Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1991
9
Rökræðufundur
um Evrópumál
Stjórnmálafélagið Birting,
Samband ungra framsóknar-
manna og Samband ungra jafn-
aðarmanna gangast fyrir opnum
rökræðufundi í kvöld, miðviku-
dagskvöld kl. 20.30, um afstöðu
Islendinga til samrunaþrónar og
breytinga á viðskiptaháttum í
Evrópulöndum. Fundurinn verð-
ur haldinn á Kornhlöðuloftinu á
Bernhöftstorfu.
Málhefjendur eru þrír, Jónas
Kristjánsson, ritstjóri DV,
Steingrímur Hermannsson, alþing-
ismaður og Þröstur Ólafsson, hag-
fræðingur. Fundarstjóri er Kjartan
Valgarðson, formaður Birtingar, en
fyrirspurnum og umræðum á palli
stjórnar Óskar Guðmundsson, rit-
stjóri Þjóðlífs.
Hugaðu að
sparnaðinum
þegar þú gerir
innkaupin.
Þjónustu-
miðstöð
ríkisverðbréfa
er líka
1 Kringlunni
Hringdu eða komdu í Þjónustumiðstöð
ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar um
áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs.
Þjónustumiðstöðin er fyrir fólkið í landinu.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, 2. hæö, sími 91- 626040 og Kringlunni, sími 91- 689797
Hækkun hús-
næðisvaxta
í ágústmánuði 1988,
þegar Þorsteinn Pálsson
var forsætisráðherra,
bar Morgunblaðið undir
hann hugmyndir um
hækkun vaxta á lánum
Húsnæöisstofnunar, sem
þá voru á ferðinni. I frétt
Morgunblaðsins um þetta
efni sagði:
„Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra segir
að ekki komi til greina
að hækka vexti af hús-
næðislánum við núver-
andi aðstæður þegar allir
þurfi að taka á sig byrðar
til að treysta afkomu út-
flutmngsatvinnuveg-
anna. Hækkun vaxta á
lánúm Byggingarsjóðs
ríkisins var ein af tillög-
um ráðgefandi nefndar
um efnahagsmál sem
skilaði tillögum til ríkis-
stjórnarinnar í gær.
I samtali við Morgun-
blaðið sagði Þorsteinn
Pálsson að óeðlilegt væri
að hafa of mikiim mun á
milli almennra vaxta og
niðurgreiddra vaxta i
húsnæðislánakerfinu.
„Munurinn er núna meiri
en memi miðuðu við þeg-
ar kerfinu var hleypt af
stokkunum en það var
alltaf reiknað með ákveð-
hmi niðurgreiðslu vaxta
úr ríkissjóði.
Ég er hins vegar þeirr-
ar skoðunar að við núver-
andi aðstæður, þegar all-
ir þurfa að taka á sig
byrðar til þess að treysta
afkomu útflutningsat-
vinnuvegaima, þá komi
ekki til greina að ákvörð-
un verði tekin um að
hækka vexti af hús-
næðislánunum. Við hljót-
um að miða að þvi að
almennt vaxtastig í kjöl-
far aðgerða í efnahags-
málum lækki og bilið
minnki þar af leiðandi,"
sagði Þorsteimi Pálsson".
„Þenslumerk-
in voru að
koma í ljós“
Steingrímur Her-
mannsson, fyrrverandi
foi'sætisráðherra, segir í
viðtali við Þjóðviljann sl.
Iaugardag:
„Það fór ekkert á milli
mála að þenslumcrki
voru að koma í ljós (þeg-
ar fyrrv. stjórn fór frá].
Ég sagði til dæmis iðu-
lega í rainni kosningabar-
áttu. Það er alveg Ijóst
að hvaða ríkisstjóm sem
hefði tekið við hefði orð-
ið að taka á þenslunni.
Þetta er ekkert nýtt fyrir
okkur Islendinga. Við
höfum átt við sífelldar
sveiflur i okkar efna-
hagslífi og ætið þegar
uppsveiflan hefur byijað
þá hefur þensla hafizt í
þessu litla efnahagsum-
hverfi okkar. Okkur lief-
ur oft mistekizt að taka
á því. Ég tel jafnframt
að ríkisfjármálin hafi
verið veikasta hlið fyrr-
verandi ríkisstjómar
þegar þenslumerkin vom
að byrja að sjást. Ég get
tekið undir það að marg-
ar samþykktir í lánsfjár-
lögum rétt áður en Al-
þingi lauk hafi ekki verið
skynsamlegar
Ekki horft á
heildarmyiid-
ina í efnahags-
búskapnum
Þjóðviljinn spyr hvort
lánsfjárlögin í vor hafi
verið kosningavíxlar.
