Morgunblaðið - 14.08.1991, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991
Óróasamt í S-Afríku á síðustu dögum:
Um 20 manns féllu í
átökum blökkumanna
Jóhannesarborg. Reuter.
SEX menn féllu í fyrrinótt í sjálfstjórnarhéruðum blökkumanna
í Suður-Afríku í átökum á milli blökkumannahreyfinga. Fjórtán
menn féllu í átökum um helgina, en ofbeldið hefur nú sjatnað.
Alls hafa 1.281 menn fallið í átökum blökkumanna á fyrstu sjö
mánuðum þessa árs.
Um helgina féllu tíu menn í sjálf-
stjórnarhéraðinu Alexöndru í átök-
um á milli liðsmanna Inkatha-frels-
isflokks Zúlúmanna og Afríska
þjóðarráðsins (ANC). Að sögn vitna
gengu félagar í Inkatha um vopnað-
ir öxum, hvössum eggjárnum og
kylfum og réðust á fólk af handa-
hófi. Auk hinna tíu sem létust særð-
ust 41. Pjórir aðrir létust í átökum
annars staðar.
í gær fundust illa útleikin lík
fjögurra blökkumanna í Alexandra-
■ DHAKA - Hossain Mo-
hammad Ershad, fyrrverandi for-
seti Bangladesh, hefur hótað að
fremja sjálfsmorð ef ættingjar og
vinir fá ekki að heimsækja hann í
fangelsi. Opinbera fréttastofan BSS
sagði að Ershad hefði látið þau orð
falla við sérstaka yfirheyrslu fyrir
rétti á sunnudag að á endanum
myndi hann neyðast til að fremja
sjálfsmorð. Hann fengi ekki að tala
við nokkurn mann, ekki einu sinni
lögfræðing sinn, og hann fengi að-
eins eitt dagblað. Saksóknari segir
að fangelsisyfirvöld hafí takmarkað
réttindi Ershads eftir að hann
reyndi að smygla bréfum með lög-
fræðingi sínum, látið færa sér pen-
inga inn í fangelsið á ólöglegan
hátt og jafnvel reynt að ná fjármun-
um úr banka.
■ WASHJNGTON - Nærri tvöfalt
fleiri bandarískir hermenn féllu fyr-
ir skotum frá samheijum í Persa-
flóastríðinu en áður var talið. Sjó/i-
varpsstöðvamar NBC og CBS
greindu frá þessu á dögunum. í
fréttum þeirra sagði að rannsókn á
vegum bandaríska hersins hefði
leitt í Ijós að bandarískir hermenn
hefðu fellt 20 félaga sína af þeim
148 sem létu lífið í stríðinu í stað
11 eins og áður var talið. Af 458
særðum hermönnum var talið að
15 hefðu særst vegna skota frá
öðrum bandarískum hermönnum en
þeir reyndust vera fjórum sinnum
fleiri eða 60.
héraðinu og höfðu mennirnir
verið höggnir og stungnir. Tveir
létust einnig í átökum í héraðinu
Naibini.
Lögreglan í Suður-Afríku segir
að á fyrstu sjö mánuðum þessa árs
séu skráðar óeirðir 5.307 og að í
þeim hafi 1.281 menn fallið. A sama
tímabili í fyrra voru 10.056 óreirðir
skráðar og dauðsföllin voru 980.
Óeirðir í Suður-Afríku hafa kostað
10.000 manns lífið undanfarin fimm
ár.
Á föstudag féllu þrír nýnasistar
í átökum við lögreglu og hafa
stjórnvöld sagst munu taka hart
á því máli og að nýnasistarnir
eigi málsókn yfir höfði sér.
Reuter
Sandpokaburður fyrir sérsveitirnar
Ungir ísraelskir hermenn bera hér 150 kílóa þunga sandpoka á börum. Er þetta liður í prófí sem allir
þeir hermenn verða að ganga í gegnum sem vilja komast í fallhlífasérsveitir ísraelska hersins. Af svipbrigð-
um mannanna að dæma er það ekki auðleikið að verða valinn í þann hóp.
