Morgunblaðið - 03.07.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JULI 1991
23'
ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar
1. júlf 1991 Mánaðargreiðsiur
Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) .................. 12.123
'A hjónalífeyrir ...................................... 10.911
Full tekjutrygging ..................................... 26.320
Heimilisuppbót .......................................... 8.947
Sérstök heimilisuppbót .................................. 6.154
Barnalífeyrir v/1 barns ................................. 7.425
Meðlag v/1 barns ........................................ 7.425
Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.653
Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna ....................... 12.191
Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna eða fleiri ............. 21.623
Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða ......................... 15.190
Ekkjubætur/ekkilsbætur12mánaða ......................... 11.389
Fullurekkjulífeyrir .................................... 12.123
Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) ............................ 15.190
Fæðingarstyrkur ....................................... 24.671
Vasapeningarvistmanna ...................................10.000
Vasapeningar v/ sjúkratrygginga ........................10.000
Daggreiðslur
Fullirfæðingardagpeningar ............................ 1.034,00
Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 517,40
Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ............... 140,40
Slysadagpeningareinstaklings ........................... 654,60
Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 140,40
18% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í júlí, er inni í upphæð-
um tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbót-
ar.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA
2. júlí.
FISKMARKAÐUR hf. í. Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 98,50 73,00 83,36 70,809 5.902.931
Smáþorskur 69,00 30,00 67,99 2,755 187.324
Ýsa 95,00 40,00 79,59 19,735 1.570.679
Smáýsa 20,00 20,00 20,00 0,052 1,040
Rauðmagi 10,00 10,00 10,00 0,029 290
Smáufsi 37,00 37,00 37,00 0,070 2.590
Steinbítur 39,00 20,00 35,55 1,167 41.512
Keila 22,00 22,00 22,00 0,073 1.606
Karfi 30,00 30,00 30,00 2,647 79.430
Blálanga 46,00 46,00 46,00 0,046 2.116
Lúða 250,00 . 70,00 125,28 0,356 44.600
Ufsi 55,00 54,00 54,90 8,850 485.920
Langa 46,00 46,00 46,00 0,059 2.714
Koli 76,00 46,00 73,53 2,097 154.202
Samtals 77,95 108,749 8.476.954
FAXAMARKAÐUR hf. Reykjavík
Þorskur (sl.) 88,00 69,00 85,70 55,710 4.774.597
Ýsa (sl.) 105,00 35,00 76,39 33,818 2.583.338
Blandað 5,00 5,00 5,00 0,022 110
Grálúða 73,00 69,00 70,82 0,167 11.827
Karfi 28,00 20,00 27,62 28,697 792.710
Keila 34,00 34,00 34,00 0,908 30.872
Langa 47,00 47,00 47,00 0,474 22.278
Lúða 230,00 100,00 146,79 2,515 369.175
Skarkoli 35,00 20,00 29,94 0,175 5.240
Steinbítur 39,00 35,00 38,27 0,918 35.134
Ufsi 53,00 46,00 52,57 20,207 1.062.185
Undirmál 69,00 38,00 48,04 1,123 53.951
Samtals 67,31 144,734 9.741.418
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 106,00 74,00 90,73 44,998 4.082.811
Ýsa 113,00 ' 75,00 98,90 5,047 499.165
Lýsa 27,00 ; 27,00 27,00 0,032 864
Keila/bland 15,00 15,00 15,00 0,045 675
Háfur 5,00 I 5,00 5,00 0,036 180
Undirmál 48,00 48,00 48,00 0,028 1.344
Lúða 385,00 : 375,00 379,00 0,033 12.525
Keila 30,00 15,00 23,58 0,187 4.410
Steinbítur 50,00 • 40,00 43,95 0,220 9.670
Sólkoli 65,00 i 65,00 65,00 0,059 3.835
Skötuselur 180,00 180,00 180,00 0,121 21.760
Langa 50,00 36,00 44,99 0,769 34.598
Langlúra 54,00 . 48,00 52,00 1,311 68.172
Öfugkjafta 29,00 29,00 29,00 1,065 30.885
Skarkoli 67,00 67,00 67,00 0,800 53.600
Skata 77,00 66,00 76,35 0,286 21.835
Ufsi 59,00 . 41,00 45,87 56,782 2.604.491
Karfi 40,00 27,00 28,29 23,211 656.572
Samtals 60,04 135,030 8.107.412
FISKMARKAÐURINN í Þorlákshöfn.
