Morgunblaðið - 18.09.1991, Side 13

Morgunblaðið - 18.09.1991, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 13 Þýðendur íslenskra bókmennta þinga: Mikilvægnstu menningar- fulltrúar okkar erlendis — seg-ir Heimir Pálsson, framkvæmda stj óri íslenskra bókaútgefenda Dagana 18. til 21. september verður haldið þýðendaþing í Reykjavík. Að þinginu standa Stofnun Sigurðar Nordals og Bókmenntakynningasjóður og af því tilefni eru hingað komn- ir um tuttugu erlendir þýðend- ur íslenskra bókmennta, frá Bretlandi, Þýskalandi, Frakk- landi, Danmörku, Svíþjóð, Nor- egi, Finnlandi, Spáni, Eistlandi og Tékkóslóvakíu, auk þess sem sextán þýðendur hér bú- settir, sækja þingið. Þing-ið er haldið í Norræna hús- inu og hefst formlega á morgun, fimmtudag, klukkan 9.00. Eftir þingsetningu Heimis Pálssonar, ræðir Árni Bergmann, ritstjóri, um íslenska skáldsagnagerð síð- ustu áratuga. Þá flytur Guðmund- ur Andri Thorsson, rithöfundur, fyrirlestur um íslenska ljóðagerð síðustu áratuga. Fyrirspurnir og umræður verða á eftir báðum er- indunum. Eftir hádegi, verður kynning á Bókmenntakynningar- sjóði og Stofnun Sigurðar Nordals og þá Pallborðsumræður um út- gáfumál, sem Örnólfur Thorsson stýrir. Dagskrárstjóri er Sigurður Valgeirsson. Á föstudaginn hefst þingið aft- ur klukkan 9.00 með því að Þor- leifur Hauksson og Bemard Scudder flytja erindi sem nefnist íslenskt nútímamál og vandi þýð- enda. Þá ræðir Guðrún Kvaran, orðabókarritstjóri um íslenskar orðabækur og síðan Sigriður Dúna Kristmundsdóttir, mann- fræðingur, um íslenskan nútíma. Fyrirspurnir og umræður verða eftir hvert erindi. Eftir hádegið verða pallborðsumræður um þýð- ingar sem Heimir Pálsson stjórnar og síðan verður heimsókn í Stofn- un Árría Magnússonar. Á laugardaginn verður farið í ferðalag á skáldaslóðir í Borgar- fírði. Heimir Pálsson á sæti í undir- búningsnefnd þingsins, fyrir hönd Bókmenntakynningarsjóðs. Hann var spurður hver væri tilgangur- inn með þinginu. „Þetta er gamall draumur Bók- menntakynningarsjóðs að ræt- ast,“ svaraði Heimir. „í fyrsta lagi langaði okkur að gefa þýð- endum kost á að hitta íslenska höfunda og íslenskum höfundum kost á að hitta þýðendur. Með því viljum við reyna að auka tengslin Heimir Pálsson þama á milli. í öðru lagi, og ekki síður, langaði okkur að sýna þýð- endum íslenskra bókmennta dálít- inn virðingarvott. Það sem við höfum gert hingað til er nánast ekkert annað en að styrkja þær þýðingar sem þessir þýðendur fást við í útlöndum. Við í stjórn sjóðs- ins álítum þýðendur vera mikil- vægustu menningarfulltrúa sem við eigum erlendis, því við lítum svo á að við eigum eitthvað í þeim, þegar þeir fara að kunna íslensku. Við gátum látið drauminn ræt- ast — og þar kom tvennt til. Við erum í samvinnu við Stofnun Sig- urðar Nordals, sem stendur að þinginu með okkur og við fengum aukafjárveitingu frá menntamála- ráðuneytinu á þessu ári, gagngert til að efna til þingsins. Við sem að þessu stöndum er- um auðvitað sammála forseta okkar um að menning selji físk pg það er mikilvægt fyrir okkur íslendinga að halda menningu okkar fram, meðal annars bók- menningunni." Þú segir að þið styrkið þýðing- ar. Hvaða reglur liggja til grund- vallar styrkjum? „Útgáfusamningur verður að ligga fyrir, áður en við styrkjum þýðingu á einhverri bók. Við eig- um okkur annan draum, sem er að sjóðurinn verði efldur, þannig að við getum farið að styrkja út- gáfur, ekki bara eina og eina bók. Þetta hafa nágrannaþjóðir okkar gert. Þeir leggja beinlínis fram peninga með bókum sínum, svo þær geti komið út. Þeir staðhæfa að það sé fjárfesting sem borgi sig. Oftast eru það pínulítil forlög sem brjóta ísinn í kynningu á bókum hjá erlendum þjóðum. Það er til dæmis skrifborðsskúffufor- lag sem hefur gert hvað mest fyrir íslenskar nútímabókmenntir í Þýskalandi. Svo koma stóru for- lögin á eftir — og sigla auðan sjó. Við höfum verið með samvinnu við bókmenntakynningarstofnanir á Norðurlöndum. Þar fáum