Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991 21 JltanguiiHiifefi Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Stefnt að nýrri þjóðarsátt Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands íslands komst einróma að þeirri niður- stöðu á fundi sínum í Borgarnesi um helgina að stefna beri að nýrri þjóðarsátt í þeirri samn- ingalotu, sem fyrir dyrum er á- almennum vinnumarkaði. Þessi niðurstaða í kjaramálaumræðum framkvæmdastjómarinnar er mikið fagnaðarefni. Verka- mannasambandið er eitt áhrifa- mesta sérsambandið innan Al- þýðusambands íslands og innan raða þess eru stórir hópar lág- launafólks. Þetta gefur vonir um, að verkalýðsforustan sé búin að gefa gömlu verðbólguleiðina upp á bátinn í kjarabaráttunni til frambúðar. Það fer ekki milli mála, að þjóðarsáttarsamningamir svo- nefndu frá því í febrúarbyijun 1990 hafa náð megintilgangi sínum. Hann var að stöðva kaup- máttarhrapið. Leiðin til þess var að ná verðbólgunni hratt niður með hóflegum kauphækkunum og ströngu aðhaldi í verðlagningu búvara og annarrar neyzluvöru. Hið opinbera, ríki og sveitarfélög, lögðu ennfremur sitt af mörkum með því að halda verðlagningu opinberrar þjónustu niðri, svo og gáfu bankarnir fyrirheit um að- hald í vaxtamálum. Verkalýðshreyfingin stóð að fullu við sinn þátt samkomulags- ins, en verðhækkanir hins opin- bera reyndu á þanþolið til hins ítrasta. Bankarnir hafa og sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa farið of geyst í vaxtahækkanir, en þeir hafa hins vegar bent á, að ríkisvaldið hafí þrýst upp vaxtastiginu með afskiptum sínum og áhrifum á peninga- markaði. Þarna er fyrst og fremst átt við gífurlega lánsfjárþörf ríkisins, svo og ákvörðun á vöxtum spari- skírteina og annarra ríkisverð- bréfa og loks beitingu „handafls“ fyrrverandi ríkisstjórnar á pen- ingamarkaðinn, sem skóp mikið misvægi á verðtryggðum og óverðtryggðum lánskjörum. Það leiddi til verulegs taps bankanna fyrrihluta þessa árs. Davíð Odds- son, forsætisráðherra, hefur hins vegar gagnrýnt bankana fyrir að reyna að vinna upp rekstrartap fyrri hluta ársins með vaxta- hækkunum síðustu mánuði. I kjölfar niðurstöðu fram- kvæmdastjórnar Verkamanna- sambandsins um áframhald þjóð- arsáttar samþykkti aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur ályktun, þar sem enn frekar er hnykkt á henni. í álykt- un aðalfundarins segir m.a.: „Þjóðarsáttarsamningarnir hafa tekizt að öðru Ieyti en því, að vextir eru of háir, sem gerst hefur vegna óráðsíu og stjórn- lausrar eyðslu ríkisins. Fundurinn telur, að við næstu kjarasamn- ingagerð verði að stefna áfram að þjóðarsátt um lífskjörin, en ætlast til að ríkisvaldið standi sig betur á sviði vaxtamála." Félagið leggur höfuðáherzlu á að tryggja kaupmáttinn og efla atvinnuöryggið í landinu, en at- vinnuástand hefur verið mjög ótryggt á Suðurnesjum að undan- förnu vegna gjaldþrota og sam- dráttar í sjávarútvegi og í þjón- ustu, og loks vegna uppsagna á Keflavíkurflugvelli. Þegar þannig stendur á skilja launþegar, að það er mikilvægara að tryggja kaup- mátt og atvinnuöryggi en að krefjast kauphækkana af at- vinnulífinu sem engin innistæða er fyrir. Það er dæmigert fyrir íslenzka þjóðmálaumræðu, að hún beind- ist ekki að merkri niðurstöðu framkvæmdastjórnar Verka- mannasambandsins um áfram- hald þjóðarsáttar heldur að álykt- un, sem beinist gegn áformum ríkisstjómarinnar um niðurskurð ríkisútgjalda. Afleiðingin er sú, að sjónir manna beinast að pólitískri