Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991 Piparinn ’91 Landsmót piparsveina og -meyja í Sjallanum PIPARINN ’91, landsmót piparsveina og -meyja verður haldið í Sjallan- um á Akureyri dagana 13. og 14. september næstkomandi. Piparsvein- ar hittast nú í þriðja sinn á fagnaði, en stúlkurnar, sem kosið hafa að kalla sig piparmyntur, oma saman í fyrsta sinn. Piparmyntur munu koma sama á föstudagskvöldi, 13. september og piparsveinar á laugardagskvöld. Dagskráin hefst með fordrykk og piparkökum og síðan er þar til gerð- um piparorðum nælt í þátttakendur. Fjölmörg dagskráratriði verða í boði á milli þess sem réttir eru bornir fram. Hápunkturinn er kosning pip- armyntu og piparsveins ársins. Það eru þau Gunnar Páll Gunnars- son og Hólmfríður Sigurðardóttir sem annast hafa undirbúning vegna mótsins og munu sjá um framkvæmd þess í samvinnu við Sjallann. Til- gangur þessa móts er að lífga upp á skemmtanalífið og segja þau Gunnar Páll og Hólmfríður að langt í frá megi líta á þessa skemmtun sem hjúskaparmiðlun. „Það er alls Mývatnssveit: Haustíð kom sem hendi væri veifað Björk, Mývatnssveit. SEGJA MÁ að skjótt skipist veð- ur í lofti. Hér í Mývatnssveit var 15-20 stiga hiti um síðustu helgi og fengu gangnamenn afbragðs- veður. Á sunnudag var réttað í báðum réttum, en þá fór að rigna og jafnframt kólnaði síðdegis. Þegar litið var út á mánudags- morgun mátti sjá fjöll með hvítan fald. Þann dag gekk á_ með slyddu- éljum hér í sveitinni. Á þriðjudags- morgun voru fjöllin hvít niður að rótum og sums staðar jafnvel grátt niður í byggð og hitinn aðeins 1-2 stig. Þegar leið á daginn var þó ekki snjó að sjá nema til ijalla. Mörgum finnst nú að við séum óþarflega fljótt minnt á nálægð . haustsins eftir eitt hið blíðasta og besta gróðursumar sem menn minn- ast um áratuga skeið. - Kristján ekki svo að það fólk sem hittist á Piparnum ætii sér endilega að vera piparsveinar- eða meyjar alla ævi, en með þessu móti gefst fólki tæki- færi á að skemmta sér saman og njóta þess besta á meðan piparárin vara.“ Umhverfis- nefnd fund- ar á Akureyri UMHVERFISNEFND Alþingis mun funda á Akureyri miðviku- dag og fimmtudag, 11. og 12. september. Fundurinn er liður í því starfi nefndarinnar að kynnast betur málum landsbyggðarinnar með því að halda fundi utan Reykjavíkur eftir því sem aðstæður leyfa. Á fundinum verður sérstaklega fjallað um náttúrufræðistofnanir og í því sambandi verður Náttúrufræð- istofnun Norðurlands skoðuð. Einn- ig mun nefndin ræða um starfs- leyfi vegna álvers á Keilisnesi og um fyrirhugaða Fljótsdalslínu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Torgið breytir um svip MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir á Ráðhústorgi á Akur- eyri. Verið er að helluleggja torgið, en þessi aðgerð mun gjörbreyta svip miðbæjarins. Akureyrarbær bauð út vinnu við hellulögn og snjóbræðslu í fyrsta áfanga Ráðhústorgs. Þijú tilboð bárust í verkið. Lægst var tilboð Vélaleigu Friðriks Bjarna- sonar, 4.883.720 krónur. Næst- hæst var tilboð Garðverks sf., 6.540.500 krónur, en hæsta boðið kom frá Garðtækni/Garðprýði, 8.169.500 krónur. Áætlun tækni- deildar og Verkfræðiskrifstofu Norðurlands hljóðaði upp á 7.833.000 krónur. Ákveðið var að ganga til samn- inga