Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991 ,, Er eitthvoÁ i þe'tm oréro'ml 0$ þó attLir ab haebtcc, L hringnum qg sctjasb L helgan, sbetK - Ast er... 1-3 ... að ryðja vandamál- unum sameiginlega úr vegi. TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Það var betri lausn að kaupa strákinn inní fyrirtæki, en að eyða peningum í áfram- haidandi nám ... Með morgunkaffinu Get ég vænst þess að hitta hann í góðu skapi. Ég er aðeins búinn að vera hér í 5 ár? HÖQNI HREKKVÍSI /,HÆRRA... MON SETTTI UPP EyRNJASKJiÍL." Nýöldin er andleg’ vakning Undanfarið hef ég verið að iesa þær greinar sem birst hafa í Velvak- anda um trúmál. Hinum sannkristnu hefur greinilega verið heitt í hamsi og hafa síðurnar verið fullar af óskiljanlegum greinum þar sem vitn- að er í biblíuna' í öðru hvetju orði. Allt þetta írafár er eftir því sem ég best veit vegna þess að annað slagið birtast fræðandi greinar um trúmál, oft skrifaðar af nýaldarsinnum sem sjá hlutina frá öðru sjónarhorni en kirkjunnar menn. Greinilegt er, að eitt er það sem kristnir menn (og að vísu mun fleiri) verða að þroska mun betur og það er umburðarlyndi. Að eyða svona óheyrilega mikilli orku í að reyna að bijóta niður nýaldarhreyfinguna Barðinn Tryggvi Hansen Geta skai þess sem vel er gert. Skemmtiferð Þjóðfræðafélagsins sem farin var nýverið, lauk með heimsókn á veitingastaðinn Fjörukr- ána í Hafnarfirði. þar skemmti gest- um barðinn Tryggvi Hansen. (Hann er myndlistarmaður, en frægastur fyrir torfhleðslu og kúluhús.) Var hann íklæddur kufli og með írska hörpu. Hann söng rammíslensk þjóð- lög með gestum. Síðan tók hann fram drykkjarhorn og lét ganga, og skyldi hver maður segja eitthvað spaklegt áður en hann dreypti á. Hafði Tryggvi þessa hug- mynd úr Samdrykkju Platóns, og tókst kostulega vel. Síðan kom þjónustustúlka (í forn- mannabúningi eins og annað þjón- ustulið), og söng nokkur forníslensk lög úr bændamenningunni, svo fag- lega og fagurlega að undirritaður ákvað að hætta við þverflautuleiks- atriði sitt á sömu nótum. Ég heyri að senn sé von á nýrri ljóðabók frá honum nafna mínum, skáldbróður og skólafélaga frá MA, Tryggva Hansen. Tryggvi V. Líndal Þjóðfélagsfræðingur sem ég sé ekki nokkurt slæmt við finnst mér alls ekki samboðið kristni. Nýöldin er andleg vakning. Fólk er loks farið að spyija áleitinna spurninga og það sem meira er, það er farið að krefjast svara. Ein þeirra spurninga sem fólk veltir mest fyrir sér er auðvitað tilgangur okkar hér á jörðu. Svarið, sem flestir þeir sem hafa lesið sér eitthvað til um þessi mál hafa fundið, er að við séum hér til að þroska okkur á allan hátt og lyfta þannig sálinni í annað og hærra veldi. Og að við gerum það smám saman með því að fæðast á jörðina annað slagið og læra þær lexíur sem við höfum valið okkur á hverri jarð- vist. Hvað hafa kirkjunnar menn á móti því að fólk þroskist andlega og gerið jörðina þar með mun vitsmuna- legri en hún er nú. Það er mér með öllu óskiljanlegt. Persónulega hef ég ekkert á móti því að þeir sem eru heitir í trúnni á orð Biblíunnar séu það áfram svo framarlega sem það hefur bætandi áhrif á þá sjálfa, en um leið mega þeir spara stóru orðin á þá sem hugsa á annan hátt. Því að það eru margar leiðir til að þroskast og ein þeirra leiða er einmitt trúin. Það er því skiljanlegt að þeir sem trúa heitt og jafnvel í blindni á þann boðskap sem Biblían flytur vilji að aðrir öðlist þann kærleik og frið sem þeir finna að trúin gefur, en þeir verða að átta sig á því að það eru til fleiri leiðir að finna einingu með guði sínum en þessi eina og því á ekki að neyða annað fólk að fara Eftir að hafa horft á — og þó einkum hlustað á auglýsingar frá stærstu bíósamsteypu landsins á Stöð 2 nýlega, get ég ekki stillt mig um að óska borgarbúum til ham- ingju með nýja bíóið, sem taka á í notkun innan skamms. — Þetta kvik- myndahús á nefnilega, samkvæmt auglýsingunni að verða fullkomn- asta bíó borgarinnar, ef ekki alls landsins. „Ekkert er fullkomið í heimi hér,“ var eitt sinn sagt. En nú eru sem sagt breyttir tímar. Ekki eru hlutirn- ir lengur gallalausir eða fullkomir, þá sömu leið. Ef trúin á Biblíuna hentar þér til aukins þroska þá velur þú hana, en sé hún það ekki þá velur þú ein- hveija aðra leið. I öðru lagi er það umræðan um Jesúm. Vissulega var hann mjög langt komin sál samkvæmt hinum jarðneska mælikvarða, hann var einn þeirra sem lengra eru komnir en fullnumarnir. En það voru og eru til á okkar dögum fullnumar hér á jörðinni sem eru færir um að gera sömu hluti