uppákomu í lok fundar framkvæmdastjórnar en ekki að því, sem meginmáli skiptir. Deil- urnar um ályktunina vekja at- hygli á hættunni að kjaramála- barátta verkalýðshreyfingarinnar mótist á ný af pólitískri afstöðu til ríkisstjórna og því, hvaða flokkar eru í ríkisstjórn og hverj- ir í stjórnarandstöðu. Um áratuga skeið skiptist verkalýðshreyfing- in upp í pólitískar fylkingar og þeim var óspart beitt fyrir vagna stjórnmálaflokkanna. Blásið var til verkfalla til að hnekkja stefnu ríkisstjórna og til að koma nýjum herrum í valdastóla. Þetta sund- urlyndi innan verkalýðshreyfing- arinnar leiddi til efnahagslegs ófarnaðar, óðaverðbólgu og kjararýrnunar. Þjóðin þolir ekki slíkt afturhvarf til fortíðar. Þjóðarsáttarsamningarnir hafa einmitt sýnt og sannað, hversu samstaðan er mikilvæg til að vinna bug á efnahagsörðug- leikum þjóðarinnar. Allir verða að leggja hönd á plóginn til að koma í veg fyrir óðaverðbólgu. Þetta tókst með síðustu samning- um og gott betur, því það tókst ekki aðeins að stöðva kaupmátt- arhrapið heldur jókst kaupmátt- urinn um nær 4%. Þáverandi stjórnarandstaða, Sjálfstæðis- flokkur og Kvennalisti, studdi gerð þjóðarsáttarsamninganna dyggilega. Þjóðin ætlast til þess, að núverandi stjórnarandstöðu- flokkar sýni jafnmikla hollustu við hagsmuni þjóðarinnar. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991 Lagakerfi Evrópubandalagsins og fiskveiðihagsmunir íslendinga; Að jafnaði aðeins tímabundnar undanþágur frá fjórfrelsinu - segir Stefán M. Stefánsson prófessor og telur niðurstöðu EB-dómstólsins um kvótahopp Spánverja ekki óvænta DÓMSTÓLL Evrópubandalagsins (EB) kvað í sumar upp forúrskurð í máli sem höfðað var vegna lagasetningar Breta frá 1988 er sporna skyldi við svonefndu „kvótahoppi" þ.e. skráningu spænskra skipa í Bretlandi er hafði það að markmiði að nýta fiskveiðikvóta í breskri fiskveiðilögsögu. Dómstóilinn taldi að Bretar hefðu brotið gegn einni af grundvallarreglum bandalagsins er kveður á um afnám á hömlum á rétti þegna aðildarríkjanna til að stunda atvinnustarfsemi í hverju því aðildarríki sem þeim þóknast og að ekki megi mismuna EB-þegn- um eftir þjóðerni með lagasetningu í einstöku aðildarríki. Morgunblað- ið ræddi við Stefán M. Stefánsson, prófessor í Iögum við Háskóla Islands, um úrskurðinn og hvaða ályktanir mætti draga af honum. Stefán segir að dómurinn hafi enga beina eða augljósa þýðingu fyrir samningana milli EB og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um Evrópska efnahagssvæðið, þar séu atriði á borð við kvótahopp ekki til umræðu vegna þess að ekki standi til að semja um að EFTA-lönd- in skuli hlíta eða aðlagast sjávarútvegsreglum EB. Þetta sé þó sagt með þeim veigamikla fyrirvara að undanþágur verði að finna í EES- samningnum um fjórfrelsið varðandi mun fleiri atriði í fiskiðnaði en fiskveiðarnar sjálfar, t.d. um eignaraðild að fiskiskipum. Hins vegar skipti dómurinn máli innan aðildarríkja EB að því leyti að með hon- um sé enn lögð þung áhersla á vægi reglnanna um fjórfrelsið svo- nefnda í EB, vissar meginreglur bandalagsins séu beinlínis geirnegld- ar með dóminum. íslenskir sjómenn að störfum. „Vilji eitt aðildarríki fá tímabundna undanþágu frá Rómarsamningnum vegna óvæntra erfiðleika af ein- hverju tagi getur það.að jafnaði ekki gripið til ráðstafana einhliða heldur verður það ávallt að hafa samráð við stofnanir bandalagsins ef undanþága er á annað borð niöguleg," segir Stefán M. Stefánsson prófessor um reglur