haarde að í nefndinni hefði komið
fram hugmynd um að íjölga í vænt-
anlegri fjárlaganefnd úr níu í ellefu
eða þrettán. Um þetta hefði ekki
verið fullt samkomulag í nefndinni.
Nú hefði um það samist milli nokk-
urra úr hópi þingmanna, m.a. milli
sín og formanns þingflokks Alþýðu-
flokksins, að leggja til að nefndar-
menn í fjárlaganefnd yrðu níu og
gerði hann ráð fyrir að breytingartil-
laga þar um yrði flutt fljótlega.
Páll Pétursson (F-Nv) gagnrýndi
þessa boðuðu fjölgun í fjárlaganefnd
harðlega og taldi þau vinnubrögð
forkastanleg að einstakir þingmenn
sem skrifuðu undir nefndarálit án
fyrirvara stæðu að breytingartillög-
um.
Við atkvæðagreiðslu eftir aðra
umræðu voru breytingartillögur
nefndarinnar samþykktar. Breyting-
artillögur frá Inga Birni Albertssyni
og Hjörleifí Guttormssyni voru hins
Geir H. Haarde
vegar felldar. Tillagan um fjölgun
nefndarmanna í fjárlaganefnd hafði
enn ekki veríð lögð fram og kom því
ekki til atkvæða.
„Hortittur“
Ekki tókst samkomulag um fjölda
nefndarmanna í fjárlaganefndinni í
fundarhléi milli annarrar og þriðju
umræðu. Við þriðju umræðu lagði
Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) og
Sigríður A. Þórðardóttir (S-Rn) fram
áður boðaða tillögu um fjölgun
nefndarmanna í fjárlaganefnd. Og
kom til allsnarpra orðaskipta, eink-
um og sér í lagi milli Páls Pétursson-
ar (F-Ne) og Óssurs Skarphéðinsson-
ar (A-Rv). Páll Pétursson (F-Nv)
sagði m.a. að með þessum tillögu-
flutningi væri sú samstaða sem verið
hefði um frumvarpið rofin, nú hefði
hagsmunapot gripið menn og yrði
fróðlegt að sjá hvaða mönnum myndi
auðnast að reikna sig inn í nefndina.
Páll taldi enga bót í því fólgna að
hafa fleiri en níu nefndarmenn og
hafnaði þeim rökum að létta þyrfti
vinnuálagi af nefndarmönnum með
þessum hætti. Einnig var þeim rök-
um hafnað að réttur smáflokka yrði
betur tryggður. Páll benti á að aðrar
fastanefndir yrðu skipaðar níu mönn-
um; ellefu manna nefnd yrði „hortitt-
ur“ í þingskaparlögunum.
Ossur Skarphéðinsson (A-Rv)
Umræðum um stefnuræðu frestað
STEFNURÆÐA Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra er enn óút-
rædd. Stuðningsmönnum og and-
stæðingum greinir á um hvort
núverandi ríkisstjórn sé til langs
eður skamms tíma. Fáir munu þó
mæla því mót að stefnuræða for-
sætisráðherra hafi mótað stjórn-
málaumræðuna í sameinuðu þingi,
sem staðið hefur lengur en ýmsir
höfðu vænst. Hún var flutt á
þriðjudagskvöldið í síðustu viku
og' hefur verið rædd í nokkru
máli i u.þ.b. 13 klukkustundir.
Ekki tókst að leiða þessa umræðu
til lykta á kvöld- og næturfundi í
fyrradag og fyrrinótt og var fundi
frestað kl. 01.30.
Stefnuræða forsætisráðherra
hafði verið rædd fyrr um daginn en
fundi frestað til kl. 20.30. Var að
því stefnt að ljúka umræðu um stefn-
uræðuna og ræða síðan um skýrslu
ijármálaráðherra um stöðu ríkisíjár-
mála í framhaldi af því.
