Morgunblaðið - 03.07.1991, Síða 1
48 SIÐUR B
147. tbl. 79. árg.
MIÐVIKUDAGUR 3. JULI 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Júgóslavneskur
ar höfðu brotist
Reuter
hermaður hleypur frá skriðdreka sinum og logandi vegartálma í gær eftir að bardag-
út milli Júgóslavíuhers og heimavarnarliðs Slóveníu að nýju.
Suður-Líbanon:
PLO-menn hraktir
úr fimm þorpum
Ain al-Delb. Reuter.
SVEITIR líbanska stjórnarhersins náðu í gær á sitt vald fimm þorp-
um í Suður-Líbanon þar sem Frelsissamtök Palestínu (PLO) hafa
hafst við. Með þessum aðgerðum hersins stefna stjórnvöld að því
að ná landinu á sitt vald að fullu.
A.m.k. 19 manns féllu og 58
særðust þegar 6.000 manna herlið
fór um þorpin, sem eru fyrir austan
hafnarborgina Sídon, en stórskota-
lið hélt einnig uppi skothríð á þ'orp-
in og á þau var skotið með eldflaug-
um. Leyniskyttur PLO höfðu komið
sér fyrir mjög víða og skutu á her-
menn stjórnarhersins. Síðdegis í
gær hafði stjórnarherinn náð nær
öllum aðalvégum á svæðinu á sitt
Júgóslavía:
Herinn hótar Slóvenum
vægðarlausri leiftursókn
Zagreb. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Ljubljana, Vín. Reuter.
FORSETI júgóslavneska herráðsins, Bjagoje Adzic, sagði í gær að her
Júgóslavíu hefði hafið öfluga árás í Sióveníu og myndi bijóta heima-
varnarlið lýðveldisins á bak aftur með vægðarlausri leiftursókn. Tug-
ir skriðdreka hersins voru sendir til Slóveníu eftir að átök brutust út
að nýju í lýðveldinu snemma í gærmorgun þrátt fyrir að samið hefði
verið um vopnahlé. Lojze Peterle, forsætisráðherra Slóveníu, lýsti þvi
yfir í gærkvöldi að heimavarnarlið lýðveldisins myndi ekki beijast
áfram nema nauðsyn krefði.
„Við hyggjumst gera öfluga árás
þannig að stríðið, sem við neydd-
umst til að heyja, verði eins skamm-
Gorbatsjov
jákvæður í
nýsafls
garð
Moskvu. Reuter og The Daily Telegraph.
VÍTALÍJ ígnatenkó, talsmaður
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétfor-
seta, sagði í gær að forsetinn
væri jákvæður í garð nýs stjórn-
málaafls í Sovétríkjunum sem nú
er að ryðja sér til rúms. Er þar
um að ræða Lýðræðislegu um-
bótahreyfinguna en að henni
standa margir af helstu sam-
starfsmönnum Gorbatsjovs í
gegnum tiðina.
Ignatenkó sagði á blaðamanna-
fundi í gær að Gorbatsjov hefði haft
vitneskju um að til stæði að mynda
hin nýju samtök enda hefði hann
mikil og regluleg samskipti við það
fólk sem að þeim stæði. Hann kvaðst
líta svo á að með stofnyfirlýsingu
samtakanna væri verið að bjóða öll-
um lýðræðisöflum til samstarfs.
„Það er ljóst að þessi samtök eru
ekki stofnuð til að efna til ófriðar.
Þau hvetja alla þá sem styðja per-
estrojku til samstarfs. Við lítum
þessi samtök í því ljósi,“ sagði ígnat-
enkó.
Sjá „Okkar helsta mark-
mið ...“ á bls. 18.
vinnt og mögulegt er,“ sagði Bjagoj
Adzic í sjónvarpsávarpi. „Við ætlum
að leita þá alla uppi, jafnvel þá sem
hafa grafið sig niður. Við erum stað-
ráðnir í að koma á lögum og reglu
og leiða stríðið til lykta.“
Adzic gagnrýndi einnig stjórnvöld
í Belgrad fyrir að semja við
slóvensku stjórnina á meðan bardag-
ar geisuðu og gaf til kynna að her-
inn hefði tekið fram fyrir hendurnar
á stjórnvöldum. „Valdastofnanir
sambandsríkisins voru sífellt að
hindra okkur og kröfðust samninga-
viðræðna á sama tíma og Slóvenar
beittu öllum ráðum til að ráðast á
okkur," sagði hann.
Peterle, forsætisráðherra Slóv-
eníu, sagði skömmu síðar að heima-
varnarliðið myndi ekki beijast áfram
nema til að veija lýðveldið ef nauð-
syn krefði. Forseti júgóslavneska
herráðsins sagði hins vegar í gær-
kvöldi að vopnahlé kæmi alls ekki
til greina.
Júgóslavneski herinn gerði í gær
loftárás á höfuðborg Slóveníu,
Ljubljana, og staði austan við hana.
Loftárás var einnig gerð í námunda
við bæinn Brezise, sem er aðeins 30
km vestan við Zagreb, höfuðborg
Króatíu. Þá kom til skotbardaga í
Króatíu og óttast var að allsheijar
stríð væri að bijótast út í Júgóslavíu.
Fregnir hermdu að tugum skrið-
dreka Júgóslavíuhers hefði verið
ekið frá Króatíu til Slóveníu í gær.
Stjórnin í Króatíu mótmælti því
harðlega við stjórnvöld í Belgrad.