Evrópubandalagsins. „Það felst meðal annars í sjávar- útvegsstefnu Evrópubandalagsins að ákveðinn er hámarksafli á þeim hafssvæðum sem bandalagið hefur til ráðstöfunar,“ segir Stefán. „Síð- an er aðildarríkjunum úthlutaður kvóti af þessu heildármagni. Hvert ríki getur sett reglur um þennan kvóta og nýtingu þess hluta sem þau fá en þau eru þó ávallt bundin af réttarreglum EB. Þau verða að hlíta ákvæðum í Rómarsamningnum sjálfum svo langt sem þau ná og auk þess svokallaðri afleiddri löggjöf sem stofnanir bandalagsins setja, t.d. í reglugerðum. Þannig verða aðildarríkin t.d. að fara að vissum meginreglum EB-réttar. Þar er m.a. að nefna 7. grein Rómarsamningsins um bann við misrétti á grundvelli þjóðemis og þar að auki meginregl- ur sem koma fram í ákvæðunum um fjórfrelsið þ.e. frelsi til ijár- magnsflutninga, þjónustuviðskipta og frelsi til að stofna fyrirtæki, frelsi einstaklinga til að leita sér atvinnu í hvaða aðildarríki sem er og taka atvinnutilboðum. Að auki má nefna reglurnar um óhindruð vöruviðskipti hvar sem er í bandalaginu. Sjávarútvegsstefnan mótuð í Brussel Setning laga og reglna um sjáv- arútvegsstefnuna er núna að lang- mestu leyti í höndum Evrópubanda- lagsins sjálfs. Einstök aðildarríki geta að vísu sett t.d. reglur um það hvaða skip megi veiða úr kvótunum sem ríkin fá úthlutað, hvar og hve- nær. Með hugtakinu kvótahoppi er annars átt við að hagsmunaaðilar frá einu aðildarríki láti skrá skip sín í öðru aðildarríki og taki með þeim hætti þátt í að veiða úr kvóta síðar- nefnda ríkisins. í niðurstöðu dóm- stólsins er efnislega sagt að Bretar megi ekki krefjast þess í löggjöf sinni að eigendur eða útgerðarmenn skuli vera breskir ríkisborgarar og að minnst 75% hluthafa viðkomandi sjávarútvegshlutafélaga skuli vera breskir. Ekkert er hins vegar sagt um það hve hátt þetta hlutfall megi vera eða réttara sagt hvort leyfilegt væri að áskilja lægra hlutfall bre- skra ríkisborgara. Engin tala er nefnd í því sambandi. Eg geri ráð fyrir að dómstóllinn vilji áskilja sér rétt til að meta þetta nánar síðar ef til kemur, einhvers staðar eru þessi mörk. Ljóst er þó að Bretar gætu túlkað þetta svo að þeir gætu sett skilyrði af þessu tagi en hlutfal- lið yrði þó í öllum tilvikum að vera lægra. Skilyrði á borð við þau sem Bretar settu bqóta hins vegar gegn fyrrgreindri meginregiu. Hyggist aðildaríki setja lög sem geta falið í sér frávik frá fyrrgreindum megin- reglum verða þau að geta rökstutt það alveg sérstaklega. Þeim ber að nota svonefnd efnisleg rök þ. e. rök- in verða að eiga sér stoð í löggjöf sem EB hefur þegar sett eða í öðrum viðurkenndum lagasjónarmiðum. Sem dæmi um efnisrök má nefna byggðavandamál en til að hægt sé að nota þau þarf vandinn að vera ótvíræður. Og augljóst er að það er mjög lítið rúm fyrir skilyrði sem byggja á þjóðerni og heimilisfesti, það er a.m.k. klárt eftir þennan dóm. í fjórðu grein reglugerðar EB nr. 170 frá 1983 um vernd og stjórn- un fiskiauðlinda segir að markmiðið með kvótaskiptingu milli aðildarríkj- anna sé m.a. að tryggja hlutfallslega stöðugar veiðar hvers lands. Þá draga menn e.t.v. þá ályktun að allar aðgerðir sem gripið er til í því skyni að tryggja hlutfallslega stöð- ugar veiðar aðildarríkjanna séu þar með nægilega rökstuddar. Málið er að dómurinn segir í niðurstöðu sinni að lagasetning Breta frá 1988 sé ekki aðgerðir í þá átt. Þetta sé að- eins og einfaldlega mismunun eftir þjóðerni. Með lögunun sé eingöngu verið að hindra ákveðna