við staðfestingu á því að þetta sé þannig með þeirra bókmennti. Þaðan fáum við upplýsingar um að þróunin taki um það bil tíu ár. Það er að segja að þá verði íslen- skar bækur orðnar þekktar, til dæmis í Þýskalandi. Þá verður mun auðveldara að bæta við nýj- um höfundum." Hvemig er fjárveitingu til sjóðsins háttað í dag? „Fjárveitingin sem sjóðurinn fékk á þessu ári var ein og hálf milljón króna. Ég hef sagt við bæði núverandi og fyrrverandi menntamálaráðherra að ef við fáum fímm milljónir, skuli ég gera kraftaverk. Það er örugglega ódý- rasta kraftaverk sem í boði er. Við fengum líka aukafjárveitingu á þessu ári til að styrkja tiltekið erlent forlag. Það þótti okkur mjög mikilvægt og vonum að áfram takist að vinna með þeim hætti. Þetta var þýskt forlag sem heitir Kleinheinrich og er einka- forlag. Það er mjög gott dæmi um þessa ísbrjóta, gefur út úrvals- bókmenntir frá Norðurlöndum. Ég held að óhætt sé að staðhæfa það að ef við berum gæfu til að styrkja svona starfsemi, þá séum við ekki aðeins að vinna að því að styrkja íslenskar bókmenntir, heldur íslenskar vörur almennt." Aflahrota í Langá Athugasemd frá aðstoðarlandlækni Það veiddist mikið á efsta- og miðsvæðinu í Langá fyrir skömmu. Er áin náði hæfileg- ustu vatnshæð eftir vatnsveðr- in á dögunum, gerðist það að það fór að kappveiðast í ánni ofanverðri. Á tveimur dögum veiddust 40-50 laxar, einn og sami veiðimaðurinn nældi sér í 17 laxa og það sem meira var, nokkrir laxamir vora 14 til 16 punda, sem er að öllu jöfnu ljónsjaldgæf þyngd laxa í Langá sem er ef til vill hrein- asta smálaxaá landsins. Þessi veiði tryggir það að veiðin nær fjögurra stafa tölu í Langá og lokatölur gætu orðið 1.100 fiskar, en frammi á fjalli er veitt út þessa viku. Hitt og þetta í vatnsá við Vík hefur veiðst ágætlega að undanförnu. Reyt- ingslaxveiði hefur verið og í lok síðustu viku kom mikil sjóbirt- ingsganga í ána. Á tveimur dögum veiddust um 40 birting- ar, en veður hamlaði veiði um tíma. Um helgina sáu menn svo mikinn fisk víða í ánni, en þá var komin sól og blíða og fisk- ur farinn að taka illa. Þó var veiði ágæt. Þá voru komnir um 90 laxar úr ánni og nærri 200 sjóbirtingar. Laxamir eru allt að 15 punda, en stærstu sjó- birtingamir 6 og 7 punda. Fisk- ur veiðist um alla á og það er helst að Vatnamótin, þar sem Vatnsá fellur til Kerlingardals- ár, skeri sig úr. Fyrir skömmu höfðu verið skráðir til bókar um 70 og 80 laxar á Syðri Brú í Sogi. Tíð- indamaður Morgunblaðsins hafði rennt þar og dregið einn lax og misst annan. Hann sagði það hafa komið sér mjög á óvart, að veiðimenn frá landi Bíldsfells hefðu ekki látið sig muna um að þruma þungum spónum nánast upp að tánum á sér og þannig veitt Landak- löppina sem er að heita má eini veiðistaðurinn við Syðri Brú. Þijár stangir eru leyfðar í Bíldsfelli og svæðið langt og veiðistaðir margir, m.a. veiðist stundum Bíldsfellsmegin á móti Landaklöpp sem liggur með landinu að austan, Bílds- fell að vestan. Viðmælanda Morgunblaðsins þótti það óhæfa að veiðimenn í landi Bíldsfells skörkuðu með þess- um hætti í eina veiðistað Syðri Brúar. Sagt er að mikil brögð séu að þessu og fleiri Syðri Brúarmenn hafí lent í þessu. Viðmælandi blaðsins taldi rétt- ast að Syðri Brú og Bíldsfell yrðu leigð út saman framvegis þannig að tryggt yrði að þeir sem hafa réttinn á Landaklöpp- inni hveiju sinni haldi honum óáreittir af öðmm veiðimönn- um sem keypt hafa veiðileyfi fyrir öðrum svæðum. Það var sagt frá því í Morg- unblaðinu á sunnudaginn, að verkfræðingur sá, er hannaði nýja laxastigann í Kambsfossi í Austurá, hefði jafnframt veitt fyrsta laxinn fyrir ofan stig- ann. Þetta er rangt. Hann veiddi annan laxinn. Fyrsta laxinn veiddi Stefán Kristjáns- son um það bil klukkan 11 að morgni 26. ágúst. Síðdegis veiddi verkfræðingurinn síðan sinn lax. gg Ólafur Sigurgeirsson, hdl., sendir undirrituðum tóninn i Morgunblað- inu 14. september sl. Tilefnið er svar Landlæknisembættisins