Morgunblaðið - 29.05.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1991
27
Þróunarverkefni í ullarvinnslu á Hvammstanga:
Lögð áhersla á nátt-
úrulega liti ullarinnar
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
Tveir bændur í Miðfirði eru forsvarsmenn ullarverkefnishópsins,
f.v.: Friðrik Böðvarsson á Syðsta-Osi og Rafn Benediktsson á Staðar-
bakka.
Nýliðarnir í umferðinni í Grindavík ásamt lögreglumönnum og fóstr-
um
Grindavík:
Nýliðum í umferðinni
lagðar lífsreglur
Grindavík.
AÐ UNDANFÖRNU hefur Um-
Hvammstanga.
Á Hvammstanga er hafið þróun-
arverkefni í framleiðslu ullar-
bands og lopa úr alíslenskri ull.
Lögð er áhersla á náttúrulega liti
ullarinnai'. Þróunarverkefnið er
unnið í samvinnu átaksverkefnis
V-Hún. og hópa bænda, með þátt-
töku fyrirtækja á Hvammstanga
og Búnaðarsambands Vestur-
-Húnavatnssýslu. Ull og band
hafði „opið hús“ í apríl sl. og var
gestum gerð grein fyrir tilgangi
og framkvæmd þessa þróunar-
starfs, sem þar ec. hafið.
íslenska ullin er talin af mörgum
afar hentugt og raunar sérstakt hrá-
efni handiðnaðar. Á síðastliðnum
áratugum hafa eldri vinnubrögð í
uilaivinnslu vikið fyrir einskonar
stóriðju í ullariðnaði, þar sem sérein-
kenni ullarinnar, svo sem litróf henn-
ar og ýmsir eðlisþættir týndust í
kröfum um „staðlaða vöru“. Meðal
margra aðdáenda „gömlu ullarinnar"
hefur þó lifað sú ósk, að ullin væri
aftur hafin til fyrri vegs og virðing-
ar. Með afar lágri verðlagningu á
mislitri ull, virðist jafnvel hætta á
að mislita féð hverfi að mestu úr
fjárstofni bænda.
Ull seld til Kanada
Hjá Átaksverkefni V-Hún. tók til
starfa verkefnishópur bænda haustið
1989. Var þá safnað úrvals ull, hvítri
og mislitri, og var ullin þvegin hjá
Drífu hf. Nokkurt magn var selt til
Kanada og einnig innanlands. Haus-
tið 1990 fór af stað mun markviss-
ari söfnun á ull, einkum lambsull.
Stofnaður var samstarfshópur um
Þróunarverkefni í ullarvinnslu og
tóku þátt í því auk sauðfjárbænda
Búnaðarsamband V-Hún., Kaupfé-
lag V-Hún., Ferskar afurðir hf. og
Drífa hf., en verkefnið er rekið und-
ir nafni þess síðasttalda.
Unnið var að samningum um véla-
samstæðu, sem Álafoss hf. og Rann-
sóknarráð ríkisins áttu og hugmynd-
in útfærð. Náðust samningar um,
að Framkvæmdasjóður íslands
keypti hluta Álafoss og vélarnar síð-
an lánaðar án endurgjalds til verk-
efnisins í tvö ár. Nokkra leigu þarf
þó að greiða, ef verkefnið skilar
hagnaði.
I byrjun febrúar var búnaðurinn
fluttur norður, kaupfélagið hafði lán-
að hentugt húsnæði án endurgjalds
til tveggja ára og hafist var handa
við uppsetningu. Komu menn frá
Álafsossi til að setja stöðina upp.
Einnig voru fengin þvottavél og
þurrkari til ullarþvottar og útbúin
með sjálfvirkum stjórnbúnaði. Ýmsir
iðnaðarmenn unnu einnig við upp-
setningu og frágang. Þá fékk stöðin
frá Álafossi hf. gamla spunavél og
hesputré, sem nauðsynlegt er að sé
til staðar.
Nú er ullarvinnslan, sem hlotið
hefur heitið UIl og band, orðin allgóð
starfsstöð, þar sem húnvetnskri ull
er breytt í verðmæta söluvöru.
Styrkur framleiðnisjóðs
Kostnaður við framkvæmd þessa
er ekki allur kominn fram, þó er víst
að hann verður allmiklu hærri, en
verkefnishópurinn reiknaði með í
fyrstu. Munar þar mestu að ráðist
var í uppsetningu á þvottastöðinni.
En víst um það má telja fullvíst að
hér sé uppsett fullkomin ullarvinnslu-
stöð fyrir lítinn tilkostnað. Má telja
að heildarkostnaður sé nú um kr.
2,5, milljónir króna.
Framleiðnisjóður hefur veitt styrk
til verkefnisins að fjárhæð kr. 1.500
þúsund krónur. Einnig hafa Ferskar
afurðir hf., Búnaðarsamband V-Hún.
og Sparisjóður V-Hún. veitt styrki
samtals að fjárhæð 500 þús. kr.