og Jesús gerði, en þeir starfa á annan hátt. Ástæða þess hversu mikil vitn- eskja er til um ævi Jesú er að hann þurfti að beita róttækum aðferðum til að uppræta hina rótgrónu spill- ingu þjóðfélagsins í þá daga. Þeir sem eru iðnir við að lesa Biblíuna eiga það greinilega til að iesa hana of bókstaflega. Þeir þurfa að átta sig betur á því hver boðskap- ur hennar er. Þegar þessi boðskapur er orðinn þeim fullkomlega ljós (þ.e. kærleikur til alls og allra) væri ekki úr vegi að bera þann boðskapur sam- an við önnur trúarbrögð. Eftir því sem ég best sé er sama boðskapinn að finna í þeim allflestum þótt höf- undar þeirra hafi bæði verið uppi fyrir og eftir fæðingu Jesú. Þar af leiðandi er því það kristna fólk sem afneitar öllum öðrum trú- arbrögðum um leið að afneita sinni eigin trú — ekki satt. Því segi ég, verið full skilnings og fordæmið ekki fólk sem fer aðra leið en þið. Friðrik heldur eru þeir sumir hverjir full- komnari heldur en þeir fullkomnu, og sumir jafnvel ennþá fullkomnari en þeir fullkomnari, sbr. ofangreinda auglýsingu, þ.e. fullkomnastir. Væntanlega verða þá myndirnar sem sýndar verða allra fullkomn- astar, og sitthvað annað mun þá verða á boðstólum í þessu húsi af herlegheitum, sem verða þá ef að líkum lætui', allra, allra, fullkomn- ust, o.s.frv, o.s.frv. ad libitum. Sem sagt: Til hamingju! Gamall Reykvíkingur Það er fullkomnast Víkveiji skrifar Víkverji hefur áður vakið máls á því, hve gjarnt okkur ís- lendingum er að deila vikum, mán- uðum og jafnvel árum saman um einstök marinvirki. Virðist enda- laust unnt að velta sér u{5p úr því, livað þau kostuðu. Gera menn þetta, þótt leitt sé í ljós, að ekki var neins- staðar maðkur í mysunni, þótt áætl- anii' hafi ekki staðist. Oft einkenn- ast þessar umræður af svipuðu hugarangri og trufiar suma menn eftir að liafa lent á ærlegu fylleríi, þeir eru alltaf að velta því fyrir sér, livort þeir liefðu átt að gera þetta eða hitt. Hugai'víl af þessu tagi breytir í raun engu en gerir mörgum þó lífið erfitt. Tilgangurinn með endalausum vangaveltum um mannvirkin er yf- irleitt sá að sverta einhverja, sem nálægt þeim hafa komið. Blasir þetta til dæmis við núna, þegar lesnar eru ritstjórnargreinar í Tím- anum og Þjóðviljanum um Perluna. Ætlunin er að nota þá glæsilegu byggingu til að koma höggi á Dav- íð Oddsson forsætisráðherra. Þá á einnig að koma þeirri röngu hug- mynd á framfæri við almenning, að Hitaveita Reykjavíkur sé að komast á vonai'völ vegna fram- kvæmdanna. Auk þess sem menn nota einstök mannvirki þannig til að stunda pól- itískar árásir á einstaklinga og flokka eru aðrir sem vísa jafnan til þeirra, ef þeir vilja rökstyðja um- deildar framkvæmdir, sem þeim eru sérstaklega kærar. Þannig er nú sagt, að úr því að Hitaveita Reykja- víkur hafði efni á að reisa Perluna, sem hún hefur um sama leyti og hún er í stórframkvæmdum á Nesjavöllum, eigi skattgreiðendur möglunarlaust að sætta sig við að borga jarðgöng á Vestljörðum. xxx Undir forystu nýs borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var gengið til þess verks að upplýsa borgarstjórn og alla aðra um ástæðurnar fyrir því, að kostnaður við Perluna fór fram úr áætlunum. Dæmið liggur skýrt og opið fyrir öllum, sem vilja kynna sér það. Víkveiji hefur ekki séð eða heyrt neinn koma með rökstuddar ábendingar um að þar sé maðkur í mysunni, þótt menn séu að sjálf- sögðu ekki sammála um, hvort nauðsynlegt hafi verið að gera eitt eða annað, og ýmsum finnist sumir liðir eins og hönnunarkostnaður of háir. Hin pólitíska ábyrgð vegna Perl- unnar er einnig skýr. Bygging hennar var boðuð fyrir borgarstjón- arkosningar 1986. Sjálfstæðis- flokkurinn lýsti yfir því, að hann ætlaði að beita sér fyrir að ráðist yrði í þessa framkvæmd. Henni var ekki lokið í borgarstjórnarkosning- unum 1990, þegar Sjálfstæðisflokk- urinn fékk yfir 60% fylgi í Reykja- vík og endurnýjað umboð til að vinna að stefnumálum sínum og ljúka við Perluna og ráðhúsið við Tjörnina, svo að tvö umdeild mann- virki séu nefnd. Þannig hefur að öllu leyti verið farið að þeim leikreglum sem gilda í samskiptum kjörinna stjórnvalda við umbjóðendur sína, kjósendur. Engu hefur verið leynt og öll spil lögð á borðið af heiðarleika. Stjórn- málamenn fá sinn dóm í kosningum. Dragi menn þann lærdóm af áætl- anagerð og kostnaði við Perluna að nauðsynlegt sé að taka upp ný vinnubrögð við framkvæmdir á veg- um Hitaveitu Reykjavíkur á taf- arlaust að grípa til ráðstafana í samræmi við það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.