Formaður norska Hægriflokksins:
Brundtland hefur gert grund-
vallannistök í Evrópumálunum
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
EFTIR alla samstöðuna á fundi forsætisráðherra Norðurlanda í
Reyíyavík biðu Gro Harlem Brundtland pólitísk skammaryrði þegar
hún sneri heim á ný. Kaci Kullmann Five, formaður Hægriflokks-
ins, gagnrýndi forsætisráðherrann harðlega í gær fyrir hvernig hún
hefði haldið á Evrópumálunum.
„Norðmenn hljóta nú að hafa
lært að það getur farið illa ef menn
treysta blint á mat Gro Harlem
Brundtland á þróuninnni í Evrópu
og að sambönd hennar og frum-
kvæði nægi til þess að Evrópa dansi
eftir pípu formanns Verkamanna-
flokksins,“ sagði Kullmann Five á
miðstjómarfundi í Hægriflokknum.
Forsætisráðherrann hefði haldið
alrangt á málunum, ekki bara varð-
andi samningaviðræðumar um Evr-
ópska efnahagssvæðið (EES) held-
ur Evrópumálunum almennt.
Nefndi Kullmann Five fjölmörg
atriði þar sem hún taldi að Brundt-
land hefði gert gmndvallarmistök.
Hún hefði t.d. ranglega metið hvaða
áhrif það hefði að Svíar ætluðu að
ganga inn í Evrópubandalagið (EB),
möguleikana á fríverslun með fisk
og síðustu samtöl sín við Jacques
Delors, formann framkvæmda-
stjórnar EB, en að þeim loknum
taldi norski forsætisráðherrann víst
að hægt væri að greiða úr flækj-
unni.
Kullmann Five tók skýrt fram
að Hægrifiokkurinn myndi áfram
styðja tilraunir Norðmanna til að
ná sem hagstæðustum EES-samn-
ingum en sagði ljóst að flokkurinn
teldi nú tímabært að gera úttekt á
afleiðingum þess að sækja um aðild
að EB.
Loks gagnrýndi formaður
Hægriflokksins hvernig ríkisstjóm-
in hefði brugðist við atvinnuleysi í
landinu. Um 150 þúsund Norðmenn
em nú atvinnulausir en það er
hæsta tala síðan fýrir stríð.
Serbneskur skæruliðaforingi:
Vopnahléið verður
rofíð innan skamms
Belgrad, París. Reuter.
MILAN Martic, einn af yfir-
mönnum serbneskra skæruliða
Þýskaland:
Egon Krenz hefur störf
sem verðbréfamiðlari
ÞAÐ virðist ekki vera alveg útilokað fyrir fólk úr austurhluta
Þýskalands að detta niður á sniðug atvinnutækifæri jafnvel þó
að fortíð þeirra og fyrri starfsreynsla sé með misjöfnum hætti.
Að minnsta kosti hefur Egon Krenz, sem haustið 1989 skaut í
skamman tíma upp á stjörnuhimin austur-þýskra stjórnmála, ver-
ið ráðinn í háa stöðu lýá verðbréfamiðlarafyrirtæki í Berlín.
Þessi ráðning hefur komið Varpi einstaka sinnum en fyrir
mörgum á óvart ekki síst í ljósi
fyrri starfa og menntunar Krenz
en hann er m.a. einn af handhöf-
um Karl Marx-orðunnar. Krenz
var um árabil í miðstjóm austur-
þýska kommúnistaflokksins
(SED) og um nokkurra vikna
skeið, í lok ársins 1989, æðsti
maður Austur-Þýskalands.
Fall Egons Krenz úr valdastóli
var jafn hátt og fall austur-þýska
kerfísins. Hann neyddist til að
flytja úr glæsilegu húsi sínu í
Wandlitz, þar sem allir æðstu
menn Austur-Þýskalands áttu
heima, og bók sem hann skrifaði
með aðstoð annarra og bar nafnið
„Er múrarnir falla" náði ekki
nærri því jafn mikilli sölu og hann
hafði vonast til. Hafði hann helst
tekjur af því að koma fram í sjón-
slíkar uppákomur, sem voru frem-
ur sjaldgæfar, hlaut hann sem
greiðslu allt að 500 mörk.