Umræðurnar í fyrrakvöld tóku
töluvert mið af því sem fram hafði
komið fyrr í umræðum. Stjórnarand-
stæðingar gagnrýndu stefnu ríkis-
stjórnar eða meint stefnuleysi.
Kröfðu ráðherra nánari skýringa á
stefnunni eða inntu ráðherra álits á
því sem fram hafði komið í svörum
samráðherra.
Fjölmörg þjóðfélagsmálefni voru
rædd, t.a.m. vaxta- og peningamál
og húsnæðismál. Samskiptin við Evr-
ópubandalagið og samningar um
Evrópskt efnahagssvæði bar einnig
á góma. Eggert Haukdal (S-Sl) ít-
rekaði gagnrýni sína og efasemdir
frá síðastliðnum vetri um Evrópskt
efnahagssvæði eða jafnvel hugsan-
lega aðild að Evrópubandalaginu.
Eggert sagði nú miklu skipta að
ganga varlega og með galopin augu
til þessara viðræðna og gefa síðan
Alþingi kost á því að fjalla um þetta
viðkvæma mál, samþykkja hugsan-
legt samningsuppkast eða hafna því.
Stefna ber að fjárlagajöfnuði
Á fyrsta tímanum í fyrrinótt var
komið að Jóni Baldvini Hannibals-
syni utanríkisráðherra að svara
gagnrýni og spurningum stjórnar-
andstæðinga. Utanríkisráðherra
hafði m.^j verið inntur eftir áliti á
þeim ummælum í stefnuræðu forsæt-
isráðherra að fjórða meginverkefni
stjórnarinnar yrði að framkvæma þá
stefnu í landbúnaðarmálum sem
mörkuð hefði verið af stjómvöldum
og bændum í sameiningu hin síðari
ár.
Utanríkisráðherra vísaði til
stefnuyfírlýsingar ríkisstjórnarinnar
um mótun landbúnaðarstefnu er hafi
að leiðarljósi lægra verð til neytenda,
bætta samkeppnisstöðu bænda,
lægri ríkisútgjöld og gróðurvernd,
sem fæli m.a. í sér breytingar á
vinnslu- og dreifingarkerfi landbún-
aðarvara í framhaldi af endurskoðun
búvörasamnings. Hvað varðaði
stefnuræðuna sjálfa tók Jón Baldvin
fram að hann hefði ekki óskað eftir
því að lesa hana yfír, teldi það ekki
sitt hlutverk. Hann treysti forsætis-
ráðherra fyllilega til að semja sinn
texta sjálfur og túlka fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar þá stefnu sem báðir
þingflokkar hefðu komið sér saman
um að fylgja fram. yið þessi um-
mæli mátti heyra að Ólafur Ragnar
Grímsson (Ab-Rn) hváði; „ha“.
Utanríkisráðherra hafði einnig
verið spurður um afstöðu til endur-
skoðunar sjávarútvegsstefnunnar.
Vísaði hann á nýjan leik til stefnu-
yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um
mótun sjávarútvegsstefnu sem nái
jafnt til veiða og vinnslu, hamli gegn
ofveiði, efli fiskmarkaði, treysti
byggð og stuðli að hagræðingu og
tryggi stjómskipulega stöðu sam-
eignarákvæðisins um stjórn fisk-
veiða. Jón Baldvin dró ekki dul á að
um fískveiðistefnu væra skiptar
skoðanir í öllum flokkum og að sú
stefna sem Alþýðuflokkurinn hefði
gert að sinni hefði ekkert verið sam-
þykkt fyrirfram, þ.e.a.s. sá þáttur
stefnunnar að taka upp gjaldtöku
fyrir veiðileyfí í áföngum. Henni
hefði ekki verið hafnað en því hefði
heldur ekki verið slegið föstu að hún
kæmi til framkvæmda. í lögum um
fískveiðistjórn stæði að þau skyldu
endurskoðuð fyrir árlok 1992. Sam-
komulag hefði tekist um að nýta tím-
ann og skipa nefnd til að fara yfír
málið og fullmóta stefnu sem tæki
bæði til veiða og vinnslu.
