Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991
9
3ja herbergja
ibúd óskast
3ja herb. íbúð óskast til leigu fyrir tvær konur á
aldrinum 26 og 28 ára.
Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið.
Meðmæli ef óskað er.
Upplýsingar í síma 28315.
Nú eru raunvextir á
spariskírteinum ríkissjóðs í
áskrift 8,1%. Pantaðu áskrift
núna og þá færðu þessa háu
vexti, á þeim skírteinum senf þú
kaupir til áramóta, þótt vextir
lækki aftur síðar á árinu.
Hringdu eða komdu í Seðlabanka íslands eða
Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og pantaðu áskrift
að spariskírteinum ríkissjóðs.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Kalkofnsvegi 1, ' Hverfisgötu 6, sími. 91- 626040
sími 91-699600 Kringlunni, sími 91- 689797
Samfagnað
með Tekkum
og Ungverjum
Samtðk herstððvaand-
stæðinga samfagna Ung-
verjum og Tékkum með að
áratugalangri hersetu Sov-
étríkjanna í löndum þeirra
lauk í síðustu viku.
í samþykkt miðnefndar
samtakanna segir að afnám
sovésku herstöðvanna í
Tékkóslóvakíu og Ungverja-
landi marki tímamót og sé
^narlrilpmir gV#>rflir . tíl KpfTTÍir
Hvar voru þeir þá?
Þjóðviljinn birti í gær frétt þess efnis, að
Samtök herstöðvaandstæðinga hafi gert
sérstaka samþykkt þar sem samtökin
samfagni Ungverjum og Tékkum með að
áratugalangri hersetu Sovétríkjanna í
þessum löndum væri lokið. í Staksteinum
í dag er fjallað um þennan fögnuð Sam-
taka herstöðvaandstæðinga í sögulegu
samhengi. Hvar voru þeir, þegar sovézki
herinn framdi ofbeldisverk sín í Austur-
Evrópu?
Fögnuðu
Rauða hern-
um!
Þjóðviljiim birti í gær
frétt sem bar fyrirsögu-
ma: „Samfagnað með
Tékkum og Ungverjum".
I frétt þessari sagði m.a.:
„Samtök herstöðvaand-
stæðinga samfagna Ung-
veijum og Tékkum með
að áratugalangri hersetu
Sovétrikjanna í löndum
þeirra lauk í síðustu viku.
I samþykkt miðnefndar
samtakanna segir, að af-
nám sovézku herstöðv-
anna í Tékkóslóvakíu og
Ungveijalandi marki
tímamót og sé merkileg-
ur skerfur til þeirrar þró-
unar í Evrópu, að þar
verði engar erlendar her-
stöðvar."
Samtök herstöðvaand-
stæðinga eiga sér langa
sögu og áður en þau
komu til sögunnar voru
til önnur samtök, sem
störfuðu að sama
markmiði. Liðsmenn
þessara samtaka hafa frá
uppliafi verið flokks-
menn í Alþýðubandalag-
inu og Sósíalistaflokkn-
um. Þetta fólk fagnaði
því sérstaklega, þegar
Rauði herinn lagði undir
sig Austur-Evrópmikin
við lok heimsstyijaldar-
innar siðari og- kom þar
á fót leppstjómum, sem
riktu undir merki sósial-
ismans í rúmlega fjóra
áratugi. Þetta fólk hélt
uppi vömum fyrir nánast
hvert einasta grimmdar-
verk, sem framið var i
nafni sósialismans i þess-
um ríkjum áratugum
saman. Þetta fólk hélt því
fram, að allar frásagnir
af þessum ofbeldisverk-
um væm „Moggalygi“,
sem væri búin til á rit-
stjómarskrifstofum
Morgunblaðsins.
Þegar sovézki herinn
mddist um götur Berlín-
arborgar á þjóðhátíðar-
degi íslendinga árið 1953
hélt þetta fólk uppi vöm-
um fyrir þau ofbeldis-
verk. Þegar sovézki her-
inn barði niður pólska
uppreisn í Poznan árið
1956 hélt þetta fólk uppi
vömum fyrir þau ofbeld-
isverk. Þegar sovézku
skriðdrekamir mddust
inn i Búdapest 1956 hélt
þetta fólk uppi vömum.
Þegar sovézku skrið-
drekamir mddust inn i
Prag 1968 fór lítið fyrir
þessu fólki.
