Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991 Búkovskíj hvetur KGB til að opna skjalasöfn sín Segir að slíkt geti stuðlað að lausn helstu óleystra glæpamála aldarinnar Moskvu. Reuter. VLADÍMÍR Búkovskíj, einn af helstu andófsmönnum Sovétríkjanna á árum áður, hefur hvatt Vadím Bakatín, yfirmann sovésku öryggis- lögreglunnar KGB, til að heimila aðgang að skjalasöfnum KGB. Hann sagði að það gæti orðið til þess að hægt yrði að leysa ýmsar ráðgátur varðandi glæpi, svo sem morðið á John F. Kennedy, fyrr- um Bandaríkjaforseta. væri að ræða slíka nefnd í smáatr- iðum og hvort finna mætti svör _við slíkum spurningum í skjala- söfnum KGB. Báðir voru þeir þó sammála um að alls ekki mætti opinbera skjöl um hina fjölmörgu uppljóstrara KGB þar sem slíkt gæti leitt til „nornaveiða". ♦ ♦ ♦ Reuter Ekkert lát á blóðbaðinu í Soweto Lögregla og her Suður-Afríku voru með mikinn viðbúnað í gær í Sow- eto, fjölmennustu byggð blökkumanna í landinu, til að binda enda á bardaga sem kostuðu sex manns lífið í gær. Alls hafa 78 fallið í bar- dögum milli stríðandi fylkinga blökkumanna í Soweto og fleiri byggð- um í grennd við Jóhannesarborg frá því á sunnudag. Á myndinni bendir íbúi Soweto á lík fimmtán ára gamallar dóttur sinnar og 35 ára eiginkonu, sem voru drepnar á meðan hann var íjarverandi frá heimili sínu. Móðir hans og systir voru einnig myrtar í sömu árás. Búkovskíj hitti Bakatín að máli í Lúbjanka, höfuðstöðvum KGB í Moskvu, og var fundur þeirra sýnd- ur í sovéska sjónvarpinu í fyrra- kvöld. Slíkur fundur hefði verið óhugsandi fyrir aðeins örfáum vik- um. Andófsmaðurinn fyrrverandi sagði að það væri siðferðileg skylda Sovétmanna við mannkynið að leysa ýmis óleyst glæpamál Búkovskíj Framtíð flotastöðvarinnar við Subic-flóa: Forsetinn fær fólkið til að mótmæla samþykkt þingsins Manilla. Reuter. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, hvatti til þess í gær að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framlengingu samninga við Bandaríkjamenn Um afnot af flotastöðinni við Subicflóa. Utanríkis- málanefnd þingsins felldi samninginn í fyrradag og andstæðingar hans sögðu samninginn of einhliða og 205 milljóna dollara greiðsla á ári fyrir afnotin væri smánarleg. að engin þörf væri lengur fyrir stöðina þar sem kalda stríðinu væri lokið en auk þess væri upp- hæðin of lág. þessarar aldar. „Ég álít að alþjóð- leg nefnd framúr- skarandi sagn- fræðinga, meðal annars sovéskra, eigi að rannsaka þessi mál á hlut- lausan hátt og kynna niðurstöð- una fyrir allri heimsbyggðinni," sagði hann. Búkovskíj sagði að slíkar rann- sóknir kynnu að afhjúpa sannleik- ann, á bak við morðið á John F. Kennedy 1963 og morðtilraunina á Jóhannesi Páli páfa í Róm 1981. Þær kynnu einnig að varpa nýju ljósi á glæpi sem framdir voru á valdatíma Stalíns og þá kenningu margra sagnfræðinga að einræðis- herrann hafi fyrirskipað morðið á Sergej Kírov, leiðtoga kommúni- staflokksins í Leníngrad, er hreins- anirnar hófust á fjórða áratugnum. Bakatín hlustaði með athygli. Hann kvaðst sammála þessu í höf- uðatriðum en sagði að of snemmt Eystrasaltsríkin: Vegur til Pól- lands opnaður Helsinki. Reuter. ÞJÓÐVEGURINN milli Eystra- saltsríkjanna; Eistlands, Lett- lands og Litháens, annars vegar og