Morgunblaðið - 18.09.1991, Side 17

Morgunblaðið - 18.09.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 17 eftir Ragnar Halldórsson „Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er. Vinnur það þó fyrir vinskap manns, að víkja af götu sannleikans." Svo mælti Hallgrímur Pétursson. Tilvitnun þessi kom mér í hug, er ég hafði lesið grein eftir Brynleif H. Steingrímsson lækni á Selfossi þann 4. september. Ein kaflafyrir- sögnin hljóðar svo: „Hver hefur sagt að þér eigi að líða vel?“ Læknirinn tekur undir orð heilbrigðisráðherra, sem ráðherrann mælti svo snotur- lega í áheyrn alþjóðar. Og læknirinn bætir við: „Þessi orð eru höfð eftir Sighvati Bjöt'gvinssyni ráðherra. Ekki heyrði ég hann mæla svo en hafi hann gert það, vil ég taka und- ir með honum. Þessi orð bera vitni um heimspekilegt innsæi." Heim- spekilega séð á mönnum alls ekki að líða vel! Danir segja: Læge er velvære. Á sú skoðun ekki hljómgrunn á Sel- fossi? Grein læknisins er í algerri andstöðu við reynslu mína af ís- lenskum læknum, er ég hef leitað til á lífsleiðinni, sem nú eru að verða áttatíu ár. Þessi undantekning hlýt- ur að heyra undir lögmál erfðafræð- innar. Einstaklingur fæðist með al- gerlega ólíka eiginleika, sem annars ættu að vera í stofninum, ef allt væri eðlilegt. í erfðafræðum er þetta kallað á fagmáli — mutation — á íslensku stökkbreyting. í náttúrunni er þetta afar sjaldgæft, svo að sam- kvæmt höfðatölu ættu varla að finnast meir en eitt til tvö tilfelli hér á landi. Auðvitað getur ekki öllum alltaf liðið vel, en að hafa það fyrir lífsmottó bendir til þess að maðurinn hefði fremur átt að nema heimspeki en læknisfræði. Við hjónin, mjög á gamals aldri „I5 ar hef eg vaknað hress og glaður til nýs dags. Engar aukaverk- anir. Ein tafla að kveldi allt og sumt.“ og sem betur fer ekki þurft að íþyngja heilbrigðiskerfínu um ævina. Svo bar við fyrir 15 árum að kona mín fór að þjást af svefn- leysi. Bæði vorum við íhaldssöm og fordómafull gagnvart svefnlyfjum, því tröllasögur gengu að slík lyf væru stórhættuleg. Því frestaðist of lengi að bregðast við þar til ekki varð undan vikist lengur. Einhver göfugsti maður sem ég hef kynnst var Bjarni Snæbjömsson læknir í Hafnarfírði. Honum brá þegar hann sá hve illa svefnleysið hafði leikið konuna, sem að öðru leyti væri full hraust. Hún fékk svefnlyf. Kraftaverk gjörðist. Sætur svefn í hæfílegan tíma, 6-7 klst. Ekki minnstu aukaverkanir í 15 ár. Síðar kom að mér þegar ég var 74 ára, fyrir 5 árum. Ég fékk svefn- töflur, því svefnleysi þjáði mig mjög. Engar utanaðkomandi ástæður ollu mér neinskonar truflunum. Svefn- inn vildi ekki koma, hvorki að nóttu né degi. Svefntöflur og aftur gerðist kraftaverk. í 5 ár hef ég vaknað hress og glaður til nýs dags. Engar aukaverkanir. Ein tafla að kveldi allt og sumt. Var það heimspekin eða læknis- dómurinn sem var að verki? 1930 dvaldi ég í framhaldsskóla norðanlands. Gáfaður og hraustur nemandi missti svefn. Ekki er mér kunnugt að neitt hafi verið gert enda ekki liklegt að þá hafí verið til svefnlyf. Hann sofnaði ekki í 3 vikur. Missti þá vitið og dó innan 5 vikna. Læknirinn á Selfossi segir: „En vellíðan veður aldrei með lyfjum veitt til lengri tíma.