Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991
19
Ofurbyssa Iraka
brátt úr sögunni
Lundúnum. Reuter.
ÍRAKAR sýndu sérfræðingum á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
ofurbyssu sína um helgina. Byssan mun verða eyðilögð á næstunni
og þar með verður þetta furðulega mál, sem allt eins gæti átt heima
í reyfara, úr sögunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Byssan er geymd á leynistað í
ijalllendi í norðurhluta íraks. Hlaup
hennar er um 50 metra langt og
Irakar játuðu að þeir hefðu haft í
bígerð að smíða enn stærri byssu,
með allt að 100 metra löngu hlaupi.
Að sögn sérfræðinganna, sem
eru í írak til að ganga úr skugga
um að írakar virði vopnahlésskil-
mála SÞ, var búið að setja byssuna
saman, en hún var ekki nothæf.
Smíði byssunnar var hluti af
Financial Times:
áætiun kanadíska vopnasérfræð-
ingsins Gerald Bull. Hann var
myrtur í íbúð sinni í Brussel á síð-
asta ári. Bull var ýmist lýst sem
bijáluðum uppfínningamanni eða
vísindasnillingi. Morðingjar hans
hafa ekki náðst en talið er að þeir
hafi verið á vegum ísraelsku ieyni-
þjónustunnar og morðið hafi verið
hluti af áætlun hennar um að koma
í veg fyrir að byssan yrði smíðuð.
Stund saimleikans
runnin upp í EB
Financial Times.
Evrópubandalagið (EB) á við slæmar meltingartruflanir að
stríða og hefur ekki fundið lyf við sjúkdómnum ennþá, að sögn
fréttaskýrandans Roberts Mauthners í breska dagblaðinu Fin-
ancial Times. Astæðan sé einkum sú að fjölmörg torleyst við-
fangsefni hafi verið á borðum bandalagsins að undanförnu;
sameining Þýskalands, þróunin í samvinnu bandalagsríkjanna
á sviði gjaldeyris, stjórn- og öryggismála, samskipti EB við
Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA), Austur-Evrópulöndin og
Sovétríkin og nú allra síðast Júgóslavíu. Mauthner segir þó að
fjöldi vandamálanna sé ekki eina ástæðan fyrir vandkvæðum
EB. Bandalagsrikin hafi ekki enn komið sér saman um stefnu
varðandi stækkun þess.
Mauthner segir ljóst að forseti
framkvæmdastjórnar EB, Frakk-
inn Jacques Delors, hafi viljað
sporna við fjölgun aðildarríkj-
anna, hann hafi viljað „dýpkun",
að fyrst yrði lokið samningum um
stóraukna samvinnu aðildarríkj-
anna 12 í gjaldeyris- og stjórn-
málum. Aðrir, þ. á m. Margaret
Thatcher, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Bretlands, hafi viljað
„víkkun" þ.e. að ný ríki yrðu tek-
in inn en síður lögð áhersla á
aukið samstarf innan bandalags-
ins. Tortryggni hafi ríkt á báða
bóga. Lausnin varð sú að reyna
að gera hvorttveggja í senn, seg-
ir Mauthner. Hann álítur að hug-
mynd Delors með Evrópska efna-
hagssvæðinu (EES), er spanna
skyldi lönd EB og EFTA, hafi
verið að veita EFTA-löndum að-
gang að sameiginlega markaðn-
um en letja um leið þær EFTA-
þjóðir er sýndu mestan áhuga á
aðild að EB. Þetta hafi mistekist.
„Mörg EFTA-ríkin hafa áttað sig
á því að áhrif þeirra á ákvarðanir
og sjálfstæði myndu skerðast enn
meira við aðild að laustengdu EES
en aðild að Evrópubandalaginu.
Bandalagið myndi að vísu ráð-
færa sig við þau í sambandi við
nýja löggjöf EB en þau hefðu
ekkert ákvörðunarvald sjálf ef
EES yrði veruleiki." Höfundur
telur ekki hægt að útiloka að
samningarnir um EES fari út um
þúfur.
