Morgunblaðið - 18.09.1991, Qupperneq 1
56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
211. tbl. 79. árg.
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Israelskir njósnarar
yfirheyrðu fyrrum
PLO-menn í Noregi
Ósló. Frá Jaii Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaösins. Reuter.
NORÐMENN hafa leyft útsendurum ísraelsku leyniþjónustunnar
Mossad að yfirheyra Palestínumenn sem sótt hafa um pólitískt hæli
í Noregi, að sögn norska blaðsins Aftenposten í gær. Málið hefur
vakið mikla athygli í Noregi og telja sérfræðingar í mannréttindamál-
um að yfirheyrslurnar séu brot gegn þeim alþjóðasáttmálum sem
Norðmenn eiga aðild að.
Króatískir þjóðvarðliðar fara yfir brú sem hefur verið eyðilögð í þorpinu Petrinja.
IJmmæli forseta Króatíu og Serbíu eftir að samið var um vopnahlé:
Síðasta tækifærið til að
binda enda á blóðbaðið
Harðir bardagar í Zagreb í gærkvöld
Igalo, Zagreb. Reuter.
FORSETAR Serbíu og Króatíu
og varnarmálaráðherra Júgó-
slavíu undirrituðu í gær samning
um að reyna á ný að binda enda
á bardaga, sem hafa geisað í
Króatíu í tæpa þijá mánuði. Sam-
komulagið náðist fyrir milli-
göng^u Carringtons lávarðar,
fyrrverandi utanríkisráðherra
Bretlands, og var að mörgu leyti
svipað fyrri vopnahléssamning-
um, sem gerðir hafa verið í Júgó-
slavíu á undanförnum vikum og
hafa ekki nægt til að stöðva blóðs-
úthellingarnar. Forsetarnir
sögðu þó að með samningnum
gæfist siðasta tækifærið til að
koma á friði i Júgóslavíu. Miklir
skotbardagar voru í Zagreb, höf-
uðborg Króatíu, í gærkvöld,
sprengingar kváðu við og loft-
varnaflautur vældu. Virtust átök-
in einkum bundin við herstöðvar
sambandshersins í úthverfum
borgarinnar.
Franjo Tudjman, forseti Króatíu,
Slobodan Milosevic, forseti Serbíu,
og Veljko Kadijevic, varnarmálaráð-
herra Júgóslavíu, undirrituðu samn-
inginn eftir fjögurra stunda viðræð-
ur við Carrington lávarð í hafnar-
bænum Igalo í Svartfjallalandi. Að
sögn ónafngreinds heimildarmanns
Reuters-fréttastofunnar stóð Carr-
ington í þeirri trú að vopnahléið
ætti að taka strax gildi en forsetarn-
ir hittust á sérfundi síðar og sömdu
um að það yrði ekki fyrr en kl.
10.00 í dag.
Carrington lávarður stjórnar ráð-
stefnu um frið í Júgóslavíu, sem fer
frafn á vegum Evrópubandalagsins
Allsherjar-
þing SÞ sett
FERTUGASTA og sjötta allsherj-
arþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
var sett í gær. Þar gerðust sjö
ný ríki fullgildir aðilar að SÞ,
þ. á m. Eystrasaltsríkin þrjú, og
eru aðildarríki SÞ nú 166.
Þetta allsheijarþing verður að öll-
um líkindum sögulegt, ekki síst
vegna þess að þar mun eftirmaður
Perezar de Cuellars, framkvæmda-
stjóra samtakanna, verða valinn.
Þingið hófst á því að Samir Shihabi
frá Saudi-Arabíu var kosinn forseti
þess.
Sjá „Sjö ríki...“ á bls. 20.
Blaðið segir að Palestínumennirn-
ir hafi ekki vitað að þegar norska
lögreglan yfirheyrði þá hafi ísra-
elskir njósnarar einnig lagt fram
spurningar. Lögregluyfirvöld vildu
ekki tjá sig um fregnina en sögðu
eðlilegt að hafa samvinnu við ísra-
elsku leyniþjónustuna á vissum svið-
um. Um 130 Palestínumenn komu
í Haag. Bandalagið hefur áður haft
milligöngu um svipaða friðarsamn-
inga og svo virtist í gær sem þau
vandamál, sem urðu til þess að þeir
voru brotnir, hefðu ekki verið leyst
í Igalo. Allir aðilarnir hétu því enn
að flytja ailar sveitir sínar taf-
arlaust frá átakasvæðunum, auk
þess sem Króatar og Serbar lofuðu
að leysa upp allar varaliðs- og
skæruliðasveitir sínar. Ekki var þó
minnst á króatíska þjóðvarðliða og
vopnaða lögreglumenn, sem hafa
neitað að fara af átakasvæðunum
og eru sagðir hafa þannig torveldað
brottflutning júgóslavneskra her-
manna þaðan.
