Morgunblaðið - 03.07.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.07.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991 19 Reuter Á mánudag féll aurskriða á þorpið Jalong, sem er um 20 km frá eldfjallinu. Unglingspiltar ráðast hér á storknaða aureðjuna með prikum og skóflum. Einn piltanna skríður í gegnum op sem áður var dyragætt hússins. Filippseyjar: Stórgos í vændum í Pinatubo-eldfjallmu? Manila. Reuter. PlNATUBO-eldfjallið á Filippseyjum þeytti í gær upp ösku og grjóti í öflugu sprengigosi. Gosmökkurinn náði 15.000 metra hæð og eld- fjallafræðingar á eyjunum telja að hætt sé við að senn líði að enn kröftugri hræringum. Efnahagur eyjanna er bágur og hafa stjórn- völd þar farið fram á það við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn að fá fjár- stuðning. Eldjallið hafði haft tiltölulega hljótt um sig í tvær vikur fram að gosinu í gær, en á þeim 25 dögum sem liðnir eru frá því að þar fór að gjósa hafa 343 menn látið lífið, tvær bandarískar herstöðvar verið yfirgefnar og 250.000 manns hafa flúið heimili sín. Eldgosið í Pinatubo-fjallinu hefur haft mikil áhrif á efnahag Filipps- eyja. Stjórnvöld hafa lengi barist við verðbólgudrauginn, en gosið hefur gert vonir um sigur í þeim baráttu að engu í bráð. I febrúar á þessu ári tóku Filippseyingar 900 milljón dala lán til að rétta efnahag- inn við, sem þá þegar var bágur vegna náttúruhamfara á síðasta ári. Nú hafa stjórnvöld farið fram á fjárstuðning frá Alþjóða gjald- eyrissjóðnum að sögn Jesus Estan- islao, fjármálaráðherra Filippseyja. „Sjóðurinn er reiðubúinn að bæta okkur upp viðskiptatap við útlönd að hluta, en við verðum einnig að sýna að við erum tilbúin til þess að bera skaðann sjálf,“ sagði Estan- islao. ■ JÓHANNESARBORG - Sam- kvæmt skoðanakönnun, sem gerð var í byggðum blökkumanna í Suður-Afríku, fengi Afríska þjóð- arráðið (ANC) 62% atkvæða blökkumanna ef þeir ættu þess kost að kjósa það. í könnuninni sem gerð var af Witwatersrand- háskólanum kom í ljós að Þjóðar- flokkur F.W. de Klerks forseta fengi 12% og Inkatha-hreyfíngin fengi 5% fylgis. Blökkumenn, sem eru þrír af hveijum fjórum íbúum Suður-Afríku, hafa ekki kosninga- rétt til löggjafarþingsins sam- kvæmt apartheid, aðskilnaðar- stefnunni sem de Klerk er nú smám saman að leggja af. Hann hefur lofað nýrri stjórnarskrá sem veiti öllum íbúum landsins óskoruð stjórnmálaleg réttindi. ■ MADRAS - Indverskir lögregl- umenn hafa handtekið Subha Sundaram, eiganda Ijósmynda- þjónustu í Madras, í tengslum við rannsókn á morðinu á Rajiv Gandhi, fyn-verandi forsætisráð- herra Indlands. Sundaram er átt- undi maðurinn sem handtekinn hefur verið grunaður um aðild að morðinu. Sundaram er gefíð að sök að hafa aðstoðað morðingja Gandhis við að flýja. Talsmenn lögreglunnar segja að nú eigi að- eins eftir að handtaka tvo menn sem grunaðir eru um aðild að morðinu. ■ PRAG - Nöfn þeirra stóru ríkisfyrirtækja sem selja á einka- aðilum í Tékkóslóvakíu verða gefin upp í dag, miðvikudag. Frá því í janúar á þessu ári hafa meira en 6.000 smáfyrirtæki, s.s. versl- anir, veitingahús og lítil hand- verksfýrirtæki, verið seld einkaað- ilum fyrir meira en þijár milljónir tékkneskra króna eða rúmlega 6 milljarða ÍSK en það er aðeins byrjunin á einkavæðingunni í landinu, nú er röðin komin að stóru fyrirtækjunum. Talið ekki illa um rigninguna London. Daily Telegraph. HÉÐAN í frá verður ekki minnst á „suddaveður", heldur að- eins rigningu. Veðurfræðingar heimsins verða beðnir að hætta að viðhafa ónotalegar athugasemdir um votviðri. í næstu viku hittist hópur vís- indamanna í Washington til að skrifa veðurfræðingum um heim allan bréf, þar sem þeir eru hvatt- ir til að hætta að vera „afsakandi, neikvæðir eða ómálefnalegir“ þeg- ar þeir fjalla um þessa mikilvægu náttúruauðlind. „Veðurfræðingar ættu að hætta að tala um, að það verði áfram „sama leiðindaveðrið", segir Kenneth Small, skipulags- stjóri samtakanna Global Water Summit Initiative, sem starfar í tengslum við Sameinuðu þjóðirnar og hefur að markmiði að aðstoða við að koma í veg fyrir vatnsskort í hinum ýmsu heimshlutum. „Rigningin er af hinu góða,“ segir hann. „Við þurfum bara að taka tillit til hennar þegar við búum okkur, en ættum að hætta að tala um hana eins og hún sé vandamál. Á næstu 10 til 15 árum verður vatn víða talið eins verðmæt náttúruauðlind og olía, ekki síst í Miðausturlöndum, og því nauðsyn- legt að glæða skilning fólks á þessu. Michael Fish, veðurfræðingur hjá breska ríkissjónvarpinu, BBC, er á sama máli: „Við reynum að tala um þessa hluti á faglegan hátt og forðast persónulegt mat.