Morgunblaðið - 03.07.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 03.07.1991, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991 Grýtubakkahreppur: Hugað að efldri ferða- þjónustu 1 hreppnum Ibúð til leigu fyrir ferðamenn „VIÐ TELJUM að hér sé margt sem forvitnilegt sé að skoða fyrir ferðamenn, en straumurinn hefur ekki legið hingað fram til þessa, enda erum við ekki í þjóðbraut,“ sagði Guðný Sverrisdóttir sveitar- 'stjóri í Grýtubakkahreppi. A vegum hreppsins verður í sum- ar leigð út íbúð til ferðafólks viku í senn, en það má segja fyrsta skref- ið í þá átt að laða að ferðamenn til Grenivíkur og í næsta nágrenni. Guðný sagðist telja að meira væri hægt að gera til að fá ferðafólk á staðinn, en ef gera ætti verulegt átak þyrfti að ráða til starfsins sér- Tvær kaup- leiguíbúð- ir byggðar Grýtubakkahreppur: stakan aðila til að hafa umsjón með því verkefni. Á Grenivík er ný og góð sund- laug, þar er veitingasala og tjald- stæði er skammt frá barnaskólan- um. Þá er í hreppnum starfrækt hestaleiga, Pólarhestar, sem m.a. býður upp á ferðir í Fjörður. Þá nefndi Guðný að fjölmargar göngu- leiðir væru í nágrenninu, stutt væri að fara í Fjörður, í Flateyjardal og einnig væri góð gönguleið frá Grenivík út á Látraströnd. Hvað styttri gönguleiðir varðaði má nefna ferð umhverfis Höfðann. „Mig dreymir um að láta gera gönguleið héðan og upp á Höfða og koma þar fyrir útsýnisskífu, en þaðan er út- sýni afar fagurt um Eyjafjörðinn,“ sagði Guðný. Morgunblaðið/Rúnar Þór Líflegt við Leirutjörn Þessu unga fólki þótti gott að skella sér í Leirutjörnina, baða sig þar í svölu vatninu þegar hitinn var næstum orðinn óþægilega mikill. Ekki er vitað hvort ungviðið hafi orðið vart silunga sem svamla nú einnig í tjörninni, en fyrir nokkru stóðu forráðamenn Ferðaskrifstofu Akureyrar að því að setja um 300 bleikjur þar ofan í og geta þeir sem áhuga hafa keypt sér veiðileyfi og rennt fyrir bleikju. Þeir sem önnur áhuga- mál hafa geta svamlað þar að vild endurgjaldslaust. Grýtubakkahreppur fékk út- hlutað byggingu tveggja kaup- leiguíbúða, en sótt var um bygg- ingu fjögurra íbúða. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri sagði að trúlega yrði byggt parhús Á staðnum, en þau væru nokkuð vinsæl. Áður hafa verið byggð tvö slík hús sem auðvelt var að selja, að sögn Guðnýjar og átti hún von á að sú yrði einnig raunin varðandi væntanlega nýbyggingu. Fullyrt að miklum fiski sé hent fyrir borð: Fyrsta skrefið að viðurkenna að um vandamái er að ræða - segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra á fundi á Akureyri OTTÓ Jakobsson útgerðarmaður á Dalvík sagði á fundi Útvegs- mannafélags Norðurlands á sunnudag, að allra stærsta málið varð- andi endurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni væri að koma í veg fyrir að svo miklu magni af fiski væri hent fyrir borð sem raun bæri vitni. Fleiri fundarmenn tóku í sama streng og Ottó og sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra það valda áhyggjum hversu miklu væri hent af fiski, en fyrsta skrefið til lagfæringar væri að viðurkenna að um vaudamál væri að ræða. „Það hefur lítið verið byggt hér á undanförnum árum, en það er okkar reynsla að ef húsnæði er fyr- ir hendi vill fólk gjarnan flytja hing- að,“ sagði Guðný. Samkvæmt könnun Fjórðungs- sambands Norðlendinga á íbúa- fjölgun í kaupstöðum og bæjum á árunum 1980-1990 fækkaði um 40 íbúa í Grýtubakkahreppi á þessu tíu ára tímabili. íbúar í hreppnum voru 459 árið 1980 en voru 419 á síðasta 'ári. Á milli áranna 1989 og 1990 fækkaði um 3 íbúa í hreppnum. „Við hefðum auðvitað heldur viljað hafa þetta á hinn veginn, en það er erfitt við þetta að eiga,“ sagði Guðný. Heiðar Baldursson opnaði um- ræðuna og sagði það staðreynd sem allir vissu um, að miklu magni af fiski væri henti í sjóinn. Þetta þyrfti að laga, „við verðum að nýta þann fisk sem við fáum í netin, við verðum að finna leið þannig að þessi fiskur komi að Iandi,“ sagði Heiðar. Ottó Jakobsson sagði að stærsta málið við endurskoðun á því kerfi sem nú væri við stjórnun