Varsjár í Póllandi hins veg- ar, hefur verið opnaður að nýju. Þjóðvegurinn liggur milli Tallinn í Eistlandi, Riga í Eettlandi og Kaunas í Litháen. Áform hafa ver- ið um að opna veginn í áratugi en sovésk stjórnvöld hafa ávallt bann- að umferð um landamæri Litháens og Póllands. Litháísk stjórnvöld tilkynntu hins vegar fyrir síðustu helgi að landamærin hefðu verið opnuð. Vegurinn færir einnig Finna nær Mið-Evrópu þar sem skip sigla nú þegar milli Helsinki og Eist- lands. Aquino hvatti fólk til að mót- mæla samþykkt nefndarinnar og urðu um 200.000 manns við kalli forsetans og gengu að þinghúsiríu með hann í broddi fylkingar. Lét mannfjöldinn það ekki á sig fá þó rigndi sem hvolft væri úr fötu. Á útifundi við upphaf göngunn- ar að þinghúsinu hélt Aquino ræðu þar sem hún sagði þjóðina ekki hafa efni á því að flotastöð Banda- ríkjamanna yrði lokað. Náttúru- hamfarar síðustu misseri hefðu valdið miklu efnahagslegu tjóni sem örðugt yrði að vinna sig frá. Ýmsir filippeyskir stjómmála- menn létu í ljósi þá skoðun í gær að samningurinn yrði staðfestur með miklum meirihluta ef til þjóð- aratkvæðis kæmi. Þeir sögðu hins vegar að svo virtist sem það væri kappsmál öldungadeildar þingsins, sem skipar utnaríkisnefndina, að binda enda á veru erlendra her- sveita í landinu. Lokun Clark-flug- stöðvarinnar er yfirvofandi vegna tjóns sem þar varð af völdum eld- gosa. Fulltrúar stjómar Aquino og bandaríska flotans náðu nýlega samkomulagi um framlengingu samnings um flotastöðina við Subicflóa eftir margra mánaða við- ræður. Gert var ráð fyrir að það rynni út árið 2001 og að í staðinn kæmi 2,2 milljarða dollara efna- hagsaðstoð. Talsmenn meirihluta utanríkisnefndar þingsins sögðu Bandaríkin: Bann við innflutningi á túnfiski brot gegn GATT ÞRIGGJA manna dómnefnd á vegum GATT, Almenna samkomulags- ins um tolla og viðskipti, hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann Bandarikjamanna við innflutningi á túnfiski frá Mexíkó gangi í ber- högg við reglur um milliríkjaviðskipti, að sögn viðskiptatímaritsins Journal of Commerce. Bandaríkjastjóm kom banninu á í fyrra á þeirri forsendu að Mexíkó- menn beittu fiskveiðiaðferðum, sem yllu því að höfrungar dræpust í netunum. Mexíkómenn héldu því hins vegar fram að bannið væri brot á reglum GATT, því með því væri verið að hygla bandarískum fiskveiðimönnunum undir því yf- irskini að vernda ætti höfrunga- stofna. Dómnefndin komst að þeirri nið- urstöðu að bannið samræmdist ekki skuldbindingum Bandaríkja- manna gagnvart GATT. Bandar- ísku náttúruverndarsamtökin WWFN mótmæltu úrskurðinum og sögðu hann mikið áfali fyrir þau ríki sem leituðust við að vernda fiskistofna. Gull Eystrasaltsþjóða veld- ur Bretum og Svíum vanda Sljórnvöld í Svíþjóð og Bretlandi eru nú í vanda þar sem Eyst- rasaltsríkin leggja fast að þeim að skila gulli, sem ríkin áttu í vestrænum bönkum er þau voru innlimuð í Sovétríkin 1940. Vand- inn felst í því að Sovétmenn fengu gulleign ríkjanna i sænskum og breskum bönkum. Vandræði Svía og Breta jukust enn þegar Frakkar ákváðu að skila gulleign Eystrasaltsríkjanna í frönsku bönkum eftir misheppnað valdarán sovéskra harðlínukommúnista í ágúst. Bandaríkjastjórn hefur gefið til kynna að bandarískir . bankar geri hið