Krenz, sem er skraddarasonur
frá bænum Kolberg, hefur kenn-
aramenntun og er sérhæfður í
marx-lenínískum samfélagsfræð-
um. Varla öðlaðist hann því mikla
haldbæra þekkingu á hinu kapít-
alíska kerfi á námsárum sínum.
Enda virðist þekking hans og
reynsla ekki vera ástæðan fyrir
ráðningunni. Ástæðurnar virðast
frekar vera af félagslegum rótum
sprottnar og einhvers konar borg-
aralegri vorkunnsemi forsvars-
manna verðbréfafýrirtækisins í
garð Krenz.
Gerd Breuer, yfirmaður fyrir-
tækisins sem réði Krenz til starfa,
segir í samtali við þýska dagblað-
ið Berliner Morgenpost að hann
hafi litið á það sem „áskorun" að
ráða Krenz. Menn megi ekki líta
á sig sem sigurvegara og Krenz
hafi átt í mikilli tilvistarkreppu.
„Hann var of ungur til að fara á
elliheimili og hann skammaðist
sín of mikið til að geta farið og
sótt atvinnuleysisbæturnar. Mér
finnst það ekki drengilegt að
greiða mönnum í slíkri aðstöðu
náðarhöggið," sagði Breuer.
Hann sagði að til að forðast
allan misskilning vildi hann taka
fram að Krenz myndi starfa að
málum sem tengdust vesturhluta
Þýskalands. Þetta væri með vilja
gert þar sem hann vildi ekki að
menn færu að velta vöngum yfír
því hvort nota ætti tengsl komm-
únistaleiðtogans fyrrverandi við
gamla valdahópa.
Þess má geta að það færist æ
meir í vöxt í þýskum dagblöðum
að tekið er fram þegar fyrirtæki
auglýsa eftir starfsfólki að fortíð
í kommúnistaflokknum sé engin
fyrirstaða.
Egon Krenz fyrrum leiðtogi
Austur-Þýskalands er nú orð-
inn verðbréfasali í Berlín. Hall-
að hafði undan fæti hjá Krenz
frá því að hann hrökklaðist frá
völdum og seldist m.a. bók hans
„Þegar múrarnir falla“ hrapal-
lega illa. Myndin var tekin þeg-
ar Krenz kynnti bókina á blaða-
mannafundi fyrir rúmu ári.
í Króatíu, sagðist í gær telja ljóst
að vopnahléið milli Serba og
Króata yrði rofið bráðlega.
„Vopnahléið mun ekki endast
lengi til viðbótar og stóri slagur-
inn hefst innan skamms,“ sagði
Martic í samtali við Reuters-
fréttastofuna.
Vopnahléi var komið á í síðustu
viku af forsætisráði Júgóslavíu og
hefur verið tiltölulega rólegt í land-
inu síðan þó að fylkingar hinna
stríðandi afla hafi af og til skipst
á skotum.
Fangaskipti sem samkomulag
hafði náðst um, og áttu að eiga
sér stað á mánudag, fóru út um
þúfur. Sökuðu báðir aðilar hinn
um að vilja skipta á venjulegum
föngum og „hryðjuverkamönnum".
Nefnd sem fýlgjast á með því að
vopnahléið sé virt hefur lagt til að
Króatar og Serbar sleppi einfald-
lega öllum föngum úr haldi á mið-
nætti 18. ágúst nk.
Stjórnvöld í júgóslavneska lýð-
veldinu Bosnia-Herzegovina sögðu
í gær að haldin yrði atkvæða-
greiðsla bráðlega í lýðveldinu um
hvemig framtíðarskipulag Júgó-
slavíu íbúar þess kysu helst. Bosn-
ía liggur á milli Serbíu og Króatíu.
Um 40% íbúa lýðveldisins eru
múhameðstrúarmenn, um þriðj-
ungur Serbar og um fímmtungur
Króatar.
Heimildir innan frönsku utanrík-
isþjónustunnar hermdu í gær að
Frakkar hefðu farið fram á það
við öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna kæmi saman til fundar um
Júgóslavíu og að Evrópubandalag-
ið (EB) héldi alþjóðlega ráðstefnu
um málefni landsins.