Morgunblaðið - 29.05.1991, Síða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1991
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1991
21
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
í skugga morðsins á
Rajiv Gandhi
Þj óðleikhúsráð:
Engar athugasemdir við upp-
sagnirnar á fundum ráðsins
Hvarvetna um heimsbyggð-
ina leitar sú spurning á
fólk, sem hefur áhuga á sam-
tímanum, hvort morðið á Rajiv
Gandhi, foræstisráðherra Ind-
lands 1984-1989, marki þátta-
skil í sögu Indlands, sem stund-
um er kallað fjölmennasta lýð-
ræðisríki heims og telur um
850 milljónir íbúa. Menn spyija
sem svo, hvort Indveijar geti
varðveitt lýðræði og samstöðu
í víðfeðmu landi sínu, sem er í
raun samsett af sautján ríkjum,
vegna vaxandi trúardeilna,
gamals og rótgróins stéttarígs
og baráttu aðskilnaðarsinna,
einkum í fylkjunum Punjab,
Kasmír og Assam.
Ofbeldi hefur lengi verið
snar þáttur í indverskum
stjórnmálum. Mahatma
Gandhi, sem stjórnaði frelsis-
baráttu Indveija, var myrtur
skömmu eftir að landið hlaut
sjálfstæði. Indíra Gandhi, for-
sætisráðherra, móðir Rajivs
Gandhis, var ráðin af dögum
árið 1984. Sanjay, bróðir
Rajivs, sem litið var á sem
pólitískan arftaka móður
sinnar, Indíru, fórst í flugslysi
árið 1980, en sumir frétta-
skýrendur töldu að hann hafi
verið myrtur. Fyrir fáum dög-
um féll síðan höfuð Nehru-
Gandhi-ættarinnar, Rajiv
Gandhi, forsætisráðherra
1984-1989, fyrir morðingja-
hendi.
Kongressflokkurinn var
lengi eins konar sameiningarafl
í indverskum stjórnmálum og
Nehru-Gandhi-ættin samein-
ingartákn í flokknum, eða allar
götur síðan afi Rajivs Gandhis,
Jawaharlal Nehru, gekk í hann
fyrir 70 árum. Sjálfstæði Ind-
lands var meginmarkmið
flokksins, sem sameinaði þorra
landsmanna, þjóðir og hópa
með annars ólík lífs- og trúar-
viðhorf, í eina fylkingu. En all-
ar götur síðan Indland varð
fullvalda ríki, 1947, hefur sam-
staðan í flokknum verið að
trosna milli hindúa og múslima,
milli fólks af hinum ýmsu
erfðastéttum og milli hægri-,
miðju- og vinstrimanna í
flokknum.
Raunar var Nehru-Gandhi-
ættin, sem er af kyni brahm-
ína, æðstu erfðastéttar hindúa
[faðir Ravjis var þó Persi], sam-
einingartákn í indverskum
stjórnmálum, ekkert síður en í
Kongressflokknum. En margt
hefur breytzt í þessu íjölmenna
ríki frá því fullveldið vannst,
1947, bæði innan Kongress-
flokksins og utan hans, þar sem
fjölmennir og sterkir stjórn-
málaflokkar keppa um kjós-
endafylgi, meðal annarra hinn
hægrisinnaði Janata-flokkur
hindúa (BJP). Og morðið á
Rajiv Gandhi, sem fréttaskýr-
endur tengja aðskilnaðarbar-
áttu Tamíla á Shri-Lanka
[„Frel'sistígrum Tamíla“], vek-
ur ekki aðeins óhug um heim
allan, heldur áleitnar spurning-
ar um framvindu mála í þessu
gamalgróna, íjölmenna og
söguríka landi. í skugga
morðsins á Rajiv Gandhi líta
menn ekki aðeins átök innan
Kongressflokksins, heldur
margs konar og margslunginn
annan indverskan vanda,
harðnandi trúardeilur milli
hindúa og múslima, gamalgró-
inn stéttaríg hins indverska
samfélags, aðskilnaðarhreyf-
ingar í einstökum fylkjum
þessa sundurleita ríkis sem og
sambúðina við Pakistan. í fyrra
lá við að styijöld brytist út
milli Indveija og Pakistana í
fjórða sinn síðan Indland hlaut
sjálfstæði, í þetta skiptið í
tengslum við uppreisnir að-
skilnaðarsinna í ríkjunum
Jammu og Kasmír, en þar eru
múhameðstrúarmenn í meiri-
hluta.
