Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991
Veiðileyfagjald
er ótímabært
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Álsamningar í höfn?
Svo virðist, sem samningar
um byggingu nýs álvers
séu að mestu i höfn. Á blaða-
mannafundi, sem Jón Sigurðs-
son, iðnaðarráðherra, Jóhann-
es Nordal, formaður álvið-
ræðunefndar, og forstjórar
álfyrirtækjanna þriggja efndu
til í fyrradag, kom fram að
samkomulag hefur tekizt um
öll meginatriði milli samnings-
aðila. Forstjórar álfyrirtækj-
anna töluðu af bjartsýni og
hið sama gerðu íslenzku
samningamennirnir.
Þótt fullt tilefni sé til að
ætla að af byggingu hins nýja
álvers verði eftir fundinn, sem
haldinn var hér í fýrradag, er
þó ástæða til að undirstrika,
að engir samningar hafa verið
undirritaðir. Fyrr en samning-
ar hafa verið undirritaðir og
fjármögnun framkvæmdanna
er tryggð er ekki hægt að
ganga að því sem vísu, að
álverið rísi. Hins vegar sýnist
fátt geta komið í veg fyrir,
að svo verði.
í fréttum Morgunblaðsins í
dag kemur fram, að hugsan-
legt er, að sænska fyrirtækið,
sem hefur verið eitt þeirra
þriggja álfyrirtækja, sem
myndað hafa Atlantsálhópinn,
heltist úr lestinni. Ástæðan
fyrir því er ekki minni áhugi
fyrirtækisins á þátttöku en
áður, heldur rekstrarvanda-
mál móðurfyrirtækis þess.
Verði af því að sænska fyrir-
tækið dragi sig í hlé, má gera
ráð fyrir, að bandaríska og
hollenzka fyrirtækið skipti
þessu verkefni á milli sín eða
fái nýjan samstarfsaðila með
sér. Álla vega virðist þessi
hugsanlega breyting ekki
hafa áhrif á það, hvort af
framkvæmdum verður.
Álfyrirtækin hafa ekki
gengið frá fjármögnun þess-
ara framkvæmda. Ljóst virð-
ist, að íjármögnun þeirra er
ekki eins auðveld og hún hefði
verið fyrir nokkrum misser-
um. í þeim efnum er rætt um
veika stöðu bandarískra,
brezkra og japanskra banka,
bæði vegna samdráttar í efna-
hagsmálum í Bandaríkjunum
og Bretlandi og margvíslegra
vandamála, sem upp hafa
komið í bankarekstri í þessum
löndum öllum. Hins vegar tala
forstjórar álfyrirtækjanna af
bjartsýni um áhuga banka á
meginlandi Evrópu á fjár-
mögnun þessara fram-
kvæmda.
Hér á íslandi á eftir að
leggja málið fyrir Alþingi og
ræða efnislega um þá samn-
inga, sem gerðir hafa verið
við álfyrirtækin. Líklegt má
telja, að töluverðar sviptingar
verði í þeim umræðum og
vafalaust á gagnrýni eftir að
koma fram á ýmis efnisatriði
samninganna, svo sem raf-
orkuverð og fleira. Stjórnir
álfyrirtækjanna eiga einnig
eftir að samþykkja þessa
samninga. Það á því eftir að
ljúka ýmsum verkefnum áður
en samningar um þessa miklu
framkvæmd eru endanlega í
höfn.
Þrátt fyrir það er rík
ástæða til bjartsýni. Við ís-
lendingar þurfum mjög á
þessum framkvæmdum að
halda. Efnahags- og atvinnu-
líf hefur verið í stöðnun í of
langan tíma. Lífskjör hafa
versnað, þegar litið er yfír
nokkurra áratímabil. Kannski
höfum við haldið uppi fölskum
lífskjörum í langan tíma með
gegndarlausum erlendum lán-
tökum. Hugsanlegt er, að við
höfum talið sjálfum okkur trú
um, að uppsveifla væri meiri
í atvinnulífinu en raunveru-
lega hefur verið, með því að
halda uppi framkvæmdum,
sem við höfum engin efni á.
Eyðsla, sóun og flottræfíls-
háttur hefur einkennt þetta
þjóðfélag um of.