Imra Agotic, talsmaður króatíska
varnarmálaráðuneytisins, sagði í
gær að sex júgóslavneskar herþotur
hefðu gert árásir á eitt af úthverfum
Zagreb og sjónvarpsturn í grennd-
inni eftir að samningurinn var undir-
ritaður. Einnig hefði verið skotið
af skriðdrekum frá herbúðum í
Zagreb á hús í nágrenninu.
til Noregs til að sækja þar um pólit-
ískt hæli frá nóvember í fyrra til
febrúar í ár. Þ. á m. voru um tíu sem
að eigin sögn höfðu snúið baki við
Frelsissamtökum Palestínumanna
(PLO). Svo virðist sem Mossad hafi
einkum haft áhuga á þeim hópi.
Norska blaðið nefndi ekki heim-
ildarmenn sína, en sagði að Palestín-
umönnunum hefði verið talin trú um
að Mossad-mennirnir væru norskir
lögregiumenn sem yfirheyrðu þá á
arabísku. „Að öðrum kosti hefðu
þeir ekki sagt aukatekið orð,“ hafði
blaðið eftir einum heimildarmanni.
Norska leynilögreglan hefur
reglulega sent Mossad nafnalista
með nöfnum þeirra Palestínumanna
og annarra araba sem sótt hafa um
hæli í Noregi.
Málið þykir afar neyðarlegt fyrir
norsku leyniþjónustuna, sérstaklega
ef haft er í huga að Mossad stóð
að baki eina pólitíska morðinu sem
vitað er til að framið hafi verið í
Noregi. Það var í Lillehammer árið
1973, þegar Marokkómaður var
skotinn til bana á miðri götu í mis-
gripum fyrir palestínskan skæruliða
sem bar sama nafn.
Solzhenítsyn:
Vill snúa
aftur heim
New York. Reuter.
SOVÉSKI rithöfundurinn
Alexander Solzhenítsyn, sem
verið hefur í útlegð frá
heimalandi sínu frá árinu
1974, kvaðst í gær reiðubúinn
að snúa aftur til Sovétríkj-
anna.
Saksóknari sovéska ríkisins,
Nikolaj Trúbín, sagði í gær að
engar sannanir styddu þær sak-
ir sem á Solzhenítsyn voru born-
ar, að sögn TASS-fréttastof-
unnar. „Málið hefur því verið
látið niður falla,“ sagði Trúbín.
Georgía:
Stj órnarandstöðu-
leiðtogar handteknir
Tbilisi. Reuter.
FORYSTUMENN ýmissa stjórnarandstöðuflokka í Georgíu
hvöttu í gær almenning til að efna til útifunda gegn Zviad
Gamsakhurdia forseta sem aðfaranótt þriðjudags lét handtaka
þrjá andstöðuleiðtoga. Margt benti til þess að einn hina hand-
teknu yrði ákærður fyrir meint samsærisáform.
Flugvél, sem mennirnir þrír verkamaður Gamsakhurdia for-
voru farþegar í og var á leið frá
höfuðborginni Tbilisi til Moskvu,
var stöðvuð og henni skipað að
lenda aftur í borginni. Georgy
Chanturia, leiðtogi Þjóðlega lýð-
ræðisflokksins, og eiginkona hans
eru enn í haldi en einum mann-
anna var sleppt. Háttsettur emb-
ættismaður sagði að Chanturia
hefði gert áætlun um valdarán í
samvinnu við Edúard Shev-
ardnadze, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, sem er
Georgíumaður, og leiðtoga
kommúnista í lýðveldinu en flokk-
ur þeirra hefur verið bannaður.
Chanturia var áður náinn sam-
seta.
Georgíska sjónvarpið rauf út-
sendingu sína í gær og birti ásamt
nokkrum útvarpsstöðvum í stað-
inn yfirlýsingar andstöðuleiðtoga
sem saka Gamsakhurdia um ein-
ræðishneigð og lögleysur auk þess
sem óbilgirni hans í garð þjóða-
brota Osseta og Abkhaza er gagn-
rýnd.
Hörð átök urðu í Kákasus milli
Azera og Armena í grennd við
héraðið umdeilda, Nagorno-Kara-
bak, um síðustu helgi að sögn
óháðu fréttastofunnar Interfax.
16 féllu og 30 særðust.
Reuter
Fulltrúai' á allsherjarþinginu standa upp nieðan á stuttri bæna- og
hugleiðslustund stóð við upphaf þingsins.