Morgunblaðið - 29.05.1991, Page 19

Morgunblaðið - 29.05.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKÚDAGUR 29. MÁI 1991 1*9 Sovéska dagblaðið Pravda: Vesturlönd sökuð um að viðhalda íárntjaldinu Moskn. Rpntpr. Mosku. Reuter. TREGÐA ríkisstjórna á Vestur- löndum til að veita sovéskum rík- isborgurum vegabréfsáritanir eftir að samþykkt voru ný lög um flutning frá Sovétríkjunum jafnast á við nýtt járntjald, segir í dagblaði Sovéska kommúnista- flokksins Pvövdu á mánudag. í grein í Prövdu sem birt var undir yfirskriftinni „Dyrnar verður að opna“ segir að sumar þjóðir sem mjög hafi þrýst á Sovétmenn að opna landamæri sín séu nú hræddar við að fá yfir sig öldu sovéskra inn- flytjenda. „I þessum löndum hafa verið settar kvótareglur og ýmislegt fleira gert til að hindra innflutning sovéskra ríkisborgara. Þessar að- gerðir hafa sömu áhrif og járntjald- ið hafði á sínum tíma,“ sagði í blað- Flugslysið í Tælandi; rFlugvélin leyst- íst upp í loftinu“ Bangkok. Reuter. AUTURRÍSKA farþegaþotan, sem varð alelda og sprakk í lofti yfir Tælandi, hrapaði ekki til jarðar — henni rigndi til jarðar. Var þetta haft eftir Niki Lauda, eiganda leiguflugfélagsins, sem átti vélina, eftir að hann hafði skoðað sig um á slysstaðnum. Vísaði hann um leið á bug þeirri tilgátu tælenskra yfirvalda, að vont veður hefði valdið slysinu, sem vai-ð 223 manns að fjörtjóni. „Ég hef aldrei séð neitt þessu vont veður hefði valdið eins og loft- líkt og það eina, sem ég veit, er, að flugvélin leystist upp í loftinu. Ég veit ekki hvers vegna en brakið kom niður í milljónum smábrota," sagði Lauda og bætti því við, að brotin væru miklu smærri en þau, sem rigndi niður yfir skoska bæinn Lockerbie þegar þotu frá banda- ríska flugfélaginu Pan AM var grandað í lofti með sprengju. Lauda sagði einnig útilokað, að ferðayfirvöld í Tælandi halda fram enda er það haft eftir lögreglu- mönnum, sem komu fyrst á slys- staðinn, að ekkert hafi verið að veðri, aðeins lítilsháttar rigning. Loftferðayfirvöld í Tælandi og Austurríki og sérfræðingar frá Bo- eing-verksmiðjunum vinna nú að rannsókn slyssins en ekki er vitað hve langan tíma hún mun taka. Sovésk sprengjuþota af gerðinni „Blackjack“ á flugi skammt undan Noregi. Mynd þessa tók flugmaður úr flugsveit 331 sem hefur aðset- ur í Bodö í Noregi. TVÆR norskar herþotur flugu í síðustu viku í veg fyrir sovéskar sprengjuþotur af gerðinni Tupolev 160 sem vestrænir sérfræðingar nefna „Blackjack". Þotur þessar eru fullkomnustu sprengjuþotur Sovétmanna og hafa þær aldrei áður verið ljósmyndaðar á flugi. Að sögn dagblaðsins Aftenposten mættu norsku F-16-þoturnar þeim sovésku skammt undan Tromsö og voru þær þá í 25.000 feta hæð og flugu undir hljóðhraða. Sovésku sprengjuþoturnar voru um 150 kíló- metra frá norsku strandlengjunni og héldu áfram suður til Nyrðri- Þrændalaga áður en þær sneru aft- ur til Sovétríkjanna í fylgd norsku þotnanna. „Blackjack“-þoturnar komu, að sögn norskra hernaðar- yfirvalda, frá ótiltekinni herstöð í Sovétríkjunum og munu ekki vera staðsettar á Kóla-skaga. Er litið svo á að hér hafi verið um einstakt til- felli að ræða en „Blacjack“-þotur hafa ekki áður sést á flugi á norður- slóðum. Mikið hefur verið rætt og ritað um Tupolev 160-þotuna en hulunni var svipt af henni árið 1988 er Frank Carlucci, þáverandi varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, heim- sótti Kúbínka-herstöðina skammt frá Moskvu. Talið er að Sovétmenn eigi innan við 50 slíkar þotur og vitað er að ýmsir erfiðleikar hafa einkennt rekstur þeirra og viðhald. Tupolev-þotan er gríðarstór, um 54 metrar að lengd og vegur um 250 tonn við flugtak. Afstaða vængjanna er breytanleg og leggj- ast þeir nær skrokknum er þotan eykur flughraðann en hún getur í síðustu viku samþykkti sovéska þingið lög sem veita sovéskum ríkis- borgurum leyfi til að ferðast til útlanda en þau ganga ekki í gildi fyrr en eftir rúmt ár til að koma í veg fyrir flóðbylgju ferðamanna og þeirra sem vilja flytjast úr landi. Bandaríkjamenn voru sérstak- lega gagnrýndir í Prövdu vegna þess að þeir kröfðust þess að Sovét- menn samþykktu lögin áður en þeir gæfu eftir skuldir og veittu þeim viðskiptaívilnanir. Pravda varaði einnig þá sem áhuga hafa á að flytjast frá Sov- étríkjunum við því að þeir gætu orðið fyrir vonbrigðum með lífið á Vesturlöndum. „Viðbrögð Vestur- landabúa hljóta að verða þess vald- andi að þeir sem halda að lífið þar sé