Morgunblaðið - 03.07.1991, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991
31
Minning:
Fríðsteinn (Stóni) Ást-
valdur Fríðsteinsson
í dag, 3. júlí 1991, er til grafar
borinn afí okkar, Fríðsteinn Ást-
valdur Fríðsteinsson, fvrrverandi
sjómaður, á 92. aldursári. Hann var
orðinn saddur lífdaga þegar hann
lést enda farinn að heilsu og níu
tugir ára að baki, þar af rúmlega
fimm tugir til sjós.
Fríðsteinn fæddist í Reykjavík
10. september 1899, á Grundarstíg,
sonur Fríðsteins Jónssonar og
Ástríðar Hannesdóttur, og átti hann
átta systkini sem öll eru látin. Afi
var lengst af sinni starfsævi far-
maður á skipum Eimskipafélagsins,
fyrst á Gullfossi en lengst á Selfossi.
Hann fór víða um lönd og ein
fyrsta minningin um afa frá Berg-
staðastrætinu er þegar móðir félaga
míns í götunni sagði mér að hann
hefði verið kallaður appelsínuafi
þegar hún var unglingsstúlka. Afí
hefði komið úr siglingum með heilu
kassana af appelsínum sem þá voru
fágæt matvæli á íslandi og dreifði
þeim meðal barnanna í götunni. Þar
hafði hann byggt hús á Bergstaða-
stræti lOc með móður sinni, Ástríði,
og bjó hann þar upp frá því. Þann-
ig man ég afa, öllum velviljandi.
Hann var háseti á skipum Eim-
skips en hugur hans hafði ætíð stað-
ið til skipstjórnarmennsku. Sjón-
galli hindraði hins vegar að sá
draumur hans rættist.
Fyrri kona afa var Þórdís Björns-
dóttir, og eignuðust þau sex börn.
Þórdís lést langt um aldur fram
rétt fyrir jólin 1945 og stóð afi þá
skyndilega í þeim sporum að sjá
fyrir sex börnum, þar af fimm
dætrum, Hólmfríði, Ástríði, Þórdísi,
Sjöfn og Dagbjörtu Steinu, en
einkasonurinn Björn fórst af slys-
förum á ungum aldri. Árið 1947
giftist afí eftirlifandi eiginkonu
sinni, Jósefínu Svanlaugu Jósefs-
dóttur, en hún fluttist á Bergstaða-
strætið sem ráðskona ásamt dóttur
sinni Huldu 1946. Hún tók við dag-
legri stjórn heimilisins og fórst það
mæta vel úr hendi, enda þótt stjúpd-
æturnar væru oft baldnar, og áður
en varði var ljölskyldan sameinuð
á ný og hafði bæst við ein systir á
heimilið, dóttir Bínu, Hulda, sem
nú býr í Bandaríkjunum.
Þegar afí hætti á sjónum í kring-
um 1975 hóf hann störf í pakkhús-
um Eimskipafélagsins á Granda-
garði. Þá áttum við heima á neðri
hæðinni á Bergstaðastræti og mik-
ill samgangur á milli hæða. Afi
kenndi okkur systkinunum sund-
tökin í gömlu sundlauginni í Laug-
ardal og búum við ennþá að þeirri
kennslu og ríkti mikill sundáhugi
upp frá því meðal okkar.
Nokkrum árum seinna vann ég
á sumrin hjá Eimskipafélaginu og
voru þar nokkrir gamlir skipsfélag-
ar afa enn í vinnu. Þegar þeir vissu
hverra manna ég var óx ég í áliti
og allir vildu segja mér sögur af
afa. Þá var hann farinn að heyra
óg sjá illa en með því að brýna
raustina var hægt að segja honum
að gömlu félagarnir á Fossunum
sendu honum kveðju. Þá hýrnaði
yfír honum og ekki stóð á sögum
af sjónum, sem margar hveijar voru
óborganlegar.
Síðustu sex árin bjuggu afi og
amma á Hrafnistu í Hafnarfirði,
sem afi kallaði jafnan Höllina sína.
Fyrir ofan rúmið sitt hafði hann
myndir af foreldrum sínum og
systkinum og vildi alltaf fræða gesti
um eitthvað sem tengdist sögu
þeirra. Hann trúði því einlægt að
hann ætti eftir að hitta alla ástvina
sína fyrir handan og það var honum
tilhlökkunarefni að hverfa til þeirra.
Við þökkum afa fyrir allar stund-
irnar og megi minningin um góðan
mann lifa lengi.
Guðjón Guðmundsson, Þórdís
Guðmundsdóttir, Björn Guð-
mundsson, Örn Guðmundsson.
Halldóra Aðalsteins-
dóttir - Minning
Fædd 4. desember 1913
Dáin 25. júní 1991
Nú er Halldóra Aðalsteinsdóttir,
amma okkar, horfin á aðra braut
en ekki síðri vonandi, þar sem hún
getur ræktað blómin sín allan ársins
hring án þess að nokkur stoppi
hana.