Morðið á Rajiv Gandhi, leið-
toga indverska Kongress-
flokksins, er sorgaratburður,
sem snertir heipisbyggðina
alla. Það speglar ekki aðeins
viðamikinn vanda hins ind-
verska samfélags. Það er jafn-
framt tákn þeirra tíma sem
mannkynið lifir nú, þrátt fyrir
allar framfarir í aðbúð og sam-
búð þjóða og einstaklinga. Það
leiðir hugann að stöðu mála í
þeim heimshlutum, sem enn
eiga undir högg að sækja í
framvindu til lýðræðis, mann-
réttinda og viðunandi aðbúðar
fólks. Það leiðir og hugann að
öfga- og hryðjuverkahópum,
sem hvarvetna geta skotið upp
kolli — og oft hafa reitt til
höggs á Vesturlöndum.
Vonandi tekst Indlandi, ijöl-
mennasta lýðræðisríki heims,
að leiða farsællega til lykta
erfið innbyrðis átök, trúarleg
og þjóðfélagsleg, og treysta
friðinn við grannríki sín. Von-
andi tekst leiðtogum lýðræð-
isríkjanna að byggja upp frið-
samleg samskipti þjóða heims,
þar sem hryðjuverk og ofbeldi
heyra fortíðinni til. Forsenda
þess er sterkt fjölþjóðlegt al-
menningsálit, byggt á góðvild
og sanngirni í garð náungans.
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi greinargerð þjóð-
leikhúsráðs vegna uppsagna
Stefáns Baldurssonar á nokkrum
starfsmönnum Þjóðleikhússins:
I.
Hlutverk þjóðleikhúsráðs lögum
samkvæmt er að hafa eftirlit með
starfsemi og rekstri Þjóðleikhúss-
ins, sbr. 2. mgr. 5. gr. 1. nr. 58/1978
um Þjóðleikhús. Starfs- og fjár-
hagsáætlun hvers leikárs og reikn-
inga liðins leikárs skal bera upp í
þjóðleikhúsráði til samþykktar, sbr.
3. gr. reglugerðar nr. 549/1982 um
Þjóðleikhús. Tillagna þjóðleikhús-
ráðs skal leita m.a. varðandi allar
fastráðningar listamanna og aðrar
meiriháttar mannaráðningar.
Samkvæmt 6. gr. þjóðleikhús-
laga ræður menntamálaráðherra
þjóðleikhússtjóra að fenginni um-
sögn þjóðleikhúsráðs.
Samkvæmt 4. mgr. 11. gr. reglu-
gerðar um Þjóðleikhús skal öllum
ákvörðunum, svo og gerð starfs-
og fjárhagsáætlunar allra viðfangs-
efna fram að jólaverkefni, skilyrðis-
laust vera lokið fyrir 11. maí.
Þjóðleikhúsráð telur að í gerð
starfsáætlunar felist m.a. ákvarð-
anir um hvaða verkefni skuli sýnd
og hveijir skuli standa að hveiju
verkefni. Þjóðleikhúsráð álítur að
tilgangurinn með 2. mgr. 13. gr.
þjóðleikhúslaga um að nýr þjóðleik-
hússtjóri starfi frá 1. janúar til 1.
september með fráfarandi leikhús-
stjóra, sé að nýr þjóðleikhússtjóri
hafi m.a. ráðrúm til að undirbúa
næsta leikár, sem hefst 1. septem-
ber, þ.m.t. mannaráðningar og upp-
sagnir. Hér verður að hafa í huga,
svo sam áður segir, að öllum
ákvörðunum um viðfangsefni fram
að jólaverkefni skuli vera lokið fyr-
ir 11. maí.
II.
Þjóðleikhúsráð telur rétt að rekja
atburðarás þessa máls, eins og það
snýr að ráðinu.
Síðastliðið haust var auglýst eft-
ir nýjum þjóðleikhússtjóra. Fimm
umsóknir bárust. Niðurstaðan varð
sú að þjóðleikhúsráð mælti einróma
með Stefáni Baldurssyni og var
hann ráðinn.
Stefán Baldursson hóf störf í
Þjóðleikhúsinu 1. janúar 1991.