við lægstbjóðanda, en tilboð- ið nemur rúmlega 62% af kostn- aðaráætlun. Vinna við hellulögn- ina og snjóbræðsluna er hafin og eins og sjá má á mynd, sem ljós- myndari Morgunblaðsins tók þar í gær, breytir torgið mjög um svip. í tengslum við þessar fram- kvæmdir verða gerðar nokkrar breytingar á umferð um og við torgið og mun þá létta þeim um- ferðarhnútum sem þar skapast iðulega. Launþegar eiga ekki að vera afgangsstærð í samningum segir Björn Snæbjörnsson, varaformaður Einingar á Akureyri Undirbúningur samninga hefur staðið yfir hjá Verkalýðsfélaginu Einingu frá því snemma í vor. Megináherslur í kröfum félagsins eru jöfnun á tekjum og lífskjörum launafólks. Björn Snæbjörnsson, varaformaður Einingar, telur að samningar á þessu hausti verði erfiðir og það sé alvarleg stefna að launafólk sé haft sem afgangs- stærð þegar kökunni er skipt. Björn sagði í samtali við Morgun- blaðið að byrjað hefði verið snemma að undirbúa komandi kjarasamn- inga. Síðastliðið vor hefði verið Ný ferðaskrifstofa á Akureyri NOKKRIR hagsmunaaðilar á Ak- ureyri hafa að undanförnu unnið að því í tengslum við Atvinnumála- nefnd að stofna öfluga ferðaþjón- ustu á Akureyri. Fyrir liggur vilja- yfirlýsing fimm aðila til að stofna hlutafélag um að starfrækja nýja ferðaskrifstofu, sem aðallega ann- ist þjónustu við ferðamenn sem koma til Akureyrar. Jón Gauti Jónsson, starfsmaður Atvinnumálanefndar Akureyrarbæj- ar, sagði að hér væri að komast til framkvæmda mál sem ætti að baki margra ára umræðu, að koma á fót á Akureyri öflugri móttökuskrifstofu ferðamanna. í mars og apríi í vor hefði verið stofnað til vinnuhóps til að kanna sem flesta fleti á þessu máli. Stefnt hefði verið að því að virkja hagsmunaaðila í ferðamálum til að leggja í sameiginlegan sjóð Jóhannsbikarinn 1991 Opið öldungamót í golfi fyrir 50 ára og eldri verður haldið á Jaðarsvelli, Akureyri, laugar- daginn 14. september nk. og hefst kl. 10.00. Skráning í golfskálanum í síma 22974 eða í síma 23752 (Stefán) og skal henni lokið fyrir föstudag 13. sept. kl. 20.00. Nú skemmta þeir gömlu sér! Mótanefnd. hvort tveggja reynslu og fjármuni og nú stæði fyrir dyrum að þeir efndu til hlutafélags um að starfrækja hér öfluga ferðaskrifstofu. Á þessu stigi málsins lægi fyrir viljayfirlýsing hlut- aðeigandi aðila þannig að lokafrá- gangur málsins væri enn eftir. Að þessari nýju ferðaskrifstofu munu standa Ferðaskrifstofan Nonni, KEA, Höldur, Flugfélag Norðurlands og Sérleyfisbifreiðir Akureyrar, en fleiri aðilar gætu kom- ið til þessa samstarfs. Nýja férða- skrifstofan mun meðal annars tengj- ast beinum flugferðum milli Akur- eyrar og annarra landa, en Ferða- skrifstofan Nonni hefur einmitt starfað sérstaklega að þeim málum. Jón Gauti sagði að smæð fyrir- tækja í ferðamálum hefði lengi háð starfi þeirra. Til þess að geta staðið fyrir þeirri kynningu og þeim auglýs- ingum sem nauðsynlegar væru, svo dæmi væri tekið, þyrfti töluvert fé. Með því að stofna öflugt félag með sterkum fjárhagsgrundvelli ætti að vera unnt að kynna þessa ferðaþjón- ustu á kraftmikinn og árangursríkan hátt. Hann sagði að einhvern veginn virtist hafa vantað ákveðinn frum- kvöðul til að stýra öflugri ferðaþjón- ustu á Akureyri. Vonir stæðu til þess að hinni nýju