Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991 fclk f fréttum Morgunblaðið/Þorkell Meðferð björgnnarbáta æfð á Kolla- firði um helgina. Sigmaður á klettasnös á æfingu unglinga- landsmóts SVFI. ÆFINGAR UNGLINGASVEITA SVFÍ Áhersla lögð á mikilvægi hópvinnu Æfingar unglingasveita Slysa- vamafélags íslands eru orðnar árlegur viðburður. Um síð- ustu helgi vom hátt á annað hundr- að unglingar víðs vegar að áf landinu við æfingar í Kollafirði á vegum félagsins. Unglingarnir sem voru á aldrinum 13 til 18 ára tjölduðu í landi Mógils- ár á Kjalarnesi á föstudagskvöldið. Æft var af kappi allan laugardag- inn en um kvöldið var varðeldur og fitllli BYGGINGAUST TIL VEGS Á NÝ... MEGA bárulaga álið ryðgar ekki né tærist. Til afgreiðsiu strax. Mjög gott verð. SPARAÐU VtÐHALD notaðuAl Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Rcykjavfk Pósthólf 1026, 121 Reykjavík. Sími 91-680606. Fax 91-680208. kvöldvaka. Æfingunum lauk upp úr hádeginu á sunnudag og fóru þátttakendur heim þreyttir en án- ægðir að sögn Þórs Magnússonar fulltrúa í Björgunardeild Slysavarn- afélagsins. Þór segir að æfingar unglinga- deildanna séu ákaflega mikilvægar fyrir björgunarstarf í landinu. „Áhersla er lögð á hópstarf og ungl- ingarnir læra að björgunarstörfin byggjast á góðri samvinnu en ekki hetjudáðum einstakra manna“, seg- ir Þór. Þór segir að unglingarnir sem æfðu leit, meðferð björgunarbáta, bjargsig og fleira verði fullgidir meðlimir Slysavarnafélagsins við 18 ára aldur og félaginu sé mikill fengur að fá til liðs við sig fólk sem hefur jafn mikinn áhuga og þessir krakkar. Það vom slysavarnadeildirnar í Mosfellsbæ og Hafnarfirði sem sáu um mótið, en þátttakendur auk heimamanna komu frá Seltjarnar- nesi, Sandgerði og Grindavík, Sel- fossi, Homafirði, Neskaupstað, Egilsstöðum, Vopnafirði, Dalvík, Sauðárkróki, Blönduósi, Flateyri og einn þátttakandi kom frá Þorláks- höfn. ÚTSALA Lagerútsala ó skóm o.fl. Mikíð laagn 3í skóai. Bíömki, gíú ma. Sumarskór - vetrarskór. íþróttaskór: Fótboltaskór, ballettskór, hlaupaskór, skíðaskór, golfskór o.fl. Einnigfatnaður: Jakkar, buxur, skyrtur, peysur. Búsáhöld. Opiö Irá kl. 13-19 - laugardaga kl. 10-14 Dugguvogi 12 Lagerútsalan, Dugguvogi 12. Opid kl. 13-19, laugardaga kl.10-14 Frá athöfninni. Sonur Halls, Thomas David, festir tignarmerkin á föður sinn en bandaríski sendiherrann á Islandi, Charles F Cobb, óskar flotaforingjanum til hamingju. KEFLA VÍ KURFLU G V ÖLLUR Yfirmaður Varnarliðsins hækkaður í tign Thomas F. Hall flotaforingi, sem gegnt hefur stöðu yfirmanns Varnarliðsins undanfarin rúm tvö ár, hlaut tignarhækkun við hátíð- lega athöfn á Keflavíkurflugvelli hinn 7. ágúst síðastliðinn. Hall fæddist í Oklahóma, hann brautskráðist frá Háskóla banda- ríska flotans árið 1963 og hlaut síðar meistaragráðu frá George Washington-háskóla. Hánn lauk flugþjálfun 1964, starfaði síðan um langt skeið við kafbáta- og skipaeft- irlit á P-3 Orion-flugvélum og hafði þá meðal annars bækistöð á Kefla- víkurflugvelli. Hall hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á 28 ára ferli sínum sem sjóliðsforingi og átti meðal annars sæti í herráði yfírforingja flotans í Washington. Eftir stöðuhækkunina nú er Hall orðinn tveggja stjörnu flotaforingi en tignargráður bandarískra hers- höfðingja og flotaforingja eru fjór- ar. LÝTALÆKNINGAR Stolt af því að vera „ekta“ Breska leikkonan Emma Samms, sem hefur látið að sér kveða í hlutverki Falon Carrington í þátta- röðinni Dynasty hin seinni misseri segir að Hollywood hafí komið sér á óvart á margan hátt og ekki alltaf endilega skemmtilega á óvart. Þann- ig segir hún að íjöldi og tíðni andlits- lyftinga og almennra útlitsbreytinga sem fólk gefur sig út í hana komið sér mjög á óvart. „Það erákveðin „týpa“ í tísku í borginni, konurnar eru rasslausar, með stór bijóst og nett og smáfrítt andlit. Ég lenti í því um daginn, að karlmaður nokkur sem ég þekki vel tók utan um mig og þrýsti mig að sér. Á meðan hann gerði það stundi hann, „nei, alvöru bijóst, hvað er nú það!“ Þetta segir alla söguna, gervibijóstin tröllríða öllu og það eru ótrúlega margar leikkonur sem gefa sig í slíkt. Ég er stolt af því að vera „ekta“. Ef ég væri spurð hvort að mér þætti koma til greina að leita til lýtalæknis til að laga bijóst, rass- inn eða andlitið þá hefði ég trúlega svarað játandi ef ég væri enn tvítug. En ég er orðin 31 árs gömul og búinn að sjá svo margar mislukkað- ar aðgerðir af því tagi í gegn um tíðina að mér dytti aldrei til hugar að taka slíka áhættu með líkama minn, segir ungfrú Samms. Ungfrú Emma Samms. Blomberg þvottavélamar hlutu hin ettirsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Við bjóðum nú gerð WA-230 með kostum, sem skapa henni sér- stöðu: * Tölvustýrður mótor * yfirúðun * alsjálfvirk magnstilling á vatni * umhverfisvænt sparnaðarkerfi. Verð aðeins kr. 69.255 stgr. Aðrar gerðir frá kr. 58.615 stgr. Einar Farestveít & Co.hf. Borgartum 28 S 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.