sama. Bandaríkjamenn létu Sovét- menn ekki hafa gull Eystrasalts- ríkjanna heldur notuðu þeir hluta þess til að fjármagna starfsemi ræðismannaskrifstofa þeirra. í New York og Washington. Þótt gulleign ríkjanna sé smá- vægileg miðað við heimsmarkað- inn er mikilvægi hennar gífurlegt fyrir Eystrasaitsþjóðirnar sjálfar. Þar sem þær hyggjast taka upp eigin mynt að nýju skiptir gullið þær miklu máli sem varasjóður. Alls áttu Eystrasaltsríkin tæp- lega 14 tonn af guili í vestrænum bönkum og verðmæti þess er nú um 146 milljónir dala (8,8 millj- arðar ÍSK). Megnið af gullinu var í breskum bönkum. Frakkar skil- uðu 3,2 tonnum, sem metin eru á 36 milljónir dala (2,2 milljarða ÍSK), og um þijú tonn voru í Svíþjóð. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki viljað gefa upplýsingar um gul- leign Eystrasaltsríkjanna í Bandaríkjunum. Eistlandsbanki hefur hins vegar skýrt frá því að Eistar hafi lagt um 4 tonn af gulli, metin á 45 milljónir dala (2,7 milljarða ÍSK), inn í bandar- íska banka. Málið er mjög viðkvæmt í Sví- þjóð, sem varð annað ríkið - á eftir Þýskalandi nasista - til að viðurkenna innlimun Eystrasalts- ríkjanna í Sovétríkin. Svíar af- hentu Sovétmönnum gullið í maí 1941 til að tryggja að þeir héldu eignum sínum í hemumdu lönd- unum. Stjórn Harolds Wilsons, fyrr- verandi forsætisráðherra Bret- lands, seldi gull Eystrasaltsríkj- anna árið 1967 fyrir 5,8 milljónir punda (um 603 milljónir ISK) vegna skulda Sovétríkjanna á Vesturlöndum og andvirðinu var skipt milli lánardrottna. Sir Frederick Bennet, varafor- seti Eystrasaltsráðsins í Bret- landi, segir að allir stjórnmála- fiokkar landsins telji þetta „mjög vafasaman samning". „Að mínu áliti leikur ekki vafi á því að við aðhöfðumst nokkuð, sem við viss- um að væri rangt, og við gerðum það vegna þess að á þessum tíma var almennt álitið að Eystrasalts- ríkin myndu aldrei öðlast sjálf- stæði aftur,“ sagði hann. Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna nota hvert tækifæri sem gefst til að knýja á um að gulleigninni . verði skilað. Lennart Meri, ut- anríkisráðherra Eistlands, vakti máls á þessu á fundi sínum með starfsbróður sínum í Svíþjóð, Sten Andersson, er þeir undirrituðu samning um stjórnmálasamband ríkjanna. Douglas Hurd, er fór fyrir breskri sendinefnd sem var í Lit- háen nýlega, var einnig inntur eftir afstöðu bresku stjórnarinnar til gullmálsins en gaf aðeins loðin svör. Hann lágði til að Litháar sendu nefnd til Lundúna til að ræða málið við lögfræðiráðgjafa bresku stjórnarinnar „svo hægt verði að finna lausn sem Litháar og Bretar geta sætt sig við“. Ólíklegt er að stuðningsmenn Eystrasaltsríkjanna í Bretlandi sætti sig við slík svör og búast má við að þeir leggi fast að bresk- um stjórnvöldum að þau láti ríkin hafa gull í skaðabætur sem allra fyrst. Heimild: Finincial Times. Dregið verður 15. september Aðeins ein söluvika eftir Vinningar 3 bílar, samtals að verðmæti 3.407.000 kr. Miðaverð 500 kr. Happdrættismiðamir fást hjá félagsmönnum, eru seldir úr happdrættisbflunum eða sendir heim. Upplýsingar í síma 91-625744 eða 91-25744. landssamtök hjartasjúkunga Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu • Sími 91-625744 & 91-25744.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.