“ Annar veðurfræðingur hjá BBC segir: „Versta veðrið fyrir okkur er þegar það er þurrt, heitt og sólríkt - það er svo erfitt að gera það að umtalsefni.“ Talsmaður Wimbleton-tennis- mótsins, sem vindur og votviðri hafa löngum sett svip sinn á, sagði: „Auðvitað er rigningin yndisleg og nauðsynleg. Við vildum bara, að hún hefði ekki alveg svona mikið uppáhald á okkur.“ Holland: Afbrotaunglingar skikk- aðir í lögregluvinnu Amsterdam. Reuter. HOLLENSKIR afbrotaunglingar geta fengið að sinna störfum fyrir lögregluna í stað þess að vera refsað með fangelsisvist. Lögreglan í Amsterdam hyggst koma á þessari nýbreytni á næstunni en sam- kvæmt lögum má fólk inna af hendi ýmis gagnleg störf fyrir opin- bera aðila í stað þess að dúsa í steininum. Clarence Thomas Reuter Bandaríkin: Ihaldssamur blökkumað- ur hæsta- réttardómari Maine. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti útnefndi Clarence Thomas, alrík- isrómara í Washington, í embætti hæstaréttardómara í gær. Hann er annar blökkumaðurinn sem útnefndur er dómari í Hæstarétti Bandaríkjanna. Búist er við að skipunin muni mæta andstöðu, einkum af hálfu blökkumannaleiðtoga, sem segja að Thomas sé íhaldssamur og hafl sýnt lítil tilþrif í þau sjö ár sem hann sat í Jafnréttisráði vinnumarkaðarins. Bush sagði að kynþáttamál hefðu engin áhrif haft á sig þegar hann skipaði Thomas. Hann tekur við af Thurgood Marshall, sem er fyrsti blökkumaðurinn sem gegnt hefur embætti hæstaréttardómara í Bandaríkjunum og hefur þótt fijáls- lyndiir í embættisverkum sínum. „Ég er sannfærður um að Thomas verður frábær dómari," sagði Bush. Öldungadeild þingsins á eftir að samþykkja útnefninguna. Tugir afbrotamanna, aðallega ungra, munu gæta bygginga lög- reglunnar eða sjá um hestana sem hún notar. Talsmaður lögreglunnar sagði hana vilja sýna gott fordæmi með því að aðstoða fólk sem hafnað hefði í vítahring síbrotamannsins. „Það verður ögrandi viðfangsefni fyrir þá og okkur að láta þá af- plána dóma hjá lögreglunni.“ Myndir sem birtast í Morgunblaöinu, teknar af Ijósmyndurum blaösins fdst keyptar, hvort sem er til einkanota eöa birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA" Aðalstrœti 6, sími 691150 101 Reykjavík Hvaba kröfur gerir þú til nvrrar þvottavélar ? Væntanlega þær, a5 hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnframt sparneytin á orku, vatn og sápu. A5 hún sé auöveld í notkun, hljóðlát og falleg. Sföast en ekki síst, að hún endist vel án sífelldra bilana, og að varahluta- og viögerðaþjónusta seljandans sé góð. Séu þetta kröfurnar, líttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASK0 stenst þær allar og meira til, jjví þab fást ekki vandaðari né sparneytnari vélar. Og þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. Verbib svíkur engan, því nú um sinn bjóbum vib ASK0 þvottavélarnar, bæbí framhlabnar og topphlabnar, á sérstöku kynningarverði: ASKO 10003 framhl. 1000 sn.vinding KR. 71.500 (67.920 stgr.) ASK011003 framhl. 900/1300 snún. KR. 79.900 (75.900 stgr.) ASKO 12003 framhl. 900/1300 snún. KR. 86.900 (82.550 stgr.) ASKO 20003 framhl. 600-1500 snún. KR. 105.200 (99.940 stgr.) ASKO 13002 topphl. 1300 sn.vinding KR. 62.900 (59.750 stgr.) ASKO 16003 topphl. 900/1300 snún. KR. 78.900 (74.950 stgr.) Góbir greibsluskilmálar: 5% staðgreibsluafsláttur (sjá að ofan) og 5% ab auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafsiáttur). VISA, EURO og SAMKORT rabgreibslur til allt ab 12mán. ,án útborgunar. ÞVOTTAVÉLAR 6 GERÐIR TAUÞURRKARAR 8 GERÐIR UPPÞVOTTAVELAR 5 GERÐIR V. JrQ nix HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.