Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991 17 Aðalfundur Félags fisk- kaupenda á fiskmörkuðum AÐALFUNDUR Félags fisk- kaupenda á fiskmörkuðum verð- ur haldinn í veitingahúsinu Gafl- inum í Hafnarfirði í dag, mið- vikudag, og hefst fundurinn klukkan 17. Á fundinum verða pallborðsum- ræður um efnið: Hvað hindrar að óunninn fiskur til Evrópubanda- lagslanda fari fyrst inn á innlenda fiskmarkaði? Þátttakendur í um- ræðunum eru Bjarni Thors fram- kvæmdastjóri, Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri, Guðmundur Árni Stefánsson framkvæmdastjóri og Halldór Ásgrímsson alþingis- maður. Tillaga liggur fyrir aðalfundinum um að nafni félagsins verði breytt í Félag kaupenda á fiskmörkuðum. Guðrún Óskarsdóttir semballeik- ari. Sumartónleikar í Skálholti; Guðrún Ósk- arsdóttir fær styrk til náms ÁRIÐ 1990 stofnuðu nokkrir velunnarar Sumartónleika í Skálholtskirkju verðlauna- og styrktarsjóð til að efla iðkun barokktónlistar hér á landi. Árleg styrkveiting nemur lista- mannalaunum ríkisins. Einkum er ætlunin að styrkja hljóðfæra- leikara er leika á barokkhljóð- færi til námsferða erlendis, en einnig að umbuna þeim er mik- ið leggja af mörkum með leik sínum með Bachsveitinni í Skál- holti. Sl. sumar hlaut Anna Wallström konsertmeistari Bachsveitarinnar heiðurslaun sjóðsins. Nú var Guð- rúnu Óskarsdóttur semballeikara veittur styrkur til námsdvalar við Schola Cantorum í Basel, Sviss. Guðrún hefur nýlokið námi í semb- alleik við Sweelinck Conservator- ium í Amsterdam en hyggst nú sérhæfa sig í basso continuoleik í Basel. Guðrún hefur leikið með Bachsveitinni í Skálholti tvö und- anfarin sumur. (FréttatilUynning) -------------------- ■ LJÓSHEIMAR, íslenska heil- unarfélagið, er að hefja sitt 9. starfsár. Vetrarnámskeiðið verður að þessu sinni í tveimur áföngum. í fyrri áfanga verður kennt um innri líkama mannsins, áruna og orku- stöðvarnar, um sjálfsvernd og farið í grundvallaratriði hugleiðslutækni. I síðari áfanga er komið inn á flest svið andlegra mála s.s. Hvíta bræðralagið og meistaraþess, geisl- ana 7, andlega uppbyggingu og þróun mannsins, karma og endur- holdgun, vatnsberaöldina, tónlist nýja tímans, tívar, geimverur o.fl. Ennfremur er farið í hugleiðslur og gerðir orku- og heilunaræfingar, sem stuðla að andlegu jafnvægi og búa nemendur undir komu nýrra tíma. Kynningarfundur hefst 21. september. (Úr frcttatilkynningu) Starfsemi er komin í fullan gang í húsakynnum íþróttafé- lags fatlaðra í Reykjavík. Innfellda myndin er frá vígslu íþróttahússins 1. september. Séra Pálmi Matthíasson var meðal þeirra sem þar töluðu. Fólk er mjög ánægt með aðstöðuna hér - segir forstöðumaður í nýju íþróttahúsi fatlaðra „FÓLK er mjög ánægt með aðstöðuna hér. Sumir eru meira að segja svo hressir að þeir segja óveryu gott að detta á gólfinu í íþróttasalnum," segir Ásgeir Guðlaugsson forstöðumaður í nýju húsi Iþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Þar hefur starfsemi hefur verið í fullum gangi frá byijun síðustu viku en húsið var vígt 1. september. í íþróttafélagi fatlaðra eru um 600 manns úr höfuðborginni og nágrannabyggðum. Félagsmenn fóru að ræða byggingu eigin íþróttahúss fyrir áratug og hafist var handa við grunn og sökkla hússins árið 1983. En fram- kvæmdir biðu vegna fjárskorts frá 1984 fram í aprílmánuð 1989. Rás tvö efndi til tveggja safnana fyrir byggingunni, fyrst í fram- haldi af velgengni fatlaðra íþrótt- amanna á Olympíuleikum fatlaðra í Seoul 1988. Þá hafa einkaaðilar og fyrirtæki lagt félaginu lið og ríki og borg veitt fé til byggingar hússins. - Ríki og borg samþykktu húsið sem íþróttamannvirki 1981 og í lögum sem þá giltu sagði að hið opinbera ætti að bera 40% kostn- aðar við bygginguna en°félagið 20%. Ákveðið var að opna húsið nú í haust en fresta því ekki fram á hið næsta, þar sem stjórn íþrótt- afélags fatlaðra og bygginga- nefnd þótti óverjandi að láta þessa fjárfestingu standa ónotaða eitt ár enn. Húsið er fullbúið að innan og byggingarkostnaður nú um 100 milljónir króna. Íþróttafélag fatlaðra hefur lagt fram sín 20% að sögn Arnórs Péturssonar form- anns byggingarnefndar en skuld- ar milli 17 og 20 milljónir vegna hússins. íþróttahúsið er 1250 fermetrar að flatarmáli og í því eru tveir íþróttasalir auk aðstöðu fýrir fundahöld. Fatlaðir iðka ýmsar greinar íþrótta í húsinu og endur- hæfing hjarta- og lungnasjúklinga fer þar fram. Þá er aðstaðan leigð út til einstaklinga og félaga og er þegar mikið bókað af þeim tím- um. ai inynumm mu sjaymsa moguieiKa nvermg raoa má saman ELECTROLUX Hl-170 lagerkerfinu. ELECTROLUXbýður upp áýmsar lausnir varðandilagerhald, s.s lagerhillur, palletturekka, skápa á brautum eða rafdrifna skápa og rekka. Gerum tilboðyðurað kostnaðarlausu: HILLUKERFI SEM VEX MEÐ ÞÉR ínausf Sími622262 VIÐ LEIK OG STORF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.