Á fundi þjóðleikhúsráðs 13. febr-
úar sl., en þann fund sat m.a. Gísli
eftirGunimr
Pálsson
Hvaða tilgangi þjónar það fyrir
ísland að taka þátt í viðræðum á
alþjóðavettvangi um takmörkun víg-
búnaðar? Við fyrstu sýn kann ávinn-
ingur af slíkri þátttöku fyrir ríki, sem
sjálft hefur engan her, að virðast
óljós í samanburði við ýmis önnur
utanríkismál, sem snerta lífshags-
muni þjóðarinnar beinlínis. Þátttaka
í viðræðum um takmörkun vígbúnað-
ar skipar engu að síður ákveðinn
sess í íslenskri utanríkisstefnu.
Straumhvörf þau, sem átt hafa sér
stað í öryggismálum Evrópu að und-
anförnu, gera að verkum að þýðing
slíkrar þátttöku kann jafnvel að hafa
aukist.
Á síðasta ári tóku Islendingar
þátt í tveimur mikilvægum samning-
um um takmörkun vígbúnaðar.
Samningar þessir voru fullgerðir um
sama leyti og leiðtogar þátttökuríkja
ráðstefnunnar um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu (CSCE) komu-saman
í París í nóvember til að binda endi
á kalda stríðið og innleiða nýtt tíma-
Alfreðsson, kynnti Stefán Baldurs-
son að hann hygðist gera breyting-
ar á mannahaldi leikhússins. Á
fundinum kom ekki fram hveijum
Stefán Baldursson væri að íhuga
að segja upp né heldur kom fram
um hversu marga einstaklinga væri
að ræða. Engin athugasemd var
gerð við þetta á fundi ráðsins.
Hinn 21. febrúar 1991 var þetta
mál aftur á dagskrá og skýrði Stef-
án Baldursson þá frá því að hann
hygðist gera áherslubreytingar á
mannahaldi í húsinu samfara leik-
hússtjóraskiptunum. Stefán til-
kynnti að hann myndi segja upp
10 starfsmönnum, þar af tveimur
leikstjórasamningum og allt að 7
leikarasamningum. Aðspurður
kvaðst Stefán Baldursson hafa
gengið úr skugga um að löglegt
væri að segja viðkomandi starfs-
mönnum upp miðað við gildandi
kjarasamninga.
Þjóðleikhúsráð taldi þessar ráð-
stafanir eðlilegar enda höfðu flestir
reiknað með einhveijum breyting-
um á mannahaldi. Gísli Alfreðsson
fráfarandi þjóðleikhússtjóri gerði
engar athugasemdir.
Hinn 27. febrú.ar 1991 var enn
haldinn fundur í þjóðleikhúsráði.
Stefán Baldursson skýrði þá frá því
að hann hefði þegar sagt upp fimm
leikurum og einum leikstjóra, sem
hann nafngreindi. Stefán skýrði
jafnframt frá því að hann hefði
sjálfur afhent viðkomandi einstakl-
ingum uppsagnarbréfin. Þeim hefði
verið sagt upp miðað við 1. sept-
ember 1991 eða með 6 mánaða
fyrirvara, enda þótt flestir starfs-
manna ættu aðeins 3 mánaða upp-
sagnarfrest. Stefán gerði einnig
gi-ein fyrir því að fjórum öðrum
yrði sagt upp. Gísli Álfreðsson sat
þennan fund og gerði enn engar
athugasemdir.
Á þjóðleikhúsráðsfundi 13. mars
1991 voru uppsagnarmálin enn á
dagskrá. Gísli Álfreðsson fráfarandi
þjóðleikhússtjori lét þá bóka eftir-
farandi:
„Ég vil að fram komi að ég hef
hvorki skilning né samúð með þeim
uppsögnum, sem fram hafa komið
nú og ég er hneykslaður á aðgerðar-
leysi þjóðleikhúsráðs í þessu máli.“
Á næsta fundi ráðsins sem hald-
inn var 10. apríl lét þjóðleikhúsráð
bóka eftirfarandi:
„Bókun I.
bil lýðræðis, friðar og samvinnu í
samskiptum Evrópuríkja.
Hornsteinn nýrrar Evrópu
Með aðild sinni að hinum fyrri
þessara samninga, „Samningi um
niðurskurð hefðbundinna vopna í
Evrópu“ (CFE), sem sextán ríki Atl-
antshafsbandalagsins og sex ríki er
áður voru í Varsjárbandalaginu
stóðu að, varð Island í fyrsta sinn
aðili að samningi um niðurskurð víg-
búnaðar. CFE-samningurinn er
tímamótasamningur. Hernaðarleg
þýðing hans er einkum í því fólgin
að honum er ætlað að útrýma þvl
gífurlega misvægi á sviði hefðbund-
inna vopna, sem ógnað hefur stöð-
ugleika í Evrópu á hernaðarsviðinu
frá víþ seinni heimsstyijöldinni lauk.
