Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991 Minning: Þórarínn Guðmundsson menntaskólakennarí Fæddur 4. maí 1936 Dáinn 6. ágúst 1991 Leiðir okkar Þórarins Guðmunds- sonar lágu fyrst saman fyrir tutt- ugu og fimm árum. Þá varð ég nemandi hans og kynntist honum á vettvangi þar sem hann naut sín best. Þórarinn var afburða kennari og kennslan alla tíð í hans augum saklaus og uppbyggileg skemmtun > ætluð kennaranum jafnt sem nem- andanum — „einkum þó kennaran- um,“ sagði hann mér síðar. Hann hafði einstakt lag á að halda at- hygli nemenda sívakandi. Hann var ávallt glaðsinna, talaði aldrei niður til nemenda og alltaf reiðubúinn að hlusta á þá og læra af þeim. Þórar- inn vissi nefnilega að góður kenn- ari á ekki aðeins að hafa lipran talanda og beita krítinni fimlega heldur verður hann einnig að kunna þá erfiðu list að hlusta. Flóknustu atriði skýrði hann á greinarglöggan hátt án þess nokkum tíma að falla í þá freistni að einfalda þau um of. Sífellt hafði hann á hraðbergi ein- hver kátleg gamanyrði sem hann ^fléttaði meistaralega saman við við- fangsefnið sem til umræðu var hveiju sinni. Þannig átti nemandi, sem ekki fylgdist vel með, á hættu að missa af einhveijum óborganleg- um brandara. Það vildi fáir og þann- ig nýtti Þórarinn kímnigáfu sína til að glæða áhuga nemenda og vera þeim um leið skapbætir. Góðlátleg glettni hans byggðist því á alvöru- gefni en ekki ærslum. Sannur húm- oristi er umfram allt alvörumaður sem hefur næmt auga fyrir kátbros- w. legum uppákomum hversdagslífsins og getur haft gaman af þeim. Slík- ur maður var Þórarinn. Síðar kynntist ég Þórarni sem starfsfélaga og vini en um leið and- stæðingi við skákborðið. Þá lærðist mér enn betur að meta mannkosti hans. Hann hafði mikla unun af hvers konar leik og keppni en hún varð alltaf að vera drengileg og kappið mátti aldrei bera menn ofuri- iði. Sjálfsagt var þó að grípa til allra hugsanlegra klækja að því til- skildu að þeir rúmuðust innan leyfi- legra og settra reglna. Um þetta vorum við hjartanlega sammála og bræðralagið oft flátt mjög meðan leikurinn stóð sem hæst en að leik loknum settist ljúfmennskan aftur að völdum eins og ekkert hefði á orðið með okkur. Þegar hann hafði betur sagði hann stundum og hló dátt: „Það er gott þú ert tapsár — ég er það nefnilega líka ef þú hefur ekki tekið eftir því.“ Á kennarastofunni var Þórarinn hrókur alls fagnaðar. Ráðhollur og traustur var hann ef til hans var leitað með einhvers vandamál og þá taldi hann tíma sinn ekki eftir gæti hann orðið að iiði. Skarðið eftir hann stendur „ófullt og opið“ en minningin um heilsteyptan og góðan dreng lifir meðal samkennara hans í Menntaskólanum í Reykja- vík. Það eru forréttindi að hafa '5 kynnst slíkum manni. Um leið og ég þakka kærum vini og félaga alltof stutta samfylgd í þessu lífi sendi ég eftirlifandi eigin- konu, Sigríði Steingrímsdóttur, dætrum, móður og öðrum aðstand- endum samúðarkveðjur. Bragi Halldórsson Ég hef líklega verið á fjói-ða ald- ursári er ég kom inn af götunni og hafði yfir einhver óprenthæf orð sem ég apti eftir mér eldri leikfélög- um. Þá sagði Þórarinn bróðir minn: Eddi minn, það er ljótt að bölva? Ég var að sjálfsögðu engu nær enda ófær um að leggja nokkurn minnsta skilning í eigin orð. Þórar- inn lagði sig þá í framkróka um að skýra út fyrir mér muninn á . góðu og illu með hliðsjón af tak- mörkuðum vitsmunum