við beiðni hans sjálfs um athugun á ummælum Péturs Ingva Pétursson- ar heilsugæslulæknis á Akureyri um steranotkun ákveðinna hópa íþróttafólks og hættuna sem af því kann að stafa. Fullyrðingar Ólafs um heimildar- leysi landlæknis til þess að rann- saka heilbrigðisvandamál og um sakleysi steralyfja em augljósar rangtúlkanir. Um vinnubrögð lögfræðingsins má nefna að hann vitnar í lækna- skipunarlög frá 1965, en mörg ár eru síðan þau voru felld úr gildi. Vegna einstaklinga sem eiga hlut að máli skal tekið fram að land- læknir hefur ekki óskað eftir nein- um upplýsingum um nöfn eða fæð- ingardaga enda engin ástæða til þess. í svörum læknanna koma hins vegar oft fram aldur og kyn og stundum íþróttagrein, ásamt lýs- ingu sjúkdóms eða atburðar. Landlæknir fer þess á leit við Morgunblaðið að það birti í heild svar aðstoðarlandlæknis við hinni upprunalegu kvörtun forsvars- manna kraftlyftingamanna, sem er áðurnefndur lögfræðingur. Hann bað sjálfur um þá athugun. Ekki er við landlækni að sakast þó lög- fræðingnum líki ekki niðurstaðan. Fer svarið hér á eftir: „Landlæknisembættið hefur lok- ið athugun á ofangreindri kvörtun samanber bréf yðar frá 15. maí 1991. Annars vegar er kvartað yfir „ávirðingum á afmarkaða hópa íþróttamanna án sjáanlegs tilefnis", hins vegar yfír broti á þagnarskyldu lækna. Varðandi fyrra atriðið skal þess getið að áður en umrætt viðtal birt- ist höfðu landlækni borist ábending- ar um vemlega lyfjamisnotkun ákveðinna hópa íþróttamanna. Um var að ræða svonefnda anabólstera og kynhormóna í því skyni að byggja upp vöðvamassa líkamans. Ábendingar höfðu borist um að um smygluð lyf væri að ræða í flestum tilvikum og hafði aðstoðarlandlænir tjáð sig um það mál í sjónvarpsvið- tali áður en viðtalið við Pétur birt- ist. Landlæknir hafði þá þegar ákveðið að taka á málinu, en það hafði dregist nokkuð, meðal annars vegna þess að eðli málsins sam- kvæmt er erfítt að fá upplýsingar um ólöglegt athæfí, sem ekki er kært til lögreglu. Ákveðið var að senda dreifibréf til lækna, þar sem landlæknir ósk- aði eftir öllum þeim upplýsingum sem læknar kynnu að búa yfir um misnotkun þessara lyfja hér á landi, t.d. ef sjúklingur hefði leitað læknis vegna aukaverkana eða haft á orði •að hafa notað slík lyf. Alls hafa borist upplýsingar frá u.þ.b. 30 læknum um mismarga einstaklinga, frá 1 og upp í 10. Ekki var um vísindalega könnun að ræða og ekki óskað eftir persónuupplýsing- um, heldur var ætlunin að fá hug- mynd um umfang þessa vanda. Af svörum læknanna má draga þá álykun að steranotkun kraftlyft- ingamanna og vaxtarræktarmanna sé útbreidd. Með tilliti til skaðsemi þessara lyfja er augljóst, að hér er um mál að ræða, sem læknum ber að vekja athygli á. Misskilnings virðist gæta í bréf- inu varðandi þagnarskyldu. Lækn- um ber að fjalla um heilsufar, sjúk- dóma og áhættuþætti. Einnig svo- kallaða áhættuhópa, það er hópa sem eru í meiri hættu en aðrir að verða heilsuvá að bráð. Hins vegar ber læknir að gæta fyllstu þag- mælsku og hindra að óviðkomandi fái upplýsingar um sjúkdóma og önnur einkenni er hann kann að komast að sem læknir. Ekki verður ráðið af þeim gögn- um sem fyrir liggja að lög um þagn- arskyldu hafi verið brotin. Hins vegar má deila um nokkuð svo kjarnyrt orðalag læknisins í sjón- varpsviðtalinu. Hann er hins vegar í hópi þeirra heilsugæslulækna, sem mest hafa látið forvarnastarf og heilsuvernd til sín taka og þá ekki alltaf verið lágróma. í því tilviki sem hér um ræðir bendir læknirinn á áhættuhóp, en ljóstrar ekki upp neinum trúnaðarmálum um ein- staklinga. Orð hans um lyfjanotkun ákveðinna hópa íþróttamanna hafa því miður við rök að styðjast, eins og athugun Landlæknisembættisins staðfestir.“ Virðingarfyllst Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir. Honda J91 Civic Sedan 16 ventla Verð frá kr. 1.090 þús. GLi-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. ÍHONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.