Ljóst er, að aukið fjármagn þarf
að fást, til að greiða upp kostnaðinn
og einnig til markaðsstarfa og birgð-
akostnaðar. Er nokkur vissa fyrir
aðstoð frá sjóðum til þeirra mála.
Framleiðsla og markaður
í Ull og bandi verður framleidd
kemba, lopi og band úr úrvals ís-
lenskri ull í náttúrulegum litum. Lögð
verður áhersla á að fá sem mest af
lambsull og að ullin sé klippt á haust-
in. Einnig verður reynt að framleiða
vörur úr þeli, en afar tímafrekt er
að taka ofan af ullinni. Bandið verð-
ur einspunnið og einnig tvinnað eða
þrinnað. Tveir starfsmenn vinna í
verksmiðjunni, annar við flokkun ull-
ar og þvott en hinn við kembi- og
spunavélar.
Mikil umræða fer nú fram víða
um land um handiðnað og smávöi-ur
hvers konar m.a. til ferðamanna-
verslunar. Ullin er afar hentug til
slíkrar framleiðslu og hlýtur að vera
eitt af þjóðlegustu hráefnum sem völ
er á. Vonast er til, að þannig megi
finna markað víða um land og einnig
verður leitað markaða erlendis.
Einnig verður þvegin uli í sauðalit-
um boðin í neytendaumbúðum og
má telja víst að slík markaðssetning
hafi ekki verið reynd fyn- á íslandi.
Víst er, að ýmsum þykir hér í
mikið ráðist og ekki síst, vegna er-
fiðrar stöðu í ullariðnaði. Á það skal
því bent, að hér verður framleidd
vara, sem fer alls ekki í sama farveg
og iðnaðarbandið. Verkefnishópurinn
hefur sett markið hátt og verðlagt
framleiðsluvöruna með djörfung.
Reynslan verður svo að skera úr um,
hvort framtíð er í þessum rekstri.
Það er ljóst að þessari tilraun verður
að fylgja eftir með einurð og natni,
allt frá söfnun ullar til sölu fullunn-
innar vöru.
- Karl
ferðan’áð, í samvinnu við sveit-
arfélögin á Suðurnesjum og lög-
regluna, verið með námskeið í
umferðarfræðslu fyrir börn á
aldrinum 5-6 ára. Þar er farið
yfir nokkrar mikilvægar um-
ferðarreglur og sagðar sögur
og fleira tengt umferð.
María Ingvadóttir fóstra hjá
Umferðarráði sagði við Morgun-
blaðið að þetta væri 24. árið sem
farið væri í skólana með þessa
fræðslu. „Nú þegar útivera er
meiri með hækkandi sól teljum við
þörf á að minna á umferðarregl-
urnar sem allir verða að fara eftir
í umferðinni. Nú eru börnin farin
að vera á tvíhjólum mun yngri en
áður og við Ieggjum einnig áhei'slu
á að þau séu ekki á götunum, nú
ÚRVALSBÆKUR senda nú frá
sér nýja spennusögu, þá þriðju
á þessu ári en þá sjöttu frá því
að útgáfa Úrvalsbóka hófst.
í fréttatilkynningu frá Úi-vals-
bókum segir m.a.: „Sporlaust heit-
ir þessi nýja bók og er eftir K.K.
Beck, bandaríska konu af norskum
uppruna. Bókin ber þess að vissu
leyti merki, þar sem aðalsöguhetj-
an er bandarísk kona af norskum
uppruna. Hún heitir Sunny Sincla-
ir og þegar sagan hefst býr hún
við góð efni í tilbreytingarlausu
ekkjustandi.
En hið óvænta gerist oftast
snögglega. Allt í einu er hún í
þeirri aðstöðu að þurfa að hafa
og svo náttúrulega að allir noti
hjólahjálma sem sanna gildi sitt
aftur og aftur. Böm detta mikið
á hjólunum og höfuðið er einn við-
kvæmasti hluti líkamans á þessum
aldri.“
Lögregluþjónarnir Guðmundur
Sæmundsson og Guðmundur Sig-
hvatsson eru einnig með í förinni
og aðstoða Maríu og Lenu Hreins-
dóttur fóstru og þeir gefa börnun-
um viðurkenningu fyrir teikningar
sem þau teikna á verkefnablöð
heima og þeir tala einnig við börn-
in um umferðarreglur og gildi
þess að þær séu haldnar. Það var
ekki annað að sjá eftir tveggja
daga námskeið en börnin væru
tilbúin að fara eftir umferðarregl-
um og gæta sin vel í hinum mikla^
hraða sem er á umferðinni í dag.
FÓ
upp á ástmanni sínum frá því á
sokkabandsárunum, sem hún hef-
ur ekki séð áratugum saman.
Markmið hennar er að vara hann
við hættu er að honum steðjar,
en með þessu tiltæki sínu kallar
hún yfir sig hættu.
Leikurinn berst vítt um heim —
um Bandaríkin, England, Noreg,
Kanada. Sunny Sinclair lendir í
æsilegri ævintýrum en hana óraði
nokkurn tíma fyrir. Þetta er leikur
upp á líf og dauða, sannkölluð
spennusaga."