Mauthner segir að EB eigi að
mestu sjálft sök á því hvemig
farið hafi. Þótt það hafí verið
merkisberi einingar álfunnar eftir
stríð verði ekki sagt að það hafi
viljað koma nægilega til móts við
þjóðir sem hafi til að bera mjög
sterkar og sjálfstæðar lýðræðis-
hefðir. Mikilvæg málefni hafi
drukknað í þrætum um fisk, deil-
um um leyfi til aksturs vöruflutn-
ingabíla um Austurríki og Sviss
og loks sjóð til stuðnings fátækum
svæðum í EES. Hann segir að
þjóðir umræddra ríkja, einnig
Svíar, Finnar og Norðmenn, geti
ekki hugsað sér framtíð án náinna
tengsla við EB; efnahagur þeirra
sé svo samofinn efnahag banda-
lagsins. Líklegt sé að viðræður
um aðild þessara ríkja yrðu auð-
veldari en EES-samningarnir
vegna þess að ekki þyrfti að leysa
vandann varðandi rétt EFTA til
áhrifa á löggjöf EB.
Takmörkuð aðild hlutlausra
ríkja
Mauthner segir að vísu að erf-
itt gæti reynst að finna lausn á
sumum málum, þ. á m. öryggis-
málunum vegna hlutleysisstefnu
nokkurra Evrópuþjóða. Lausnin
gæti verið að þessi lönd fengju
fulla aðild að því undanskildu að
þau tækju ekki þátt í væntanlegu
varnarsamstarfi bandalagsins.
Með sama hætti væri hægt að
veita A-Evrópuþjóðum eins konar
aukaaðild en skilyrðið væri að EB
leyfði innflutning á landbúnaðar-
afurðum, vefnaðarvöru og stáli
frá löndum þeirra. Fjarstæða sé
að heimta af A-Evrópuríkjunum
að þau taki upp fijálsan markaðs-
búskap heima fyrir jafnframt því
sem útflutningsvörur þeirra rekist
á harðvítuga vemdarstefnu er-
lendis.
■ PARÍS - Tveir íranir, sem
grunaðir eru um aðild að morðinu
á fyrrverandi forsætisráðherra ír-
ans, Shapour Bakhtiar, í Frakkl-
andi í síðustu viku hafa að sögn
franskra lögreglumanna tyrknesk
vegabréf. Svissneskir landamæra-
verðir stöðvuðu mennina tvo á
landamærum Sviss og Frakklands
vegna gruns um að vegabréfsárit-
anir þeirra væru falsaðar. Þeir
voru látnir greiða sekt og því næst
fengnir frönsku lögreglunni, sem
hélt þeim í klukkustund áður en
hún sleppti þeim. Þetta gerðist
milli þess sem Bakhtiar var myrtur
og lík hans fannst. Þriðji maður-
inn, sem lögreglan reynir nú að
hafa upp á, hefur búið í Frakkl-
andi frá 1984. Mennirnir þrír
heimsóttu Bakhtiar á þriðjudag í
síðustu viku en hann fannst látinn
á fímmtudagsmorgun. Bakhtiar,
sem var 76 ára, flúði frá íran eft-
ir byltinguna þar árið 1979. Mynd-
um af mönnunum þremur var
dreift á laugardag en lögreglan
viðurkenndi að tilræðismenn Bakh-
tiars hefðu hugsanlega komist úr
landi en lík hans fannst ekki fyrr
en 36 klukkustundum eftir að hann
var myrtur.
■ KAUPMANNAHÖFN -
Finnska flutningaskipið „Finn Pol-
aris“ sökk á mánudagsmorgun við
norðvesturströnd Grænlands.
Skipið rakst á ísjaka á sunnudag,
gat kom á það og sjór streymdi
inn. Áhöfnin fór um borð í björgun-
arbáta og var á sunnudagskvöld
bjargað um borð í tankskip í eigu
Grænlandsverslunar eftir sex
klukkustunda dvöl í björgunarbát-
um. Um 500 rúmmetrar af hráolíu
voru í tönkum skipsins og var flug-
vél send frá Syðri-Straumfirði í
gærmorgun til að kanna hvort olía
hefði lekið frá skipinu.