mínum og eftir alliangar þreifingar af minni hálfu varð að samkomulagi að ég léti þá þegar af öllu bölvi, en ef allt um þryti og ég gæti með engu móti hamið skap mitt, þá kæmi til álita að segja „ansvítans vesen“. Þetta eru mínar fyrstu minningar um Þórarin bróður minn sem jafn- framt kann þá að hafa stigið sín fyrstu spor á kennslubrautinni sem síðar varð hans ævistarf. í röska hálfa öld hef ég tilheyrt þröngum hópi sérréttindafólks sem samanstendur af nánustu ættingj- um Þórarins og hefur sú staða ævinlega orðið mér mikill og óverð- skuldaður vegsauki. Það heyrir örugglega til örfárra undantekninga að hafa átt bróður sem aldrei hefur lagt til manns illt orð, hvað þá tuktað mann til eins og jafnan er venja milli bræðra. Þórarinn ólst upp að nokkru leyti hjá afa okkar og ömmu, alnafna sínum Þórarni Guðmundssyni fiðlu- leikara og tónskáldi og Önnu ívars- dóttur og verður þeim kærleika seint lýst sem var með þeim. Þórarinn var í senn afskaplega heilsteyptur og óvenjulegur maður. Hann rækti skyldur sínar af meiri samviskusemi en ég hef kynnst hjá öðrum mönnum og vegna góðra skipulagsgáfna sinna kom hann gífurlega mikiu í verk á ævi sinni. Jafnframt þessu þá hafði hann sinn sérstaka stíl og viðmót sem skipaði honum í öndvegi hvar sem hann kom. Þórarni var ákaflega annt um minningu forfeðra sinna og frænd- fólks. Er mér sérstaklega minnis- stætt er hann reisti legstein yfir afabróður okkar sem var ákaflega sérsinna og tilheyrði tæpast þeim hópi manna sem teljast til máttar- stólpa þjóðfélagsns, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Þórarni fannst að afrek manna í jarðlífinu ættu ekki að ráða um hvort þeim væri reistur legsteinn eða ekki. Ræktarsemi hans var einstök og skipti þá ekki máli hvort í hlut áttu nánir ættingjar eða vinir og kunn- ingjar. Urðu því margir til að halla sér að honum í tímabundnum eða viðvarandi erfiðleikum. Hann var einlægur mannvinur að upplagi og þótti hvorttveggja gott að tala við fólk eða „þegja með því“ eins og hann sjálfur komst að orði. Vina- hópur hans varð því ótrúlega stór og sorg þeirra einlæg og sönn við þessi vistaskipti. Þórarinn kaus að mennta sig á sviði raunvísinda og lauk meistara- prófi í eðlisfræði frá ríkisháskólan- um í Wisconsin í Bandaríkjunum með afburða vitnisburði. Sjálfur sagði hann mér fremur í gríni en alvöru að hann hefði gjarnan viljað vera prestur, það væri svo tilkomu- mikið að verða kallaður „séra Þór- arinn“. Ég dreg ekki í efa að hann hefði orðið mikill kennimaður ef hann hefði lagt fyrir sig prestsstarf- ið og ekki hefði hann skort söfn- uði, svo mikið er víst. Sú fræðigrein sem lá þó best fyrir honum að mínum dómi, var sagnfræði. Á því sviði bjó hann yfir víðtækri þekkingu og djúpum skilningi. Hann gat í einni svipan fært flókna heimssögulega viðburði í einfalt og skiljanlegt samhengi. Áhrif verkfæra á borð við „plóg- inn“, manntjöldaþróun og hernað- artækni urðu þá áhrifavaldar frem- ur en einstakar persónur sögunnar. Hann hafði mikinn áhuga á nútíma sagnfræði og gat vegna þekkingar sinnar skoðað nútímaatburði í ljósi sögunnar út frá öðrum sjónarhól en getur að líta í fjölmiðlum. Þegar Þórarinn gekk undir mikinn upp- skurð í desember síðastliðnum stóð umræðan um Persaflóadeiluna hvað hæst. Þegar hann vaknaði til með- vitundar nærri sex vikum síðar þá var það fyrsta sem hann sagði við mig: Hvað er þetta