Morgunblaðið - 03.07.1991, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JULI 1991
33
félk f
fréttum
AFREK
Vilja endurvekja Drangeyjarsund
rangeyjarsundskapparnir
Pétur Eiríksson, Haukur
Einarsson frá Miðdal, Eyjólfur
Jónsson og Axel Kvaran tóku sig
Drangeyjarkempur afhenda Sveini Björnssyni forseta ÍSÍ l.t.v.
bikarinn.
nýverið til og gáfu ÍSI bikar sem
skal vera farandbikar og veittur
þeim sem næstir synda Drangeyj-
arsund. Svavar Gests útvarps-
maður gefur hins vegar skildi sem
festir eru á fótstall bikarsins og
á þeim er eftirfarandi áletrun:
Grettir Ásmundsson 1030, Erling-
ur Pálsson 1927, Pétur Eiríksson
KR 1936, Haukur Einarsson frá
Mlðdal KR 1939, Eyjólfur Jóns-
son Þrótti 1957 og 1959, Axel
Kvaran KA 1961.
Upp á þessu er bryddað í kjölfar-
ið á útvarpsþættinum „Sunnu-
dagsmorgun“ 20. janúar síðast
liðinn er þeir Pétur, Haukur, Ey-
jólfur og Áxel voru gestir Svavars
og þá kom þetta fram sem til-
laga. Fyrir nokkru voru bikarinn
og skildirnir afhentir forseta ÍSÍ,
Sveini Björnssyni til varðveislu
uns einhver syndirtil Drangeyjar.
Gefendur vonast til þess að bik-
arinn muni glæða áhuga fyrir
sjávarsundi og halda á lofti minn-
ingum um frækin íþróttaafrek á
borð við Drangeyjarsund.
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Bragi Gunnarsson þjálfari á Bíldudal með nokkrum hressum krökkum á leikjanámskeiði fyrir skömmu.
BILDUDALUR
Bíldudal.
Mikill íþróttaáhugi er hjá börn-
um á Bíldudal. Nú stendur
yfir knattspyrnu- og frjálsíþrótta-
þjál/un, og yngstu börnin fá að
spreyta sig á leikjanámskeiði.
Þjálfari er Bragi Gunnarsson.
íþróttaaðstaða er með eindæmum
góð á Bíldudal, en félagar úr
Iþróttafélaginu gerðu grasvöll fyr-
ir tveimur árum og búið er að
fullgera hlaupabrautir í kringum
völlinn ásamt langstökksbraut og
aðstöðu fyrir kastgreinar. Héraðs-
mót Hrafnaflóka er haldið hér í
lok júlí og þess á milli eru ýmiss
konar íþróttamót í gangi og er
óhætt að segja að íþróttaáhugi sé
mikill hjá ungu kynslóðinni, þökk
sé góðu framtaki félagsmanna
íþróttafélagsins við byggingu vall-
arins, sem er án efa sá besti á
Vestfjörðum. Nokkrir leikir
hafa verið háðir í knattspyrnu
meistaraflokks. Bílddælingar sigr-
uðu Barðstrendinga á heimavelli
6-1, Patreksfirðingar sigruðu
Barðstrendinga 11-3 og Bílddæl-
ingar sigruðu Tálknfirðinga á
Morgunblaðið/Atli Steinarsson
Jóhannes Proppé (t.h.) undir Roy’s-pálmanum á Siesta Key-strönd-
inni í Sarasota. Með honum eru hjónin Russ og Pat Clough, sem nú
eru helstu merkisberar AA-hugsjónarinnar sem þar hefur varðveist
í 30 ár.
VENJUR
AA-pálmatréð
í Sarasota
Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Mikill íþróttaáhugi
hjá ungu kynslóðinni
heimavelli 6-1. Fleiri leikir eru
eftir og verður greint frá úrslitum
síðar.
R. Schmidt.
Meðal margra pálmattjáa á Si-
esta-Key-baðströndinni frægu
í Sarasota í Flórída er eitt sem teng-
ist AA-fólki um allan heim öðrum
pálmatijám frekar — og þá einnig
íslensku AA-fólki því oft hefur á
AA-fundum á Islandi verið vitnað til
þess sem gerist undir þessu tré. Það
er einn af helstu talsmönnum AA-
hreyfíngarinnar á íslandi, Jóhannes
Proppé, sem _ gert hefur þetta tré
nafntogað á íslandi.
