Morgunblaðið - 14.08.1991, Qupperneq 40
- svo vel
sétryggt
IBM PS/2
KEYRIR STÝRIKERFI
FRAMTÍÐARINNAR:
iBIW QS/31
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Atlantsál:
Ovissan um þátt Gránges
breytir engu um Keilisnes
Hlutfallsleg hækkun raforkuverðs eftir því sem líður á samningstímann
Athuga þarf
betur beiðni
Litháen
- segir Guðmundur
Eiríksson þjóðrétt-
arfræðingur
GUÐMUNDUR Eiríksson þjóð-
réttarfræðingur í utanríkisráðu-
neytinu segir að athuga þurfi
betur ýmis atriði í beiðni til
íslenskra og danskra stjórnvalda
um að beita sér fyrir umfjöllun
Oryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna um valdbeitingu Sovét-
stjórnarinnar i Litháen. Meðal
annars þurfi að vera ljóst að
hverju skuli stefnt með erindi við
Oryggisráðið.
^ Guðmundur segir að ekki liggi
fyrir nægar upplýsingar um morðin
á landamæravörðum í Litháen sem
virðist vera kveikjan að beiðni þjóð-
þings Litháen nú. Þá hljóti menn
að hugsa það áður en óskað er fund-
ar Öryggisráðsins að hveiju sé
stefnt með umræðunni og hvort
raunverulegur árangur verði af
henni. Hafa beri í huga að Sovétrík-
in séu í hópi fimm fastalanda í ráð-
inu sem öll hafi neitunarvald um
efnislegar ákvarðanir þess.
Hvert aðildarlanda SÞ getur ósk-
^að umræðu í Öryggisráðinu um
ástand sem talið er að ógnað geti
heimsfriði. Það er á valdi ráðsins
sjálfs að taka til umfjöllunar kæru
eða hættuástand. Venja er að sögn
Guðmundar að forseti ráðsins kanni
það óformlega fyrirfram hvort að-
ildarlöndin fímmtán vilji fjalla um
mál. Virðist það reyndin fari fram
atkvæðagreiðsla og níu lönd þurfí
að samþykkja að mál sé tekið fyr-
ir.
Búist við svip-
aðri sölu dilka-
^kjöts o g í fyrra
SALA kindakjöts fyrstu tíu mán-
uði yfirstandandi verðlagsárs,
þ.e. til 1. júlí, nam samtals 6.305
tonnum, en það er 2,5% meira
en á sama tímabili í fyrra þegar
salan nam 6.153 tonnum.
Að sögn Þórhalls Arasonar í
landbúnaðarráðuneytinu er útlit
fyrir að heildarsala kindakjöts á
verðlagsárinu verði svipuð og á því
síðasta, en þá nam salan liðlega 8
þúsund tonnum. Hann sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að tölur um
kindakjötssöluna í júlí lægju enn
ekki fyrir, en fregnir hefðu borist
■»Jim að hún hafi víða verið mjög
góð.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
segir að sjaldan hafi verið jafn-
bjart útlit með sölu grásleppu-
^hrogna eins og í vor. Það hafí því
verið grátlegt að ekki hefði tekizt
að -veiða upp í gerða sölusamn-
RAFORKUVERÐ Landsvirkjun-
ar til Atlantsáls verður lægst á
fyrstu tveimur starfsárum verk-
smiðjunnar á Keilisnesi, þó aldrei
lægra en 10,5 mills og aldrei
hærra en 14 mills. Morgunblaðið
hefur upplýsingar um að að
þessu afsláttartimabili undan-
skildu, fari raforkuverð sem
inga. „Menn fóru af stað með þessi
góðu fyrirheit að leiðarljósi og-
margir fjárfestu í netum til að
tryggja sér möguleika á góðri
veiði. Þeir, sem verst fara út úr
brestinum eru eigendur báta á bil-
inu 6 til 10 tonn, því þeir geta
hlutfall af heimsmarkaðsverði á
áli samkvæmt ákveðinni reikni-
formúlu stighækkandi eftir því
sem líður á samningstímann.
Mikil óvissa ríkir nú um það
hvort sænska fyrirtækið Granges
verður framtíðaraðili að Atlants-
ál, en forsvarsmenn Alumax og
Hoogovens segja að þótt Gránges
ekki bætt sér upp aflamissinn með
veiðum á krókaleyfum eins og
minni bátarnir. Því erum við að
huga að leiðum til að sækja um
bætur úr Hagræðingarsjóði," segir
Örn.
