Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991 39 IÞROTTIR FATLAÐRA ísland stefnir að verðlaunasæti Þátttakendur sem taka þátt í Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Barcelona ásamt fararstjórum. Rut og Sverrir með gull í Barcelona íslendingar hafa fengið sjö verðlaunapeninga og Lilja María Snorradóttir setti Evrópumet í undanrásum í 100 m flugsundi í gær SJO keppendur frá Iþróttasambandi fatlaðra taka þátt í Evrópu- meistaramótinu í sundi sem stendur yfir f Barcelona á Spáni. íslensku keppendurnir hafa fengið gullverðlaun ítveimur greinum - Rut Sverrisdóttir, Óðni, í 100 m flugsundi í sínum flokki, 1:20.06 mín. og Geir Sverrisson í 100 m bringusundi f sínum flokki - 1:21,41 mín. Lilja María Snorradóttir setti einnig Evrópumet í sínum flokki í undanrásum í 100 metra flugsundi í gærmorgun. Rut fékk brons í 50 m skrið- sundi, en hún setti nýtt ís- landsmet, 32,24 sek. Ólafur Eiríks- son, ÍFR, hefur fengið silfurverð- laun í sínum flokki í 400 m skrið- sundi, 4:45,01 mín. og þá varð hann íjórði í 100 m baksundi. Kristín Rós URSLIT Loftorkumótið Loftorkumótið var haldið í Borgarnesi um helgina. 'Efstir urðu: Sturla Omarsson, GR................71 Kristinn G. Bjamason, GL...........76 Stefán Haraldsson, GB..............77 Með forgjöf: Ingvi Ámason, GB...................64 Sturla Ómarsson, GR................65 Stefán Haraldsson, GB..............65 Baldur Brjánsson, Þórhallur Sigurðsson og Birgir Viðar Halldórsson léku einnig sjóðsleik og rann ágóði þeirra til vistheimil- isins að Sólheimum. Citizen á Selfossi Kjartan Gunnarsson, GOS............72 Ómar Kristjánsson, GR..............72 Þorsteinn Þorsteinsson, GR.........74 Með forgjöf: SigurðurÞráinsson, GOS.............61 Hannes Guðnason, GR................63 Þorsteinn Þorsteinsson, GR.........63 iohn Letters Opið unglingamót var haldið á Garða- velli á laugardaginn. Efstir urðu: Þórður Ágústsson, NK...............69 Birgir Leifur Hafþórsson, GL.......71 Helgi Dan Steinsson, GL............73 Með forgjöf: Þórður Ágústsson, NK...............59 Helgi Dan Steinsson, GL............66 Birgir Leifur Hafþórsson, GL.......67 Límtrésmótið Opið mót sem fram fór Selsvelli við Flúðir á sunnudaginn. Úrslit vora sem hér segir. Karlar, án forgjafar: Óskar Friðbjömsson, NK...73 (vallarmet) Reynir Guðmundsson, GF.............82 Jónas Ragnarsson, GK...............82 Sigurður Runólfsson, NK............82 Karlar með forgjöf: Emil Gunnlaugsson, GF..............64 Óskar Friðbjömsson, NK.............66 Reynir Guðmundsson, GF.............68 Halldór Guðnason, GF...............68 Konur: Hrafnhildur Eysteinsdóttir, GK.....90 Amheiður Jónsdóttir, GL...........104 Hákonardóttir, ÍFR, fékk brons í 100 m baksundi (1:35,01 mín.) og í 100 rh bringusundi í sínum flokki (1:50,45 mín.). Lilja María Snorra- dóttir, SH, fékk silgurverðlaun í 100 m baksundi, er hún syndi á nýju íslandsmeti 1:20,70 mín. Lilja María setti Evrópumet í undanrásum í 100 m flugsundi í gærmorgun. Halldór Guðbergsson, ÍFR, varð fjórði í 100 m bringusundi í sínum flokki, sjötti í 100 m flugsundi og sjöundi í 400 m fjórsundi. Sóley Axelsdóttir, ÍFR, varð tíunda í 100 m baksundi í sínum flokki. Þessir einstaklingar eru hreyfl- hamlaðir og sjónskertir. Mótið er liður í undirbúningi fyr- ir heimsleika fatlaðra sem fara fram í Barcelona í september 1992. KNATTSPYRNA Kæra Fylkis bíður KÆRA Fylkis á hendur ÍA er enn fyrir dómi á Akranesi.