Þorskur 80,00 77,00 77,99 1,766 137.728
Ýsa 76,00 73,00 74,91 5,974 447.500
Blandað 20,00 20,00 20,00 0,983 19.550
Karfi 26,00 24,00 25,68 5,384 138.280
Keila 20,00 20,00 20,00 0,006 110
Langa 49,00 49,00 49,00 0,193 9.457
Lúða 180,00 180,00 180,00 0,117 20.970
Skata 36,00 36,00 36,00 0,015 540
Skarkoli 71,00 71,00 71,00 4,189 297.454
Skötuselur 155,00 155,00 155,00 0,460 71.300
Steinbítur 20,00 20,00 20,00 0,189 3.780
Ufsi 47,00 47,00 47,00 4,000 188.000
Undirmál 65,00 47,00 47,44 1,876 88.968
Samtals 56,61 25,151 1.423.747
Fyrirhugnð réttargeðdeild að Sogni:
Nýráðimi yfirlæknir
segir upp starfi sínu
Deildin mun ekki geta hýst hættulega
glæpamenn, segir heilbrigðisráðherra
LARA Halla Maack, nýráðinn yfirlæknir fyrirhugaðrar réttargeðdeild-
ar, sagði upp starfi sinu í gær. Hún segir að faglegar ráðleggingar
sínar um undirbúning starfseminnar hafi verið algerlega hunzaðar af
heilbrigðisráðuneytinu. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra
segir að ekki hafi verið hægt að draga það, að starfsemi geðdeildarinn-
ar hæfist, jafnlengi og Lára hafi viljað. Ráðherra skýrði jafnframt frá
því í gær að fyrirhugað húsnæði réttargeðdeildar að Sogni í Ölfusi
myndi ekki hýsa hættulega glæpamenn, heldur fyrst og fremst þroska-
heft og geðfatlað fólk, sem ekki væri hættulegt umliverfi sinu.
Lára Halla Maack, sem er eini
Islendingurinn með sérmenntun í
réttargeðlækningum, var skipuð í
stöðuna af Guðmundi Bjarnasyni,
fyrrverandi heilbrigðisráðherra, dag-
inn sem ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar fór frá völdum. í upp-
sagnarbréfi sínu segir hún að núver-
andi ráðherra telji sig augljóslega
„á engan hátt bundinn af samkomu-
lagi mínu við fyrrverandi ráðherra
um undirbúning að stofnun réttar-
geðdeildar.“
Sighvatur Björgvinsson segir að
sér sé ekki kunnugt um að neitt sam
komulag hafi verið gert við Láru.
Hann hafi fengið bréf upp á að hún
gæti ekki hafíð störf fyrr en 1. sept-
ember, sem sér hafi þótt heldur seint.
Jafnframt hafi Lára tilkynnt að frá
þeim tíma þyrfti hún allt að níu
mánuði til að undirbúa starfsemina
og finna hentugt húsnæði. Þetta
hefði þýtt að ekki væri einu sinni
hægt að gera ijárlagatillögur fyrir
nýju réttargeðdeildina og hún gæti
tæplega tekið til starfa fyrr en árið
1993.