EB-þegna í a_ð veiða úr breska kvótanum. í annarri reglugerð EB segir að taka skuli sérstaklega tillit til hefð- bundinna veiða og sérstakra þarfa á þeim svæðum sem eru einkum háð fiskveiðum og fiskiðnaði. Sé gripið til reglugerða í einstöku aðildarríki til að sinna þessum sérstöku þörfum á tilteknu svæði myndi ég halda að sá rökstuðningur kynni eftir atvik- um að duga. í þessu sambandi er líka rétt að minna á að miklu skipt- ir hvort viðkomandi lög eða reglu- gerð aðildarríkisins eru tímabundin. Ef tilteknar ráðstafanir eiga aðeins að gilda í skamman tíma eru meiri líkur á að þær fái staðist. Vægi meginreglnanna slegið föstu Það eru einkum tvö atriði sem leiða má af niðurstöðu EB-dómstóls- ins. í fyrsta lagi að meginreglan um stofnsetningarréttinn sem m.a. felur í sér bann við mismunun vegna þjóð- ernis og væntanlega einnig svipaðar meginreglur um hina frelsisþættina gilda einnig í sjávarútvegi. í öðru lagi að áskilnaður í landslögum um ríkisborgararétt eða búsetu sem skilyrði fyrir skráningu skipa er al- mennt andstæður EB-rétti því að slíkar reglur bijóta í bága við bann við mismunun sem þar er áskilið. Hinu má þó ekki gleyma að eftir atvikum er hægt að gera kröfur um ákveðin tengsl fiskiskips við það land sem veitt er við, t.d. að skipið komi svo og svo oft í höfn. Dómstóll- inn viðurkennir að slíkar takmark- anir geti verið í lagi fari þær ekki úr hófi. Raunar gildir svonefnd hófs- regla um allar þær lagareglur sem aðildarríkin geta tekið í lög sín um EB-málefni. í henni felst að aðild- arríki má ekki ganga lengra fram í því að vernda lögverndaða sérhags- muni sína en nauðsynlegt er til að ná fram þeirri vernd. Dómstóllinn leggur greinilega mesta áherslu á að bresku lögin stangist á við frelsi til að stofna til sjálfstæðrar atvinnustarfsemi í hvaða aðildarríki sem er, þ.e. bijóti gegn stofnsetningarréttinum. Af dómi þessum leiðir sennilega einnig að ekki má hindra þegna annars aðildarríkis í að stunda atvinnu, í þessu tilviki fiskveiðar, á yfirráða- svæði annars aðildarríkis nema þá að mjög takmörkuðu leyti. Nefna má að samkvæmt reglunum um fjór- frelsið er væntanlega ekkert því til fyrirstöðu að Spánveijar kaupi bresk fiskiskip með veiðiréttindum á bresku hafsvæði. Það er tæplega unnt að skerða slíkan rétt með landslöggjöf einstakra ríkja. Dómstóllinn hefur áður látið sterklega liggja að því að hægt sé að setja ákveðin skilyrði vegna byggðasjónarmiða. Í slíkum tilvikum væri ekki brotið gegn ákvæðinu um jafnrétti þjóðanna vegna þess að rökstuðningurinn byggðist á sér- stökum þörfum á tilteknu svæði. Þá þarf að sýna fram á að svæðið, t.d. einhver útkjálkabyggð, beijist í bökkum. Það væri tæplega hægt að sýna fram á að Reykjavík eða eitt- hvert byggðarlag hér á suðvest- urhorninu félli undir slíka skilgrein- ingu svo að tekið sé dæmi sem stend- ur okkur nálægt. Niðurstaðan ekki óvænt Sjálfur var ég tæpast í vafa um að dómurinn yrði á þessa lund. Það er að vísu auðvelt að vera vitur eft- ir á en ég hafði í huga þá dóma sem áður höfðu verið kveðnir upp og jafnframt hvernig allt kerfi banda- lagsins er byggt upp og hver grund- vallarsjónarmiðin eru. Stefnt er að því að endurskoða sjávarútvegsstefnu bandalagsins fyrir árslok 1992. Núgildandi sjáv- arútvegsreglur, þar á meðal um út- hlutun einkafiskveiðikvóta til hvers ríkis og einkafiskveiðilögsögu innan 12 mílna, eru bráðabirgðareglur. Annað skipulag á að vefða tilbúið 1992. Margir eru svartsýnir á að það takist samkomulag