eins og í paradís hugsa sig um tvisvar og jafnvel þrisvar." Hinsta kveðjan Ösku Rajivs Gandhis, fyrr- um forsætis- ráðherra Ind- lands, var í gær dreift yfir hið helga fljót Ganges en það er trú hindúa, að þar með sé hafinn fyrsti áfangi ferðar- innar til dánar- heima. Hér er Rahul Gandhi, sonur Rajivs, að dreifa ösk- unni yfirvatnið en með honum eru móðir hans, Sonia, og systir, Priy- anka. Reuter N-Kóreustjórn hyggst sækja um aðild að SÞ Tókýó, Seoul. Reuter. NORÐUR-Kóreustjórn tilkynnti í gær, að hún sæi sig tilneydda til að sækja um aðild að Sameinuðu þjóðunum vegna þess, að stjórnin í Suð- ur-Kóreu væri með það sama á prjónunum. Suður-Kóreumenn, Japan- ir og fleiri hafa fagnað þessum tiðindum en talið er, að vaxandi ein- angrun Norður-Kóreu á alþjóðavettvangi og aukin samskipti Suður- Kóreumanna við Kínverja og Sovétmenn eigi mikinn þátt í sinnaskiptun- Stjói-nir beggja kóresku ríkjanna segjast stefna að því, að þau samein- ist en Seoul-stjórnin er þeirrar skoð- unar, að meðan skiptingin varir sé eðlilegt, að þau eigi bæði aðild að SÞ. Stjórnin í Pyongyang hefúr verið því andvíg en hún hefur verið að einangrast á alþjóðavettvangi á sama tíma og fyrrum bandamenn hennar, Kínverjar og Sovétmenn, gera sér æ dælla við Suður-Kóreumenn. Embættismenn stjórnarinnar í Seoul gátu ekki leynt ánægju sinni með fréttimar og þeim var einnig vel tekið á afvopnunarráðstefnu SÞ, sem nú er haldin í Kýótó í Japan. Sagði Yasushi Akashi, aðstoðaraðal- ritari SÞ, að vonandi yrði aðild Norð- ur-Kóreu að SÞ til að greiða fyrir afvopnun á Kóreuskaga. Þar standa herir kóresku ríkjanna enn gráir fyr- ir járnum við vopnahléslínuna, sem dregin var í Kóreustríðinu 1950-53. Suður-Kóreustjórn tilkynnti fyrir nokkru, að hún hygðist sækja um aðild að SÞ og hefði i því stuðning margra ríkja, þar á meðal Sovétríkj- anna, bandalagsríkis Norður-Kóreu um langan aldur. Baggamuninn reið hins vegar koma Li Pengs, forsætis- ráðherra Kína, til Pyongyang í maí síðastliðnum. Er haft eftir heimildum í Tókýó, að þá hafi hann gert gest- gjöfum sínum ljóst, að Kínveijar ætluðu ekki að beita neitunarvaldi gegn aðild Suður-Kóreu að SÞ. Hvatti hann einnig til, að Norður- Kóreustjórn sækti um aðild. í tilkynningunni kváðust Norður- Kóreumenn vona, að kóresku ríkin gætu að lokum sameinast um eitt sæti hjá Sameinuðu þjóðunum en lit- ið er á það sem tilraun þeirra til að bera sig vel. Honda Accord Sedan 2,0 EX 91 náð allt að tvöföldum hraða hljóðs- ins. „Blackjack“-þotan getur flogið allt að 7.300 kílómetra án þess að taka eldsneyti á flugi og getur því auðveldlega gert árásir á skotmörk í Bandaríkjunum. Hún getur borið allt að 16 tonn af kjarnorkuvopnum eða hefðbundnum sprengjuhleðsl- um en öflugasta vopnakerfi hennar er almennt talið AS-15 „Kent“- stýriflaugin sem dregur allt að 3.000 kílómetra. Unnt er að koma kjarnorkuhleðslum fyrir í flaugum þessarar gerðar en eldri sovéskar sprengjuþotur af gerðinni „Bear H“ bera sams konar vopnabúnað.í ársskýrslu bandaríska varnarmála- ráðuneytisins frá árinu 1989 segir að „Blackjack“-þotan sé hönnuð til að bera 12 AS-15 flaugar eða 24 nýjar, skammdrægar flaugar af gerðinni AS-16. ---------------- ■ PEKING Stjórnvöld í Kína lýstu yfir því í gær að Georg Bush Bandaríkjaforseti hefði tekið skyn- samlega ákvörðun þegar hann sagðist myndu mæla með því að Kínvetjar héldu áfram að njóta bestu viðskiptalqara. í yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytis sagði að stjórnvöld hörmuðu þá ákvörðun Bandaríkjamanna að leggja höml- ur á útflutning hátæknibúnaðar til Kína. Veröfrá 1.432 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA H) VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900 Þ.Þ0RGRÍMSSDN&C0 MM RUTL AND JHI ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 £av og Chandos V í Hásl<cf>lat>rc>i fimmtudagirm 30. maí, kl. 20.00. EFNISSKRÁ: Leevi Madetoja: Grínforleikur Edward Grieg: Norskir dansar Leevi Madetoja: Okon Fuoko, Svíta nr. 1 Leevi Madetoja: Austurbotningar, Svíta HUÓMSVEITARSTJÓRI: Petri Sakari Efnisskrá tónleikanna verður hljóðrituð fyrir útgáfufyrirtækið Chandos á Englandi, sem dreifir geisladiskum um allan heim. Chandos Miðaverð kr. 500. Ónúmeruð sæti. Komum öll! 0 Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255 IBM á íslandi er aðalstyrktaðili Sinfóníuhljómsveitar íslands starfsárið 1990 - 1991.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.