Morgunblaðið - 14.08.1991, Side 12

Morgunblaðið - 14.08.1991, Side 12
12_____________________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991_ Hvernig getur þjóð sem stöðugt minnkar framlög til rannsókna og þró- unarstarfa vænst aukins hagvaxtar? eftir Kristberg Kristbergsson Það blæs ekki byrlega fyrir þjóð- arskútunni þessa dagana. Arleg úttekt Hafrannsóknarstofnunar gefur til kynna að all veruleg minnkun í veiðum á þorski, ufsa og grálúðu er óhjákvæmileg og óvissa ríkir um loðnuveiðar. Til við- bótar koma svo gjaldþrot í fiskeldi og ullariðnaði. Þjóðhagsstofnun hefur svo í framhaldi af þessu birt drög að nýrri þjóðhagsspá fyrir þetta ár og það næsta. Spáin er svo slæm að nærri lætur að það jákvæðasta við hana sé að ekki sé spáð eldgosum eða öðrum náttúruhamförum. En á þessa leið kemst Þórhallur Jóseps- son, blaðamaður, að orði í grein sinni „Á köldum klaka“ í Mprgun- blaðinu 14. júlí síðastliðinn. í þess- ari grein ræðir hann við fimm þekkta hagfræðinga um efnahags- málin. Þar kemur fram að lítils hagvaxtar er að vænta í svipinn og ekki von á varanlegum bótum með- an útflutningstekjur byggja á jafn einhæfum atvinnurekstri og hér er raunin. Sama dag og Hafrannsókna- stofnun birti sína svörtu skýrslu var fréttaskýringaþátturinn Kastljós á dagskrá Sjónvarpsins þar sem m.a. utanríkisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson sat fyrir svörum. Ráðherra varð tíðrætt um útflutn- ing á íslenskri „hátækni-matvæla- framleiðslu og mátti skilja af orðum ráðherrans að þar væri komið eitt helsta byggðamál þjóðarinnar, bjargvætturin sem koma skal. Svo gæti vel orðið en hvernig stöndum við í dag. Hvar er þessi „hátækni-matvælaframleiðsla“? Spyr sá sem ekki veit. í dag er físk- iðnaður okkar fyrst og fremst hrá- efnisframleiðsla. Reyndar mjög vel tæknivædd hráefnisframleiðsla. Fullvinnsla er lítil sem engin og. þaðan af síður er unnt að tala um „hátækni-matvælaframleiðslu. Gíf- urleg fjárfesting hefur átt sér stað á undanförnum árum í þeim geira fiskvinnslunnar sem snýr að öflun og frumvinnslu. Svo er komið að flestir eru sam- mála um að skipin eru of mörg og frumvinnsluhúsin eru einnig of mörg svo ekki sé talað um rækjuvinnslur. Þegar kemur að fullvinnslu sjáv- arafurða er allt annað uppá tening- inn. Að vísu hafa sum frystihúsanna pakkað nokkuð í neytendapakkn- ingar og sölusamtökin hafa eflt vöruþróunarstarfsemi sína. Stóru sölusamtökin þtjú reka nú sínar eigin þróunardeildir. Það ber ekki að lasta það og lofa ber það sem vel er gert en þetta hefur farið of hægt af stað. og betur má ef duga skal. Einnig hafa örfá smáfyrirtæki verið að þreifa sig áfram og má nefna Franskt-íslenskt sem nýlega hóf útflutning á fískpöstum til Evr- ópu og fyrirtækið Sjávarréttir hf. hefur framleitt tilbúna fískrétti fyr- ir innanlandsmarkað. Sum stærri fyrirtæki hafa einnig tekið sig á og hefur t.d. K. Jónsson gert stór- átak í þessum málum og nú síðast eru íslensk matvæli að gera mjög góða hluti, fleira slíkt mætti eflaust nefna. Þessir aðilar hafa áttað sig á því að það þarf töluvert aðra og meiri þekkingu til ef stunda á „há- tækni-matvælaframleiðslu“ heldur en ef eingöngu á að flaka fisk í frystingu. Það skal tekið fram að hér er átt við sjávarafurðir til út-' flutnings en ekki matvælafram- leiðslu almennt sem tekið hefur undraverðum framförum á síðustu 10-15 árum þó þar sé víða pottur brotinn enn þá. En hvað þarf til að stunda „há- tækni-matvælaframleiðslu? „Hátækni-matvælaframleiðsla“ er ekki hráefnisframleiðsla og held- ur ekki eldamennska þar sem fersku hráefni er breytt í ljúffenga máltíð, það er starfssvið matreiðslu- meistarans. Allt önnur lögmál gilda um rétti sem á að framleiða í verk- smiðju og selja síðan sem tilbúna vöru á öðrum stað en framleiðslu- staðnum. Þama gilda önnur lögmál um geymsluþol, pökkun, notkun tæknilegra hjálparefna o.s.frv. Ef framleiða á „hátækni matvöru með einhveijum árangri liggur fyrir gíf- urleg vinna i rannsóknum og vöruþróun. Undirritaður átti þess kost að starfa um árabil að loknu fram- haldsnámi hjá stóru matvælafyrir- tæki í Bandaríkjunum sem stundar „hátækni-matvælaframleiðslu". Ár- ið 1988 var velta þess tæplega 16 billjónir Bandaríkjadala. Þetta fyr- irtæki lagði tæp 5% af tekjum beint í rannsóknir og þróun og hafði í þjónustu sinni vel yfír 1.Q00 háskól- amenntaða starfsmenn sem ein- göngu störfuðu við rannsóknir og vöruþróun. Svipað má segja um önnur matvælafyrirtæki af sömu stærð þar í landi. Þessi fyrirtæki reka stórar rann- sókna- og vöruþróunarstöðvar með 5-600 manna háskólamenntuðu starfsliði. Síðan eru litlir hópar, 5-10 manna, staðsettir í hverri verksmiðju sem einnig sjá um vöru- þróun en eru þó fyrst og fremst í gæðaeftirliti. Bandarísk stórfýrir- tæki eru ekki þekkt fyrir að eyða sínu fé í vitleysu en þetta telja þau sig þurfa að gera til að standa fremst í sinni grein. Ef við ætlum okkur að gera „hátækni-matvæla- framleiðslu" að stórri útflutnings- grein og vera samkeppnisfær dugar bijóstvitið einfaldlega ekki til. Ef við lítum á framlag nágranna- þjóða okkar til rannsókna sem hlut- fall af þjóðartekjum kemur í ljós að Danir leggja um 1,5%, Svíar 2,4% og Þjóðveijar 2,5% í rannsókn- ir og þróunarvinnu. Flestar þjóðir hafa verið að auka þetta hlutfall því þær skilja að undírstaða nútíma- atvinnulífs eru rannsóknir og þró- unarvinna samfara öflugu mark- aðsstarfi. Hvað gerum við? Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknaráði ríkisins voru heild- arframlög til rannsókna og þróun- Kristbergur Kristbergsson „Ef íslendingar ætla að stunda útflutning á „há- tækni matvælafram- leiðslu“ í framtíðinni er rétt að byrja á byrjun- inni sem eru hagnýtar rannsóknir og vöruþró- un.“ arstarfsemi 0,79% af þjóðarfram- leiðslu árið 1987. í ár er þessi tala enn undir einu prósenti. Þetta eru sameiginleg framlög frá ríkis- og einkageiranum. Framlög til Rann- sóknasjóðs Rannsóknaráðs ríkisins voru lækkuð af fjárveitingavaldinu um 40% að raungildi frá 1985— 1990 og um 30% miðað við framlag- ið í ár. I ár hefur sjóðurinn alls 110 milljónir til ráðstöfunar til allra at- vinnugreina. Svo leyfír ráðherra sér að tala Ijálglega um útflutning á „hátækni-matvælaframleiðslu"! Á kannski að standa að þessum útflutningi eins og fískeldinu þar sem nokkrum framtakssömum aðil- um var fengin steypuhrærivél og síðan átti að fara að framleiða eldis- físk af fullum krafti. Kunnátta, rannsóknir og þróunarvinna skiptu engu máli, aðalatriðið var að steypa nóg húsnæði og ker til að unnt væri að framleiða sem mest. Fisk- eldið kostaði þjóðarbúið um 9 millj- arða. Kröflutilraunin var mun dýr- ari. Rangnefni er að kalla þetta til- raunir því að orðið „tilraun" bendir til að um vísindaleg vinnubrögð sé að ræða en svo var ekki í þessum tilfellum. Ef íslendingar ætla að stunda útflutning á „hátækni-matvæla- framleiðslu“ í framtíðinni er rétt að byija