„Eg hafði einnig frétt á skotspón-
um um hugmyndir um þessa starf-
semi,“ sagði heilbrigðisráðherra á
blaðamannafundi í gær. „Ef það er
rétt, þá eru menn hér að hugsa um
nýbyggingu, sem myndi kosta á
fjórða hundrað milljónir króna og
rekstur, sem myndi kosta á annað
hundrað milljónir á ári. Menn geta
séð hvort það er eitthvað sem okkar
250.000 manna þjóðfélag ræður við.“
Ráðherra vildi ekki svara því beint
hvort þarna væri um hugmyndir
Láru Höllu að ræða, sagðist hafa
heyrt þetta utan að sér. Er orð ráð-
herra voru borin undir Láru, sagði
hún að þessar tölur væru úr lausu
lofti gripnar. Hún hefði aldrei lagt
fram neina kostnaðaráætlun. Sér og
Cuðmundi Bjarnasyni hefði komið
saman um að hún myndi skoða að-
stæður og leggja svo fram tillögur
um ýmsa kosti, misdýra, sem tækju
til mismunandi hópa geðsjúkra
glæpamanna. Úr þessum kostum
ættu stjómmálamenn síðan að velja.
„Ég hef sent Sighvati þessar áætlan-
ir þrisvar sinnum, en hann hefur
greinilega ekki lesið þær,“ sagði
Lára Halla í samtali við Morgunblað-
ið.
Sighvatur segir að þegar hann
hafi tekið við embætti hafi dóms-
málaráðherra gert sér grein fyrir að
þrír ósakhæfir afbrotamenn hefðu
verið dæmdir til vistunar á réttargeð-
deild, og jafnframt að fjárveiting til
slíkrar deildar á árinu væri 24 millj-
ónir króna. Sighvatur segist hafa
gert gangskör að því að finna hent-
ugt húsnæði fyrir geðdeildina og
hafi Sogn orðið fyrir valinu.
Ríkisspítalar hafi jafnframt verið
fengnir til að taka að sér reksturinn.
Strax og þessu hafi verið lokið, hafi
hann óskað samráðs við Láru Höllu,
en hún ekki haft tíma til að hitta sig
fyrr en í gær. Lára hafi komið til
fundarins með tilbúið uppsagnarbréf
og ljósrit af því til að afhenda ijöl-
miðlum.
Lára Halla segir að þrátt fyrir að
þörfin fyrir réttargeðdeild sé brýn,
þurfí slík starfsemi faglegs undirbún-
ings við. Ákveða þurfi hvaða með-
ferð eigi að veita og finna fagfólk
til að framkvæma hana. Val á hús-
næði sé seinast í röðinni.
Heilbrigðisráðherra segir að þeir
ósakhæfu afbrotamenn, sem nú eru
hafðir í Síðumúlafangelsinu, séu
fyrst og fremst þroskaheftir einstakl-
ingar, sem séu að veslast upp í ein-
angrunarfangelsi. Þetta fólk sé ekki
hættulegt umhverfi sínu. Ráðherr-
ann segir að þetta fólk yrði hægt
að vista á Sogni, en hættulega
glæpamenn verði að vista erlendis
áfram. „Þetta er ekki húsnæði sem
hentar til að taka upp stranga örygg-
isgæzlu á stórhættulegum afbrota-
mönnum,“ sagði ráðherra í gær.
Lára Halla segir hins vegar að
þroskaheft fólk geti verið mjög
hættulegt umhverfi sínu og viti hún
nú þegar um fjóra þroskahefta af-
brotamenn, sem þannig sé ástatt um.
Mat Sighvats á þessum málum sé
alls ekki faglegt, heldur hlusti hann
á það, sem hann vilji helzt heyra.
Sighvatur Björgvinsson segir að
áfram verði haldið að undirbúa stofn-
un réttargeðdeildar og auglýst verði
eftir nýjum yfírlækni.
Bréf Láru Höllu Maack
til heilbrigðisráðherra
Hér fer á eftir í heild uppsagn-
arbréf Láru Höllu Maack til heil-
brigðisráðherra, þar sem hún seg-
ir lausu starfi yfirlæknis réttar-
geðdeildar:
Ágæti ráðherra,
Þakka bréf dagsett 27.6.’91, boðs-
ent mér þ. 28.6.’91.
Ég segi hér með lausu starfi yfir-
læknis réttargeðdeildar, sem ég var
skipuð í af fv. ráðherra. Ég mun því
ekki heija störf þ. 1. sept. nk.