“ Reynið að hugleiða hvort það er heimspeking- ur eða læknir sem hér talar. Fyrir nokkru var fjallað um svefn- lyf í útvarpinu. Læknir taldi að þau væru náðargjöf fyrir þá sem nauð- synlega þyrftu á þeim að halda og að ótímabærir fordómar réðu of miklu. Við sama tækifæri sagði landlæknir orðrétt, ef ég man rétt: „Ef gamalt fólk getur ekki sofíð, fer því að leiðast og líða illa.“ Mig minnir að hann teldi að gamla fólk- ið ætti að fá svefnmeðal í nauðsyn. Mér er sagt að hann hafí talað máli ellilífeyrisþega varðandi þessi mál. Líklega hafa þessir læknar ekki numið heimspeki. Er það bætt- ur skaði. Ekki skrifa ég þessar línur vegna persónulegra aðstæðna heldur sök- um þess að ég veiet að þúsundir aldraðra líða vegna svefntruflana og svefnleysis. Ekki mun ég fara fram á undanþágu fyrir mig. Heil- brigðisráðherra Alþýðuflokksins mun vafalaust halda sig við heim- spekina. Þetta er ekki skattur, sei sei nei. Þetta er ekki nema tvö hundruð og fímmtíu kall. Hvað er fólkið að röfla? Viðfangsefnið má nálgast frá öðru sjónarhorni. Ekki skattur, þá það. Hvað varðar gömul hjón (þau eru mörg) sem þurfa svefnlyf. Þá nemur hækkun Sighvats rúmum 12 þúsund kr. á ári. Getum við þá ekki sæst á að láta vera að kalla þetta skatt, í staðinn nemur þetta rýrnum á ellilífeyri sem þessu nemur, aðeins fyrir svefnlyfín. Hvað getur rýrnun- in orðið ef fleira kemur til? Listamaðurinn Sigmund teiknaði úr heilbrigðisráðuneyti ágæta mynd sem fræg hefur orðið um land allt. Myndina ætti að innramma og festa á vegg á hveiju heimili líkt og drott- inn blessi heimilið. Ráðherra segir, engin hægðalyf, bara súrmjólk. Sjúklingar á Selfossi þurfa ekki að kvíða hægðatregðu. Þar er nóg af súrmjólkinni. Höfuildur er ellilífeyrisþegi, fyrrum opinber starfsmaður. Svefnlyf ZUMCH HÁBORQM á hreint frábæru verði, 23.900,- krónur* FERÐAMIÐS TÖÐIN VERÖLD býður nú þriggja daga ferð til þessarar heillandi borgar í Sviss 27.- 29. september nk. Dvalið verður á hinu stórgóða hóteli Senator í miðborginni, skammt frá hinu fræga verslunarhverfi við Bahnhofstrasse. Zurich-borg er af mörgum talin ein fallegasta borg heims svo það er vel þess virði að hoppa með fyrir þær sakir einar. Njótið ferðar með okkur undir íslenskri fararstjórn, þar sem boðið verður upp á fjölmargt skemmtilegt. Nægir þar að nefna siglingu um hið ægifagra Zurich-vatn, þar sem hópurinn getur notið svissneskrar matargerðalystar í ferðinni. Þá verður kvöldverður með hátíðarmat. Boðið verður upp á skoðunarferð um ægifögur fjallahéruð mið-Sviss, auk margs annars. Zurich er mjög lifandi og skemmtileg borg fyrir sælkera, auk þess sem margar af frægustu verslunum heimsins er þar að finna. Láttu dekra við þig í þessari háborg Mið-Evrópu. Það verður enginn svikinn af því að skella sér með í þessa frábæru ferð með okkur og á þessu nánasta hlægilega verði. "Innifaliö í verði er flug til og frá Zurich, flutningur til og frá flugvelli ytra, gisting á Senatorhótelinu og íslensk fararstjórn. FEflflAMIflSTDDIN nm> AUSTURSTRÆTI17, SIMi 62 22 00 V* *UVÖMSV<>V\ SKOLA OSTUR ÍKÍLÓPAKKNINGUM MEÐ15% AFSLÆTTI 0(3 FU SPARAR VAR: 7Ö7.- KR./KG VERÐUR: 667.- KR./KG 'arui'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.