Bygging nýs álvers og
orkuvera í tengslum við það
mun virka eins og vítamíns-
sprauta á atvinnulífið. Stór-
aukin álframleiðsla á eftir að
skila miklum verðmætum inn
í þjóðarbúið. Nú þegar hillir
undir jákvæða niðurstöðu í
þessum viðræðum er tíma-
bært að huga að frekari verk-
efnum á þessu sviði. Við hljót-
um að halda áfram virkjun
fallvatnanna með samningum
um byggingu iðjuvera. I þeim
efnum er ómetanlegt fyrir
okkur íslendinga að njóta
starfskrafta manns á borð við
dr. Jóhannes Nordal, Seðla-
bankastjóra, sem býr yfir
þriggja áratuga reynslu á
þessu sviði, mikilli þekkingu
á mönnum og fyrirtækjum á
alþjóðavettvangi og nýtur
slíks trausts og virðingar með-
al erlendra viðmælenda okkar,
að ómetanlegt er fyrir þessa
litlu þjóð.
eftir Sigurð
Gunnarsson
Fiskveiðar hafa verið og eru
undirstaða lífsafkomu þjóðarinnar.
Ætla má, að sæmilegur friður þurfi
að ríkja um þann atvinnuveg, sem
er undirstaða lífskjara, með þeim
bestu í veröldinni.
Útgerðin og starfsmenn hennar,
sjómennirnir, hafa séð um og starf-
að við veiðarnar. Aðrir hafa lítið
haft með það að gera. Vegna mik-
illa framfara í veiðitækni og til-
komu afkastamikilla skipa varð svo
að takmarka veiðiheimildir, sem
löngum hafa verið fijálsar, með
vissum takmörkunum þó.
Stjórnmálamenn með litla þekk-
ingu á sjávarútvegi og embættis-
menn, sem betur eru þekktir af
öðru en fikti við útgerð og sjósókn,
hafa verið að þróa fiskveiðistjórn-
unarkerfi. Ein mistökin eftir önnur
hafa þessir menn gert og varla
haft við að leiðrétta, en samt hefur
miðað í rétta átt. Jafnvel síðasta
lagasetning, sem náðist fram með
„hrossakaupum“, er að vissu marki
til bóta, þrátt fyrir alvarlega ágalla,
eins og framsalsréttinn. Þar hefði
orðið meiri friður, ef önnur stjórn
en markaðslögmálið hefði fengið
að ráða. Raunar er það í engu sam-
ræmi við fyrstu greinina, sem ein-
hveijir „hrossaprangarar“ fengu
inn komið. Það eru dálítið sérkenni-
legar leiðirnar, sem sumir stjórn-
málamenn verða sér úti um til að
geta bitist við náungann.
Og svo bítast þeir
Maður skyldi ætla, að stjórnmál-
amenn hafi verið til þess kosnir
að stjórna landinu í friði við starfs-
fólk framleiðslunnar. En svo virðist
sem í þeim hópi séu menn, sem
hafa lagt sig í líma við að abbast
upp á fólk, bæði í sveit og við sjó.
Innbyrðis bítast þeir um eitthvert
svokallað „heiðursmannasam-
komulag" um stjórn framleiðslunn-
ar, hvort þar skuli ríkja hálfgert
eða algert „sovét-fyrirkomulag“ á
sumum sviðum en á öðrum skuli
jafnvel frumskógalögmálið alls
ráðandi. Að svona illdeilur skuli
vera fyrir hendi þegar þörfin fyrir
samstöðu er mest, m.a. vegna
hugsanlegra EES-samninga, er
venjulegum manni illskiljanlegt.
Áð eitthvert annað fiskveiði-
stjómunarkerfí en núverandi kerfi
sé með einhveijum hætti betra er
vandséð. Með góðum samstarfs-
vilja er hægt að bæta núverandi
kerfi og um það verður að nást
sátt, ef á annað borð á að vera
friður í iandinu um stjórn fisk-
veiða. Eitt er víst, hvað sem öllu
öðru líður, að ekki þýðir að ætla
að troða upp á hagsmunaaðila ein-
hveiju kerfi, sem þeir sætta sig
ekki við. Til að samstaða náist
þarf mikla vinnu og hana á ekki
að spara. Illindi og upphlaup í and-
stöðu við þolendur kerfisins gera
það ónýtt. Eitt enn: Öll veiðistýr-
ingarkerfi eru takmarkandi og öll
koma þau til með að hafa galla.
Þolinmæði er nokkuð sem þarf til
að koma núverandi kerfi í viðun-
andi horf.
Fiskveiðarnar, Ijöregg þjóðar-
innar, er brothætt. Stjórnmála-
menn og aðrir, sem um það fjalla
ættu að láta ógert að nota það í
sínum „tröllskessuleikjum".