Nýjar vörur
gardeur
dömufatnaður
Haustlínan 1991
Stakir jakkar, einlitir, köflóttir
Síðbuxur, margar gerðir
Pils, einlit, munstruð, felld, 80 cm síð
Pils, bein, 60 og 7 5 cm síð
Hnébuxur, 62 cm síðar
Uðumu
verzlun v/Nesveg, Seltjarnarnesi.
Opið daglega frá kl. 9-18,
laugardagafrá kl. 10-14.
Afkomandi Vilhjálms II:
Vill þingbundna kon-
ung’sstjóm í Þýskalandi
LOUIS Ferdinand prins, barnabarn Vilhjálms II, siðasta keisara
Þýskalands og erfingi að prússnesku krúnunni, lýsti yfir því í
blaðaviðtali um helgina að þýska þjóðin ætti að skera úr um það
hvort fjölskyldan settist í hásæti á nýjan leik.
Louis Ferdinand kvaðst í við-
tali, sem birtist í þýska vikublað-
inu Bild am Sonntag um helgina,
telja að svo gæti farið að kon-
ungsveldi yrði komið á í Þýska-
landi. „Það gæti til dæmis gerst
með þjóðaratkvæðagreiðslu um
það hvort koma skuli á konung-
legu þingræði," sagði prinsinn í
viðtalinu.
Þegar blaðamaður spurði hve-
nær tímabært væri að halda slíka
atkvæðagreiðslu svaraði Christ-
ian Sigismund, sonur Louis
Ferdinands, að bragði: „Sá tími
kemur þegar afleiðingar skipting-
ar Þýskalands hafa verið yfirunn-
ar.“
Vilhjálmur II. sagði af sér völd-
um eftir að Þjóðveijar höfðu ver-
ið sigraðir í fyrri heimsstyijöld.
Hohenzollern-fjölskyldan afsalaði
sér hins vegar aldrei rétti sínum
til valda.
Þessi mál hafa verið í brenni-
depli undanfarna mánuði vegna
þeirrar ákvörðunar að endurgrafa
jarðneskar leifar Friðriks mikla í
Potsdam, sem er skammt frá
Berlín. Kista Friðriks verður flutt
til hallar hans, Sanssouci, 17.
ágúst.
Helmut Kohi, kanslari Þýska-
lands, hefur vísað á bug staðhæf-
ingum vinstri sinnaðra stjórnmál-
amanna um að athöfnin muni
kynda undir þjóðernishyggju í
Þýskalandi. Kohl hefur sagt að
Friðrik mikli hafi verið málsvari
umburðarlyndis.
Friðrik mikli gerði Prússland
að stórveldi í Evrópu. Hann hefur
einnig verið kallaður menntaður
einvaldur, sem lagði niður pynt-
ingar, skaut skjólshúsi yfir flótta-
menn, þar á meðal gyðinga og
húgenotta, og var velgjörðarmað-
ur skálda og listamanna.
Friðrik mikli kvaðst i erfðaskrá
sinni vilja verða lagður til hinstu
hvílu í Sanssouci. Þegar hann lést
árið 1876 var hann grafinn við
herbúðakirkju í Potsdam. Meðan
á heimsstyijöldinni síðari stóð var
lík hans fært og eftir að hafa
verið flutt til ýmissa staða í
Þýskalandi var henni komið fyrir
við kastala Hohenzollem-fjölskyl-
dunnar í Hechingen í Baden-
Wurttemberg. Þegar það gerðist
var stríðinu lokið. Kista Friðriks
mikla var ekki flutt aftur til
Sanssouci fyrr en nú vegna þess
að höllin og Potsdam voru í Aust-
ur-Þýskalandi. Friðrik mikla
verður ekki að þeirri ósk sinni
að hljóta látlausa útför. Athöfn-
inni 17. ágúst verður sjónvarpað
beint og verður Kohl meðal við-
staddra.
»hummel
SPORTBÚÐIN
%
20- 50% afsláttur
Ármúla 40
Sími 813555
VISA
E
hJ
5% staögreidsluulsiáftur