Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991 39 KNATTSPYRNA / 1. DEILD - SAMSKIPADEILDIN „Svekktur“ „ÉG er svekktur yfir því hafa fengið þetta mark á okkur í lokin. En það er engum en okk- ur sjálfum um að kenna,“ sagið Ásgeir Eiíasson, þjálfari Fram. Asgeir sagði að leikurinn hafi verið erfiður. „Við vorum ekki með í leiknum í fyrri hálfleik. Eftir að við náðum að komast yfir í síðari hálfleik reyndum að halda boltanum og leika yfirvegað. En það er heil umferð eftir og mótið því ekki búið enn. Ef bæði liðin vinna verðum við að gera þremur mörkum meira en Víkingar. Þetta er allt opið enn,“ sagði Ásgeir. „Áttum að gera út um leikinn í fyrri hálfieik“ „Við áttum að gera út um leikinn í fyrri hálfleik,“ sagði Atli Eðvalds- son, fyrirliði KR. „Framarar komu sterkir inn í síðari hálfleik enda urðu þeir að taka áhættu til að vera áfram með í baráttunni um titilinn. Við erum með frekar óreynt lið þar sem við stilltum upp þremur strákum úr 2. flokki. Það er alltaf erfitt að leika gegn Fram enda eru þeir með landsliðsmenn í hverri stöðu. Við ætluðum okkur að vinna og reyna að ná Evrópusæti, en klúðruðum of miklu til þess. Leikur okkar batnaði mikið þegar Rúnar kom inná í lokin,“ sagði fyrirliði KR. ÚRSLIT KR-Fram 2:2 KR-völlur, íslandsmótið í knattspymu, 1. deild - Samskipadeildin, þriðjudaginn 10. septemb- er 1991. Mörk KR: Atli Eðvaldsson (39.), Gunnar Oddsson (90.). Mörk Fram: Baldur Bragason (71.), Ríkharð- ur Daðason (76.). Gult spald: Enginn. Áhorfendur: 1.730 greiddu aðgang. Dómari: Þorvarður Bjömsson. Lið KR: Ólafur Gottskálksson, Sigurður Björgvinsson, Sigurður Öm Jónsson, Sigurður ómarsson, Atli Eíðvaldsson, Bjöm Rafnsson, (Óskar Hrafn Þorvladsson vm. 61.), Gunnar Oddsson, Gunnar Skúlason, Ragnar Margeirs- son, Heimir Guðjónsson, Bjarki Pétursson, (Rúnar Kristinsson vm. 81.). Lið Fram: Birkir Kristinsson, Pétur Marteins- son, Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Jón Erling Ragnarsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Amþórsson, (Ásgeir Ásgeirsson vm. 67.), Anton Bjöm Markússon, (Haukur Pálmason vm. 86.), Baldur Bjamason, Steinar Guðgeirs- son, Ríkharður Daðason. ÍBV - Stjarnan 1:1 Hásteinsvöllur, fslandsmótið í knattspymu, 1. deild - Samskipadeildin, þriðjudaginn 10. septemþer 1991. Mark ÍBV: Leifur Geir Hafsteinsson (5.). Mark Stjörnunnar: Ingólfur Ingólfsson (33.). Gult spjald: Ragnar Gíslason, Valdimar Kri- stofersson og Sveinbjöm Hákonarson, Stjöm- unni. Friðrik Sæbjömsson og Leifur Geir Haf- steinsson, ÍBV. Raut spjald: Heimir Erlingsson, Stjömunni. Aliorfendur: 800. Dómari: Bragi Bergmann. Hann hafði ekki nógu góð tök á leiknum. Lið ÍBV: Þorsteinn Gunnarsson, Friðrik Sæ- bjömsson, Tómas Ingi Tómasson, (Sigurður Ingason vm. 90.), Elías Friðriksson, (Martin Eyjólfsson vm. 77.), Jón Bragi Amarsson, Leifur Geir Hafsteinsson, Heimir Hallgrims- son, Nökkvi Sveinsson, Hlynur Stefánsson, Amljótur Davíðsson, Ingi Sigurðsson. Lið Stjömunnar: Jón Otti Jónsson, Þór Ómar Jónsson, Ragnar Gíslason, Heimir Erlingsson, Birgir Sigfússon, Bjami Benediktsson, Svein- bjöm Hákonarson, Valdimar Kristófersson, Valgeir Baldursson, Ingólfur Ingólfsson, Bjami Jónsson. Jón Otti Jónsson, Stjörnunni. Ragnar Gíslason, Ingólfur Ingólfsson, StjBrnunni. Friðrik Sæbjömsson, Tómas Ingi Tómasson, Ingi Sigurðsson, Hlynur Stefánsson, ÍBV. Ólafur Gottskálksson, Sigurður Björgvinsson, Atli Eðvaldsson, Sigurður Ómarsson, KR. Birkir