Auðlindaskattur,
veiðileyfagjald
Auðlindaskattur hét það, nú
heitir það víst veiðileyfagjald. Slíkt
gjald nýtist engan veginn við stjórn
fiskveiða. Er bara skattur, fyrst
og fremst landsbyggðarskattur til
að bjarga ríkisútgjöldunum.
Fyrsta grein fiskveiðistjórnun-
arlaganna gerir ekki ráð fyrir neins
konar veiðileyfagjaldi og gefur alls
ekki tilefni til þess óhemjugangs,
sem einkennt hefur suma hug-
myndafræðinga auðlindaskattsins.
Í dag stendur útgerðin frammi fyr-
ir miklum skerðingum veiðiheim-
ilda, svo alvarlegur samdráttur
mun verða í veiðum, vinnslu og
útflutningi sjávarafurða.
Tekjuskerðing sjómanna er.
áætluð 150-200 þúsund krónur pr.
sjómann. Hliðstæð skerðing verður
á tekjum útgerðar og fiskvinnslu.
Undir slíkum kringumstæðum er
veiðileyfagjald út í hött og ekki
nema von, að hæstvirtur sjávarút-
vegsráðherra segi, að ný skattlagn-
ing á hendur útgerðinni sé úti í
hafsauga.
Sérkennileg rök
Hugmyndafræðingar veiðileyfa-
gjalds hafa gagnrýnt kvótasölu í
núverandi mynd og lýst því glap-
ræði hvernig kvótinn muni með
þeim hætti færast á fáar hendur.
Svo tala þeir um nauðsyn á samein-
ingu veiðiheimilda og að slík sam-
eining gangi alltof hægt. Veiði-
leyfagjald á að neyða þá illa stæðu
til að selja. Vita þeir ekki, blessað-
ir, að í báðum tilfellum kaupa þeir,
sem hafa til þess fé eða aðgang
að því? Það breytir engu hvort sam-
eining veiðiheimilda gengur hægt
eða hratt, í báðum tilfellum eign-
ast sömu mennirnir veiðiréttinn.
Hvernig veiðileyfagjald á að koma
í veg fyrir að kvótinn færist á fáar
hendur er erfitt að skilja, nema
önnur stjórn en markaðslögmálið
eigi til að koma.
Að útgerðin fái veiðileyfi ókeyp-
is er ekki rétt. Um árabil hafa
menn þurft að greiða fyrir þau.
Fiskveiðarnar hafa hinsvegar verið
fijálsar í 1100 ár og reyndar ókeyp-
is og verður ekki séð að sú ráðstöf-
un hafi leitt glötun yfir land og
fólk.
Að flotinn hafi ekki minnkað er
vissulega rétt, en stundum þarf
þolinmæði til að koma hlutunum
fyrir í framtíðarfarvegi og það er
vel framkvæmanlegt án afskipta
þeirra, sem lítið eða ekkert þekkja
til útgerðar af eigin reynslu.
Að tala um auðsöfnun vegna
kvótasölu er út í hött. í raun eru
flestir í neyð að selja frá sér lifi-
brauðið, vegna of mikilla skulda,
sem a.m.k. sumar stafa af stór-
skertum aflaheimildum. Þannig
hefur mönnum tekist að bjarga
heimilum sínum frá gjaldþroti með
því að gefa frá sér ævistarfið, sum-
ir útslitnir, aldraðir menn. Gróða-
sölumenn heyra til undantekninga.
Og gróðinn er samviskusamlega
skattlagður.
Þá tala hugmyndafræðingar
veiðigjaldsins og taglhnýtingar
þeirra um óhagkvæm skip, sem
verði að losna við úr flotanum.
Hver eru þessi skip? Eru það ein-
stök skip úr hinum ýmsu skipa-
flokkum eða eru þetta heilu skipa-
flokkarnir og ef ekki, af hvaða
stærð og gerð eru þessi skip? Hver
hefur reiknað út hagkvæmni og
óhagkvæmni þessara skipa? I
hveiju er óhagkvæmnin fólgin?
Hver veit hvaða gerðir og stærðir
skipa koma til með að henta eftir
t.d. 5-10 ár? Aðstæður í náttúrunni
hafa enga hugmyndafræðinga í
sinni þjónustu og spyija ekki um
álit þeirra, en þessi sama náttúra
á það til að koma ansi flatt upp á
mannskapinn og gerir þá ýmsum
erfitt fyrir, sem áður gerðu það
gott.
