Morgunblaðið - 14.08.1991, Síða 13

Morgunblaðið - 14.08.1991, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. AGUST 1991 13 Efling sveitarfélag- anna - árangursrík- asta byggðastefnan eftir Jónas Egilsson Á sama hátt og reynt er að tryggja sjálfstæði í landinu verður að tryggja sjálfstæði sveitarfélaga á landinu, með fjárhagslegu sjálf- stæði. Þannig verður lagður grunnur að varanlegri byggðastefnu, byggð- astefnu byggðri á sjálfstæði heima- manna, en ekki með ríkisstyrkjum. Ef á hinn bóginn ríkisvaldið (þ.m.t. embættismannakerfið) heid- ur áfram að safna valdi og fjármun- um alls staðar af landinu á einn stað, mun brátt frekar lítið fara fyrir sjálf- stæði og frumkvæði heimamanna. Allar leiðir munu þá liggja til Reykjavíkur í leit að ákvörðunum á sama hátt og leita varð til Kaup- mannahafnar áður fyrr. Það er mat undirritaðs að rétt sé að færa aukin verkefni til sveitarfé- laga frá ríkisvaldinu. Tilfærsla opin- berra verkefna, frá ríkisvaldihu til sveitarfélaga, leiðir til aukinnar valddreifingar, eflingar sveitarfé- laga og aukinnar ábyrgðar heima- manna. Slík valddreifing er grund- völlur að árangri í byggðamálum. Breytingar þær sem gerðar voru á lögum um verkefni og tekjustofna sveitarfélaga og tóku gildi um ára- mótin 1989-90 voru skref í rétta átt. Með þessum breytingum var reynt að sameina íjárhagslega ábyrgð, ábyrgð á rekstri og á fram- kvæmdum, þannig að sá bæri ábyrgð á framkvæmdum sem tæki ákvarð- anir um þær. Oft á tíðum ákvað rík- isvaldið að sveitarfélögin skyldu sjá um hina og þessa þjónustuþætti og/eða framkvæmdir, án þess að þau hefðu moguleika á að verða sér út um tekjur á móti. Hlutverk ríkisvaldsins á ekki að vera að úthluta einstökum verkefn- um út í héruðin, heldur að móta al- menna stefnu. Það getur varla tal- ist, svo dæmi sé tekið, í verkahring þingmanna okkar, að ákveða hvaða vegspotti skuli lagður bundnu slit- lagi og hvaða vegkaflar skuli bíða. Hlutverk ríkisvaldsins, og þ.m.t. þingmanna, er að semja almennar reglur og sjá til þess að farið sé eftir þeim. Hlutverk ríkisvaldsins er fyrst og fremst eftirlitsskylda með framkvæmdum. Heimamenn eiga að taka ákvarðanir um mál eins og það sem nefnt er hér að ofan. Oft á tíðum gætir óþolinmæði hjá ráðamönnum gagnvart sveitarfé- lögum. Ríkisvaldið treystir orðið sjálfu sér einfaldlega best til þess að sinna mörgum mál- efnum sem sveitarfélögin gætu sinnt og það líklega réttilega, enda búið að svipta heimamenn öllu frumkvæði. Það er búið að koma þeim upp á að sækja allt í þingmenn, ráðherra og embættis- menn „suður“. Dreifing á valdi — ekki vanda Viðleitni yfirvalda, m.a. síðasta kjörtímabili, til þess færa útibú einstakra stofnana út á land, er ekki leið til árangurs. Árang- urinn af því er eingöngu dreifing á vandamálum, þ.e. bákninu en ekki raunverulegu valdi og áhrifum. Lagt er til hér að aukin verkefni' verði færð til sveitarfélaga sem al- mennt eru betur komin í höndum heimamanna vegna þekkingar þeirra á staðháttum, s.s. á sviði iöggæslu, mennta-, félags-, trygginga- og heil- brigðismála. Jafnframt verða sveit- arfélögin að fá tekjustofna á móti auknum framkvæmdum. Á síðasta ári fóru alls um 60 milljarðar til félagsmála hjá ríkisvaldinu. Stórum hluta þessarar þjónustu, sem ríkis- valdið veitir, geta sveitarfélögin (og reyndar eiga) fullt eins sinnt. Með auknum verkefnum er nauð- synlegt að samstarf sveitarfélága