Veiðin var lökust nú fyrir Norð-
Austurlandi, en þokkaleg frá
Ströndum og á Breiðafirði. I fyrra
stunduðu 210 bátar þessar veiðar,
en í ár voru útgefin veiðileyfi um
500, en Örn Pálsson telur að um
400 þeirra hafí verið nýtt. í fyrra
var verð á hverri tunnu af hrognum
900 þýzk mörk en nú 1.025.
Sjá nánar í Ur verinu bls. Bl.
dragi sig út úr fyrirtækinu breyti
það engu um framkvæmdaáætl-
un á Keilisnesi.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins eru taldar meiri líkur á
að Gránges dragi sig út úr fyrirtæk-
inu en hitt. Móðurfyrirtæki sænska
fyrirtækisins Gránges AB er Electr-
olux AB, sem átt hefur í umtalsverð-
um fjárhagserfíðleikum. Þótt
Granges og forsvarsmenn þess, þar
á meðal forstjórinn Per Olaf Arons-
son hafi mikinn áhuga á þátttöku,
er ekki ljóst hvort Electrolux sam-
þykkir, þær ijárskuldbindingar sem
Gránges þyrfti að taka á sig með
þátttöku í Atlantsál. Raunar er talið
ólíklegt að Electrolux samþykki
slíkar fjárskuldbindingar Gránges.
Aronsson fór héðan til Stokkhólms
í gærmorgun, en hann vildi ekki tjá
sig um þessa örðugleika þegar rætt
var við hann.
Aronsson hefur látið í veðri vaka
í samtali við sænsku fréttastofuna
TT að hugsanlegt sé að Gránges
ráðist fremur í að stækka eigin ál-
bræðslu í Sundsvall í Svíþjóð. Verði
sú raunin liggur fyrir að hvorki
Alumax né Hoogovens muni verða
aðilar að þeirri framkvæmd. „Ef
Gránges ákveður að ráðast í stækk-
un álvers síns í Sundsvall er það
Alumax og Hoogovens með öllu
óviðkomandi og hvorugt fyrirtækið
mun verða aðili að slíkri fram-
kvæmd,“ sagði Max Koker, forstjóri
Hoogovens í gærkvöldi.
Raforkuverðið mun samkvæmt
orkusamningnum sem fyrir liggur
verða 10% samkvæmt ofangreindri
formúlu fyrstu fjögur árin, 12%
næstu fjögur ár, og 16% eftir það.
Að loknu 20. ári raforkusamnings-
ins kemur til örlítil hækkun raiorku-
verðsins, sem gildir út samnings-
tímann.
Samkomulag það sem tekist hef-
ur með Atlantsál og íslenskum
stjómvöldum verður kynnt á stjóm-
arfundi Landsvirkjunar á morgun.
Fjárfcsting virkjanaframkvæmda
á næsfea ári vegna nýrrar álbræðslu
á Keilisnesi er áætluð liðlega fímm
milljarðar króna og að sögn Hall-
dórs Jónatanssonar, forstjóra
Landsvirkjunar munu á milli 5 og
600 manns vinna við virkjanafram-
kvæmdir og undirbúning línulagna
þegar mest verður á næsta ári.
Virkjanaframkvæmdir þurfa að
hefjast þegar næsta vor og hafnar-
framkvæmdir í Vatnsleysuvík strax
næsta sumar.
Sjá Af innlendum vettvangi á
bls. 16.
Lélegri grásleppuvertíð lokið
Vantar 7.000 tunnur upp á gerða fyrirframsamninga
LÉLEGRI grásleppuvertíð er nú lokið. 7.000 tunnur vantaði upp á
að næðist að afla upp í samninga um fyrirframsölu, sem nam um
16.000 tunnum. Þrátt fyrir það er áætlað útflutningsverðmæti
hrogna og kavíars af þessari vertíð nálægt einum milljarði króna.
Margir, einkum á Norð-Austurlandi, hafa orðið fyrir þungum bús-
* ifjum af þessum sökum, en þar urðu menn varla hálfdrættingar
miðað við venjulega vertíð. Verið er að kanna leiðir til að styrkja
þá, sem verst fóru út úr aflabrestinum.