Ljóst er, að veiðileyfagjald krefst
breyttrar gengisstefnu með tilheyr-
andi „góðgæti." Sýnist þá fast-
gengisstefnan harla haldlítil.
Þjóðarhluturinn, hagræðing
Hlutaskipti eru þau býti, sem
sjómenn ráða sig upp á. Þjóðarhlut-
urinn frá framleiðslunni er sú auð-
legð, sem stendur undir velferð
þjóðarinnar og er hún ekki síst frá
fiskveiðunum komin.
í heil 16 ár, nú tiltölulega nýlið-
in, varð hagræðing í sjávarútvegi
er svaraði helmings afl<astaaukn-
ingu á hvern starfandi sjómann.
Lífskjarabatinn af þessari hagræð-
ingu varð gífurlegur og gleymist
nú í umræðunni um enn meiri hag-
ræðingu, sem er vissulega fram-
kvæmanleg. Útgerðin og vinnslan
þurfa hinsvegar að fá tækifæri og
vinnufrið fyrir alls kyns ótímabæru
kjaftæði til að koma á þeirri hag-
ræðingu, sem þörf er á, án þess
að fórna heilu sjávarplássunum á
altari einhvers konar hjáguðadýrk-
unar hagræðingarfljótræðis. Allt
verður nefnilega að hafa sinn tíma
og þolinmæði þarf til og aðgát alla.
Sá er þetta ritar vill gjarna heyra
nefnda hagræðingu í fleiri greinum
athafnalífsins en útgerð og vinnslu.
T.d. væri gaman að frétta af hag-
ræðingu og auknum afköstum á
mann í þeim atvinnugreinum, sem
talsmenn svokallaðs veiðigjalds til-
heyra. Það á ekki bara að hagræða
í framleiðslunni. Þjónustan verður
líka að hagræða. Hver er sú hag-
ræðing í opinberum rekstri, sem
stendur hagræðingu í sjávarútvegi
á sporði? Hver er afkastaaukningin
á mann í stjórnkerfinu, já og Seðla-
bankanum? Hæstv. utanríkisráð-
herra hefur reyndar frætt þjóðina
um helstu dægrastyttingu starfs-
fólks bankans. Þó taka beri fullyrð-
ingar ráðherrans með afföllum, þá
verður ekki að óreyndu með öllu
fram hjá þeim gengið.
Þjónustan við útgerðina
Talsmenn veiðileyfagjaldsins
hafa nefnt 2,9 milljarða, sem fari
í þjónustu við fiskiflotann. Stærsti
pósturinn tilheyrir hafnarmálum.
Vita blessaðir mennirnir ekki, að
til eru vöruhafnir, lítt tilheyrandi
fiskiflotanum? Vita þeir ekki, að
flotinn greiðir til hafnanna 0,85%
af brúttóafla auk annarra hafnar-
gjalda? Höfn er ekki bara fyrir
fiskibáta. Höfn er lífæð byggðar-
lagsins.
Svo er það Landhelgisgæslan.
Það er nú líka löggæsla á þurru
landi og ekki veit undirritaður til
þess, að sjávarútvegurinn sé stikk-
i'rí varðandi þátttöku í kostnaði við
þá gæslu.
Hvað Hafró varðar, þá hefur það
gerst í fyrsta sinn, að trúnaðar-
brestur hefur orðið milli stofnunar-
innar og útgerðarinnar. Að fiski-
flotinn taki við Hafró gæti sýnst
góður kostur, enda yrði þá ríkis-
kassinn þar enginn milliliður. Væri
þá hægt að bjóða hafrannsóknirnar
út og sjá hvernig til tekst.
Að fara öfugt að
Veiðileyfagjald er hinsvegar alls
ekki með öllu fráleitt. Við núver-
andi aðstæður er það með öllu úti-
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991
21
Sigurður Gunnarsson
„ Auðlindaskatt má
aldrei upp taka. Hann
er ranglátur, m.a. fyrir
þá sök, að heiðarlegir
menn gætu alfarið úti-
lokast frá útgerð vegna
kaupa ófyrirleitinna
manna og jafnvel út-
lendinga — (í gegn um
íslenska leppa) á þeim
kvóta sem til útdeiling-
ar væri.“
lokað. Það væri að fara öfugt að
ef slíku gjaldi væri nú komið á.
