Morgunblaðið - 14.08.1991, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.08.1991, Qupperneq 36
‘36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991 Væntumþykja - sifjaspell? „Eitt bros — getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leynist strengur í bijósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka.“ (E.B.) I Morgunblaðinu 28. júlí sl. má finna grein þar sem höfundur velt- ir fyrir sér hvort við vestrænir búar séum farnir að rugla saman sifjaspelli og vingjarnlegri snert- ingu. Myndin Vitnisburður sem hafði verið sýnd í sjónvarpinu nokkrum dögum áður hafði kveikt þessar hugleiðingar. Það er yndislegt og sjálfsagt að foreldrar taki börn sín í fang sér og faðmi þau að sér og sýni þeim hlýju og öryggi á þann hátt. En þegar aðili káfar á kynfærum á börnum, sýnir þeim sín kynfæri eða leitast við að hafa mök við þau er hann ekki að tjá þeim væntumþykju. Þarna er skýr mun- ur á og alveg fráleitt að nokkur fari að rugla þessu saman. Þar sem ég er þolandi horfði ég á umrædda mynd og fannst mér hún sýna mjög skýrlega þau átök sem verða þegar upp kemur sifjaspell í fjölskyldu. Það þarf engin að segja mér að fjölskyldum sé sundrað og teknar til yfir- heyrslu bara af því að lækni eða einhverjum öðrum detti það bara í hug sísona og af ástæðulausu. Það er ekki gert nema um mjög sterkan grun sé að ræða. En eins og fram kom í myndinni er mjög erfitt fyrir foreldra að trúa og við- urkenna að slíkt hafi komið upp í þeirra fjölskyldu og því reyna þeir eftir fremsta megni að loka augun- Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. um fyrir því. Það er líka erfitt fyrir barn að trúa því að pabbi, afi, stór bróðir eða frændi sem það hefur alltaf getað treyst sé að gera þvi eitthvað rangt. Það skilur þetta ekki, það lamast — það þeg- ir — og því líður illa. Barn býr alla ævi við þá reynslu sem það verður fyrir. Ef það skað- ast verður það ekki í lagi einn daginn af því einu að það er orðið fullorðið. Það þarf eitthvað meira að koma til og á Stígamótum hafa margar konur fengið styrk þó þær þurfi áfram að búa við það að þær séu friðarspillir fjölskyldunnar af því þær loksins gátu sagt frá. Hvaða fjölskyldulíf er það líka, þó svo það sýnist gott út á við, ef það býr við það fals og viðbjóð, að einn heimilismannanna kemst upp með það að svala kynþörf sinni á þeim börnum sem honum eru nákomnust? En reynslan hefur sýnt að stöðugt er reynt að veija gerandann til að skemma ekki fjöl- skylduímyndina, en þolandanum ætlað að búa við skömmina sem hann átti engin upptök að. Kynferðisleg áreitni við börn er allt annað en væntumþykja. Slík áreitni er grimm þó hún sé með blíðum formerkjum, hún er skað- leg en hún er raunveruleiki og við verðum að taka hausinn upp úr sandinum og horfast í augu við Það' Þolandi --------------- Rangt farið með textann Á plötunni íslandslög fer Björg- vin Halldórsson rangt með textann í fjarlægð. Afi minn, Valdimar Hólm Hallstað bóksali frá Húsavík, orti þetta ljóð. Á plötunni syngur Björgvin „heyriðu ei storminn kveðju mína ber“ en ljóðlínan á að vera „heyrirðu ei storm er kveðju mína ber“. Ég vil hér með koma þessari leiðréttingu á framfæri. Afkomandi HEILRÆÐI Sömu hraðatakmörk gilda fyrir bifhjól og bifreiðar. En bifhjól eru að minnsta kosti fimm sinnum hættulegri ökutæki. Mjög reynir á gagnkvæman skilning bifhjólamanna og annarra öku- manna. Stillum hraða í hóf. Komum heil heim. HOGNI HREKKVISI PI2.-ZA-5SMOILUNN E£_ KD/VUNN Víkverji skrifar Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi reglugerðarákvæði þess efnis, að ökutæki, sem skráð voru fyrir gildistöku reglugerðarinnar, skyldu frá og með þeim degi búin því, sem kallað er undirakstursvörn. Er henni lýst þannig í reglugerð- inni: „Undirakstursvörn. Á ökutæki sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd skal, ef gerð þess gefur tilefni til, komið fyrir undir- akstursvörn sem komi eins og unnt er í veg fyrir að ekið verði inn und- ir útstæða hluta ökutækisins." Víkveiji er ekki alveg viss um að allir átti sig á því hvað hér er um að ræða, að minnsta kosti skildi hann það ekki sjálfur, fyrr en hon- um var sýnd þessi vörn á vörubíl. Þá er búið að setja láréttan bita þversum fyrir aftan afturhjólin á bílnum, sem kemur í veg fyrir að bíll sem ekur á eftir honum fari undir vörupallinn, ef slys verður. Með undirakstursvörninni er ætlun- in að draga úr slysum sem hafa orðið vegna þess að litlum bílum hefur verið ekið aftur undir stóra bíla og komist svo langt undir þá, að ökumaður og farþegar hafa slas- ast þegar framrúður rákust í pall eða yfirbyggingu stóra bílsins. Hér er því um sjálfsagðan örygg- isbúnað að ræða og má sjá hann á mörgum bílum sem aka um götur og þjóðvegi. xxx Frá og með 1. janúar 1991 fá eigendur bfla sem eru yfir 3.500 kg að þyngd ekki skoðun á bílum sínum nema þessi öryggis- búnaður, undirakstursvörnin, sé á þeim. Víkveiji hefur ekki heyrt neinn draga almennt réttmæti þess- arar kröfu í efa, en á hinn bóginn hefur honum verið bent á, að það geti eyðilagt aksturshæfni ýmissa bíla, ef strangt verði eftir kröfunni um vörnina gengið. Ef bitinn sé settur fyrir aftan hjólin á sumum bílum valdi það því, að þessir bílar, sem flestir eru ætlaðir til torfæru- aksturs, dugi ekki lengur til síns brúks. Afturendi þeirra muni setj- ast niður á bitann, ef þannig má að orði komast, og úr því verði bíln- um ekki haggað með eigin vél- arafli, til dæmis þegar farið er yfir ár. Voru Víkveija sýnd dæmi um þetta af eiganda fjallabfls af gerð- inni Unimog. xxx Viðmælandi Víkveija benti á, að í reglugerðinni væru ákvæði um undanþágur, svo sem á öku- tækjum, þar sem grind, yfirbygging eða einhver annar hluti ökutækisins væri þannig hannaður að hann nálgaðist að veita sömu vörn við árekstur og undirakstursvörnin. Þá er unnt að veita ökutæki, sem ætl- að er til notkunar utan alfaraleiða, undanþágu. Víkveiji veit ekki hvernig fór fyrir eiganda Unimogsins, þegar bfllinn var skoðaður, ef það hefur þá verið gert enn. Hitt er ljóst, að kröfur um öryggisbúnað á bílum hafa almennt ekki verið afturvirk- ar, enda væri þá líklega lítið um fornbíla í notkun. Verður fróðlegt að vita hvort krafan um undirakst- ursvörnina verður skilyrðislaust lát- in vera afturvirk eða hvernig staðið verður að framkvæmd hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.