Steingrimur svarar:
„Ég vil nú ekki kalla
þetta endilega kosn-
ingavíxla, eins og þetta
sem ég nefndi áðan með
[Vestmannaejja]feijuna.
Það var löngu búið að
samþykkja þetta á Al-
þingi. Ég held að þama
komi emi í ljós sú stað-
reynd að þegar við
göngum frá fjárlöguin
og ýmsum heimildum á
Alþingi er ekki nægilega
höfð í huga heildarmynd
af efnahagslífi þjóðariim-
ar.“
Þjóðviljinn setur hér
fram þijár þungar stað-
hæfingar fyrrverandi
forsætisráðherra, sem
styðja meginþætti i gagn-
rýninni á fyrrverandi
stjórn:
* 1) Rikisfjármálin vom
„veikasta hlið fyrri ríkis-
stjórnar".
* 2) „Margar samþykktir
í lánsfjárlögum" fráfar-
innar sljórnar „vom ekki
skynsamlegar" og við
afgreiðslu þeirra var
„ekki nægilega höfð í
huga heildarmynd efna-
hagslífs þjóðarinnar".
* 3) Þegar rikissljómin
fór frá voru þenslumerk-
in þegar auðsæ og
„hvaða ríkissljóm sem
hefði tekið við hefði orð-
ið að taka á þenslunni“.
„Eg hef aldrei
hikað við að
viðurkenna
mistök“
Forsætisráðherra
kemst svo að orði um
húsbréfakerfið:
„Ég hef aldrei hikað
við að viðurkenna ef mér
hafa orðið á mistök og
það ættu fleiri að taka
upp. Þetta húsbréfakerfi
var viðleitni nýrrar ríkis-
sljómar til þess að lag-
færa ýmsa annmai-ka
sem höfðu komið í ijós á
86-kerfinu — og ég tel
að það sé núna að koma
í þ’ós að þessi litli fjár-
magnsmarkaður okkar
þolir ekki svona mikið
innstreymi af ríkis-
tryggðum bréfum sem
húsbréfin bjóða upp á.
Staðreyndin er hins veg-
ar sú að 86-kerfið var
aldrei framkvæmt eins
og þurft hefði að gera.
Það var aldrei takmark-
að nógu mikið. Ég er í
vaxandi mæli þeirrar
skoðunar að í raun geti
stjómvöld ekki tryggt
öðmm lán með hag-
kvæmum kjörum en
þeim sem em að byggja
eða kaupa í fyrsta sinn.“
Þannig talar fyrrv.
forsætisráðherra eftir 20
ára stjómaraðild Fram-
sóknarflokksins.
„Ríkisfjármálin veikasta
hlið fyrri ríkisstjórnar"
Steingrímur Hermannsson, fráfarinn for-
sætisráðherra, segir í yiðtali við Þjóðvilj-
ann sl. laugardag: „Það er alveg Ijóst að
hvaða ríkisstjórn sem tekið hefði við hefði
orðið að taka á þenslunni ... Ég tel jafn-
framt að ríkisfjármálin hafi verið veikasta
hlið fyrri ríkisstjórnar." Staksteinar
glugga í þetta viðtal í dag, sem og við-
horf Þorsteins Pálssonar til hækkunar
vaxta á húsnæðislánum, þegar hann var
forsætisráðherra 1988.
VERÐBRÉF HJÁ VÍB
Hækkandi vextir
á sparifé
Með hækkandi vöxtum er raunávöxtun verðbréfa nú
orðin hærri en oftast áður. Algengir vextir af öruggum
verðbréfum eru 7,0-9,2%. Sparifé sem ávaxtað er á 7%
vöxtum tvöfaldast á rúmum tíu árum, en á tæpum átta
árum ef vextir eru 9,2%.
VIB býður upp á verðbréf við allra hæfi, bæði með
föstum vöxtum og breytilegum. Ráðgjafar VIB veita
persónulega þjónustu við val á verðbréfum.
Verið velkomin í VIB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.