Á öllu landinu eru örfá vel stæð
útgerðarfyrirtæki. Önnur eru í
sæmilegu lagi og geta með góðum
vilja bjargað sér í vel stæð fyrir-
tæki fái þau til þess frið og sann-
gjarna meðhöndlun af hálfu stjórn-
valda. Fram að þessu hefur útgerð
og vinnslu verið ótæpilega haldið
í skefjum bæði með vafasamri
gengisskráningu og enn vafasam-
ari vaxtapólítík. Fyrir hendi þurfa
að vera þær aðstæður, að reka
megi framleiðsluna á heilbrigðan
hátt. Þá skapast möguleikar fyrir
þá verr stæðu, að sameinast og
hagræða í rekstri, þannig að við-
komandi fyrirtæki séu útboðshæf
á almennum hlutabréfamarkaði og
að sparifjáreigendur geti átt góða
hagnaðarvon í hlutabréfakaupum
í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækj-
um. Til að svo megi verða þarf að
sleppa öllum nýjum sköttum svo
ekki sé meira sagt. Það er til ævar-
andi hneisu hvernig hefur verið að
sjávarframleiðslunni staðið, að ekki
skuli vera nema örfá fyrirtæki í
greininni, sem njóta álits á hluta-
bréfamarkaði.
Á sama tíma og aðrar þjóðir
styrkja sinn sjávarútveg er með
öllu útilokað að eyðileggja sam-
keppnishæfni íslenskrar sjávar-
vöruframleiðslu á erlendum mörk-
uðum. Aukin samkeppnisaðstöð-
una, sem myndi þýða minni fram-
leiðni, ef illa færi og um leið lak-
ari lífskjör í landinu.
Sú tíð er ekki í sjónmáli næstu
ár, að veiðileyfagjald verði með
réttu upp tekið. Hitt er annað mál
hvað gerðist ef sjávarútvegsfyrir-
tækin í landinu væru komin í þá
stöðu að vera almennt fullgild á
hlutabréfamarkaði og fýsilegur
kostur að fjárfesta í.
Auðlindaskatt má aldrei upp
taka. Hann er ranglátur, m.a. fyrir
þá sök, að heiðarlegir menn gætu
alfarið útilokast frá útgerð vegna
kaupa ófyrirleitinna manna og
jafnvel útlendinga — (í gegn um
íslenska leppa) á þeim kvóta sem
til útdeilingar væri. Þannig gæti
byggðin í landinu riðlast og farið
að einhveiju eða verulegu leyti í
eyði, til skammar og skaða fyrir
allt þjóðfélagið.
Er ráð að afnema vísitölu-
bindingu fjárskuldbindinga?
eftir Björn
Matthíasson
Nýleg vaxtahækkun bankanna hef-
ur aftur vakið upp þá spurningu ann-
ars vegar, hvort vísitölubinding fjár-
skuldbindinga eigi enn einhvem rétt
á sér og hins vegar, hvort síðustu
vaxtahækkanir hafí á einhvern hátt
verið réttlætanlegar.
Til þess að menn geti gert sér grein
fyrir, hvernig vextir ákvarðast, þarf
helst að skipta þeim í þijá þætti. í
fyrsta lagi eru það grunnvextir sem
er sú þóknun sem lánveitandi fær og
skuldari borgar fyrir notkun á lánsfé,
án tillits til verðbólgu eða áhættu.
Þetta væru þeir vextir sem gulltrygg-
ur skuldari (t.d. ríkissjóður) greiðir
við skilyrði 0% verðbólgu. Annan þátt-
inn getum við kallað verðbólgubót
en það er sá þáttur sem skuldari greið-
ir og lánveitandi fær fyrir það að verð-
lag hækkar á lánstímanum og rýrir
þar með kaupmátt upphaflega lánsfj-
árins. Á vísitölutryggðum lánum er
þessi þáttur reiknaður með lánskjara-
vísitölu, en á óverðtryggðum lánum
er það algengast að lánveitandi reyni
að geta sér til um þann vaxtafót sem
hann verður að krefjast til að hafa
vaxtatekjur og höfuðstólsuppbót
a.m.k. til jafns við það sem hann hef-
ur fengið með vísitölutryggingu. Þriðji
og síðasti þátturinn er e.t.v. sá mikil-
vægasti fyrir þessa umræðu, en það
er sjálf áhættuþóknunin. Henni má
skipta í tvennt. Annars vegar þóknun
til lánveitanda fyrir áhættu af lántak-
anum. Hjá tryggum lántaka væri sú
þóknun lítil en hún yxi eftir því sem
áhættan af lántakandanum yrði meiri.