fískveiða væri að gera það manneskjulegra, „gera það þannig úr garði að við þurfum ekki að bijóta lög upp á hvern einasta dag,“ sagði Ottó. Hann sagðist geta fullyrt, bæði sem sjómaður fyrr á tíð og sem útgerðarmaður, að mikið af fiski væri hent í sjóinn nú og hefði þar gjörbreyting orðið á. Áður hefði afla ekki verið hent þó hann hefði ekki beinlínis þótt nýtilegur, en annað væri uppi á teningnum nú. Mepn vildu ekki missa veiðileyfi með því að koma með ólöglegan afla að landi. „Það hefur ekki mátt minnast á þessi mál,“ sagði Ottó og nefndi að Kristinn Pétursson alþingis- maður hefði haft frumkvæði að gerð könnunar vegna þessa máls, „en maður hefur á tilfinningunni að reynt hafi verið að kveða hann í kútinn er hann opnaði málið. Það eru ekki síst samtök útvegs- og sjómanna sem hafa viljað þagga málið niður, það er troðið upp í þá sem vilja tala um þetta og mönnum jafnvel sagt að taka pok- ann sinn,“ sagði Ottó. Ottó lagði til að hlutlausum aðila yrði falið að gera lokaða könnun á umfangi þessa, en full- yrti sjálfur á fundinum að þúsund- um tonna af dauðblóðguðum fiski væri hent fyrir borð. „Við verðum að vera menn til að viðurkenna þetta, það er verr gengið um þessa auðlind okkar nú en áður, eftir því sem fleiri tegundir koma inn í kvótana. Ef við viðurkennum þetta ekki sjálfir verður aldrei neitt gert til að laga þetta.“ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að könnun sú er Kristinn Pétursson hefði kynnt hefði gefið ákveðnar vísbending- Allmiklar viðræður hafa farið fram innan Sjálfstæðisflokksins síðan þetta gerðist og mun niður- staðan hafa orðið sú, að allir fjór- ir bæjarfulltrúarnir hafa afráðið að taka sér umhugsunarfrest til áramóta áður en endanleg ákvörð- un verður tekin í málinu. Til að greiða fyrir því að starfhæfur meirihluti sé í bæjarstjórninni meðan umhugsunarfresturinn líður, ætla bæjarfulltrúarriir þrír sem víkja vildu bæjarstjóra að taka sér leyfi frá störfum. Ætlunin var að varafulltrúar úr 8., 9. og 14. sæti framboðslist- ans tækju sæti þeirra, en ástæðan ar.„Ég hef sterklega á tilfinning- unni að fiski sé í of ríkum mæli hent í í sjóinn,“ sagði hann og kvað það áhyggjuefni, en ekki væri til einfalt svar við því hvern- ig koma ætti í veg fyrir að slíkt væri gert. Fyrsta skrefið væri að viðurkenna að um vandamál væri að ræða, sem stemma þyrfti stigu við. Þorsteinn sagði koma til álita að láta gera óvilhalla könnun á þessu, eins og Ottó lagði til. var reynsla þessa fólks af sveitar- stjórnarmálum. Meirihlutinn leit- aði álits félagsmálaráðuneytisins á þessari ráðstöfun og er úrskurður ráðuneytisins á þá leið að bæjar- fulltrúunum sé heimilt að taka leyfið, en fara verði eftir númera- röð á framboðslistanum og verður það gert. Sjálfstæðisflokkurinn mun því áfram fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Ólafsfjarðar, en eftir stendur að deila aðalfulltrúanna um störf bæjarstjóra er enn óleyst, en öðrum ágreiningsmálum mun ekki til að dreifa innan meirihlut- ans. Morgunblaðið/Rúnar Þór * A hlutaveltu Þetta unga fólk gerði sér til dundurs í góða veðrinu að setja upp hlutaveltu úti undir berum himni. Ágóðann ætluðu þau að gefa barna- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á myndinni eru frá vinstri: Kristín Ingimarsdóttir, Valdimar Baldvinsson og Dagný Davíðsdóttir. Ólafsfjörður: Þrír bæjarfulltrúar fá leyfi frá störfum 'Á FUNDI bæjarstjórnar Ólafsfjarðar sem haldinn verður í dag, miðvikudag, munu þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir leyfi frá störfum. Ástæðan er ágreiningur innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins um störf bæjarstjórans, Bjarna Kr. Grímsson- ar, en þremenningarnir lögðu til á síðasta bæjarsljórnarfundi að honum yrði sagt upp störfum. Oddviti sjálfstæðismanna í bæjar- stjórninni, Óskar Þór Sigurbjörnsson, greiddi atkvæði gegn tillög- unni og rauf þannig samstarfið í meirihlutanum. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haft hreinan meirihluta í bæjarsljórn Ólafsfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.