Kristinsson, Pétur Ormslev, Baldur Bjarnason, Steinar Guðgeirsson, Kristinn R. Jónsson, Fram. VÍKINGUR 17 11 1 5 33: 20 34 FRAM 17 10 4 3 26: 15 34 KR 17 8 4 5 32: 15 28 ÍBV 17 7 3 7 28: 33 24 VALUR 17 7 2 8 22: 23 23 BREIÐABLIK 17 6 5 6 25: 27 23 FH 17 6 4 7 25: 24 22 KA 17 6 4 7 18: 21 22 STJARNAN 17 4 6 7 23: 26 18 VÍÐIR 17 2 3 12 16: 44 9 Körfuknattleikur Reykjanesmótið: Grindavík - ÍBK...............69:72 Haukar - Grindavik............86:80 Baldur Bjarnason jafnar hér leikinn fyrir Fram, 1:1. Ólafur Gottksálksson, markvörður og Sigurður Örn Jónsson koma engum vörnum við^'^ ™ Spennan heldur áfram. eftirjafntefli KR-inga og Framara á KR-velli Sigurður Örn Jónsson sendi boltann frá miðlínu á kollinn ■ Ragnari Margeirssyni sem framlendi inní vítateiginn á Atla Eðvaldsson sem afgreiddi knöttinn með góðu skoti í markið. 1B Baldur Bjarnason jafnaði leikinn á 71. mín. Ásgeir Ás- ■ | geirsson, sem nýlega var kominn inná sem varamaður, sendi fyrir markið frá hægri. Jón Erling tók boltann niður við vítateiginn og renndi boltanum til hliðar á Baldur sem skoraði framhjá Olafi Gottskálkssyni. 1a ^% Ríkharður Daðason skoraði með þrumuskoti af 25 metra ■ fc*færi á 76. mín. Ólafur Gottskálksson virtist hafa góðan tíma til að ná til knattarins en misreiknaði sig. 2a Gunnar Oddsson skoraði á síðustu mínútu leiksins. Sigurð- mÆmur Ómarsson sendi inná markteishornið eftir hornspyrnu og þar var Sigurður Björgvinsson og sendi fyrir markið á Gunnar sem henti sér fram og skallaði i netið. V HAGUR Víkinga vænkaðist mjög í keppninni um íslands- meistaratitilinn eftir að Fram- arar gerðu jaf ntefli við KR-inga, 2:2, á KR-velli í gærkvöldi. Jöfn- unarmark KR kom á síðustu mínútu leiksins. Fram og Víkingur eru jöfn að stigum fyr- ir síðustu umferð en markatala Víkinga er hagstæðari, hafa 2 mörk á Fram. Það kemur í Ijós á laugardaginn hvort íslands- bikarinn lendir hjá Víkingum eða Fram. Vonir KR-inga um Evrópusætið urðu að engu við þessi úrslit. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill þar sem boltinn gekk mótheija á milli. KR-ingar voru betri aðilinn og fengu þrjú marktækifæri og ValurB. nýttu eitt þeirra. Jónatansson Það var Atli Eð- skrifar valdsson sem það gerði og var þetta níunda mark hans í deildinni. Áður höfðu Bjarki og Sigurður Ómarsson komist í færi, en Birkir sá við þeim í bæði skiptin. Framarar fengu ekki eitt einasta færi í fyrri hálfleik og virkuðu mjög daufir. í byrjun síðari hálfleiks fékk Björn Rafnsson sannkallað dauða- færi til að gera út um leikinn, en klúðraði því á ótrúlegan hátt. Það var allt annað að sjá til Framara eftir hlé. Þeir pressuðu stíft og fengu mörg upplögð mark- tækifæri, en Ólafur Gottskálksson sá við þeim þar til á 71. mín. er Baldur jafnaði. Framarar létu ekki staðar numið, héldu uppteknum hætti og bættu öðru marki við fimm mínútum síðar og héldu þá flestir að úrslitin væru ráðin. En Framarar sofnuðu á verðinum á síðustu mínútu leiksins og það kann að reynast þeim dýrkeypt í keppninni um meistaratitilinn. KR-ingar skiptu Rúnari Kristins- syni inná þegar tæpar tíu mínútur voru eftir og og við það misstu Framarar tökin á miðjunni og bökk- uð og freistuðu þess að haida fengn- um hlut. Rúnar átti hörkuskot sem Birkir varði í horn á síðustu mín. leiksins og upp úr horninu kom jöfn- unarmark KR-inga. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa. Mikil barátta og góðir sam- leikskaflar inná milli. KR-ingar voru betri í fyrri hálfieik og réðu miðjuspilinu. Það var síðan í síðari hálfleik sem annað hvort var að duga eða drepast fyrir Framara. Þeir voru staðráðnir í að gera betur en í þeim fyrri og gerðu það. Bolt- inn gekk þá vel milli manna og þeir yfirspiluðu KR-inga lengst af. Úrslitin verða að teljast sanngjörn, en óneitanlega var heppnisstimpill yfir jöfnunarmarki KR-inga í lokin. Stjaman hrapaði í Eyjum EYJAMENN sendu lið Stjörn- unnar niður í aðra deild, þegar liðin skildu jöfn, 1:1, f Eyjum í gærkvöldi. IBV tryggði sér þar af leiðandi áframhaldandi veru í deildinni og losaði einnig fjög- ur önnur lið undan fallpress- unni fyrir síðustu umferð. Hlynur Stefánsson, ÍBV, var ánægður með úrslitin. „Bar- áttan var þokkaleg hjá okkur, en við hættum að spila boltanum milli manna eftir markið og því var mikið um baráttu og hlaup, sem gerðu okkur erfiðara fyrir. Við urðum að ná okkur í stig og það tókst. Við hefðum hæglega getað bætt við mörkum og þeir einnig, en það er þægilegt að vera laus undan allri pressu fyrir leikinn gegn Fram. Framarar koma örugglega Sigfús Gunnar Guðmundsson skrifarfrá Eyjum til með að leika sóknarbolta og það' er gott fyrir okkur að geta mætt áhyggjulaúsir til leiks.“ Jóhannes Atlason, þjálfari Stjörnunnar, sagði að ekkert væri um þetta að segja og var greinilega mjög svekktur með stöðu mála hjá Stjörnunni. Leikurinn var ekki mjög áferðar- fallegur, en mikið um baráttu og smá pústra og spennan hélst alveg fram á síðustu sekúndu. Eyjamenn bytjuðu betur og Leif- ur Geir gerði 12. mark sitt á tíma- bilinu. Stuttu síðar fékk hann aftur gott færi eftir failega stungu frá Tómasi Inga. Hann vippaði framhjá Jóni Otta í markinu, en einnig fram- hjá markinu. Síðan átti Tómas Ingi ágætt skot úr aukaspyrnu, en rétt framhjá. Um miðjan hálfleikinn náðu Stjörnumenn að jafna, þegar Ingólfur Ingólfsson skoraði og skömmu síðar var Valdimar Kristó- fersson í góðu færi, en skaut fram- Lagieg sókn ÍBV. ■ \#Hlynur sendi inní homið á Friðrik Sæbjömsson sem skaut úr þröngu færi í slá. Þaðan barst boltinn út hinu megin tii Tómasar Inga sem sendi hámákæmt á Leif Geir Hafsteinsson sem þrumaði í netið af stuttu færi á 5. minútu. 4| Ragnar Gíslason ■ I átti sendingu frá hægri og boltinn skrúfaðist inná vítateig IBV og þar kom Ingólf- ur Ingólfsson og kastaðí sér fram og skallaði laglega í netið á 33. mín. hjá. Rétt á eftir tók Heimir Erlings- son aukaspyrnu, en Þorsteinn í marki ÍBV náði að slá í horn. Eyjamenn byijuðu betur eftir hlé. Leifur Geir og Tómas Ingi fengu hvor sitt færið og einnig Ingi Sigurðsson, en Jón Otti varði í ann- að skiptið og varnarmúr Stjömunn- ar bjargaði í hitt. Jón JJtti varði síðan stórglæsilega skot frá Inga Sigurðssyni eftir þunga sókn ÍBV. Síðustu 10 mínútumar þyngdist sókn Stjörnunnar. Ingólfur átti þrumuskot rétt framhjá marki ÍBV og þegar tvær mínútur voru liðnar fram yfir venjulegan leiktíma fengu Stjömumenn aukaspyrnu um 25 metra frá marki. Heimir tók spyn^ una og þrumuskot hans söng í þverslánni, en Eyjamenn náðu síðan að hreinsa. Heimir átti eftir að koma meira við sögu — fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Tómas Inga, sem lá út við hom- fána. Sigurður Ingason var síðan ekki langt því frá að tryggja Eyja- mönnum sigur rétt eftir að hann kom inná sem varamaður, en þrumuskot hans fór rétt framhjá marki Stjömunnar og þar við sat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.