Hópur Króata kastaði gijóti og
bensínsprengjum á skriðdrekana og
kveikti í einum þeirra. Hermenn
svöruðu með vélbyssuskothríð og
drápu að minnsta kosti einn mann
og særðu tvo.
Austurríska lögreglan skýrði frá
því að skotbardagar hefðu brotist
út er sveitir Júgóslavíuhers reyndu
að brjótast úr herkvi, sem Slóvenar
höfðu haldið þeim í við landamærin
að Austurríki. Slóvenar hefðu óvart
skotið á landamærastöð í Austurríki
en enginn mun hafa særst. Aust-
urríski herinn hefur sent 7.000 her-
menn að landamærunum til að koma
í veg fyrir að átökin breiðist út yfir
þau.
Uppþot brutust út í þinghúsinu í
Belgrad er hundruð foreldra her-
manna í júgóslavneska hemum
ruddust inn í bygginguna og kröfð-
ust þess að synir þeirra yrðu sendir
heim frá Slóveníu.
Margaret Tutwiler, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
sagði i gær að Bandaríkjastjórn
myndi viðurkenna sjálfstæði Slóv-
eníu og Króatíu ef þau næðu því
fram með friðsamlegum hætti. Þetta
virtist stefnubreyting því áður hafði
stjórnin lagt áherslu á einingu Júgó-
slavíu.
Sjá „Stöðugar skærur“... á
bls. 18
vald en liðsmenn PLO héldu enn
einstaka bækistöðvum.
Skothríðin fór ekki framhjá ísra-
elskum hermönnum og banda-
mönnum þeirra í Suður-líbönsku
hersveitunum (SLA) í bænum Jezz-
ine og á öryggissvæði því sem þær
hafa á sínu valdi við ísraelsku
landamærin. Bækistöðvar PLO,
sem nú voru upprættar, voru þær
síðustu þaðan sem liðsmenn PLO
höfðu beinan aðgang að ísraelskum
hersveitum. Ríkisstjórn Líbanons,
sem nýtur stuðnings Sýrlendinga,
vonast til að brotthvarf PLO-
manna frá Suður-Líbanon verði til
þess að ísraelar dragi sig einnig
til baka frá öryggissvæðinu syðst
í Líbanon.
Michel al-Murr, varnarmálaráð-
herra Líbanops, sagði í yfírlýsingu
sem hann gaf út í gærkvöldi, að
stjómarherinn hefði tekið síðustu
bækistöðvar PLO í landinu en væri
enn að uppræta þá litlu andspyrnu
sem eftir væri. Herinn hefði hand-
tekið 200 skæmliða og gert vopn
upptæk í þorpunum.
Zeid Wehbeh, talsmaður Yassers
Arafats, leiðtoga PLO, í Líbanon,
krafðist vopnahlés og viðræðna við
stjórnvöld. „Þetta er fjöldamorð á
palestínsku þjóðinni. Við krefjumst
vopnahlés fyrst og síðan viðræðna
þar sem öll smáatriði verða rædd.
Að öðrum kosti munum við veija
okkur,“ sagði hann í samtali við
Eeuters-fréttastofuna.
PLO-menn fóru fram á það við
sveitir múslima í Sídon að þær
skærust í leikinn fyrir þeirra hönd.
Þá var beiðni send frá höfuðstöðv-
um PLO í Túnis til Arababanda-
lagsins um að það sæi til þess að
bardagar yrðu stöðvaðir.
*
Ovissa um yfirstjórn Júgóslavíuhers:
Talið að harðlínuöflin
séu að ná yfirhöndinni
Bonn, Belgrad. Reuter, The Daily Telegraph.
VESTRÆNIR hernaðarsérfræðingar sem Reuíers-fréttastofan
ræddi við í gær töldu að harðlínuöfl í júgóslavneska hernum
væru að ná þar yfirhöndinni þótt mjög óljóst væri hver færi nú
með völd innan hersins.
Sérfræðingarnir sögðu að aft-
urhaldssamir yfirmenn hersins
væru að reyna að knýja stjórn-
völd í Belgrad til að halda áfram
hörðum aðgerðum gegn Slóveníu,
sem lýsti yfir sjálfstæði í síðustu
viku. Sérfræðingur í málefnum
ríkja á Balkan-skaga sagði marga
yfirmenn í hernum hafa hvatt til
þess löngu fyrir sjálfstæðisyfirlýs-
ingu Slóveníu að herinn léti til sín
taka. Þeir vildu ekki að herinn
leystist upp í frumeindir sínar um
leið og Júgóslavía.
Her Júgóslavíu var upphaflega
myndaður úr sveitum skæruliða
undir stjórn Josips Títós sem börð-
ust gegn Þjóðveijum og ítölum í
heimsstyijöldinni síðari. Allt frá
upphafi hafa um 70% yfirmanna
hans verið Serbar.
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, sagði í gær að svo virtist
sem yfirmenn júgóslavneska hers-
ins væru ósammála um hvaða
aðgerða ætti að grípa til gegn
Slóveníu. Óttaðist hann að hluti
yfirmanna hersins myndi fara
sínar eigin leiðir og að það gæti
haft mjög alvarlegar afleiðingar.
Kvaðst Kohl byggja þetta mat
sitt á nýjustu upplýsingum sem
hann hefði frá Júgóslavíu. „Við
gerum allt sem í okkar valdi
stendur til að fínna friðsamlega
lausn á deilunni," sagði Kohl og
bætti við að það væri sannfæring
sín að ekki væri hægt að halda
ríki saman með skriðdrekum og
sprengjum.