Til að ná þessu markmiði kveður
samningurinn m.a. á um stórfelldan
niðurskurð helstu sóknarvopna á
meginlandinu.
I eðli sínu er CFE-samningurinn
þó annað og meira en samningur
um að skera niður vopn. Hann er
öðru fremur pólitísk vísbending um
staðfastan vilja tuttugu og tveggja
ríkja til að snúa baki við hugsunar-
Þjóðleikhúsráð óskar að koma
eftirfarandi á framfæri: Við undir-
búning að ráðningu þjóðleikhús-
stjóra sl. haust kom skýrt fram í
viðtölum við alla umsækjendur og
þar á meðal Stefán Baldursson, að
þeir teldu nauðsynlegt að gera ein-
hveijar breytingar á starfsliði leik-
hússins, meðal annars með upp-
sögnum á listamönnum og ráðningu
annarra í þeirra stað.
Á fundi þjóðleikhúsráðs 21. febr-
úar sl. tilkynnti síðan Stefán Bald-
ursson ráðsmeðlimum að hann hefði
tekið ákvörðun varðandi uppsagnir
nokkurra starfandi leikara og leik-
stjóra við húsið og tilgreindi fjölda
þeirra og jafnframt að hann gerði
ráð fyrir að ræða persónulega við
hvern og einn og afhenda sjálfur
uppsagnarbréfið. Stefán bað um
stuðning þjóðleikhúsráðs til þessara
framkvæmda, sem hann fékk.
ítreka verður að nöfn viðkomandi
listamanna voru ekki nefnd og þjóð-
leikhúsráð hefur ekki á neinu stigi
þessa máls talið sér skylt að ræða
um persónur viðkomandi lista-
manna eða réttmæti þess að segja
einum frekar upp en öðrum. Þjóð-
leikhúsráð hefur fullan skilning á
nauðsyn þess að nýráðinn þjóðleik-
hússtjóri hafi svigrúm til að gera
þær breytingar sem hann telur mik-
ilvægar og nauðsynlegar og treyst-
ir hans dómgreind og listrænu yfir-
sýn til að hafa heill Þjóðleikhússins
sem listastofnunar að leiðarljósi."
„Bókun II.
Þjóðleikhúsráð vill að fram komi
að á fundum ráðsins, þar sem upp-
sagnir listamanna hafa verið til
umfjöllunar hefur fráfarandi þjóð-
leikhússtjóri Gísli Alfreðsson ekki
gert athugasemd eða sýnt nein þau
viðbrögð sem túlka hefði mátt sem
andstöðu hans við væntanlegar
uppsagnir eða að hann teldi þær
rangar eða ósiðlegar. Þjóðleikhús-
ráðs vill lýsa undrun sinni á bókun
Gísla Alfreðssonar frá síðasta fundi.
Þjóðleikhúsráð telur Gísla Alfreðs-
son samábyrgan um stjórnun ieik-
hússins svo lengi sem hann ^r í
starfi þjóðleikhússtjóra og vísar at-
hugasemd hans um aðgerðarleysi
þjóðleikhúsráðs á bug, enda er hann
sá einn aðili sem hefði getað gripið
inn í framkvæmd þessa máls hefði
hann kært sig um að láta vita af
andstöðu sinni í tíma.“
„Þýðing þess fyrir ís-
land að taka þátt í við-
ræðum um traustvekj-
andi aðgerðir kann þó
að breytast með tilkomu
sérstakrar stofnunar til
að koma í veg fyrir átök
á hernaðarsviðinu, sem
ákveðið var að koma á
fót á leiðtogafundinum
í París.“
hætti kalda stríðsins og leggja
grunninn að nýju fyrirkomulagi ör-
yggismála í Evrópu byggðu á lág-
marks herafla, sem nauðsynlegur er
til að tryggja öryggi hvers og eins.
CFE-samningnum hefur því verið
rétt lýst sem hornsteini nýrrar Evr-
ópu. Samningurinn öðlast lagagildi
eftir að allir aðilar hans hafa fullgilt
hann. Ágreiningur um túlkun ákveð-
inna ákvæða samningsins hefur hins
vegar tafið fyrir því að aðildarríki
létu fullgilda hann.
