Morgunblaðið - 03.07.1991, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991
HANDKNATTLEIKUR / 2. DEILD
Gunnar Einarsson
tekur við ÍR-ingum
GUNNAR Einarsson, þjálfari
U-21 árs landsliðs karla í
handknattleik og fyrrum þjálf-
ari Stjörnunnar, hefur verið
ráðinn þjálfari 2. deildar liðs
ÍRfyrir næsta keppnistímabil
og var hann með fyrstu æf-
inguna í gærkvöldi. Hann tek-
ur við af Guðmundi Þórðar-
syni, sem er genginn til liðs
við Stjörnuna.
Gunnar hættir með U-21 árs
landsliðið að loknu heims-
meistaramótinu í haust og sagði
hann að þar sem ekkert væri
framundan hjá liðinu eftir það
væri ekki óeðlilegt að hann færi
út í að þjálfa félagslið á ný. Hann
hefði hins vegar hafnað þremur
þjálfaratilboðum frá liðum í 1.
deild, því hann hefði ekki nauð-
synlegan tíma, en álagið væri
minna í 2. deild og því hefði ÍR
verið ágætur kostur í stöðunni.
Hallgrímur Jónasson, mark-
vörður, sem ætlaði í Val, er hætt-
ur við að skipta og verðurÍR með
sama lið og á síðasta tímabili
nema hvað Guðmundur Þórðarson
er farinn. Gunnar sagði að þetta
væri góður mannskapur til að
ljúka við dæmið í 2. deild, en ljóst
væri að ef liðið færi upp á ný
þyrfti að styrkja það.
TENNIS / WIMBLEDONMOTIÐ
Stefan Edberg átti ekki í erfiðleikum með John McEnroe.
Reuter
McEnroe tóksl
ekkiaðstöðva
Stefan Edberg
STEFAN Edberg átti ekki í erfiðleikum með að komast íátta
manna úrslit í einliðaleik karla á Wimbledonmótinu í tennis.
Svfinn vann Bandaríkjamanninn John McEnroe 7-6 (7-4), 6-1 og
6-4 í gær og hefur Edberg, sem á titl að verja, ekki enn tapað lotu
íkeppninni.
Báðir léku undir getu, en
McEnroe sætti sig við ósigur-
inn. „Hann hafði mikla yfirburði
og ég átti aldrei möguleika. Það
er erfitt að stöðva hann og hæfileik-
arnir koma berlega í ljós, þegar
hann er yfir.“
Edberg sagði að McEnroe væri
góður spilari, en langt frá því sem
hann hefði verið og ætti ekki mögu-
leika á að ógna þeim bestu. „Hann
var á toppnum 1983 eða 1984, en
nú er stöðugleikinn ekki sá sami
go eins er hraðinn minni.“
Jim Courier hélt áfram á sigur-
braut og vann Novacek frá Tékkó-
slóvakíu 6-3, 6-4 og 6-2. Banda-
ríkjamaðurinn, sem sigraði óvænt
á Opna franska meistaramótinu,
sagði að árangurinn kæmi sér á
óvari.. „Ég er eins og Lendl á grasi
— finn mig ekki, en næ mér stund-
um á strik."
Courier, sem er 20 ára, hefur
leikið á velli 14 og því ekki verið í
sviðsljósinu. „Mér er alveg sama.
Ég leik á þeim velii, sem ég er sett-
ur á. Hins vegar væri gaman að
geta sagt barnabörnunum frá því
að ég hefði leikið á aðalvellinum,“
sagði Bandaríkjamaðurinn, sem
mætir Þjóðverjanum Michael Stich
í næstu umferð.
David Wheaton, sem vakti at-
hygli fyrir að sigra Ivan Lendl,
hélt áfram á sömu braut og vann
Svíann Jan Gunnarsson 6-4, 6-3
og 6-1 í gær.
Enn frestað
Rigningin hefur leikið mótshald-
ara grátt og um miðjan dag í gær
eftir að stanslaust hafði rignt í þijá
tíma, var frekari keppni frestað þar
til í dag. Þar með hefur veðrið sett
strik í reikninginn á átta dögum
af níu.
ÍHémR
FOLX
■ GUÐRÚN Júlíusdóttir sigraði
í einliðaleik a Eyjaleikunum sem
fram fóru á Álandseyjum um helg-
ina. Guðrún og Áslaug Jónsdóttir
urðu í þriðja sæti í tvíliðaleik.
■ NORRKÖPING og Öster léku
til úrslita í bikarkeppninni í Svíþjóð
á fimmtudaginn. Lauk leiknum með
4-1 sigri Norrköping. Mánaðarhlé
er nú í deildarkeppninni í Svíþjóð.
■ Hacken, lið Gunnars Gíslason-
ar, er heldur að hressast eftir
slæma byrjun í sænsku 1. deild-
inni. Liðið er nú í 2.-3. sæti deildar-
innar en virðist ekki eiga mikla
möguleika á að komast upp í
Alsvenskan.