um nýtt skipulag og náist það ekki verður núgildandi kerfi sjálfsagt áfram við lýði, til þess er heimild, alveg til ársins 2002. Ekki síðar en það ár á að vera búið að setja nýjar reglur en takist það ekki munu hinar ótíma- bundnu reglur bandalagsins gilda um þessi mál. Það merkir að reglur Rómarsamningsins þar á meðal sjálfar grundvallarreglurnar um fjórfrelsið og 7. greinin áðurnefnda verða kjarni skipulagsins auk nokk- urra annarra reglugerða sem nú gilda ótímabundið. I reynd verður sjávarútvegurinn staddur í eins kon- ar lagalausu tómi um hríð, a.m.k. að nokkru leyti, þar sem stofnanir- Evrópubandalagsins hafa þó öll völd til þess að setja nýjar reglur nái þær samkomulagi um það. Stofnanir bandalagsins gætu þá sett reglur um sérhvern þátt sjávarútvegs- stefnu bandalagsins og auk þess myndu að sjálfsögðu þær fáu ótíma- bundnu reglur sem beinlínis eiga við sjávarútveginn verða áfram í gildi nema þeim verði breytt. Það er óljóst hvort ákvæðið um 12 mílna einka- lögsögu hvers ríkis gildir áfram eft- ir 2002 en ég held að svo verði ekki nema sérstakt samkomulag náist um það. Mér finnst ólíklegt að þessi dómsniðurstaða breyti miklu um endurskoðunina, málið lá að mestu ljóst fyrir, það snerist um grundvall- arreglur. Möguleikar íslendinga Einu reglurnar sem geta vikið til hliðar ákvæðum Rómarsamningsins eru breytingar á honum sjálfum eða aðildarlög nýrra aðildarríkja sem fela í sér slíka breytingu. En þar sem bandalagið byggir löggjöf sína svo mikið á því að hún hafi almennt gildi eru að jafnaði ekki leyfðar undanþágur frá sjálfum meginregl- um samningsins fyrir einstök aðild- arríki nema þær séu tímabundnar, ekki heldur í nýjum aðildarlögum eða aðildarsamningum. Vilji eitt aðildarríki fá tímabundna undan- þágu frá Rómarsamningnum vegna óvæntra erfiðleika af einhveiju tagi getur það að jafnaði ekki gripið til ráðstafana einhliða heldur verður það ávallt að hafa samráð við stofn- anir bandalagsins ef undanþága er á annað borð möguleg. Það sem í reynd er hér til um- ræðu er m.a. hvað felst í 102. grein aðildarlaganna sem sett voru 1972 er Bretar, írar og Danir gengu í bandalagið. Greinin er óljóst orðuð. Sumir segja að hún heimili að víkja megi frá meginreglum bandalagsins en ég tel ekki að svo sé. í samningn- um segir í grein 100: „Þrátt fyrir ákvæði annarrar greinar reglugerð- ar 2141 frá 1970 um sameiginlega stjórnun fiskveiða er aðildarríkjum bandalagsins heimilað að veita ákveðnum skipum leyfi til fiskveiða á hafsvæðum á yfirráðasvæðum þeirra eða í lögsögu þeirra innan sex [síðar breytt í 12] sjómílna marka.“ I grein 102 segir síðan: „Ráðið ákveður í síðasta lagi eftir sex ár frá aðild [ekki seinna en 1979] á grundvelli tillögu framkvæmda- stjórnarinnar skilyrði til þess að stunda fiskveiðar þar sem þess er gætt að tryggja verndun fiskistofna og vernd lífríkis sjávar." Á þessum ákvæðum eru hug- myndir um frávik frá meginreglum EB byggð. Lagastoð slíkrar álykt- unar er vægast sagt ekki mikil. Þarna er aðeins fjallað um aðlögun- artíma sem nú er löngu útrunninn auk þess sem dómstóll EB hefur talið að ákvæði í aðildarlögum þurfi að vera alveg ótvíræð ef þau eigi að geta vikið ákvæðum Rómarsamn- ingsins til hliðar. Við íslendingar fengjum vafalaust mjög verulegan hluta af okkar eigin fiski til ráðstöf- unar á aðlögunartímanum, banda- lagið hefur viðurkennt að fyrst og fremst eigi að leggja til grundvallar þörf viðkomandi lands og veiðar þess fram til þessa. Síðar, þegar ótímabundnu reglurnar taka við, myndum við verða að hlíta hinum sameiginlegu sjávarútvegsreglum EB, þ. á m. framtíðarlagasetningu um þessi málefni að flestu leyti. Þetta gildir þó ekki ef það tækist í aðildarsamningi eða aðildarlögum að fá ótímabundnar undanþágur frá hinum sameiginlegu sjávarútvegs- reglum að einhveiju eða öllu leyti. Telja verður þó heldur ólíklegt að slíkar undanþágur næðust ef á reyndi.