Hins vegar er það þóknun fyrir þá
áhættu að verðbólguforsendur þær
sem áætlaðar eru á bak við annan
þáttinn hér að ofan, verðbólgubótina,
kunni að bregðast. Ef lánveitandi hef-
ur t.d. áætlað verðbólgu 10%, en hún
verður í raun 13%, vill hann tryggja
sig með áhættuþóknun til að hann
tapi ekki á að hafa vanmetið verðbólg-
una. Vekja ber athygli á að á vísitölu-
láni er þessi áhætta engin fyrir lán-
veitanda, þar sem vísitölubindingin
veltir allri ábyrgðinni yfir á lántaka.
Þetta er einmitt það sem bankarnir
telja sig vera að gera, þ.e. þeir hafí
vanmetið verðbólguna á undanförnum
mánuðum, hækki nú vextina til að
bæta fyrir þetta vanmat á liðinni tíð,
auk þess sem þeir telja sig líklega sjá
meiri verðbólgu framundan og vilja
meiri verðbólgu framundan og vilja
tryggja sig gagnvart henni. M.ö.o.,
þeir eru að láta greiða sér áhættuþátt
vaxta bæði fyrir fortíð og framtíð.
Þetta getur vel skýrt óánægju for-
sætisráðherra, sem telur þessa vaxta-
hækkun allt of mikla við núverandi
verðlagsaðstæður, en hann tekur
sjálfsagt mið af verðbólguferli nútíðar
og náinnar framtíðar eingöngu.
Öll þessi umræða tvinnast inn í
þann vanda sem bankarnir standa
frammi fyrir að þeim er gert að lána
án vísitölubindingar sé lánstíminn
skemmri en þijú ár, en á móti bjóða
þeir innlán sem eru vísitölubundin og
samt til mun skemmri tíma. Þetta
beinir athyglinni að því hvort það
hafi verið viturleg ákvörðun á sínum
tíma að setja vísitölubindingunni þess-
ar þriggja ára skorður. Fyrrverandi
ríkistjórn setti þessi tímamörk af því
að innan hennar var mikil andstaða
gegn vísitölubindingunni, og taldi
hún, að með því að banna vísitölubind-
ingu lána til skemmri tíma en þriggja
ára gæti hún stuðlað að lægri vaxta-
kostnaði fyrir lántaka. Mér sýnist að
á bak við þetta vísitölubann leynist
sú von að með banninu geti lántakar
snúið aftur til þeira „gömlu góðu
daga“ þegar vextir voru lágir, verð-
bólga hærri en vöxtunum nam og lán-
takar gætu hagnast á verðbólgunni.
Hins vegar er þess ekki að vænta
að vaxtakostnaður lækki við slíkt
bann og er ástæðuna að finna í ofan-
greindri þrískiptingu vaxtanna.
Overðtryggðir vextir verða nefnilega
ávallt að innihalda þátt sem tryggir
lántaka fyrir meiri verðbólgu en hann
bjóst við í upphafi lánstímans. Því eru
óverðtryggðir vextir oftast nokkuð
hærri en verðtryggðir vextir, þótt það
kunni að snúast við á þeim tímum
þegar verðbólga fer fram úr vænting-
um. Þann 8. ágúst birtist einmitt ág-
ætt línurit í grein hér í blaðinu eftir
Tómas Hansson hagfræðing um vexti
sem sýndi að óverðtryggðir vextir
liggja nær alltaf vel yfir verðtryggðum
vöxtum.
Af þessu verður að draga þá álykt-
un að fyrrverandi ríkisstjórn hafi tek-
ið ranga ákvörðun, er hún reyndi að
takmarka vísitölutiyggingu við lán til
lengri tíma en þriggja ára. Ávkörðun-
in hækkaði vaxtakostnað lántaka,
ekki öfugt, auk þess sem hún jók á
misvægisáhættu banka milli eigna
þeirra og skulda. Sú misvægisáhætta
kostar bankana fé, sem þeir til lengd-
ar lætur munu velta yfir á sparifjár-
Björn Matthíasson
„Það er ekki eins mikið
töfrabragð og margir
kunna að halda að
reyna að strika yfir vís-
itölubindinguna og af-
nema hana með vald-
boði.“
eigendur og lántaka með einhvetju
móti. Sterk rök hníga því að þeirri
niðurstöðu að þetta þriggja ára bann
beri að afnema eða stytta verulega.
Hví vísitölubinding?
