Morgunblaðið - 03.07.1991, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991
. . ...VA . _______________________________________________ .............................
;
Sjt/'S' *'**'l\
' A' - "x' . <-<!«■•., w:'• '• • XSSÍ- •* . ~. ' "'
K- .: •: •:
— • •" .'--••-**■:-. J/*.*--, ■•
• —7",^"* . '*.. • '•>'", ._ „r
■: . -• “ ™ 'i~'v' -
Morgunblaðið/Jón Stefánsson
Bát hvolfdi á Elliðavatni
MAÐUR féll í Elliðavatn um hádegisbil í gær er bát
hans hvolfdi á vatninu. Lögreglumenn úr Kópavogi
og Reykjavík komu á staðinn með björgunarbát.
Lögreglumenn hugðust bjarga manninum, en hann
streittist á móti og vildi ekki fara um borð í lögreglu-
bátinn. Gripið var til þess ráðs að draga manninn
í land. Á myndinni sjást lögreglumenn halda mannin-
um á floti yið bát hans, sem marar í hálfu kafi.
Álverið í Straumsvík:
Útlit er fyrir lélega
rekstrarafkomu í ár
Verð á áltonni er nú um 650 dölum lægra en í fyrrasumar
ÚTLITIÐ varðandi rekstrarafkomu álversins í Straumsvík í ár er
slæmt vegna lágs heimsmarkaðsverðs á áli. Nú um mitt ár er verðið
á tonninu af áli á markaði í Lundúnum um 1.350 dollarar. Verðið
á tonninu var nálægt 2.000 dollurum í fyrrasumar.
Stjórnarfundur og ársfundur
ÍSAL fyrir árið 1990 voru haldnir
í Straumsvík sl. föstudag. Þar kom
m.a. fram að fyrirtækið þarf að
stíga enn frekari skref til að draga
úr kostnaði. Ákvarðanir um aðgerð-
ir hafa ekki verið teknar en sam-
kvæmt upplýsingum sem blaðið
fékk í gær, verður ekki gripið til
uppsagna.
Orkuverð til Landsvirkjunar er
nú 15,3 mills fyrir kílówattstund-
ina. Það er tengt fjórum álverðsvísi-
tölum og breytist miðað við álverð
næstu þrjá mánuði á undan. Raf-
orkuverðið getur hæst orðið 18,5
mills og lægst 12,5 mills.
Breytingar hafa orðið á fulltrúum
ríkisstjórnarinnar í stjórn ÍSAL.
Fulltrúar fráfarandi ríkisstjórnar,
Bjarni P. Magnússon og Hrafnkell
Ásgeirsson, ganga úr stjórn, en í
þeirra stað hefur iðnaðarráðherra
skipað Ingvar Viktorsson, kennara,
og Magnús Óskarsson, borgarlög-
mann. Auk þeirra eru í stjórninni
Ragnar S. Halldórsson, stjórnar-
formaður, Edward A. Notter, vara-
stjórnarformaður, Kurt Wolfens-
berger, Gunnar J. Friðriksson og
Sigurður Halldórsson.
Alusuisse-Lonza hefur ákveðið
að hætta framleiðslu á hrááli í ál-
verinu í Rheinfelden í Þýskalandi,
en það var elsta starfandi álverið í
eigu fyrirtækisins. Um 200 starfs-
menn missa vinnuna vegna þessa.
Álverið hóf framleiðslu árið 1988
og.hefur framleitt 40 þúsund tonn
af hrááli á ári. Um ástæður þess
að álverið hættir starfsemi segir í
frétt frá ÍSAL að það sé einkar
óhagstæð efgnahagsþróun, en frá
því á miðju ári 1988 hafi álverð
fallið úr um 3.000 Bandaríkjadölum
tonnið í 1.300. Á sama tíma hafi
framleiðslukostnaður aukist. Orku-
verð sé hátt í Þýskalandi pg til-
kostnaður vegna umhverfisverndar
sé stöðugt vaxandi.
Ásarnir koma ekki til
Enn er dræm veiði í Laxá á
Ásum og lítið af fiski á svæðinu.