Vinnubrögð þau sem þjóðleik-
húsráð hefur viðhaft í þessu máli
hafa helgast af þeim skilningi að
ákvarðanir nýs þjóðleikhússtjóra
stæðust að lögum enda áttu þær
ekki að koma til framkvæmda fyrr
en 1. september 1991, þegar hann
tæki að fullu einn við starfi.
Þjóðleikhúsráð taldi alltaf að fullt
samkomulag væri á milli þjóðleik-
hússtjóranna tveggja um uppsagn-
irnar. Gísli Alfreðsson fráfarandi
þjóðleikhússtjóri lýsti sig aldrei and-
snúinn uppsögnunum sem slíkum á
þeim þremur fundum sem þær voru
til umfjöllunar á fyrir 13. mars sl.
Hins vegar taldi hann óeðlilegt að
hann skrifaði sjálfur undir uppsagn-
ir sem hann ætti ekki hlutdeild að.
Þegar álit Gunnlaugs Claessen
ríkislögmanns lá fyrir um að rétt
væri að Stefán Baldursson og Gísli
Alfreðsson skrifuðu báðir undir
•uppsagnarbréfin hafði Gísii for-
göngu um að leita lögfræðilegs álits
frá Sigurði Líndal lagaprófessor.
Sigurður mat það svo að Stefán
Baldursson hefði fullt umboð lögum
samkvæmt til að undirrita uppsagn-
arbréfin einn. Gísli Alfreðsson var
þessu sammála og staðfesti þá
skoðun sína í bréfi til Jóns Steinars
Gunnlaugssonar hrl. dags. 11. apríl
1991, en þat' segir orðrétt:
„Nýr þjóðleikhússtjóri er ráðinn
frá 1. janúar og fer hann með öll
völd, sem hafa með næsta leikár
að gera sem hefst þ. 1. september,
og þar með taldar mannaráðningar.
Haft var samband við lögfræðinga
varðandi túlkun á þessu og voru
þeir einróma sammála um að sú
túlkun væri rétt.
Sjálfur tel ég þetta eðlilega túlk-
un á lögunum og hef hagað mér
samkvæmt því og þar af leiðir, að
ég hef ekki haft afskipti af einstök-
um uppsögnum og útfærslu þeirra
og mun halda mér við það.“
Taka ber fram að þennan skiln-
ing sinn á lögunum staðfesti Gísli
Alfreðsson m.a. með því að víkja
af fundum Þjóðleikhúsráðs þegar
verkefnaskrá næsta vetrar var til
umljöllunar og samþykktar þar.
Þjóðleikhúsráð hafði fullan skiln-
ing á þeirri afstöðu Gísla Alfreðs-
sonar að vilja ekki skrifa undir
uppsagnarbréfin, enda áttu upp-
sagnirnar ekki að koma til fram-
kvæmda fyrr en hann væri hættur.
í framhaldi af CFE-samningnum,
sem eingöngu tekur til vígbúnaðar,
stefna aðildarríkin að því að gera
viðbótarsamning, sem einkum tæki
til mannafla. Viðræður um það efni
eru nú á dagskrá í Vínarborg.
Framtíðarsýn
Á Parísarfundinum var ísland
einnig í hópi þijátíu og fjögurra þátt-
tökuríkja CSCE, sem lögðu fram
efnismikla samþykkt um aðgerðir til
að skapa traust og öryggi á sviði
hermála (CSBM), svonefnt Vínar-
skjal um traustvekjandi aðgerðir.
Vínarskjalið er verulega frábrugð-
ið CFE-samningnum. Ólíkt CFE-
samningnum, sem einkum hefur
áhrif á uppbyggingu heija, lýtur
Vínarskjalið fyrst og fremst að starf-
semi ríkja á hernaðarsviðinu. Vínar-
skjalið er pólitískt samkomulag, en
ekki lagalega bindandi samningur.
Vínarskjalið er auk þess ekki hið
fyrsta sinnar tegundar, heldur mark-
ar það „þriðju kynslóð" traustvekj-
andi aðgerða í kjölfar samninga, sem
gerðir voru um sama efni á árunum
1975 og 1986.
Markmiðið með samningum um
III.
Þjóðleikhúsráð harmar þá nei-
kvæðu umræðu sem átt hefur sér
stað að undanförnu í kjölfar upp-
sagna Stefáns Baldurssonar þjóð-
leikhússtjóra á nokkrum starfs-
mönnum Þjóðleikhússins.