“ Viðtal: Kristján Jónsson Fyrirspurnum svarað í borgarráði: Áætlaður hönnunarkostnaður Perlunnar rúmar 203 milljónir Á FUNDI borgarráðs í gær, var lagt fram svar Gunnars Kristins- sonar hitaveitustjóra, vegna fyrirspurna Sigrúnar Magnúsdóttur um kostnað við byggingaframkvæmdir við Perluna í Öskjuhlíð. Fram kemur að áætlaður heildarkostnaður til hönnuða er 203,876 milljónir króna. í bókun Sigrúnar, er bent á að samkvæmt tveim- ur dagsettum yfirlitum um hönnunarkostnað hækki greiðsla til arkitekts um 1,5 milljón á einni viku. Perlan á öskjuhlíð Greiöslur til hönnunar og verkfræöifyrirtækja (Greiðslur vegna hönnunar, verkfræðistarfa og eftirlits.) Ingimundur Sveinsson, arkitekt 1987 1988 1989 1990 1991 Samtals 3.335 8.624 11.424 8.720 15.096 47.199 47.199 Greiðslu til arkitekts 3.335 8.624 11.424 8.720 15.096 Fjarhitun h.f. verkfræðistofa 4.090 15.729 20.455 19.554 15.513 í Í 76.341 Rafteikning h.f. verkfræðistofa 134 2.706 8.185 9.012 33.918' 63.965 Verkfræðistofa Braga og Eyvindar. 566 3.211 1.563 iðáSK 5.340 Verkfræðistofan Afl. 5.621 |i|ÍB 6.621 Hljóö h.f. 2.244 3.469 9.8341 16.647 Verkfræðideild Háskóla (slands 873 873 Greiðslur til verkfræðistofa 5.663 21.646 32.447 32.035 64.886 8 166.677 Allar upphæðir ( hcilum þúsundum króna. Árið 1991 áætlaö að hluta. í svari hitaveitustjóra við fyrir- spurnum Sigrúnar kemur fram að, þegar samningur hafði verið und- irritaður um veitingarekstur 18. október 1990, hafi leigutaki óskað eftir breytingum á hönnun hússins vegna umfangsmeiri starfsemi en áður var gert ráð fyrir. Inngangi á salerni á 4. hæð var breytt og þar komið íyrir anddyri íyrir gæslumann salernanna. Eldhúsi á 4. hæð var breytt og sett upp umfangsmeiri veitingabúð miðað við fyrstu hugmyndir. Á efstu hæð var gert ráð fyrir að bar yfir lyftu- kjarna en hann var stækkaður yfir eldhúsloftið. Áður var ekki gert ráð fyrir lofti yfir eldhúsi. Þá var eldhúsið stækkað og því breytt. Byggt var jarðhýsi fyrir starfsmannaaðstöðu og geymslur. Af hálfu leigusala sátu fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjórn- sýsludeildar, byggingastjóri og hönnuðir hússins fundi með leigu- tökum og tóku ákvarðanir um breytingarnar. Ákvarðanir um ein- staka verkþætti og útfærslu voru teknir á fundum, þar sem sæti áttu hönnuðir verksins og bygg- ingastjóri, sem stjórnaði fundin- um. „í áætlun frá 12. 12. 1990 var kostnaður við þessar breyting- ar og viðbætur mjög vanmetinn, enda var hönnun þá skammt á veg komin og ekki búið að ákveða endanlegt fyrirkomulag. Ljóst er að eftirlit með kostnaði við bygg- inguna hefur farið algjörlega úr böndum á þessu ári, og endurskoð- un kostnaðar, sem var verulega vanmetin fyrir, fallið niður.