eiginlega, mað- ur má ekki halla sér smástund og þá skellur á stríð. Þórarinn var mjög ritfær maður og liggja eftir hann margar bækur bæði frumsamdar og þýddar. Má þar nefna Spilabók AB og Spila- kaplar AB sem báðar hafa selst í stóru upplagi. í skóla fékk hann ávallt hæstu einkunn í ritgerð og gerði gjarnan að leik sínum að til- kynna fyrirfram hvernig hann myndi heija næstu ritgerð án þess að hann vissi ritgerðarefnið. Eitt sinn tilkynnti Jiann að upphafssetn- ingin yrði: „Á litlum hól við hafið sat maður". Ritgerðarefnið reyndist vera um Völuspá og gerði Þórarinn þennan mann að höfundi Völuspár. Hlaut hann mikið lof fyrir ritgerð- ina, einkum fyrir hina nýstárlegu kenningu sína að Völuspá hefði verið samin við sjávarsíðuna en ekki upp til fjalla eins og áður hafði verið talið. Lýsir þessi saga vel frumleik Þórarins. Allir þessir hæfileikar sem að framan eru taldir nutu sín að fullu í ævistarfi Þórarins, kennslunni og skýra öðru fremur hve afburða far- sæll hann var við sinn leist. Skólinn var hans kirkja og nemendumir sá söfnuður sem hann kaus sér. Þórarinn var mikill heimilisfaðir og var umhyggja hans fyrir ást- kærri eiginkonu sinni Sigríði Stein- grímsdóttur og börnum, Þuríði sem hann missti árið 1980 eftir langvar- andi vanheilsu, Kristínu, Öglu Huld og Helgu Dröfn, föiskvalaus og var ríkulega endurgoldin. Hann unni foreldrum sínum og okkur systkinum sem mest má verða og stöndum við öll í mikilli þakkarskuld við hann sem engin orð fá lýst. Banalega Þórarins var löng og ströng, nærri átta mánuðir og véku eiginkona hans, börn og ættingjar aldrei frá honum allan þann tíma. Hann andaðist þrotinn að kröftum aðfaranótt þriðjudags 6. ágúst í návistum við eiginkonu og böm. Hann reyndist mér, eiginkonu minni og börnum alla tíð sem besti vinur. Við drúpum höfði í þakklæt- isskyni fyrir samfylgdina. Nokkrum dögum fyrir andlát Þórarins var ég staddur í „Landinu helga“ í starfserindum. Laugardag- inn þriðja ágúst fór ég í ferð til Jerúsalem og Betlehem þar sem ég fékk tækifæri til að sjá bæði fæð- ingarstað og gröf Krists og biðja fyrir bróður mínum. Þótt Guð sæi sér ekki fært að bjarga lífi hans þá er ég viss um að hann mun leiða hann til veglegs hlutverks í efra. Guð blessi minningu Þórarins Guðmundssonar. Edgar Guðmundsson Hinn 6. ágúst 1991 barst mér sú fregn, að Þórarinn, vinur minn, Guðmundsson væri látinn. Var hann þá búinn að berjast við ill- ræmdasta vágest mannkynsins, sem stingur niður kollinum hvar sem er, óháð verðskuldun og rétt- læti. Ég minnist þess nú, er ég mætti Þórarni í haust um leið á förnum vegi í Breiðholtinu og stakk hann upp á því, að við gengjum nýjan göngustíg meðfram Elliðaánum. Það var kyrrt og fagurt veður og septembersólin skein f heiði á gul og rauð fallandi birkilaufin. Hafði hann þá verið að gefa út bækur um leiki ýmissa þjóða og var að uppfræða mig um leyndardóma þeirra sem ég reyndar þekkti ekki, ekki einu sinni nöfnin. Fræddi hann mig um, að japanski leikurinn kotra væri enn voldugri en sjálf skákin. Þetta var aðeins aukastarf Þórar- ins. Aðalstarf hans var kennsla í eðlisfræði í Menntaskólanum í Reykjavík og fór orð af kennsluhæf- ileikum hans. Að auki var Þórarinn félagslega mjög virkur, tefldi skák, spilaði brids og iðkaði göngur. Þór- arinn komst yfir þetta allt saman með sinni innbyggðu hagsýni. Þór- arinn gekk reyndar ekki hratt, en ekkert skref