ÍA kann að tapa þremur stigum í toppbaráttu 2. deildarinnar en beðið er eftir að héraðs- dómur felli dóm í málinu en félögin skiluðu greinargerð- um sínum til dómsins 23. júlí. Fylkir kærði sem kunnugt er LA vegna aískipta þjálfarans, Guðjóns Þórðarssonar, af leik lið- anna 25. júní en þá bar Guðjóni að taka ut leikbann vegna rauðs spjalds, sem hann fékk í bikarleik sömu liða nokkrum dögum áður. Knattspyrnudeild Fylkis byggir mál sitt á því að Guðjón hafi stað- sett sig við handrið rétt við völlinn og hrópað fyrirskipanir til leik- manna. Þá hafi hann farið inn í búningsherbergi liðsins í leikhléi. Eftir því sem næst verður kom- ist hafa Akurnesingar ekki mót- mælt atvikalýsingu Fylkis í kær- unni en telja að héraðsdómstóllinn sé ekki bær um að fjalla um mál- ið. Telja þeir að Fylkir hefði átt að höfða málið hjá Dómstóli KSÍ. Jósef Þorgeirsson lögfræðingur sem á sæti í dóminum vildi ekki tjá sig neitt um málið né heldur þeir forráðamenn Fylkis sem Morgunblaðið ræddi við í gær- kvöldi. KNATTSPYRNA / DANMORK EVRÓPUMEISTARAMÓT öld- unga hefst hér á landi í dag. Um Evrópumeistaratitilinn er leikið í Grafarholti en um Evr- ópubikarinn, keppni með forg- jöf, er leikið í Leirunni. Þetta er í 10. sinn sem slíkt mót er haldið og í fyrsta sinn sem það fer fram á íslandi. Núverandi Evrópumeistarar eru ítalir en sveit þeirra skipa frábærir kylfíngar og líklegt er að Svíar komi næstir þeim. íslenska sveitin sem leikur í Graf- arhotlinu er skipuð þeim Þorbirni Kjærbo, Sigurðí Albertssyni, Gunn- ari Júlíussyni, Pétri Antonssyni, Gísla Sigurðssyni og Karli Hólm. I B-sveitinni, sem leikur í Leirunni eru Alfreð Viktorsson, Jóhann Benediktsson, Ólafur Gunnarsson, Sveinbjörnsson, Rangar J. Jónsson og Birgir Björnsson. „Við eigum ekki neina möguleika á að sigra, það verða ítalir og Svíar sem verða í efstu sætunum," sagði Þorbjörn Kjærbo fyrirliði A-sveitar íslands í gær. „Við höfum sjö sinn- um verið með og sveitin okkar er alltaf að verða sterkari og sterkari. Við urðum í 8. sæti í fyrra og er það besti árangur okkar. Þetta eru frábærir íþróttamenn og kylfingar þó svo fæturnir séu farnir að gefa sig hjá sumum þá leika þeir frá- bært golf og það er frábært að fá að vera með í þessu og véra ekki dæmdur úr leik þó maður sé orðinn 55 ára“, sagði Þorbjörn. „Við ættum alveg eins að geta komist í verðlaunasæti og stefnufrr að sjálfsögðu að því. Við erum á heimavelli og það ætti að nýtast okkur eitthvað," sagði Alfreð Vikt- orsson fyrirliði B-sveitar íslands. „Við höfum ekki verið langt undan efstu þjóðum undanfarin ár, en þetta eru mest menn sem hafa ver- ið í golfi frá barnæsku en við byrjuð- um flestir seint og það hefur tals- vert að segja,“ sagði Alfreð. Setningarathöfnin tókst mjög vel í Perlunni í gær og voru hinir er- lendu gestir ánægðir með hvernig til tókst og fannst greinilega mikið til Perlunnar koma. Ræst verður út frá klukkan 8 árdegis í Grafarholtinu en í Leir^ unni fara fyrstu menn á teig klukl^ an 8.30. Þess má til gamans geta að tveir íslendingar leika með sveit Luxemborg. Það eru þeir Þorsteinn Jónsson og Jóhannes Einarsson, en þeir eru báðir búsettir ytra. KNATTSPYRNA / 3. DEILD Geysileg spenna Mikil spenna er nú á toppi 3. deildar um þau tvö sæti sem losna í 2. deild að ári. Efsta liðið er með 26 stig en liðið í sjöunda sæti hefur 17 stig og einn leik til góða þannig að svo gæti farið að aðeins muni 6 stigum á efsta og sjöunda liði. Leiftur hefur tapað síðustu þrem- ur leikjum en eru enn í efsta sæti. ísfirðingar, Dalvíkingar og Skall- agrímur fylgja fast á eftir og síðan koma ÍK og Þróttur. ÍK vann 11:0 í gær og það er ekki oft sem svoleiðis tölur sjást í 3. deild. Þróttarar voru aðeins með fimm stig eftir fyrri umferðina en eru nú með 20 þannig að þeir eru á góðri siglingu. Eysteinn Kristins- son, sem var aftastur hjá þeim er nú kominn fremst og hefur skorað 12 mörk í þeim fimm leikjum sem hann hefur leikið frammi. Úrslit í gær urðu: ÍK-Reynir 11:0 Hörður Magnússon 3, Ómar Jóhannsson 2, Reynir Bjömsson 2, Úlfar Óttarsson 2, Leifur Garðarsson 1, Óli Már Sævarsson 1. Þróttur - Dalvík 5:3 Eysteinn Kristinsson 4 (eilt úr vítaspymu), Ólafur Viggósson 1 - Örvar Eiríksson 2, Jónas Baldvinsson í. BÍ - Leiftur 3:2 Stefán Tryggvason, Kristimann Krist- mannsson, Elvar Viðarsson - Friðrik Einars- son, Stefán Aðalsteinsson. 4. deild Austri - KSH 0:2 - Jón Ingi Hilmarsson og Vilberg Jónasson. Staðan Fj. leikja U J T Mörk Stig LEIFTUR 14 8 2 4 33: 16 26 Bí 14 7 3 4 23: 15 24 DALVÍK 14 7 3 4 30: 24 24 SKALLAGR. 13 6 4 3 32: 30 22 ÍK 14 5 5 4 33: 23 20 ÞRÓTTURN. 14 5 5 4 32: 25 20 VÖLSUNGUR 13 4 5 4 13: 19 17 REYNIRÁ. 14 3 3 8 18: 45 12 MAGNI 13 3 2 8 30: 41 11 KS 13 2 4 7 12: 18 10 Einn þjálfari í bann Aganefnd úrskurðaði fjóra leik- menn úr 1. deild í leikbann í gær og þijá úr 2. deild auk eins þjálfara og einnig fara nokkrir úr nerðri deildum í bann. Izudin Dervic úr FH og Pavel Vandas úr KA fara í bann vegna fjögurra gulra spjalda og síðan voru þeir Björn Vilhelms- son og Sigurður Magnússon úr Víði dæmdir í eins leiks bann begna brottrekstrar, en þeir hafa þegar tekið út refsingu sína. Dragan Manojlovic úr Þrótti fékk einn leik í bann vegna sex gulra spjalda og Einar Daníelsson ú*- Grindavík, Hlynur Birgisson og Lárus Orri Sigurðsson úr Þór fengu einn leik í bann vegna fjögurra gulra spjalda og Kjartan Másson, þjálfari IBK fékk einn leik í bann vegna brottvísunar. Bjargar Hafþór OB? Hafjiór Sveinjónsson, fyrrum leikmaður Fram, mun leika sinn fyrsta leik með dönsku bikar- meisturunum OB frá Óðinsvé um næstu helgi, en hann hefur gengið til liðs við félagið eftir að hafa ver- ið hjá því til reynslu í viku. Blöð í Danmörku hafa sagt frá þessu og eitt undir fyrirsögninni; „Bjargar Hafþór OB?“ Bikarmeistararnir hafa gengið illa að undanförnu og var útlitið ekki bjart þegar bestu maður þeirra, hinn 25 ára sóknarleikmaður Jo- hnny Hansen var seldur til Ajax. OB hefur fengið Per Steffensen frá Twente i Hollandi og íslenska landsliðsmanninn Sveinjónsson (1.90 m varnarmann), eins og Poli- tiken orðaði það. Hafþór á að styrkja vörn OB, sem hefur verið götótt. Blöð í Danmörku segja að Haf- þór hafi leikið átt landsleiki fyrir Island, en hið rétta er að hann hef- ur leikið þijá leiki gegn Færeying- um 1982. Hafþór hefur undanfarin ár verið í Svíþjóð og var það síðast í herbúð- um Kalmar FF. Hafþór Sveinjónsson GOLF / EM OLDUNGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.