■ MIKE Tyson sigraði Donovan
„Razor“ Ruddock á stigum í
þungavigt í hnefaleikum í Las Veg-
as um helgina. Þeir mættust einnig
í s.l. vor, en þá stöðvaði dómarinn
leikinn. Ruddocks mótmælti kröft-
uglega og heimtaði að þeir mættust
aftur. Tyson er nú efstur á blaði
áskorenda í þungavigt og mun
væntalega mæta heimsmeistaran-
um Evander Holyfield í haust.
■ JEAN-Philippe Durand, mið-
vallarleikmaður Bordeaux í
Frakklandi, hefur gengið til liðs
við Marseille. Hann skrifaði undir
tveggja ára samning.
■ ROBERTO Prosinecki, sem
skrifaði undir fimm ára samning
við Real Madrid í síðustu viku, fær
ekki að leika með félaginu að sögn
jugóslavneska knattspyrnusam-
bandsins, sem sendi telex þess efn-
is til Real Madrid í gær. Pros-
inecki, sem er 22 ára, fær ekki að
leika með erlendu liði fyrr en hann
er orðinn 25 ára eins og segir í
reglum júgóslavneska sambands-
ins. Reiknað er með að Real Madrid
fari fram á það við spænska knatt-
spyrnusmabandið að það beiti sér
í þessu máli hjá FIFÁ.
í kvöld
Knattspyrna kl. 20
3. deild:
Neskaupstaðarvöllur Þróttur - KS
Kópavogsvöllur ÍK - Skallagrímur
ísaQarðarvöllur BÍ - Reynir Á.
Dalvíkurvöllur Dalvík - Leiftur
Húsavíkurvöllur Völsungur - Magni
4. deild:
Laugalansvöllur UMDE b - Kormákur
Laugavöllur HSÞ b - Neisti
Blöndósvöllur Hvöt - SM
EskiQarðarvöllur Austri - Sindri
Fáskrúðsfjarðarv. Leiknir - Einheiji
ReyðarQarðarv. Valur - Höttur
Seyðisfjarðarv. Huginn - KSH
KNATTSPYRNA
Stúlknalandsliðið:
Annað tap
I slenska stúlknalandsliðið í knatt-
■ spyrnu tapaði í gærkvöldi sínum
öðrum leik á Norðurlandamóti
stúlkna sem fram fer í Finnlandi.
íslensku stúlkurnar töpuðu 5:0
fyrir Hollandi í gærkvöldi. 1 dag
leikur liðið við Danmörku, en Danir
^er hátt skrifaðir í kvennaknatt-
spyrnu.
Leiðrétting
Úrslit í leik FH og KA í íslands-
mótinu í knattspyrnu misrituðust í
stöðutöflunni, sem birtist í gær.
Hið rétta er að KA vann 2:0 og er
beðist velvirðingar á mistökunum,
en rétt staða í 1. deild karla er eftir-
farandi:
Fj. leikja U J T Mörk Stig
KR 7 4 3 0 14: 3 15
BREIÐABLIK 7 4 2 1 13: 8 14
FRAM 7 4 1 2 11: 8 13
ÍBV 7 4 1 2 12: 10 13
VALUR 7 4 0 3 9: 7 12
KA 7 3 1 3 8: 8 10
VÍKINGUR 7 3 0 4 12: 15 9
FH 7 1 2 4 6: 10 5
STJARNAN 7 1 2 4 6: 12 5
VÍÐIR 7 0 2 5 5: 15 2
KNATTSPYRNA_______
Tapie býður
1,2 milljarða
í Skuhravy
BERNARD Tapie, forseti franska liðsins Marseille, hefur boðið
19,4 milljónir dollara eða um 1,2 milljarða ÍSK ítékkneska leik-
manninn Tomas Skuhravy sem ieikur með Genoa á Ítalíu. Þetta
er hæsta verð sem nokkru sinni hefur verið boðið í leikmann.
Juventus keypti Roberto Baggio á síðasta ári frá Fiorentina fyrir
13 milljónir dollara og var það metupphæð.
Skuhravy var keyptur til Genoa
á Ítalíu frá Sparta Prag eftir
frammistöðu hans í heimsmeistar-
keppninni á Ítalíu í fyrra. Þá gerði
hann þrjú mörk fyrir Tékkóslóvakíu
gegn Kosta Ríka og tvö gegn
Bandaríkjunum og var næst marka-
hæstur — Schillaci gerði sex mörk
fyrir Italíu.
„Framkvæmdastjóri Genoa talaði
við mig og sagðist vera með mjög
svo girnilegt tilboð," sagði Sku-
hravy. „Samningur minn við Genoa
átti að endurskoðast í þessari viku
og það er kannski þess vegna sem
þeitp liggur svona á að ég skrifi
undir. Ég er með góðan samning
við Genoa, en á hinn bóginn er
áhugi Tapie og Olympique Marseille
að sjálfsögðu mjög spennandi,“
bætti miðheijinn marksækni við,
sem náði ekki að skora í leikjunum
gegn fslandi í undankeppni Evrópu-
mótsins, sem nú stendur yfir.