Morgunblaðið - 11.09.1991, Side 32

Morgunblaðið - 11.09.1991, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991 32 Nýkomið mikið úrvai af Ijosum og lömpum TIL SÖLU Seglbátur HUNTER Formula One Höfum til sölu FORMULA One í mjög góðu standi. Keppt hefur verið ó bótn- um og unnið til margra verðlauna. Bóturinn er mjög góður til dagsiglinga. Fylgihlutir: 5 segl, utan- borðsvél, geymsluvagn, o.fl. Allur seglbúnaður og skrokkur er í mjög góðu lagi. Verð 1050 - 1100.000. Greiðsluskilmólar mót góðri tryggingu. 7r n / rj — lj/ — 'i" Obreytt verð í þrjú ár! Hækkar 15. október. Myndatökur frá kr. 7.500,00 innifalið 6 myndir 9x12 cm og 2 stækkanir 20 x 25 cm. Ljósmyndastofuijiar: Bama og fjölskylduljósmyndir Ármúla 38 sími 6-77-6-44 Ljósmyndastofan Mynd Hafnarfirði sími 5-42-07 Ljósmyndatofa Kópavogs sími 4-30-20 ink f fréttum KVIKMYNDIR Upprennandi stjarna í Noregi Marie Bonnevie lék eitt aðalhlutverkanna í Hvíta víkingnum Hin sautján ára gamla Marie Bonnevie leikur stór hlutverk í tveim- ur kvikmyndum sem verða frumsýndar í Noregi síðar í haust, Hvíta víkingnum, sem Ieikstýrt er af Hrafni Gunnlaugssyni, og Valemon hvítabjörnskonungi, sem Norðmaðurinn Ola Solum leikstýrir. Þú erl öruggur með Atlas Copco FYRIRLIGGJANDI í VERSLUN OKKAR: Loftþjöppur, lofthamrar, handverkfæri, borstál, borkrónur, málningarsprautur, sandblásturstæki, loftstýribúnaður, loftstrokkar og margtfleira. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. JltlasCopcc EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: LANDSSMIÐJAN HF. VERSLUN: SÖLVHÓLSGÖTU 13 • 101 REYKJAVÍK SlMI (91) 20680 • TELEFAX (91) 19199 „Mér líkar vel að leika skapsterk- ar, ungar konur sem iáta ekki ráðskast með sig, heldur fylgja rödd hjartans. Mér finnst sem ég sjái sjálfa mig í slíkum hlut- verkum,“ segir Marie Bonnevie í viðtali við norska blaðið Aften- posten þann 26. ágúst. Ihaust munu tvær myndir, sem þessi sautján ára gamla norska stúlka fer með stór hlutverk í, verða frumsýndar í Noregi. Önnur þeirra er Hvíti víkingurinn, sem leikstýrt er af íslendingnum Hrafni Gunn- laugssyni. Auk þess að leika í Hvíta víking- num segir blaðið að Bonnevie hafi leikið í myndinni Valemon hvíta- björnskonungur, sem leikstýrt er af norðmanninum Ola Solum. Þá kemur fram að Hvíti víkingurinn hafi kostað um 35 milljónir norskra króna (um 310 milljónir ÍSK). Einnig segir að Hrafn sé svo kraftmikill leikstjóri að líkja megi honum við eldgos. Marie var spurð að því hvað hún væri að gera um þessar mundir og hvað væri framundan. „Það veltur allt á því hvernig myndunum verður tekið. Ef þeim verður illa tekið held ég að ég muni ekki leika í fleiri kvikmyndum. Ég lft svo á að ég hafi lært afskaplega mikið síðasta árið og reyni að taka þessu ekki of alvarlega. Mér hefur ekki boðist að leika í mynd eins og er, og þó svo væri hefði ég svarað neitandi, vegna þess að framundan er hörkuerfitt ár í Bjorknes fram- haldsskólanum. Ég reyni hins vegar að gefa mér tíma til að horfa á kvikmyndir og læra af þeim. Mér líkar best við nor- rænar myndir, sérstaklega sænskar og danskar. Danska myndin Gesta- boð Babette, sem Babriel Axels leik- stýrði, og næstum allar myndir Bille August eru á meðal minna uppá- haldsmynda. Sænsku myndirnar Áke og veröld hans, Hundalíf og Fanny og Alexander eru mér einnig að skapi.“ Marie segir að það geti verið erf- itt og krefjandi að leika í kvikmynd- um. „Maður verður að geta laðað fram sársauka úr djúpum sálarinnar á meðan tökuliðið á bak við upptöku- vélarnar stendur og gasprar. Það getur verið afar slítandi, en um leið er það einmitt þetta sem gerir það svo heillandi að túlka hlutverk." Ola Solum hefur sagt um Marie að hún hafi „mestu hæfileika sem hafa komið fram á sjónarsviðið í langan tíma“ og að hún hafi stáltaug- ar. En hvað hefur hún að segja um þá sem leikstýrt hafa myndum henn- ar? „Það er jafnmikill munur á leik- stjórunum tveimur sem ég hef unnið með og nótt og degi, og það hefur verið mér þeim mun lærdómsríkara. Báðir hafa haft á mig jákvæð áhrif sem ég hefði ekki viljað missa af. Hlutverk hinnar nýgiftu 16 ára gömlu víkingastúlku, Emblu, sem verður að einhvers konar gísl í ástar- söguþríhyrning Hrafns, bauð upp á margs konar túlkunarmöguleika, og ég var alveg græn í bransanum. Vík- ingamyndir Hrafns, s.s. Hrafninn flýgur og I skugga hrafnsins krefj- ast alveg sérstaks forms og líkjast ekki neinu öðru sem ég hef séð. Ole Solum er rólegri, hann stendur föst- um fótum á jörðinrii og lætur hlutina gerast innra með sér. Um leið hefur hann undraverða hæfdeika til að veita samstarfsfólki sínu stoð og styrk og skapa góðan vinnuanda," segir Marie að lokum við blaðamann Aftenpostens.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.