Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991 Guðni Andreasen bakarameistari við brúartertuna. Vigdís Finnbogadóttir gengur með ungum Selfyssingum til gróðursetningar. Mikíll mannfjöldi tók þátt í hátíðarhöldum Selfossi. Ölfusárbrú 100 ára: MIKILL fjöldi fólks tók þátt í hátíðarhöldunum á Selfossi í til- efni 100 ára vígsluafmælis ölfusárbrúar. Hátiðardagskrá sem hófst 2. september náði hápunkti sínum sunnudaginn 8. septem- ber en þann dag var fyrsta brúin yfir Ölfusá vígð árið 1891. Forseti Islands var heiðursgestur Selfossbúa á sunnudag og tók þátt í dagskránni sem í boði var. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá hátíðarhöldunum við ölfusárbrú á sunnudag. Á sunnudag hófst dagskráin með íjölmennri skrúðgöngu. Fyrir henni fóru fánaberar úr íþrótta- og skátahreyfingunni. Áð henni lokinni hófst dagskrá við Ölfusárbrú með því að póst- lest kom yfír brúna pg í kjölfar hennar renndi forseti íslands í hlaðið. Mikill mannfjöldi var saman kominn við brúna til þess að fylgjast með dagskránni. Karl Björnsson bæjarstjóri bauð gesti velkomna og síðan fluttu ávarp Bryndís Brynjólfs- dóttir forseti bæjarstjórnar Sel- foss, Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra og frú Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands. Leik- félag Selfoss flutti á eftirminni- legan hátt þátt úr Brúarleikriti eftir Jón Hjartarson. Leikrit þetta verður frumsýnt í október- byijun. Þátturinn sem fluttur var fjallaði um brúarvígsluna fyrir 100 árum. Stórkór Selfoss söng undir stjóm Ásgeirs Sigurðsson- ar lagið Ölfusárbrú, brúardráp- una, sem sungin var við vígsluna fyrir 100 árum. Undirleik önnuð- ust blásarar úr Lúðrasveit Sel- foss. í máli samgönguráðherra kom fram að endurbætur á Ölfusár- brú til að auka öiyggi gangandi vegfarenda hæfust á næsta ári í tengslum við mikið viðhald sem gera þyrfti á brúnni. Gengið var fylktu liði yfir Ölf- usárbrú að loknum ávörpum. Utan árinnar fékk Vigdís forseti aðstoð ungra Selfyssinga við að gróðursetja þijú birkitré í Brúar- lundinum. Gestir frá vinabæjum Selfoss gróðursettu einnig eitt tré hver. Síðan var gengið yfír brúna aftur og til dagskrár við gamla kaupfélagshúsið sem gert hefur verið að héraðsbóka- og skjalasafni. Húsið var formlega afhent til notkunar og siðan til sýnis fyrir almenning. Við þessa athöfn fluttu ávörp Karl Bjömsson bæjarstjóri, sem var formaður bygginganefndar, Rósa Traustadóttir forstöðumað- ur safnsins, Björn Pálsson for- stöðumaður héraðsskjalasafns, Aðalsteinn Eiríksson og Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra. Héraðsbókasafnið stækk- aði um helming þegar Eiríkur J. Eiríksson og Kristín Jónsdótt- ir gáfu því Eiríkssafn sem telur 30 þúsund bindi og var gmnnur að því að flytja safnið í nýtt og betra húsnæði. Gestum og gangandi var síðan boðið upp á afmælistertu sem Guðni Ándreasen bakarameist- ari bakaði. í tertunni var líkan af ölfusárbrú og tertan sjálf sýndi umhverfí hennar. Vigdís Finnbogadóttir forseti skar fyrstu sneiðina af tertunni en síðan tóku bæjarstjómarmenn og fulltrúar úr afmælisnefndinni til við að sneiða niður tertuna fyrir gestina. Lífleg kvöldvaka fór síðan fram í íþróttahúsi Sólvallaskóla þar sem beitt var ljósatækni við að ná upp góðri stemmningu. Dagskráin var öll unnin af heim- amönnum, Lúðrasveit Selfoss, Stórkór Selfoss, tónlistarmönn- um undir forystu Ólafs Þórarins- sonar og frá Leikfélagi Selfoss sem sýndi sprenghlægilegan þátt úr Brúarleikritinu. Um kvöldið var snæddur