á byijuninni sem eru hag- nýtar rannáóknir og vöruþróun. Auðlindir okkar takmarkast að mestu við hafíð í kringum landið, hreint vatn og ódýra orku. Nýting fískstofna við landið er í hámarki, þ.e. ekki koma fleiri fískar úr sjó af þeim tegundum sem við nýtum. Vannýttar tegundir eru þó nokkrar eins og kolmunni, ýmsar skeldýra- tegundir og eitthvað hlýtur að vera hægt að gera við grásleppuna svo nokkur dæmi séu nefnd. Aukinn hagvöxtur yrði þó ekki síður með því að nýta betur þá físka sem við þegar fáum úr sjó með fullvinnslu þess afla sem berst á land. íslensk fýrirtæki eru flest það smá að þau hafa ekki bolmagn til að halda úti miklu rannsóknar- eða þróunarstarfí hvorki hvað varðar mannafla eða aðstöðu. Okkur ber því að nýta sameiginlega þær stofn- anir og þann mannafla sem við þegar höfum hjá t.d. Rannsókna- stofnun fískiðnaðarins, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Iðntækni- stofnun og Háskóla íslands. Við verðum að gera þessum stofnunum kleift að stunda kröftugt rann- sókna- og þróunarstarf ef við ætlum okkur að verða annað en hráefnis- útflytjendur. Þetta gerum við ekki öðruvísi en með því að stórauka framlög til rannsókna og þróunar. — Ef við byijum strax er möguleiki að tala um útflutning á „hátækni- matvælaframleiðslu“ að nokkrum árum liðnum. Höfum hugfast að ein helsta undirstaða framfara í at- vinnulífí er öflug rannsókna- og þróunarvinna samfara markvissri markaðssókn, það er svo undirstaða aukins hagvaxtar. Höfundur er dósent í matvælavinnslu og tækni við Háskóla íslands. Til umhugsunar •• eftir Onnu Ragnars- dóttur Rippinger Kæru landar. Mig langar til að miðla af reynslu minni í sambandi við hið margum- talaða móðurmál okkar, íslenskuna. Rannveig Tryggvadóttir ritaði mjög athyglisverða grein í Mbl. föstudag- inn 5. apríl sl. (bls. 20) um móður- málið, fjölmiðlana og aðhald barna á heimilum. Ég tel mig geta sannað af eigin reynslu, að Rannveig hafí á réttu að standa þar sem hún seg- ir: „Það er engin hætta á því, að barn, sem fær að njóta návistar við foreldra sína og systkini á viðkvæ- mustu mótunarárum sínum sé ekki fært um að tala rétt mál og failegt sé það haft fyrir því á heimiliml. “ Sjálf er ég fímm barna móðir og hef verið búsett erlendis í fimmtán ár. Börnin mín eru á aldrinum 2{h árs til 17 ára og eru algjörlega alin upp erlendis. Ég er gift lúxemborgískum manni og við hjónin tölum saman á ensku. Þar með eru börnin okkar allan daginn alla daga með þijú tungumál í gangi. Þau tala rétta lúxemborgísku við pabba sinn, í skóla og í búðum, en rétta og fal- lega íslensku við mömmu og aðra íslendinga, því það eru forréttindi að kunna þetta foma og fagra mál. Enskuna skilja þau og tala, en aldrei nema við enskt eða amerískt fólk. Tungumálunum rugla þau ekki saman, heldur halda þeim að- greindum. Hjá öllum fimm börnunum var eðlilegt að þau töluðu fyrstu orðin og setningarnar á íslensku því mamma er tií staðar alla daga. Ég er í eðli mínu málglöð, og stolt af því að vera íslendingur, þó pft sé erfítt að vera langdvölum frá íslandi. Ég hef tamið mér að lesa fyrir börnin vísur og sögur fyrir svefninn og svo syngjum við mikið saman, sígild barnalög, að sjálfsögðu allt á íslensku. Ég veit fyrir víst um marg- ar íslenskar mæður hér í Lúxem- borg, sem hafa þetta líka svona með sínum börnum. Islensku börnin hér í landi nota 3-4 tungumál dags daglega (þ.e.a.s. frá því þau byija í skóla) en tala öll íslenskuna, þó hún