Ég er oft spurður að því af hveiju
við Islendingar ættum að vera að
halda í vísitölubindingu fjárskuldbind-
inga þegar nágrannaþjóðir virðast
komast af án hennar að mestu. Sá
misskilningur virðist útbreiddur að
erlendis sé vísitölubinding fjárskuld-
bindinga bönnuð. Sú er ekki raunin.
(Finnland er undantekning.) Yfirleitt
er reglan sú í flestum þróuðum mak-
aðsríkjum að hvaða tveir aðilar sem
er geti gert með sér lánssamning þar
sem kjörin eru bundin vísitölu eða
ákveðnum verðfæti, svo sem gengi
eða gullverði. Mjög algengt er að
binda vexti ákveðnum, viðurkenndum
vaxtafæti. Svokallaðir LIBOR vextir
eru þekkt fyrirbrigði, en það eru út-
lánsvextir milli banka í London (Lon-
don Interbank Offered Rate), og er
nokkuð stór hluti af erlendum skuld-
um ríkissjóðs einmitt bundin LIBOR
vöxtum.
Þegar LIBOR vextir eru skoðaðir
yfir lengri tíma, kemur fljótt í ljós að
þeir liggja vel yfir verðbólgu og fylgja
henni upp og niður, þótt þeir geri það
ekki endilega frá mánuði til mánaðar.
Þeir hafa tilhneigingu til að hækka
strax þegar verðbólgublikur eru á lofti
og taka þannig mið af framtíð, gagn-
stætt lánskjaravísitölu okkar sem tek-
ur mið af fortíð eingöngu. í raun eru
LIBOR vextir eins konar vísitöiu-
trygging, þar sem lánveitandi er nokk-
uð tryggur fyrir því að slíkir vextir
færi honum grunnvexti og verðbólgu-
bót. Slíkir vextir eru oftast endurskoð-
aðir á þriggja til sex mánaða fresti,
þannig að vaxtakostnaður lántaka er
mjög breytilegur eftir verðbólguað-
stæðum hveiju sinni. Aðrir slíkir við-
miðunarvextir eru líka fyrir hendi og
mynda þeir grundvöll að fjármagns-
mörkuðum einstakra landa, t.d. Min-
imum Lending Rate í Bretlandi eða
Prime Rate í Bandaríkjunum. Líkt og
LIBOR hækka þeir. og lækka mjög í
takt við verðbólgu.
Hér geta allir séð að í LIBOR vöxt-
unum er á ferðinni einskonar ígildi
vísitölutryggingar, þannig að verð-
trygging fjárskuldbindinga er í raun
miklu útbreiddari erlendis en í fyrst
er talið. Erlendir markaðir bjóða einn-
ig upp á fasta vexti til langs tíma,
en sá lánamarkaður er yfirleitt miklu
minni en markaður fyrir lán á breyti-
legum vöxtum, auk þess sem fastir
vextir eru yfirleitt hærri en breytileg-
ir vextir á hveijum tíma.
Þetta er rætt hér í þeim tilgangi
að sýna fram á að það er ekki eins
mikið töfrabragð og margir kunna að
halda að reyna að strika yfir vísitölu-
bindinguna og afnema hana með vald-
boði. Slíkt framkallar ekki endilega
nýjan og betri fjármagnsmat'kað.
Besta ráðið til að afnema vísitölubind-
ingu er að halda verðbólgu í lágmarki
yfir langan tíma, því þá má e.t.v.
búast við að eftirspurn eftir vísitölu-
bindingu geti hjaðnað af sjálfu sér
án valdboða ofan frá. Væri þá hægt
að ætla að fjármagnsmarkaður Is-
lands mundi leita í sama far og erlend-
ir fjármagnsmarkaðir, mynda sér nýj-
ar venjur með tímanum og nýjar
vaxtaviðmiðanir sem mundu koma í
staðinn fyrir vísitölukjörin.
Höfuntiur er hagfræðingur
starfandi í fjármálaráduneytinu.
Ný þjóðargjöf:
Fiskimiðin
eftir Einar
Stefánsson
Margir muna eftir þjóðargjöfínni
1974, sem þjóðin gaf landinu og
sauðkindin át. Nú er komin til ný og
veglegri þjóðargjöf: Þjóðin ætlar að
gefa nokkrum góðum mönnum sína
helstu auðlind, fiskimiðin. Hugmyndin-
er að gefa þessum fáu einstaklingum
sameiginleg auðæfi þjóðarinnar, svo
sumir þeirra geti síðan selt þau gegn
greiðslu til annarra útgerðarmanna,
sem nýta fiskimiðin.