“ Kostnaður vegna veitingareksturs Spurt var um hver hafi ákveðið að 57,1 milljón króna yrði varið til tækja og áhalda vegna veitinga- reksturs, þrátt fyrir að samið hafi verið um 10 milljón króna skuld leigutaka í því skyni. í svari hita- veitustjóra segir, að samkvæmt samningnum við leigutaka hafi verið gert ráð fyrir að hann legði fram 40 milljónir í búnað og inn- réttingar í eldhús og veitingasal. Upphæðin mætti ekki vera lægri en 30 milljónir en stofni hann til skuldar við Hitaveituna vegna þessa megi hún ekki fara yfir 10 milljónir. Skuldin endurgreiðist á þremur til fimm árum. A það atr- iði muni ekki reyna þar sem leigu- taki leggi fram búnað og innrétt- ingar fyrir 40 milljónir. Þá segir: „í þeim viðræðum sem fram fóru við gerð samningsins var samningsaðilum ljóst að kostn- aður við búnað og innréttingar hússins yrði verulega hærri en næmi framlagi leigutaka. Var því ákvæði í samningnum þess efnis að keyptu leigutakar búnað og innréttingar fyrir hærri fjárhæð en 40.000.000,-, þá endurgreiddi leigusali mismuninn.“ Um það hversu stór hluti af rekstrarkostnað hússins verði greiddur af leigutekjum veitinga- aðstöðunnar, segir hitaveitustjóri að áætlaður rekstarkostnaður sé 20,5 milljónir árið 1992. Áætlaðar leigutekjur séu 12 til 14 milljónir að viðbættum 4 miljónum sem Hitaveitan eignist árlega næstu 10 árin í þeim búnaði sem veitinga- maður hefur lagt fram. Hönnunarkostnaður í yfirliti hitaveitustjóra um hönnunarkostnað frá upphafi framkvæmda kemur fram að heildar greiðsla til Ingimundar Sveinssonar arkitekts, er 47,199 millj., til Fjarhitunar hf. verk- fræðistofu, 75,341 millj., til Raf- teikningar hf. verkfræðistofu, 53,955 millj., til Verkfræðistofu Braga og Eyvindar, 5,340 millj., til Verkfræðistofunnar Afls, 5,621 millj., til Hljóðs hf., 15,547 millj., og til Verkfræðideildar Háskóla íslands, 873 þús. Val hönnuða Spurt var um hvernig val hönn- uða hafi farið fram og í svari hita- veitustjóra segir, „Arkitekt var valinn þannig, að ákveðið var að taka þeim hugmyndum, sem hann lagði fram um gerð hússins. Fjar- hitun hf. var valin til hönnunar á burðarvirki og hita- og loftræsi- kerfum, þar sem hún hafði hannað vatnsgeyma og undirstöður þeirra, sem er hluti Perlunnar. Rafteikn- ing hf. var valin vegna þess að hún hafði hannað mjög sambæri- legt verk, þar á meðal raflögn í Borgarleikhúsið. Hitaveitan hafði margra ára góða reynslu af báðum þessum ráðgjöfum. Aðeins tveir ráðgjafar komu til greina fyrir hljóðhönnun hússins, báðir með mikla reynslu. Aðeins annar þeirra, Hljóð hf. var heimilisfastur hér á landi og var hann því val- inn. Byggingarstjóri átti mestan þátt í vali hönnuða." Bókanir Á fundi borgarráðs í gær voru lagðar fram bókanir frá Siguijóni Péturssyni og Sigrúnu Magnús- dóttur borgarfulltrúum. í bókun Siguijóns Péturssonar segir að, „Algerlega hefur skort á kostnaðareftirlit við frámkvæmdir við Perluna þannig að svo virðist, sem engin stjórn hafi verið á fram- kvæmdum. Þessi framkvæmd er að mínu mati versta fjármálasukk, sem upp hefur komið í fram-: kvæmdum á vegum borgarinnar, í áratugi." í bókun Sigrúnar Magnúsdóttur bendir hún á að, „í svari hitaveitu- stjóra tii borgarstjóra, dagsettu 27. ágúst sl. kemur fram í yfirliti um kostnað Perlunnar árið 1991 að greiðsla til arkitekts sé 13,5 milljónir króna en á blaði um sund- urliðaðan hönnunarkostnað dag- settu 4. sept. er talað komin í 15 milljónir króna. Á einni viku hækk- ar upphæðin um dágóð árslaun borgarstarfsmanns. Perlan er vissulega sérstætt hús og því sennilega eðlilegt að hönnunar- kostnaður væri hár í byijun. Það vekur hins vegar furðu mína að greiðsla til hönnuða er mest í ár þegar komið er að frágangi innan- húss. Til hönnuða hafa farið 274 milljónir króna samtals eða 17% af byggingakostnaði."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.