ÖU þessi ár héldu liðs-
memi Sósíalistaflokksins,
Alþýðubandalagsins,
Friðlýsts lands, Samtaka
herstöðvaandstæðinga
og annarra samtaka af
þessu tagi uppi linnulaus-
um árásum á lýðræðis-
shrna hér á landi, sem
höfðu tekið upp samstarf
við aðrar lýðræðisþjóðir
i Vestur-Evrópu og
Norður-Ameríku um að
veijast ofbeldisverkum
kommúnismans í Austur-
-Evrópu. Öll þessi ár hélt
þetta fólk uppi stöðugum
árásum á lýðræðissinna
og sakaði þá um landsölu
og yfirleitt allt það
versta, sem hægt var að
saka nokkura mann um.
Þegar kommúnisminn
hrundi til grunna i
Austur-Evrópu kom í
Ijós, að það, sem þetta
fólk kallaði „Moggalygi"
var aðeins litið brot af
þeim grimmdarverkum,
sem framin höfðu verið
i nafni sósíalismans i
þessum ríkjum. Veruleik-
inn var margfalt óhugn-
anlegri, en nokkura
mann gat órað fyrir.
Úr felum
Nú skríður þetta fólk
og arftakar þess úr fel-
um og fagnar brottför
sovézka hersins frá þess-
um löndum! Hvar vom
þeir þá?! Hvar vom þeir
þegar ofbeldisverkin
vom framin? Hvar vom
þeir, þegar sovézku
skriðdrekamir vom að
drepa fólk á götum
Berlínar og Búdapest og
Prag? Hvar vom þeir?
Þeir vom að ráðast á
lýðræðissinna á íslandi
fyrir samstöðu þeirra
með öðmm vestrænum
þjóðum í baráttunni við
ofbeldisöflin í austri. Þeir
vom að þramma milli
Keflavikur og Reykjavík-
ur til þess að reyna að
draga úr stuðningi
islenzku þjóðarinnar við
vamarsamstarf vest-
rænna þjóða. Það var
þeirra framlag til þess
að frelsa hinar kúguðu
þjóðir undan áþján
kommúnismans. Þegar
sigur er unninn á ofbeld-
isöflum sósíalismans í
Austur-Evrópu kemur
þetta fólk til sögunnar til
þess að fagna þeim, sem
hafa losnað undan jám-
hæl þess veldis, sem þetta
fólk studdi af öllum lífs
og sálar kröftum í hálfa
öld. En þetta fólk hefur
hins vegar ekki gert upp
við eigin samvizku. Hve-
nær kemur að því?
Nú vilja þeir
uppsögn varn-
arsamnings!
I fyrmefndri frétt
Þjóðviljans segir: „,,Is-
lendingar hljóta að taka
mið af þessum áfanga.
Þeim ber að leggja sinn
skerf til hinnar friðsam-
legu þróunar með því að
krefjast endurskoðunar
og uppsagnar á her-
stöðvasamningnum við
Bandaríkin. Allt annað
væri tímaskekkja," segir
í ályktun miðnefndar
Samtaka herstöðvaand-
stæðinga."
Þetta fólk hefur ekk-
ert lært. Er nú ekki ráð,
að þeir, sem höfðu á réttu
að standa, þeir, sem
börðust fyrir málstað
frelsis og lýðræðis í
harðri baráttu við kúg-
unaröfl sósíalismans beri
saman bækur sínar um
það, hvemig friður verði
bezt tryggður í Evrópu
um langa framtið og
frelsi þjóðanna í álfunni
án ráðlegginga frá Sam-
tökum herstöðvaand-
stæðinga?
M A N A Ð A R Frfr \TTIR V I B
Iifeyrismál kveiina -
kona er manns fylgja
í opnugrein júnífrétta VIB er athyglisverð umfjöllun
um lífeyrismál kvenna, en þar standa konur oft
höllum fætí. Einnig er í blaðinu ítarleg úttekt á
þjónustu verðbréfafyrirtækja og skýrðar upplýsingar úr
ársreikningum útgerðar- og fiskvinnslufýrirtækja.
Hægt er að fá kynningareintak af mánaðarfréttum VIB
í afgreiðslunni Ármúla 13a og áskrift má panta í síma
91 - 68 15 30.
Verið velkomin í VÍB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.