há- tíðarkvöldverður bæjarstjórnar Selfoss undir veislustjórn Þórs Vigfússonar skólameistara. Þar var forseti íslands heiðursgestur. Hátíðarhöldunum lauk síðan með flugeldasýningu við Ölfus- árbrú þar sem eitt augnablik var myndað orðið Ölfusárbrú og árt- ölin 1891-1991. Sammerkt var um alla dag- skrárliðina sem fram fóru síð- astliðna viku að þeir voru allir mjög vel sóttir af Selfossbúum en einnig komu til bæjarins fjöl- margir gestir úr nágrenninu og frá öðrum stöðum á landinu. Sig. Jóns. Fundur norrænna verðlags- og samkeppnisyfirvalda: Rætt um aðlögun að vestur- evrópskum samkeppnisreglum Morgunblaðið/Þorkell Hluti fulltrúa á fundi norrænna verðlags- og samkeppnisyfirvalda, sem haldinn var á Hótel Örk. %■* Merkingar skólabíla Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: FUNDUR norrænna verðlags- og samkeppnisyfirvalda var haldinn á Hótel Órk í Hveragerði dagana 3.-5. september, en fundinn sátu 70 manns frá ölium Norðurlönd- unum og var honum stýrt af Georgi Olafssyni verðlagsstjóra. Af málum sem voru til umfjöllun- ar á fundinum bar hæst umræða um aðlögun samkeppnisreglna á Norðurlöndum að þeim sam- keppnisreglum, sem gilda víðast hvar annars staðar í Vestur-Evr- ópu. Að sögn Georgs Ólafssonar verð- lagsstjóra eru samkeppnisreglur mjög í sviðsljósinu um þessar mund- ir, og gegna þær lykilhlutverki við að hrinda í framkvæmd innri mark- aði Evrópubandalagsins 1993. „Þessar reglur eru strangari en núgildandi reglur á Norðurlöndun- um og fela í sér víðtækari bann- ákvæði. Þannig er til dæmis bannað samráð og samþykktir um verð, framleiðslutakmarkanir, Ijárfest- ingartakmarkanir og markaðsskipt- ingu. Einnig er markaðsráðandi fyrirtækjum bannað að misnota aðstöðu sína með því til dæmis að ákvarða ósanngjarnt verð, tak- marka framleiðslu, markaðs- eða tækniþróun til skaða fyrir neytend- ur og mismuna viðskiptavinum. Verðlagsákvæði eins og þau hafa til skamms tíma tíðkast hér á landi eru hins vegar nú nær óþekkt fyrir- bæri í nágrannalöndunum, en stefnt er að því að afnema þau endanlega síðar á þessu ári,“ sagði hann. Georg sagði að á fundinum hefði einnig komið fram að nokkur Aust- ur-Evrópuríki væru að undirbúa að taka upp samkeppnisreglur að vest- ur-evrópskri fyrirmynd, og væru Tékkóslóvakía, Ungveijaland og Pólland lengst komin í þeim efnum. Þá hefðu Eystrasaltslöndin haft samband við norræn samkeppnis- yfirvöld og óskað eftir samstarfí við að koma á nýrri skipan í verð- Iags- og samkeppnismálum, en fram til þessa hefðu til dæmis allar verðákvarðanir í þessum löndum verið teknar í Moskvu. Finnsku full- trúunum á fundinum var falið að kanna með hvaða hætti væri best að verða þessum löndum að liði og haga samstarfi við þau. Nú þegar skólar eru að byija er að mörgu að hyggja varðandi öryggi skólabarna. Eitt þeirra atr- iða eru merkingar á skólabílum. I regluggerð frá árinu 1989 er kveðið á um hvernig þeir skuli merktir. í henni segir m.a. að á hópbifreið, sem notuð er til að flytja skólabörn, skuli vera sér- stök merki sem sýna þá notkun. Merki þessi skal einnig nota á hópbifreið þótt aðrir farþegar séu jafnframt fluttir með bifreiðinni, ef megintilgangur ferðar er að flytja skólabörn. Heimilt er að nota merki þessi á aðrar bifreið- ar, en þó aðeins þegar skólabörn eru einu farþegar bifreiðarinnar. Stjómendur skólabíla eiga að fylgja þessum ákvæðum reglu- gerðarinnar og það er lögreglunn- ar að fylgjast með að þeir geri það. Það mun lögreglan gera á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.