Á undanförnum árum og áratug-
um hefur staða leiklistar á íslandi
gjörbreyst með tilkomu mikils ijölda
menntaðs leikhúslistafólks. í ljósi
breyttra tíma hefur umræðan um
endurnýjun í starfsliði listamanna
Þjóðleikhússins orðið hávær.
Sífelld endurnýjun er öllum list-
um nauðsynleg. Þjóðleikhússtjóri
er ráðinn í takmarkaðan tíma skv.
lögum um Þjóðleikhús og hlýtur það
fyrirkomulag að kalla á aðrar breyt-
ingar á skipulagi og starfsliði leik-
hússins á hvetjum tíma.
Stór hópur lausráðinna lista-
manna starfar við Þjóðleikhúsið
árlega. Þeir eru ráðnir vegna þess
að listrænt eru þeir taldir hæfir til
að sinna þeim verkefnum sem þeim
eru falin. Með rekstrarlega hagræð-
ingu að leiðarljósi hlýtur að teljast
eðlilegt að sem flestir þeirra lista-
manna, sem fyrirsjáanlega verða í
mikilli vinnu hjá leikhúsinu miðað
við verkefnaskrá á hveijum tíma,
séu á föstum samningi. Þjóðleik-
húsráð lítur ekki svo á að uppsagn-
ir starfsmanna feli í sér mat á
hæfni þeirra sem listamanna, enda
vill Þjóðleikhúsið geta leitað til
þessara einstaklinga í framtíðinni
um samstarf við leikhúsið þó svo í
öðrij samningsformi sé.
Urskurður menntamálaráðherra
frá 24. maí sl. um að Gísli Alfreðs-
son hafi fullt húsbóndavald til ráðn-
inga og uppsagna fram til 1. sept-
ember nk. gerir það að verkum að
allar aðrar ákvarðanir nýs þjóðleik-
hússtjóra varðandi undirbúning
næsta leikárs eru í óvissu.
Þjóðleikhúsráð lýsir yfir fullum
stuðningi við Stefán Baldursson
þjóðleikhússtjóra og beinir því til
menntamálaráðherra, sem æðsta
yfirmanns stofnunarinnar, að
tiyggð verði eðlileg starfsemi Þjóð-
leikhússins næsta leikár og að sú
starfsáætlun og verkefnaskrá, sem
þegar liggur fyrir, standist.
Þjóðleikhúsráð axlar að fullu þá
ábyrgð sem því ber lögum sam-
kvæmt.
Tekið skal fram að Haraldur
Ólafsson fimmti meðlimur þjóðleik-
húsráðs var erlendis á þeim tíma
sem fjallað var um þessi mál í ráð-
inu, og sat því engan af ofangreind-
um fundum.
Reykjavík, 28. maí 1991.
í þjóðleikhúsráði
Þuríður Pálsdóttir formaður,
Guðrún Þ. Stephensen,
Pálmi Gestsson,
Tinna Gunnlaugsdóttir.
niðurskurð vígbúnaðar er ekki síst
að draga úr getu ríkja til hernaðarað-
gerða. Markmiðið með samningum
um traustvekjandi aðgerðir er á hinn
bóginn einkum að varpa ljósi á fyrir-
ætlanir ríkja á hernaðarsviðinu. í
Vínarskjalinu er t.a.m. kveðið á um
árleg skipti á upplýsingum um hern-
aðaiviðbúnað þátttökuríkja og fram-
lög til varnamála, samráð um óvenju-
lega hernaðarstarfsemi, viðvaranir
vegna hættulegra atvika, tilkynning-
ar um fyrirhugaðar heræfingar og
rétt annarra ríkja til að fylgjast með
þeim. Með þessum og öðrum slíkum
aðgerðum er dregið úr óvissu og lík-
um á að atferli ríkja á hernaðarsvið:
inu komi öðrum ríkjum á óvart. í
Vínarborg halda nú ríkin þijátíu og
fjögur áfram tilraunum til að ná
samkomulagi um frekari traustvekj-
andi aðgerðir.