Sporlaust er 256 blaðsíður.
Einnig er hægt að kaupa Úrvals-
bækur í áskrift og þannig verður
fjórða hver bók ókeypis.
(Frcttatilkynning)
Ný Urvalsbók komin út
FÉLAGSLÍF
Ljósgeislinn
Vegna óviðráðanlegra orsaka
þarf félagið að aflýsa öllum fund-
um með miðlinum Terry Evans
í júnimánuði.
Stjórnin.
SAMBAND ÍSLENZKRA
KRISTTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssamkoma á Háaieit-
isbraut 58 í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaöur: Ólafur Jóhanns-
son. Ath. kristniboðsþingið hefst
föstudaginn 31. maí kl. 15.00.
Almennar samkomur á kristni-
boðsþingi:
Laugardagurinn 1. júní kl. 20.30:
Kristniboðssamkoma. Ræðu-
menn: Vilborg Jóhannesdóttir og
Baldvin Steindórsson.
Sunnudagurinn 2. júní kl. 20.30:
Almenn samkoma. Ræðumaður:
Skúli Svavarsson. Vitnisburðir.
Allir veikomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
FERÐAfELAG
m ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Búrfellsgjá - Helgadalur
Kl. 20.00 miðvikudaginn 29. maí
verður kvöldganga um Búrfells-
gjá að Búrfelli, þaðan verður
gengið um Helgadal að Kaldér-
seli. Ekið verður meðfram Vífils-
staðahlíð að Hjöllum og þar
hefst gangan, en lýkur við Kald-
ársel þar sem ' bíllinn bíður.
Þægileg kvöldganga í fjölbreyttu
landslagi. Verð kr. 800,-. Brott-
för frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl.
Við minnum á kvöldferð til Við-
eyjar og siglingu til þess að
skoða lundabyggð 4, júní nk.
Ferðafélag íslands.
ÚTIVIST
jRÓFIHH11 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI 14606
Kvöldganga
í kvöld, 29/5. Gengið verður um
Seljadal. Sérkennilegar stuðla-
bergsmyndanir skoðaðar í leið-
inni og fallegar tjarnir. Brottför
kl. 20.00 frá BSÍ - bensínsölu.
Um næstu helgi
hefjast regluiegar ferðir í Bása á
Goðalandi og verður boðiö upp
á ferðir á þetta friðsæla og fagra
svæði um hverja helgi út októ-
ber. Farið verður að jafnaði á
föstudagskvöldum, þó verður
við og við boðið upp á styttri
ferðir með brottför á laugar-
dagsmorgni. Miöar og bókanir á
skrifstofu.
Munið Póstgönguna á sunnu-
daginn, 2/6.
Sjáumst.
Útivist.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Sumarleyfisferðir F.í.
21 .-23. júní (3 dagar):
Sólstöðuferð til Grímseyjar
Flogið frá Reykjavík til Akureyrar
og áfram með Flugfélagi Norður-
lands til Grímseyjar og gist þar.
Næsta dag með Hríseyjarferj-
unni til Hríseyjar og gist þar. Á
sunnudag er haldið til Reykjavik-
ur með flugi. Farþegar geta einn-
ig byrjað þessa ferð á Akureyri.
29. júní-3. júlí:
Strandir - ísafjarðardjúp
Ekið norður Strandir til Trékyli-
isvíkur. Gist að Finnbogastöðum
og Laugahóli í Bjarnarfirði. Ekið
yfir Steingrimsfjarðarheiði að
Djúpi og þar verður gist i Reykja-
nesi. Ekið í Kaldalón og siglt til
Æðeyjar.
11.-20. júlí:
Mt. Blanc í Frakklandi
Farin algengasta gönguleiðin á
fjallið og tekur gangan tvo daga
(gist i skála). Áður en gengið
verður á fjallið verður gengið á
lægri fjöll í nágrenninu til þess
að aðlagast hæðinni. Fararstjóri
verður Páll Sveinsson.
Ótrúleg fjölbreytni í Islandsferð-
um Ferðafélagsins. Kannið mál-
ið og hringið til okkar á skrifstof-
una.
Ferðafélag íslands.
NÝ-UNG
Samvera fyrir fólk á aldrinum
20-40 ára i kvöld í Suðurhólum
35. Bænastund kl. 20.10. Sam-
veran hefst kl. 20.30. „Förum í
ratleik". Hugleiðing: Friðrik
Hilmarsson. Eftirsamvera:
„Merkileg lífsreynsla á kristni-
boðsakrinum". Kristniboðinn
Constance Nash kemur i heim-
sókn. Athugið að fundirnir verða
á miðvikudögum í sumar. Ungt
fólk á öllum aldri er velkomið.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartaniega velkomnir.
Aðalfundur
skíðadeildar Víkings
verður haldinn mánudaginn 3.
júni ki. 20.30 í fundarherbergi
Bústaðakirkju.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
KENNSLA
Vélritunarnámskeið
Notið sumarið og lærið vélritun.
Vélritunarskólinn, s. 28040.