Garðurinn hjá ömmu var alltaf
til fyrirmyndar fyrir utan öll blómin
sem hún ræktaði innandyra.
Ef blómin hjá okkur systkinunum
fóru að fölna, áttu þau alltaf góðan
stað sem við gátum sent þau á,
nokkurskonar spítala og bataein-
kennin voru engu lík.
Við minnumst þess að þegar við
þurftum að taka stórar ákvarðanir
var alltaf gott að fá skoðun ömmu
á málinu, því það auðveldaði manni
mjög svo að taka ákvörðun.
Það var alltaf hægt að taka
mark á því sem hún sagði, og það
þýddi ekkert að rengja hana, því
hún vissi betur.
Það var ekki langt fyrir okkur
að heimsækja ömmu síðustu árin
sem hún lifði, aðeins næsta hús við
hliðina og það var alltaf gott að
vita af einhveijum sem maður gat
treyst á svona nálægt manni því
hún hafði alvegn óendanlegan tíma
fyrir okkur.
Amma hafði einnig mjög gaman
að mála á postulín og það var mjög
áhugavert að fylgjast með henni
þegar hún var að mála á hluti.
Halldóra Þórhalla Lilja Aðalsteins-
dóttir var fædd á ísólfsstöðum á
ömmu okkar fyrir allt sem hún
hefur verið okkur og biðjum algóð-
an guð að geyma hana.
Elfar Jóhannes Eiríksson,
Sigríður Eiríksdóttir,
Halldóra Eiríksdóttir.
Það var árla morguns á lengsta
og bjartasta tíma ársins sem dauð-
inn náði að yfirbuga hana Halldóru
mágkonu mína. Oft virtist manni
hin síðari ár að dauðinn hafi bank-
að á dyr hjá henni, en þá sannað-
ist, eins og svo oft áður, hin mikla
rósemi og styrkur hennar þegar hún
á undraverðan hátt vísaði dauðan-
um jafnan frá. Með baráttu sinni
og lífsorku sýndi hún okkur að það
var dauðinn sem dó en lífið lifír.
Halldóra giftist bróður mínum
Sæmundi Sigurðssyni skipstjóra og
eignuðust þau þijá syni, Viðar,
Aðaistein og Sigurð. Dóttir hennar
Hafdís Jóhannsdóttir kom með í
heimilið og varð ekki síður en syn-
irnir gæfubarn þeirra. Halldóra
helgaði sigr fyrst og síðast sínu
heimili. Ævinlega bar heimili henn-
ar vott um mikla umhyggju, bú-
sæld og gestrisni. Auk þess, eins
og svo margar sjómannskonur
þekkja, sá hún einnig um almennan
rekstur heimilisins og jafnvel rekst-
ur útgerðar eiginmannsins í landi.
Var ljóst að hjá henni var aldrei
neinn rekstur á gjaldþrota búi. Jafn-
framt svo miklu og í raun annasömu
starfí gat Halldóra einnig fundið
tíma hjá sér til að sinna félagsstörf-
um. Starfaði hún t.d. í mörg ár hjá
Slysavarnafélagi Hafnarfjarðar.
Nú þegar ég kveð hana mágkonu
mína er mér ljúft að minnast náinna
samskipta fjölskyldna okkar Hall-
dóru í gegnum tíðina. Þau er ekki
ófá skiptin sem við heimsóttum þau
hjónin með tilhlökkun að Austur-
götu og síðar Smyrlahrauni, eða
áttum aðrar glaðar stundir saman
í ferðalögum. Þó Halldóra hafí ver-
ið rólynd að eðlisfari, þá var hún
ætíð á þessum fundum okkar létt
í skapi og alltaf fann maður hve
mikilli lífsgleði hún bjó yfir.
í dag kveð ég hana mágkonu
mína með eftir sjá en veit að okkar
fundum mun síðar bera saman. Ég
og börn mín vottum bömum og
barnabörnum Halldóru Aðalsteins-
dóttur okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Hulda G. Sigurðardóttir
Tjörnesi 4. desember 1913 og er
dóttir hjónanna Ólínu Ólafsdóttur
og Aðalsteins Halidórssonar og var
hún næst elst af átta systkynum
sem öll eru nú látin.
Hún var gift Sæmundi Sigurðs-
syni skipstjóra en hann lést árið
1978. Hún eignaðist fjögur börn,
elst er Hafdís Jóhannsdóttir gift
Eiríki Ólafssyni skipstjóra þau eiga
þijú börn og tvö barnabörn, Viðar
Sæmundsson skipstjóri, Aðalstein
Sæmundsson fiskverkandi og Sig-
urður Sæmundsson bóndi giftur
Lísbeth Sæmundsson og eiga þau
þijár dætur.
Að endingu viljum við þakka
t
Innilegar þakkir sendum við ölíum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
INGÓLFS GUÐMUNDSSONAR
(OllaáÁka),
Hólavegi21,
Sauðárkróki.