Ástæður fyrir uppsögn minni eru
eftirfarandi:
1) Augljóst er, að núverandi ráð-
herra telur sig á engan hátt bundinn
af samkomulagi mínu við fv. ráð-
herra um undirbúning að stofnun
réttargeðdeildar (bréf til ráðherra
19.2.’91 og 7.5.’91). Bréfum mínum
hefur ekki verið svarað í ráðherratíð
þinni og mér því ekki tilkynnt um
nýjar áætlanir ráðherra.
Þess má geta, að siðmenntaðar
þjóðir fela 5 fagmönnum í 5 ár slíkt
vandaverkefni _sem stofnun réttar-
geðdeildar er. Ég ætlaði mér því 50
manna verk (á 6 mánuðum). Það er
ekki von að ráðuneytinu líki slíkur
slóðaskapur.
2) Nú síðast (28.6) hafa verið
teknar ákvarðanir af leikmönnum
ráðuneytisins, sem eru stefnumark-
andi varðandi framtíð réttargeðdeild-
ar. Um þær var aldrei rætt við
mig, heldur tilkynnt orðin gjörð í
símtali þ. 28.6. sl. þar sem undirrit-
uð er eini fagmaðurinn á landinu í
réttargeðlækningum, hefði átt að
liggja beint við að leita til hennar á
einhveiju stigi málsins.
3) Geðsjúkdómar geta verið
lífshættulegir sjúkdómar. í réttar-
geðlækningum er einmitt hættuleg-
ustu sjúklingana að finna. Þeir deyða
og meiða sjálfa sig og aðra. Ráðu-
neytismenn gera sér ekki grein fyrir
að um líf sjúklinga og starfsfólks er
að tefla. Ábyrgðina á lífi þessa fólks
verða ráðamenn nú að bera sjálfir.
Ég tek ekki að mér að gulltryggjav
víg sjúklinga og starfsfólks fyrir ráð-
herra.
4) I bréfi ráðuneytisins frá
27.6.’91 kemur einnig fram að mér
er ætlað að hefja störf fyrir 1. sept-
ember. Ekki nóg með það heldur
vera búin að öllu fyrir þann tíma,
þar eð starfsemin eigi að hefjast þá!
Ég verð því miður að viðurkenna,
að slíkt er ekki á færi venjulegs rétt-
argeðlæknis jafnvel ekki óvenjulegs
eins og mín sbr. lið nr. 1. Ráðuneyt-
inu var ljóst í janúar sl., að 3-4
mánuðir myndu líða frá skipan minni,
þar til ég gæti tekið við störfum yfir-
læknis réttargeðdeildar. Slíkt er eðli
geðlækninga. Það er ekki hægt að
hlaupa frá sjúklingum í meðferð. Ég
var skipuð af fv. ráðherra 3 klst.
áður en núverandi tók við, þ. 30.
apríl sl.
Að síðustu vil ég benda á, að rétt-
argeðdeild er dýrt verkefni. Það er
ekki við neina aðra að sakast en
Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 22. apríl - 1. júlí, dollarar hvert tonn
ráðamenn þessarar þjóðar (t.d. við
fv. formann fjárveitingamefndar Al-
þingis), hvernig málefni geðveikra
SVARTOLÍA
200--------------
175-------------
150-------------
!25-------------
100-------------
75 m ii ii ^ i i
50--------------
25--------------
.+—i—i—i—i—1—i—i—f-—i—e+
26.A3M 10. 17. 24. 31. 7J 14. 21. 28.
afbrotamanna hafa dankast hér á
landi í þúsund ár. Með ofangreindum
ákvörðunum ætla ráðuneytismenn
að standa að verkefninu, eins og
tíðkaðist á miðöldum, nefnilega með
aftöku sjúklinganna.
Stjórnmálamenn eru enn
tvístígandi yfir hvort veija eigi fé til
meðferðar geðveikra afbrotamanna
og ráð fagmannsins virða þeir einsk-
is. Það sýna og sanna ákvarðanir
síðustu daga.
Virðingarfyllst,
Lára Halla Maack
deildarlæknir 33-A,
Landspítala