Morgunblaðið - 14.08.1991, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991
„Grænu fjölskyldurnar" fengu sérstaka viðurkenningu frá umhverfisráði Kópa-
vogs fyrir athyglisvert framtak í umhverfismálum bæjarins.
Fjölbýlishúsin að HlíðarhjaUa 62-66 og 74-76 fengu viðurkenningu fyrir vandaða
hönnun og frágang lóða.
Kópavogur:
Viðurkenningar fyrir
snyrtilegt umhverfi
Jóhanna Hauksdóttir og Eiríkur Viggósson í garðinum að Fögru-
brekku 43.
Ólafía K. Gísladóttir og Atli Már Árnason að Borgarholtsbraut 42.
VIÐURKENNINGAR fyrir
snyrtilegt umhverfi íbúðarhúsa
í Kópavogi árið 1991 hafa verið
afhentar. Einnig var „Grænum
fjölskyldum" í Kópavogi veitt
sérstök viðurkenning fyrir at-
hyglisvert framtak í umhverfis-
málum í Kópavogi.
Fimm viðurkenningar voru veit-
ar fyrir gott og snyrtilegt um-
hverfi íbúðarhúsa. Haukur Hannes-
son frá Kiwanisklúbbnum Eldey
afhenti Jóhönnu Hauksdóttur og
Eiríki Viggóssyni viðurkenningu
fyrir garðinn að Fögrubrekku 43.
Oddur Helgason frá Lionsklúbbi
Kópavogs afhenti Hörpu Guð-
mundsdóttur og Ragnari Sigur-
jónssyni viðurkenningu fyrir garð-
inn að Neðstutröð 4. Angantýr
Vilhjálmsson frá Lionsklúbbinum
Munin afhenti Ólafíu K. Gísladóttur
og Atla Má Árnasyni viðurkenn-
ingu fyrir garðinn að Borgarholts-
braut 42. Kristján Ingimundarson
frá Rotaryklúbbi Kópavogs afhenti
Jóhönnu Stefánsdóttur og Guð-
mundi Karlssyni viðurkenningu
fyrir garðinn að Melgerði 9. Hauk-
ur Ingibergsson afhenti viðurkenn-
ingu frá umhverfisráði Kópavogs
fyrir vandaða hönnun og frágang
lóða við fjölbýlishús. Byggung
hlaut þessa viðurkenningu fyrir
fjölbýlishúsin Hlíðarhjalla 62-66 og
74-76. Það var Bragi Michaelsson,
framkvæmdarstjóri, er tók við við-
urkenningunni ásamt 4 fullrúum
íbúa húsanna, þeim Önnu Höllu
Emilsdóttur, Þorbjörgu Alberts-
dóttur, Sólveigu Valgeirsdóttur og
Ágústi Guðjónssyni. Að lokum af-
henti Einar E. Sæmundsen, garð-
yrkjustjóri Kópavogs, fulltrúum frá
hinum átta „Grænu fjölskyldum"
sérstaka viðurkenningu frá um-
hverfisráði Kópavogs. Þau sem
mætu fyrir hönd „Grænu fjöl-
skyldnanna" voru: Ingibjörg Elías-
dóttir, Árni Sigurðsson, Jóna Björk
Jónsdóttir, Ingvi Þór Loftsson, Ólöf
Guðmundsdóttir, Fjóla Finnsdóttir
og Linda Björk Hlynsdóttir.
Morganblaðið/Ámi Sæberg
Harpa Guðmunsdóttir, íris Lilja Ragnarsdóttir og Ragnar Sigur-
jónsson í garðinum að Neðstutröð 4.
Jóhanna Stefánsdóttir og Guðmundur Karlsson að Melgerði 9.
Hjartavænar pizzur
eftirHeimiL.
Fjeldsted
Hjarta- og æðasjúkdómar eru
algengasta banameinið og heilsu-
spillirinn meðal eldra fólks í heimin-
um í dag og ýmislegt bendir til að
aldurinn lækki sífellt hjá þeim sem
þessi vágestur nær til.
Hvernig verður brugðist við
þessu heilbrigðisvandamáli frekar
en þegar hefur verið gert sem hefur
kostað þjóðina slíkar fúlgur fjár að
með öjlu er ógerlegt að gera sér
grein fyrir og á eftir að kosta.
Talið er að áhættuþættimir séu
einkum sjö eftirfarandi:
1. Reykingar.
2. Hár blóðþrýstingur.
3. Mikil blóðfita (kólesteról.)
4. Offita.
5. Þjálfunarleysi.
6. Sykursýki.
7. Erfðir.
Að grípa til aðgerða gagnvart
flestum þessara þátta er einfalt mál
svo sem:
Hætta reykingum, fá lyf við of
háum blóðþrýstingi, breyta fæð-
unni, fara í megrun og hreyfa sig.
Að breyta fæðunni er kannski
hægara sagt en gert en vissir þætt-
ir í okkar daglegu fæðu eru æða-
kerfínu hættulegir og ætti að va-
rast þá fram í rauðan dauðann. Á
ég þar einkum við dýrafítuna, en
það er sú fíta sem harðnar við stofu-
hita eins og flestum er kunnugt.
Undirritaður hefur átt við of háa
blóðfitu að stríða um margra ára
skeið og engan veginn verið nægj-
anlega vel á verði gagnvart fæð-
unni og öðrum þeim þáttum sem
áhrif hafa á æðakölkun og fylgi-
kvilla hennar enda fengið rækilega
„Einnig vil ég skora á
Baulu að selja ostlíkið
í venjulegura matvöru-
verslunum svo við get-
um notað það við venju-
lega matargerð.“
áminningu. Áminningu sem að vísu
er holl því að loksins opnast augu
manns fyrir gildi þess að fara vel
með sig og láta ekki allt ofaní sig
þó niðurgreitt sé.
í okkar nútímaþjóðfélagi fer fólk
í æ ríkari mæli á matsölustaði þar
sem boðið er upp á rétti sem bæði
mikið og lítið er lagt í til að þjóna
smekk og fjárhag sem flestra. Einn
af mínum veikleikum var að fá mér
pizzu, annaðhvort á veitingastað
eða í næstu búð og taka með mér
Heimir L. Fjeldsted
heim. Þennan sið hef ég lagt af
vegna þess að hefðbundinn ostur
hentar mér ekki lengur vegna of
hárrar blóðfitu. Ég er sannfærður
um að svo er farið með fjölda manna
og er ég í reynd undrandi á að pizzu-
veitingastaðir og framleiðendur
skuli ekki bjóða upp á ostlíkið frá
Baulu sem kom á markaðinn sl.
vetur. En þar er á ferðinni venjuleg-
ur mozzarella-ostur nema hvað dýr-
afitunni er skipt út fyrir jurtafítu
sem ekki sest inn á æðar okkar.
í raun getur það ekki verið ein-
faldara fyrir pizzustaðina að spyrja
viðskiptavininn hvora ostategund-
ina hann vilji, þá hjartavænu eða
hina.
Einnig vil ég skora á Baulu að
selja ostlíkið í venjulegum matvöru-
verslunum svo við getum notað það
við venjulega matargerð svo sem
gratíneringu og fleira.
Fyrrverandi landbúnaðarráð-
herra gerði almenningi mikið ógagn
með fávisku sinni þegar hann út-
hrópaði ostlíkið sem eitthvert drasl.
Vonandi veit núverandi landbúnað-
arráðherra lengra nefí sínu í þessum
málum.
Höfundur er nyólkurfræðingur og
félagi í Landssamtökum
hjartasjúklinga.