Sannanlega er réttur til að veiða
fisk í íslenskri lögsögu verðmætur og
gengur þessi réttur kaupum og sölum
fyrir talsvert fé. Það virðast allir
mega selja þennan rétt nema eigendur
hans, þjóðin öll.
Ríkissjóður er sameiginlegur
sjóður þjóðarinnar
Sú hugmynd hefur sést á prenti,
að betra sé að útgerðarmenn fái sölu-
hagnað fiskimiðanna en þjóðin, vegna
þess -að þjóðin yrði að setja sinn pen-
ing í ríkissjóð og sú botnlausa hít
fari svo illa með fé að því sé betur
kastað á glæ. Vissulega skyldi var-
ast, að veiðileyfagjald verði til þess
að auka umsvif ríkissjóð, en bein leið
til þess er að Iækka skatta á almenn-
ing sem nemur tekjum af veiðileyfa-
sölu. Það er alls ekki fráleitt miðað
við núverandi markaðsverð á veiði-
leyfum, að það mætti draga úr eða
leggja af tekjuskatt einstaklinga. Einu
sinni höfðu núverandi stjórnarflokkar
áhuga á því að Ieggja niður tekju-
skatt til ríkisins. Annar möguleiki er
að nota tekjurnar til að greiða niður
erlendar skuldir þjóðarinnar.
Kvóti upp á hlut
Ein rök kvótavarnarliðsins hafa
verið þau, að (vondir) peningamenn,
og þeir sem hafa aðgang hafa að fé
sjóðakerfísins, muni kaupa upp öll
fiskimiðin í krafti fjármagns. Þessi
hætta er hugsanleg ef veiðileyfin eru
greidd fyrirfram. Hins vegar liggur
beint við að selja veiðileyfin á þeim
kjörum að kaupandi greiði tiltekna
upphæð á hvert veitt kílógramm af
fiski og greiði það við löndun eða
sölu á fiskmarkaði. Þannig þyrfti út-
gerðin ekki að fjármagna veiðileyfa-
kaupin, heldur greiddi hún eigendum
Einar Stefánsson
fiskimiðanna hlut eftir á. Rekstraraf-
koman myndi ákveða hversu háa
veiðileyfisleigu útgerðin gæti borgað,
ekki aðgangur að fjármagni.
Markaðskerfið eða sósíalismi
Eitt grundvallaratriði markaðskerf-
is er, að verðmæti, hvort sem eru
vörur, þjónusta eða réttindi, séu seld
á markaðsverði. Það truflar markað-
skerfið ef ríkið (eða aðrir) koma því
tit leiðar í skjóli valds eða einokunar
að hlutir séu seldir á uppsprengdu
verði eða langt undir markaðsverði.
Það er allsendis óskiljanlegt hvernig
það að gefa fiskimið getur kallast
markaðshyggja. Sömuleiðis er hryggi-
legt að þeir talsmenn markaðshyggju,
sem hafa mælt með sölu veiðileyfa á
markaðsverði hafa mátt sitja undir
óréttmætum ásökunum um sósíal-
isma.
Reyndar er gjafakvótakerfið þess
eðlis að það líkist hvorki markaðs-
kerfi né sósíalisma. Hins vegar er
næsta ótrúlegt að hve mörgu leyti
gjafakvótakerfið líkist lénsskipulagi
miðalda. Konungar miðalda úthlutuðu
ókeypis til vildarmanna sinna þeim
auðæfum sem þá voru mest, þ.e. land-
búnaðarhéruðunum. Lénsherrarnir
nýttu síðan lendurnar með tilstilli leig-
uliða. Úthlutun bróðurparts okkar
auðæfa, fiskimiðanna, til tiltölulega
fámenns hóps einstaklinga er alveg
sambærileg og ekkert hindrar að þau
gangi í arf rétt eins og lénin á miðöld-
um.
Hagur og siður
Margir fræðimenn hafa rökstutt að
sala eða leiga veiðileyfa stuðli að
hraðri hagræðingu í sjávarútvegi og
útgerðin geti lagað sig að slíku kerfi
á 5-10 árum. Vissulega er deilt um
þessi atriði og ekki á valdi leikmanns
að leggja dóm á hin efnahagslegu
atriði. Hitt getur hver leikmaður séð,
að það er siðlaust að gefa fáeinum
einstaklingum þá auðlind, sem ræður
mestu um hag okkar, barna okkar og
komandi kynslóða.
liöfundur er prófessor við Háskóla
Islands.
Ilöfundur er trillukarl á Húsavík.