Fjóla Þorleifsdóttir,
Þorleifur Ingólfsson, Brynja Ólafsdóttir,
Guðmundur Örn Ingólfsson, Sigriður Sigurjónsdóttir,
Jóhann Helgi Ingólfsson, Hrönn Pétursdóttir,
og barnabörn.
Gullplata hjá Bubba
og Rúnari Júlíussyni
BUBBI Morthens og Rúnar Júlíusson hafa tekið höndum saman og
gert hljómplötu með hljómsveit sinni GCD, en GCD er einnig nafnið á
nýju plötunni þeirra. Hún hefur nú selst í yfir 3.000 eintökum og hefur
af því tilefni hlotið gulldiskaviðurkenningu.
Útgáfudagur plötunnar var 17.
júní, en þá voru liðnir tveir mánuðir
frá því að þeir félagar settust niður
til að semja fyrstu lögin. í upphafi
stóð til að Bubbi semdi nokkur lög
og texta sem Rúnar ætlaði síðan að
gefa út á sólóplötu sinni. En þegar
þeir byijuðu að vinna að þessari
hugmynd, féll þeim samstarfið svo
vel að ákveðið var að gera þetta að
sameiginlegu verkefni. Á aðeins 40
dögum luku þeir við að semja og
hljóðrita 13 lög.
Strax í upphafi var áhersla lögð
á einfaldar grípandi rokkmelódíur í
frísklegum búningi. Bubbi lék sjálfur
alla rytmagítara á plötunni og Rúnar
á bassann, en til liðs við sig fengu
þeir Gunnlaug Briem trommuleikara
Mezzoforte og sólógítarleikarann
Bergþór Morthens, bróður Bubba.
Bubbi og Rúnar skipta svo bróður-
lega með sér lagasmíðum og söng á
plötunni, sem og textagerð, nema
hvað Berglind Gunnarsdóttir samdi
textann „Rúnar Gunnarsson (In Me-
moriam) í minningu bróður síns. Er
platan tileinkuð minningu hans.
Einn gestur kemur nokkuð við
sögu í þremur laganna en það er
Guðmundur Pétursson sem leikur á
slide-gítar. Sérlegur aðstoðarmaður
þeirra og ráðgjafi meðan á upptökum
stóð var Óttar Felix Hauksson, sem
starfaði í eina tíð með hljómsveitinni
Pops.
Upptökur fóru fram í Gijótnám-
unni í maí 1991 og var það Óskar
Páll Sveinsson sem sá um tæknimál-
in, en einnig komu Nick Cathcart-
Jones og Jóhann Ásmundsson lítil-
lega við sögu. Örn Smári Gíslason
hannaði umslagið samkvæmt hug-
myndum Bubba, Rúnars og Óttars
Felix, en Bragi Þ. Jósefsson tók ljós-
myndimar.
GCD með Bubba og Rúnari kom
út á hljómplötu, kassettu og geisla-
diski. Á kassettunni og plötunni em
12 lög, en geisladiskurinn inniheldur
þrettánda lagið sem aukalag. Hljóm-
sveitin GCD með Bubba og Rúnari
í fararbroddi kom fyrst fram á Risa-
rokkinu í Kaplakrika sunnudaginn
16. júní og hefur síðan haldið tón-
leika víða. Mun sveitin gera víðreist
í sumar og leika á dansleikjum og
tónleikum um allt land.
(Fréttatilkynning)
Myndin er tekin við afliendingu gulldiskaviðurkenningarinnar, en
hún fór fram í þætti Þorgeirs Ástvaldssonar á Rás 2. F.v. Rúnar
Júliusson, Ottar Felix, Bubbi Morthens, Bergþór Mortliens og Kjart-
an Guðbergsson frá Steinum. Gunnlaugur Briem var fjarverandi.
+
Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför
MARSELÍU INGIBJARGAR BESSADÓTTUR
frá Höskuldsstaðaseli, Breiðdal,
Rjúpufelli 46, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Lúðvíks Ólafssonar læknis og starfsstúlkna
heimilishjálpar, Margrétar Sigurmannsdóttur og Maríu Kristins-
dóttur.
Aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför systur minnar, mágkonu og frænku okkar,
DAGNÝJAR E. AUÐUNS,
Ægisiðu 60,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar.
Svava E. Mathiesen,
Auður Auðuns
og systkinabörn hinnar látnu.
+
Þökkum af alhug öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýju við
andlát og útför
GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR,
Arnarbæli.
Sérstakar þakkir færum við þeim, sem önnuðust hann í þungri
sjúkdómslegu, og öllum, er vottuðu honum tryggð og vináttu
með því að líta til hans meðan hann gat notið þess.
Sigriður Árnadóttir,
Elin Guðmundsdóttir, Jósef Skaftason,
Krístín Erna Guðmundsdóttir,
Guðrún Erna Guðmundsdóttir,
Árni Guðmundsson,
Kamilla Sigríður og Guðmundur Arnar.