Það sem þær traustvekjandi að-
gerðir, sem samkomulag hefur náðst
um, lúta svo til einvörðungu að starf-
semi heija á landi, mætti færa fyrir
því rök að þátttaka í viðræðunum
um traustvekjandi aðgerðir sem slík-
ar hafi einungis þjónað hagsmunum
Islands óbeint. Þýðing þess fyrir Is-
land að taka þátt í viðræðum um
traustvekjandi aðgerðir kann þó að
breytast með tilkomu sérstakrar
stofnunar til að koma í veg fyrir
átök á hernaðarsviðinu, sem ákveðið
var að koma á fót á leiðtogafundin-
um í París.
ísland og vígbúnaðarmálm
Séra Friðriks-kapella:
Sýning á svipmyndum úr
lífi og starfi sr. Friðriks
í SÉRA Friðriks-kapellu að
Hlíðarenda við Öskjuhlíð, stend-
ur yfir sýning á niyndum úr lífi
sr. Friðriks Friðrikssonar, stof-
anda KFUM og KFUK, Knatt-
spyrnufélagsins Vals, Skátafé-
lagsins Væringja og Karlakórs-
ins Fóstbræðra. Að auki eru á
sýningunni persónulegir niunir
sr. Friðriks og sýndar tvær kvik-
myndir er færðar hafa verið
yfir á myndband og sýna hann
í leik og starfi. Sýningin er opin
frá kl. 17 til 19 alla virka daga
og lengur um helgar fram til
1. júlí næst koinandi.
„Hér eru aðallega sýndar mynd-
ir frá liðinni tíð, af samstarfsmönn-
um sr. Friðriks, auk svipmynda
úr þeim félögum sem hann stofn-
aði og hafa síðan vaxið og eru
stórveldi í félagslífi borgarbúa í
dag,“ sagði Árni Siguijónsson, sem
hefur samið alla texta með mynd-
unum. Sýningin er haldin í tilefni
áfanga í byggingu Séra Friðriks-
kapellu en hún er að mestu leyti
frágengin að utan og sagði Árni
að hlé yrði á framkvæmdum innan
dyra þar til nægilegt fé hefur safn-
ast.
Myndum á sýningunni er skipt
niður í sex flokka og sýna svip-
myndir frá stofnun Knattspyrnufé-
lagsins Vals og fyrsta einkennis-
búningi félagsins. Þá eru myndir
frá fyrstu dögum Væringja en það
var félagsskapur ungra manna í
KFUM sem myndaði þann hóp.
Félagið var stofnað árið 1913 og
voru saumaðir sérstakir búningar
á félagsmenn í anda víkinganna,
með skikkju. Tveimur árum síðar
gekk félagið til liðs við Skátahreyf-
inguna og tók upp skátabúninga.
Þriðji flokkur mynda eru af sr.
Friðrik í hópi vina og mektar-
manna fyrri tíma, stjómmála-
manna og fræðimanna. í flokki
mynda frá fyrstu dögum KFUM
og KFUK, eru myndir af fundum
í félögunum og af ungum félags-
mönnum í porti barnaskólans. Þá
eru myndir af söngsveit KFUM er
síðar tók upp nafnið Karlakórinn
Fóstbræður en fyrsti söngstjóri var
Jón Halldórsson og gegndi hann
því starfi í 30 ár.
Loks eru myndir úr lífi sr. Frið-
riks en hann fæddist 25. maí 1868.
ur lagður á síðasta ári að nýrri skip-
an öryggismála í Evrópu. Vonast er
til að samkomulag náist í Vínarborg
um frekari áfanga til að efla traust
og draga úr hernaðarmætti fyrir
Helsinki-fund ráðstefnunnar um ör-
yggi og samvinnu í Evrópu í mars
á næsta ári, en að þeim fundi loknum
verða viðræðurnar tvennar felldar
saman í sameiginlegar viðræður ríkj-
anna þrjátíu og fjögurra um öryggis-
mál.
Ákvörðun stjórnvalda um að Is-
land taki þátt í framangreindum við-
ræðum um takmörkun vígbúnaðar
er fullkomlega rökrétt. Þátttaka í
slíkum viðræðum er áþreifanlegur
vottur þess að ísland vilji leggja sitt
af mörkum til að efla frið og stöðug-
leika í álfunni, auk þess sem hún
auðveldar íslendingum sjálfum að
meta á yfirgripsmeiri hátt sína eigin
hagsmuni í öryggismálum. Síðast en
ekki síst tryggir þátttaka í viðræðum
um takmörkun vígbúnaðar Islend-
inga hlutdeild í byggingu nýrrar
Evrópu, en eins og fram kemur í
stefnuyfirlýsingu núverandi ríkis-
stjórnar er stefnt að því að „Islend-
ingar verði á fordómalausan hátt
þátttakendur i hinni miklu umsköpun
í átt til frelsis, sem nú setur svip
sinn á þróun stjórnmála í Evrópu'L
Höfundur er sendihcrra.