ferðaskrifstofu á Akureyri mætti takast að byggja upp fjölþætta og góða þjónustu fyrir ferð- afólk, hvaðan sem það kæmi. kannað álit fólks á því hvaða stefnu félagið skyldi taka. Stofnaðir hefðu verið starfshópar og haldnir fundir í öllum deildum félagsins og í kjöl- far þess hefðu verið sett fram ákveðin markmið, sem send hefðu verið Verkamannasambandinu og fleiri aðilum. Ástandið í þjóðmálum undanfarið hefði þróast þannig að menn hefðu nokkuð haldið að sér höndum og ekki talið ráðlegt að setja meira á blað fyrr en línur skýrðust þar. Þessi umræddu meg- inmarkmið væru á hinn bóginn nokkuð almenns eðlis og fælu um- fram allt í sér kröfu um jöfnun á tekjum og lífskjörum og leiðir til að nálgast það mark. Spurður um hugmyndir að lág- markslaunum kvað Björn óvarlegt og aldrei til bóta á þessu stigi mála að nefna tölur eða ákveðnar upp- hæðir um lágmarkslaun. Aðalatrið- ið væri að ná sem bestum samning- um fyrir verst launaða fólkið, tryggja kaupmátt þess og auka hann. Ýmsar hliðarráðstafanir, aðr- ar aðgerðir en að auka krónufjöld- ann í launaumslaginu, hefðu und- anfarið komið sér best fyrir þá sem lægst hafa launin. Meginspurningin væri ekki sú hversu margar krónur færu í umslagið heldur hve mikið væri hægt að kaupa fyrir það sem í umslaginu væri. Björn Snæbjörnsson sagði ljóst að þjóðarsáttarsamningarnir marg- umræddu hefðu að mörgu leyti tek- ist vel, einkum framan af, fram undir vorið. Þeir hefðu skilað ákveðnum árangri. Hins vegar hefði nú ýmislegt brugðist, einkum bankavaldið og svo ríkisvaldið, sem færi fram með því að auka álögur á fólkið. Það væri ljóst að það gæti ekki gengið að auka fyrst álög- ur og ætla svo að semja um ein- hvern stöðugleika þar sem fólk fengi ekkert bætt það sem á það hefði verið lagt. Vissulega væri umræðugrundvöllur um stöðugleika fyrir hendi en það gæti aldrei orðið með því móti að annar aðilinn fengi það sem hann vildi og hinn fengi ekki neitt. Bjöm taldi mikilvægt að Alþýðu- sambandið hefði yfirstjórn á kom- andi samningum. Samstaða og heildarsamtök væru án efa sterkust gegn atvinnurekendum og ríkis- valdi. Sérmál ýmissa sérsambanda þyrfti vissulega að ræða á vegum þeirra sjálfra, en heildarpakkinn væri best kominn hjá Alþýðusam- bandinu sjálfu. Björn sagði ennfremur að á síð- asta ári hefði verið mikill uppgang- ur og gróði hjá mörgum fyrirtækj- um vegna þess meðal annars að fjármagnskostnaður hefði minnkað og stöðugleiki aukist. Nú væri ann- að upp á teningnum. Fjármagns- kostnaðurinn væri á uppleið og í kjölfar þess trúlega verra gengi fyrirtækja. Hins vegar teldi hann engin rök fyrir því að launþegar væru afgangsstærð, sem fengi skammtað það sem eftir væri, ef eitthvað væri eftir, þegar allir aðrir væru búnir að hirða sitt, bankar, ríkið og fleiri aðilar. Það væri ekki óeðlilegt að snúa dæminu við og láta launþega fyrst fá launin og skipta kökunni síðan milli hinna. Hann sagðist ekki þekkja nokkurt dæmi þess að fyrirtæki hefði farið á hausinn vegna mikils launakostn- aðar. Það væru aðrar ástæður sem yllu ef rekstur gengi illa. Björn sagði að samningar væru lausir nú 15. september. Framund- an væri erfiður tími. Það væri ör- uggt mál að samningar á þessu háusti yrðu erfiðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.