aukist, t.d. með stofnun byggðar- samlaga eða héraðsnefnda. Ibúar ættu sjálfir að taka ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga, en ekki vera skikkaðir til þess af hálfu ríkis- valdsins. Stækkun og þar af leiðandi efling sveitarfélaga er nauðsynlegur þáttur í framtíðaruppbyggingu byggðarlaga, sérstaklega í hinum dreifðu byggðum úti á landi. Ríkis- valdið getur gert að skilyrði að sveit- arfélögin sameinist um ýmsa þjón- ustu, en ekki að þau sameinist. Nauðsynlegt er fyrir sveitarfélögin að vera fjárhagslega sjálfstæð og óháð ríkisvaldinu og að þeim verði ekki falin með lögum eða regiugerð- um verkefni án þess að tekjustofnar frá ríkisvaldinu komi á móti. Með aukni valdi og áhrifum sveit- arstjórna færist valdið ekki aðeins frá ríkisvaldinu, heldur einnig nær fólkinu sjálfu, því talsvert stjdtra er á bæjarskrifstofurnar en í stjóm- arráðið. Raunveruleg byggðastefna Ríkisvaldið tekur til sín u.þ.b. fimm sinnum meira af sköttum en öll sveitarfélög á landinu til samans. Á síðasta ári tók ríkisvaldið til sín um 92 milljarða af sameiginlegum tekjum hins opinbera, eða um 80%, en sveitarfélögin samtals um 22 milljarða, eða um 20% (sjá meðfylgj- andi mynd). Raunveruleg og varan- leg byggðastefna felst í því að færa aukinn hluta af þessum tekjum, og þar af leiðandi verkefni til sveitarfé- laganna, frá ríkisvaldinu. Aukið fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga gefur þeim einnig möguleika á að gefa kost á aukinni þjónustu við fyr- irtæki, en Hlutfallsleg skipting tekna ríkis- sjóðs og sveitarfélaganna 1990 Jónas Egilsson „Árangursríkasta dæmi um varanlega uppbyggingu á lands- byggðinni er flutningur Sláturfélags Suður- lands á Hvolsvöll. Þar skapast um 150 ný og varanleg atvinnutæki- færi og það án ríkis- styrkja.“ nýsköpun atvinnutækifæra og fjöl- breyttara atvinnulíf eru frumfor- sendur fyrir því að byggð dafni í landinu. Árangursríkasta dæmi um varanlega uppbyggingu á lands- byggðinni er flutningur Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvöll. Þar skapast um 150 ný og varanleg atvinnutæki- færi og það án ríkisstyrkja. Ekki er hér verið að hvetja fyrirtæki til þess að flytja sig um set, heldur er bent á þetta dæmi til þess að sýna fram á í hveiju raunveruleg uppbygging á landsbyggðinni felst. Nýsköpun forsenda framtí ðarbyggðar Nú eru um níu þúsund íslendingar við framhaldsnám, bæði hérlendis og erlendis. Þessi hópur útskrifast á næstu þremur til fjórum árum. Þetta fólk fær ekki allt vinnu við fisk- vinnslu og landbúnað, þó svo það fegið vildi. Nýsköpun atvinnutæki- færa verður að koma til. Gefa verð- ur einkageiranum aukin tækifæri til þess að spjara sig sjálfur. Með þeim hætti verður ekki farið út í óraun- hæfar framkvæmdir á „gæluverk- efnum“ stjórnmálamanna s.s. fisk- eldi, loðdýrarækt o.s.frv. sem síðan enda með gjaldþroti eða skuldbreyt- ingu með ríkisábyrgð. Landið verður að vera byggt af fólkinu, fyrir fólkið og fólksins vegna, ekki fyrir embættis- eða stjórnmálamenn. Höfundur er formaður undirbúningsnefndar fyrir SUS-þing um byggða-, sveitarsljórnar og samgöngumál. Odýr reyrhúsgögn Smiðjuvegi 6, Kópavogi, sími 44544. Blaðió sem þú vaknar vió! SIEMENS Þvottavél eins og þcer gerast bestar! WM 42 Áfangaþeytivinding, 1200 sn./mfn., fjölmörg þvottakerfi, sjálfvirk magn- skynjun, nýtir vel vatn og þvottaefni. SMfTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.