Á hádegi á sunnudag voru aðeins
komnir 48 laxar í veiðibókina og
þeir sem þá luku veiði voru með
tvo laxa á aðra stöngina, en einn
fisk á hina. Morgunblaðið hefur
það fyrir satt, að óskilgreindur
fjöldi umræddra 48 laxa séu hop-
laxar og því gefur talan villandi
mynd af veiðinni. Ekki er vitað
til að annars staðar séu hoplaxar
bókaðir, enda byggja veiðiskýrsl-
ur á fiski sem er að ganga úr
sjó, en ekki til sjávar eftir vetrar-
dvöl í ánni. Vatn fer minnkandi
og horfur á laxagöngum minnka
með hveijum sentimetra sem
lækkar í ánni.
Fyrstu Iaxarnir úr
Húseyjarkvísl
Veiðimenn sem voru í Húseyj-
arkvísl rétt fyrir síðustu helgi
fengu tvo laxa, 7 og 10 punda,
og voru það fyrstu laxar sumars-
ins. Laxarnir tóku maðk og voru
dregnir úr Laxhyl og Reykja-
fossi. Viðmælandi Morgunblaðs-
ins sagði að auk þess væri mikið
af vænum urriða á svæðinu og
menn sem nenntu að elta ólar
við þann fisk gætu náð heilu
kippunum. Þeir sem laxana
veiddu urðu ekki meira varir og
sáu ekki aðra laxa á svæði sínu.
Bunkar í Straumunum
Eins og mátti ef til vill reikna
með, hefur mikill lax safnast í
Straumana, sem eru ármót Hvít-
ár, Norðurár og Gljúfurár í Borg-
arfirði. Laxinn gengur treglega
upp í bergvatnið, svo vatnslitlar
eru árnar orðnar, en heldur þeim
mun meira til í vatnaskilunum.
Veiðimenn sem voru nýlega að
veiða í Stramunum fengu 8 laxa
og voru þeir allir vænir, 8 til 14
pund. Laxinn var í torfum á
Morgunblaðið/SÁM
Sigfús Þ. Elíasson með 10
punda hrygnu sem hann veiddi
á Eyrinni í Norðurá fyrir
nokkrum dögum.
svæðinu, en tók eingöngu flugu.
Maðkur styggði fiskinn. Einn og
sami veiðimaðurinn, Ómar Sig-
geirsson, fékk sex þessara laxa
og var það afrakstur þess að
reyna hveija fluguna af annarri,
en hann hitti loks á rétta flugu,
„gula“ flugu og fékk þá sex bolt-
afiska.
Meira úr Miðfjarðará
' í veiðiþætti Morgunblaðsins á
þriðjudaginn þar sem greindi frá
veiðinni í Miðfjarðará undir lok
síðustu viku stóð að veiðst hefðu
um 35 laxar. Þar átti að standa
55 laxar og er beðist velvirðingar
á misrituninni. En hvernig sem
á það er litið þá er veiðin slök
og vatn þverrandi.
Fræðsluráð og Skólamálaráð:
Ragnar Júlíusson
lætur af störfum
RAGNAR Júlíusson, formaður
Fræðsluráðs og Skólamálaráðs
Reykjavíkurborgar, hefur óskað
eftir að láta af störfum í nefnd-
unum frá og með 1. júlí. Hefur
Árni Sigfússon varaformaður
Fræðsluráðs verið kosinn for-
maður þess en ráðið kýs sér sjálft
formann.
Ragnar Júlíusson hefur setið í
Fræðsluráði í 17 ár, þar af 11 sem
formaður, og gegnt formennsku í
Skólamálaráði frá stofnun þess árið
1986. „Þetta eru samtals 150 fund-
ir og ætli það sé ekki nokkuð gott,“
sagði hann. „Ég er þó ekki sestur
í helgan stein.“
Beiðni Ragnars um lausn frá
störfum hefur verið lögð fram í
borgarráði og var vísað þaðan til
borgarstjórriar. Verður hún tekin
fyrir á næsta fundi á fimmtudag
en borgarstjórn kýs formann Skóla-
málaráðs- Ragnar Júlíusson
LOVE ME TENOER
ARI JÚNSSOK
ANHA VILHJÁLMS
BJORGVIN HALLDÓRSSON
Enn slær Hótel ísland í gegn með glæsilegri
sumarsýningu sem allir tala um!
(Kjörin skemmtun fyrir ferðamenn og erlenda gesti).
Ljúffengur kvöldverður og hrífandi
skemmtun gera helgina ógleymanlega.
Mióa- og boróapantanir i sima 687111.
HOm^IAND