sé misgóð eftir því hvað foreldrar eru dugleg- ir að leiðrétta. Ég hef það frá henni móður minni blessaðri að leiðrétta málvillur barnanna ósjálfrátt og hamra á leið- réttingum, þegar með þarf og árangurinn er augljós eða réttara sagt auðheyrður. Nú geri ég mér grein fyrir því, að raddir að heiman gætu hrópað að mér og sagt, að það sé gott að geta setið heima hjá börnunum í útlandinu og samt haft ofan í sig og á. Mér skilst að einhver stjórnmála- maður í Reykjavík hafi þá hug- mynd, að borga ætti þeim mæðrum laun, sem vilja ala upp bömin sjálf- ar frekar en að reisa endalausar dagvistunarstofnanir. Ef þetta er rétt vona ég að hver sá, sem mælti þessi viturlegu orð, fái fylgi þeirra foreldra, sem vilja halda Islendingnum í börnum lands- ins og rækta móðurmálið. Feðurnir gætu líka verið heima hjá börnunum, ef það lægi betur við. Foreldrarnir gætu jafnvel endurskoðað aðstöðuna og reynt að skiptast á um að vinna után heimilis. Börn hafa ótrúlega tungumála- hæfileika fyrstu ár lífs síns. Þau eru opin, iðin og áhugasöm fyrir öllu. Ég þekki margar heimavinn- andi húsmæður á Islandi, sem láta efnislega hluti sitja á hakanum til þess að geta verið heima og þeirra börn fylgjast með ókjörum af er- lendu efni í fjölmiðlum, en tala samt góða íslensku. I landi, þar sem mér skilst að 80% af mæðrum vinni frá heimil- unum og börnin eru alin upp í góðu en röngu umhverfi og andrúmslofti — að ekki sé talað um skortinn á móður- eða föðurfaðmi — þykir mér eðlilegt, að íslenskukunnáttan dapr- ist eða hreinlega glatist að lokum. Hvað er hægt að gera til að tryggja að þetta hreina mál varð- veitist, held ég, að byijunin sé, að Anna Ragnarsdóttir Rippinger „Eg- hef það frá henni móður minni blessaðri að leiðrétta málvillur barnanna ósjálfrátt og hamra á leiðréttingum, þegar með þarf og árangurinn er augljós eða réttara sagt auð- heyrður.“ leiðrétta sitt eigið málfar og vanda sig betur. Nota orðaforðann sem mest í daglegri umgengni, hvert við annað og út á við. Rannveig hefur að mínu mati rétt fyrir sér í mörgu af því, sem hún skrifar um „rauðsokkurnar", sérstaklega er ég sammála henni í sambandi við fóstureyðingar, því „rauðsokkur" fóru því miður út í öfgar með alltof mörg af sínum málefnum. En þó — þær voru nauðsynlegar að mörgu leyti, því konan var ekki virt sem skyldi. Nú hafa konur aft- ur á móti sannað sig í millitíðinni, þó laun þeirra séu ekki virt sem skyldi, og ég er nógu mikil „rauð- sokka“ til að njóta þess að sanna mig á heimavelli, hugsa um karlinn og ala upp bömin mín sjálf, þar til leiðir okkar skiljast. Því miður eru allt of fáar einstæðar mæður á ís- landi, sem eiga þess kost að vera heima hjá börnum sínum, því allt er svo dýrt og hjálpin svo takmörk- uð. Það virðist vera metnaður lúxem- borgískra stjómvalda að reyna að halda mæðrunum heima með styrkjum og fjárhagsaðstoð. Ég er þakklát fyrir það og held að ráða- menn heima ættu ef til vill að koma hingað í læri. Eg óska þess að börnin á íslandi í dag geti talað íslensku við barna- börnin sín þegar fram í sækir. Metn- aður og stolt gagnvart móðurmál- inu má ekki hverfa. íslensk börn geta bætt við sig tungumálum með hjálp fjölmiðl- anna, e/íslenskan er ræktuð heima- fyrir, en það er augljóst, að fjöl- miðlaefni á erlendum málum muni kenna barninu að „tala tungum“ ef of miklum tíma er eytt í þannig fyrirmyndir. Höfundur er húsmóðir í Lúxemborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.