fór til ónýtis og hver mínúta var fullnotuð. Ég var þá reyndar á förum til annars lands út í hinn stóra heim, en ekki hvarflaði að mér, að Þórar- inn væri á förum sömu leið og birki- laufin. Til þess var veröldin of fög- ur og lífsgleðin of mikil í bjartri haustkyrrðinni. Þórarin sá ég fyrst haustið 1951, er við ientum í sama bekk í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar í lands- prófi. Þessum ljóshærða pilti veitti ég fyrst athygli, þegar landafræði- kennarinn spurði hann í þaula um framandi slóðir. Öllum spurningun- um svaraði hann um hæl af miklu öryggi, en aðaláhugamál Þórarins utan raungreinanna, sem hann kenndi og skákarinnar sem hann iðkaði, voru landafræði og saga, enda meðal fróðustu manna í þeim greinum. Þórarinn var einnig meðal sterkustu hraðskákmanna. Oft hef- ur mér verið hugsað til, hvílík and- leg verðmæti, sem eru ofar öllum veraldlegum verðmætum, fara for- görðum, þegar slíkir menn kveðja þennan heim. Hvers vegna ég kynntist Þórarni frekar en hinum í bekkrtUm get ég ekki beinlínis svarað. Okkar kynni tóku langan tíma, fyrstu skrefin voru landfræðilegs eðlis. Ég bjó þá í föðurhúsum á Bergþórugötunni, en Þórarinn í afahúsum á Lauga- veginum, sem er svolítið lengra í burtu. Oft vorum við Þórarinn sam- ferða ásamt öðrum að Bergþórugöt- unni. Næsta vetur lá leið okkar í Menntaskólann í Reykjavík, þar ægði saman ólíkustu mönnum úr öllum áttum. Við héldum því hóp- inn, sem lentu í sama bekk og komu úr sama bekk. Einn þeirra var Þór- arinn. Fljótlega eftir að skóli hófst hringdi ég niður á Laugaveg til Þórarins út af bókfærslunni og sagðist vera í algjörum vandræðum með þetta Debet og Kredit. Þórar- inn sagði, að ég skyldi koma strax, því að þeir væru nokkrir að vinna í þessu verkefni. Síðan var taflið dregið fram og mönnunum raðað upp, í þessu húsi byijaði ég að tefia, en naut ekki þeirra fríðinda, að segja hið þriggja stafa orð „Mát“. Síðar varð mér oft gengið niður á Laugaveginn og sagði stundum „Skák“. Var gestkvæmt þarna og gestrisni mikil og komu jafnvel hin- ir ólíklegustu menn. Kynni okkar Þórarins jukust hægt, en jafnt og þétt. Næsta vetur lásum við saman, en síðar skildu leiðir okkar í bili. Þórarinn færði sig að ML, en ég hélt áfram í MR. Dag nokkurn að sumri 1966 mætti ég Þórarni í Bakarabrekk- unni, og tjáði hann mér að það væri laus staða fyrir stærðfræði- kennara í Menntaskóianum að Laugarvatni, og hvatti mig að sækja um hana. Hafði hann þá kennt tvo vetur þar og var að færa sig í bæinn. Ég hafði í þá daga litla reynslu í kennslu og engan orðstír svo að mér fannst þetta vera bæði heillandi og ógnvekjandi. Svo fór að ég fékk stöðuna og átti eftir að vera að Laugarvatni í 13 ár. Þar að auki greiddi Þórarinn götur mín- ar til sumarnámskeiða, þar sem styrkur var veittur í Ameríku í gegnum Islensk-ameríska félagið. Þannig var Þórarinn ætíð jákvæður örlagavaldur í mínu lífi. Síðar færði ég mig til Reykjavík- ur 1979, og urðum við Þórarinn nágrannar í Breiðholtinu. Þórarinn var þá í skákklúbbi, þar sem skák- fræðin var í fyrirrúmi, í hvert skipti var tekið ákveðið afbrigði í tiltek- inni byijun, sem Þórarinn valdi. Um síðir losnaði 6. sætið í klúbbnum og Þórarinn hreinlega lék mér í klúbbinn. Má segja, að þar hafi ég fengið þá litlu skákmennt, sem ég þó hef. Þórarinn kom oft til okkar hjóna á laugardagseftirmiðdögum. Spjöll- uðum við saman yfir