Gunnar Pálsson
Átakavarnastöðin (Conflict Pre-
vention Center), sem samráðsnefnd
allra þátttökuríkjanna hefur yfir-
umsjón með, tók til starfa í Vínar-
borg 18. mars sl. Höfuðtilgangur
Átakavarnastöðvarinnar er að draga
úr hættu á ófriði með því að vinna
að opnari og greiðari samskiptum
þátttökuríkja á sviði hermála. Þessu
verkefni mun hún einkum sinna fyrst
um sinn með því að greiða fyrir fram-
kvæmd traustvekjandi aðgerða.
Stöðin er m.a. vettvangur þrjátíu og
fjögurra ríkja til að ráða ráðum sín-
um ef vart verður óvenjulegrar starf-
semi herja í Evrópu og til að fjalla
um niðurstöður upplýsingaskipta um
hermál. Átakavarnastöðin mun einn-
ig halda saman upplýsingabanka,
gefa út árbækur og skipuleggja
málþing um hernaðarleg og önnur
tengd málefni. Starfslýsing stofnun-
arinnar útilokar ekki að hún takist
einnig á hendur síðar meir að hafa
milligöngu um pólitíska lausn deilu-
mála.
Átakavarnastöðin hefur margvís-
legan ávinning í för með sér. Hún
veitir smærri ríkjum greiðan aðgang
að upplýsingum, sem auðvelda þeim
að leggja mat á þróun öryggismála
í Evrópu, en slíkra upplýsinga geta
stærri ríki að jafnaði aflað sjálf-
stætt. Meira er þó um vert að hafa
má Átakavarnastöðina til marks um
að ný sjónarmið hafi rutt sér til rúms
í öryggismálum Evrópu, þar sem
meiri áhersla verði lögð á það en
áður að stuðla að öryggi allra Evróp-
uríkja sameiginlega. Átakavarna-
stöðin er þannig partur af framtíðar-
sýn þijátíu og fjögurra ríkja, þar sem
öryggispólitísk samvinna leysir sam-
keppni á hernaðarsviðinu af hólmi.
Niðurlag
Með Vínarskjalinu — og þó eink-
um CFE-samningnum — var grunn-
Morgunblaðið/Júlíus
Séra Friðriks-kappella að Hlíðarenda við Öskjuhlíð er nú nær
fullbúin að utan. Þar stendur yfir sýning á niyndum og munum
úr lífi og starfi sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og
framkvæmdastjóra til æviloka.
lífshlaup
sera frioriks
# Morgunbladið/Júlíus
Árni Sigurjónsson hefur séð um texta við myndir á sýningunni
og er hann hér við flokk mynda úr lífi sr. Friðriks, sem fræði-
manns og í hópi kátra sveina í sumarbúðunum í Vatnaskógi.
Hann hélt til náms við Kaup-
mannahafnarháskóla að loknu
stúdentsprófi. Hann lauk cand.
phil. prófi þaðan ári síðar en lagði
síðan stund á læknisfræði og mál-
fræði. Á árunum 1895 til 1897
starfaði hann hjá KFUM í Kaup-
mannahöfn. Síðan hélt hánn til
íslands og lauk prófi úr prestaskó-
lanum árið 1900. Árið áður hafði
hann stofnað KFUM í Reykjavík.
Sr. Friðrik var skipaður prestur
við Laugarnesspítala sama ár og
hann lauk guðfræðiprófi og gegndi
síðar prestþjónustu í nokkrum
prestaköllum. Auk þess dvaldist
hann um tíma erlendis, meðal ann-
ars í Norður-Ameríku, þar sem
hann ferðaðist meðal íslenskra
safnaða. Hann dvaldi löngum í
Danmörku og var þar öll stríðsár-
in. Ilann fékkst nokkuð við kennslu
í Menntaskólanum í Reykjavík og
við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga.
Að auki fékkst hann við ritstörf
og skráði ævisögu sína í tveimur
bindum, Undirbúningsárin og
Starfsárin og samdi skáldsögur,
Sölva, Söguna af Hermundi jarls-
syni, Drenginn frá Skern og Keppi-
nauta. Sr. Friðrik lést 9. mars árið
1961.