Jóhannes hefur sótt sér hressingu
og sólbrúnku ■ til Sarasota á hveiju
vori um langt árabil. Morguninn eft-
ir að hann nær sínum áfangastað í
Sarasota er hann kominn meðal
AA-vina sinna frá ýmsum þjóðum,
sem safnast saman við tréð á hveij-
um morgni árið um kring — ár eftir
ár. Fréttaritari greip því tækifærið
er Jóhannes var þarna í vor að
mæta honum við tréð klukkdn 9 til
að sjá og fylgjast með því sem þar
gerist.
ltammgerður timburstigi liggur
af bílastæðinu við Siesta Key-strönd-
ina niður á sandinn og í krika við
stigann er pálmatréð fræga. Það
stendur þarna fremur lágvaxið og
að engu leyti sérstætt meðal pálma-
tijáa. En undir greinum þess safnast
AÁ-félagar saman flesta eða alla
daga ársins. Allir sem þekkja þessa
strönd vita hvar AA-tréð er; strand-
verðir, lögregla og margir aðrir.
Þarna er enginn formlegur AA-fund-
ur settur — eða slitið og því er trés-
ins ekki getið í fundabók AA í Sara-
sota. En i 30 ár hafa AA-félagar og
þeir, sem eiga eða hafa átt í erfiðleik-
um vegna áfengisneyslu, átt þarna
athvarf og getað rætt sín vandamál
við þjáningarbræður sína, þegið
huggun og góð ráð, fundið skilning
og hlýju sem hefur verið þeim meira
virði en allt annað. Þess vegna er
þetta tré svo traustur og mikilsverð-
ur áningarstaður í hugum margra.
Það var á árinu 1961 sem Roy
Morris settist undir þetta tré með
nokkrum AA-vinum og varð með því
upphafsmaður að venju, sem haldið
er uppi enn í dag og haft hefur áhrif
á líf óteljandi fólks á ýmsan hátt.
Einn af fastagestum við tréð ,líkti
því sem þar gerist við „vináttu og
tengsl sem skapast við eldhúsborðið
— án eldhúsborðs". Eftir öðrum er
haft að þarna hljóti þetta enn að
vera eins og á frumdögum AA-hreyf-
ingarinnar þegar allir þekktu alla og
voru samvistum daglega.
Fastagestir mæta þarna um kl.
8.30 og halda hópinn fram undir
hádegið. Sumir fara í göngutúra,
aðrir fá'sér sundsprett og enn aðrir
liggja í sólbaði. Ef einhver þarfnast
vinar til að tala við um vandamál sín
eða erfiðleika þá er auðvelt að finna
góðan viðmælanda, ráðgjafa eða hlu-
standa. Sé fólk að leita að skemmti-
legum samræðum og fijálsu hjali um .
allt milli himins og jarðar þá eru þær
til staðar. Félagsskapurinn er ftjáls
og óþvingaður.
Enginn veit hversu margt AA-fólk
hefur komið saman undir þessu pál-
matré, því allt fram í nóvember 1984
fór aldrei fram talning á fólki þar.
En þá fór einn fastagesta að skrá
fjöldann í minnisbók. Frá þeim tíma
hefur komið þangað AA-fólk frá 34
ríkjum Bandaríkjanna og tíu öðrum
löndum. Á 20 ára afmæli samsetu
við þetta pálmatré á árinu 1981 var
tekinn upp sá siður að afhenda gest-
um lítinn áritaðan plastskjöld til
minningar um komuna að trénu. Frá
því í nóvember 1984 fram í desemb-
er 1985 var 316 nýjum gestum af-"
hent þetta „minnismerki" um kom-
una. Það sem af er árinu 1991 hafa
samtals yfir 4.000 minnisskildir verið
afhentir nýjum gestum og fjöldi
þeirra kemur aftur og aftur að trénu.
Jóhannes Proppé er einn í þeim hópi,
dvelur í námunda við tréð í 4-6 vikur
á ári — en verður án efa hugsað til
þess og vina sinna þar alla aðra daga
ársins.
VINSJELUSTU SUMARSKÓRNIRIEVR0PU
Höföar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
NU AISLANDI!
ÓDÝRIRVERÐ ADEINS: 1.995 kr.-
STÆRÐIR: 35 ■ 45 / MARGIR LITIR
Skóverslunin
Laugavegi74 Sími 17345^^ JCo-