kaffibolla, en aldrei stansaði Þórarinn lengi. Hann var undantekningalaust að rétta úr sér frá vinnu sinni, mínútufjöldinn var fyrirfram ákveðinn. Ég gæti sagt margt fleira um Þórarin, en það er óþarfí, þar sem allir hinir munu sjá um það. Sagt er að kunningjarnir séu margir, en vinirnir fáir. Þórarinn var mér glöggt dæmi um sanna vináttu. Svo sterk voru tryggða- böndin, að ekkert vann á þeim. Engin mannleg mistök gátu slitið þau né heldur tíminn. Nú er Þórarinn allur og vottum við Gerður konu hans, Sigríði, dætr- um hans þrem, móður hans, systk- inum svo og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Egill Sigurðsson Enn á ný hefur Guð kallað til sín, langt um aldur fram, ágætan vin okkar og tengdan fjölskyldu- böndum. í þetta sinn var það Þórar- inn Guðmundsson, menntaskóla- kennari, sem kvæntur var frænku minni Sigríði Steingrímsdóttur frá Búðarhóli á Kleifum í Ólafsfírði. Hans viljum við minnast í dag, með virðingu og þökk fyrir vináttu og gleðistundir. Þórarinn var góður félagi og vin- ur okkar, traustur til að leita, en alltaf var stutt í glaðværð og glettni í návist hans. Hann var mikill grínisti og oft var hlegið dátt er Þórarinn sagði sögur, bæði af eigin reynslu og af samferðamönnum, eða fór með kát- legar vísur. Minntumst við þá oft afa hans og alnafna, tónskáldsins, sem gæddur var mikilli kímnigáfu og yljaði mörgum með glettni sinni. Við minnumst Þórarins í göngu- ferðum sem við stunduðum um skeið reglulega nokkur saman úr fjölskyldunni. Var þá farið vítt og breitt um nágrenni höfuðborgarinn- ar og göngufólki glatt í sinni er heim var komið og sest að kaffi- borði. Ég minnist hans fyrir geislandi áhuga á hugðarefnum — hvort sem það var nýiesin grein um stjörnu- fræði í erlendu tímariti eða bók, þýðingarverkefni sem hann var að fást við, en að slíku vann hann mikið síðustu árin, spilamennska, einkum brids sem hann stundaði af sívaxandi áhuga, eða skólastarf- ið sem lét honum svo vel og aflaði honum óteljandi aðdáenda og vina, bæði úr hópi nemenda og samkenn- ara. En nú er komið að kveðjustund að sinni. Það er erfitt að sætta sig við þá tilhugsun að hitta hann ekki með gamanyrði á vör við spilaborðið, við þýðingarstörf — eða á sunnudags- morgni í gönguferð í glöðum hópi. En við eigum minningu um góðan dreng, sem yljar þótt erfitt sé að skilja kall dauðans að þessu sinni. Við sendum Siggu, dætrunum, móður og öðrum ættingjum hans öllum hugheilar samúðarkveðjur. Megi góður Guð græða sár ykkar og milda söknuðinn. Katrín og Ingi Viðar Sumarið sem nú er að líða verður mörgum minnisstætt fyrir ýmissa hluta sakir. Líklega munu fléstir minnast veðurblíðunnar og gróðurs- ins sem allt hefur vafið. Það sem við dauðlegir streitumst við með misjöfnum árangri, allt eftir elju- semi og natni, gerir náttúran með sjálfri sér og að því er virðist átaka- laust. Og hvað svo sem okkur kann að þykja eða sýnast, þá breytir feld- ur náttúrunnar lit, það haustar að og blómin sem bjartast brostu við sólu falla fyrir haustveðrunum. Nokkur okkar munu þó líklega einkum minnast sumarsins fyrir það hversu kalt — helkalt — það reynd- ist mági mínum Þórarni. Þrátt fyrir sigurvilja og þrotlitla baráttu allt þetta ár féll Þórarinn fyrir vágestin- um að morgni 6. ágúst, í stöðu sem þurft hefði kraftaverk til að halda jöfnu í hvað þá að ná þar sigri. Ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.