Utanríkisráðherra sagði fjármála-
ráðherra hafa það verk að koma
saman fjárlögum og yrði það vanda-
samt ef stefnt yrði að jöfnuði strax
á næsta fjárlagaári. En ljóst væri
að með auknu frjálsræði í efnahags-
og viðskiptalífi yrðu stjórnvöld að
ná jöfnuði og draga úr óheyrilega
mikilli lánsfjárþörf. Ræðumanni
fannst að til að ná að markmiðum
stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar
yrði að fylgja því fast fram í stefnu-
yfírlýsingunni um lægri ríkisútgjöld
vegna landbúnaðarmála. Einnig var
ræðumaður þess fullviss að vandi
fjármálaráðherra yrði auðveldari ef
gjaldtaka yrði tekin upp fyrir veiði-
leyfi, t.d. í þeim tilvikum þegar menn
nýttu sér ekki úthlutaðar aflaheim-
ildir heldur seldu öðrum.
Frestun
Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-
Rn) taldi nýja stöðu komna upp eftir
að upplýst hefði verið að Jón Baldvin
Hannibalsson formaður Alþýðu-
flokksins hefði ekki kynnt sér stefnu-
ræðuna fyrirfram. Ólafur Ragnar
túlkaði það þannig að Jón Baldvin
tæki þá ekki ábyrgð á því sem for-
sætisráðherra segði í nafni ríkis-
stjórnarinnar. Ræðumaður óskaði
eftir að þessari umræðu yrði frestað.
Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne)
og Halldór Ásgrímsson (F-Ál) vildu
einnig að umræðu yrði frestað, nauð-
synlegt væri að ræða betur það sem
fram hefði komið { ræðu utanríkis-
ráðherra og fá álit landbúnaðarráð-
herra og sjávarútvegsráðherra á
ummælum Jóns Baldvins.
Nokkar umræður urðu um þessa
málaleitan undir liðnum „þingsköp"
en að höfðu samráði við formenn
þingflokka frestaði Salome Þorkels-
dóttir forseti sameinaðs þings um-
ræðunni kl. 01.30. Skýrsla fjármála-
ráðherra sem einnig var á dagskrá
þessa kvöldfundar er enn órædd.
Páll Pétursson
kvaðst myndu hafa kosið að fallerast
með öðrum hætti; glata þeim jómfrú-
ardómi sem kenndur væri við fyrstu
þingræðu. En hann varð að svara
Páli Pétursyni nokkru. Össur rakti
nokkum fjölda dæma úr þingsögunni
um að nefndannenn í fjárveitinga-
nefnd hefðu verið fleiri en í öðram
þingnefndum. Ræðumaður taldi
einnig að þingnefnd væri annasam-
ari og með fjölgun nefndarmanna
væri vissum verndarsjónarmiðum
framfylgt.
Fjölgun nefndarmannanna var
samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með
26 atkvæðum gegn 8, voru þingmenn
Framsóknarflokks andvígir en þing-
menn annarra flokka flestir með-
mæltir. Guðrún Helgadóttir (Ab-
Rv) greiddi þó atkvæði gegn tillög-
unni, hún taldi að ekki ætti að rjúfa
samstöðu og sníða lög að stundar-
hagsmunum.
Frumvarpið var síðan sent í
breyttu formi til efri deildar. Við
fyrstu umræðu í efri deild ítrekuðu
framsóknarmenn óánægju sína með
að samstaðan hefði verið rofín. Mál-
inu var síðan vísað til nefndar og
annarrar umræðu.
ELFA
/-7//-7Í/-7Í/-/
IVORTICEI
viftur í úrvali
Spaöaviftur - borðviftur - bað-!
herbergisviftur - gróðurskála-1
viftur - röraviftur - iðnaðarviftur j
- fjósviftur
Hagstætt verð.
Einar Farestveit&Co.hf.
BORGARTÚNI28, SÍMI622901.