Morgunblaðið - 18.09.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991
, J .. . r,v«íi<<.
Vifwvfiíto Plni.o ,":?‘OÍÍ
Reuter
Betrumbættur bryndreki
Myndin sýnir sovéskan bryndreka sem breytt hefur verið þannig að
hann er nýtilegur til annarra hluta en hernaðar. Þetta faratæki var
til sýnis á sýningunni „Conversia ’91“, sem stendur nú yfir í Bologna
á Italíu. Þar gefur að líta sovésk tæki sem upphaflega voru smíðuð
til hernaðamota en hefur verið breytt þannig að þau nýtist á öðrum
sviðum.
Finnland:
Áform stj ór narinnar um
ferðaskatt valda deilum
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
FÉLAGAR í stéttarfélagi finnskra flugstarfsmanna efndu til mótmæla-
verkfalls sem stóð í átta klukkustundir í gær. Ástæðan fyrir mótmæl-
unum eru áform finnsku ríkisstjórnarinnar um að leggja 200 marka
(2.800 ísl. kr.) ferðaskatt á allt utanlandsflug. Telja starfsmenn finn-
skra flugfélaga að skattur þessi geti orðið til þess að 600 til 1.000
manns missi vinnuna. Þar að auki komi svo samdráttur hjá ferðaskrif-
stofum og öðrum aðilum.
Verkfallið varð til þess að milli-
landaflug með finnskum flugvélum
stöðvaðist frá klukkan 6 að morgni
til 2 eftir hádegi. Sum erlend flugfé-
lög reyndu að halda uppi ferðum
en nokkur félög tilkynntu þegar á
mánudag að flug þeirra myndi
stöðvast þangað til að verkfallinu
lyki. Þegar verkfallið hófst var ekki
vitað hvenær því myndi ljúka. Þann-
ig kom það mörgum á óvart að
starfsmannafélagið skyldi boða til
blaðamannafundar strax eftir há-
degi og skýra frá því að aftur yrði
flogið upp úr klukkan tvö. Skýring
starfsmannafélagsins var sú að það
vildi ekki tefja fyrir ferðum manna
og lengi því velgengni flugfélag-
anna væri hagur starfsmanna, enda
hefði þessu verkfalli ekki verið beint
gegn vinnuveitendum.
I fjárlagafrumvarpi fínnsku ríkis-
stjórnarinnar er búist við að ferða-
skatturinn skili 800 milljónum
finnskra marka (rúmlega 11 millj-
arða ísl. króna) í ríkissjóð. Þetta
eru að vísu smámunir miðað við að
fjárlagahallinn verður milli 43 og
53 milljarðar marka eftir því hvort
ríkisstjórninni tekst að knýja 40
mismunandi lagafrumvörp um
sparnað í lögbundnum útgjöldum í
gegnum þingið. Ferðaskatturinn
hefur hins vegar orðið mikið hita-
mál þar sem fyrirtækjum og starfs-
mönnum í flug- og skipaútgerð
hefur hitnað mjög í hamsi þegar
þessi áform ríkisstjórnarinnar voru
gerð opinber.
-♦ ♦ ♦
Carl Bildt fær umboð til stjórnarmyndunar:
Þingmenn úr Þjóðarflokknum
vilja að flokkurinn fari í stjórn
Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins.
CARL Bildt, formanni Hægri-
flokksins, var veitt umboð til
myndunar borgaralegrar ríkis-
sljórnar sem hefur breiðan
stuðning í sænska þinginu á fundi
sem hann átti með Thage G.
Peterson þingforseta í liádeginu
í gær.
Bildt sagði að loknum fundinum
að honum hefði ekki verið falið að
mynda minnihlutastjórn Hægri-
flokksins eins heldur tveggja,
þriggja eða fjögurra flokka stjórn
undir hans forystu. Hann vildi ekki
tjá sig um líkurnar á því að Bengt
Westerberg, formaður Þjóðar-
flokksins, myndi samþykkja að eiga
aðild að ríkisstjórn en Westerberg
hefur margsinnis lýst því yfir að
hann hafi ekki hug á að sitja í stjórn
sem sé háð stuðningi flokksins Nýs
lýðræðis. Óánægjuflokkurinn Nýtt
lýðræði hlaut 400 þúsund atkvæði
í kosningunum og 25 þingsæti.
Margir þingmanna Þjóðarflokks-
ins hafa hins vegar sagt að þeir
hyggist freista þess að fá Wester-
berg til að skipta um skoðun. Þann-
ig sagði þingmaðurinn Daniel
Bengt Westerberg
Tarchy, sem einnig er prófessor í
austurevrópskri sögu, að ekki mætti
klúðra stærsta sigri borgaralegra
afla í sögu Svíþjóðar. Nú yrðu „all-
ir góðir menn“ að taka höndum
saman um myndun öflugrar ríkis-
stjórnar.
Síðdegis í gær átti Bildt fund
með Westerberg auk þeirra Olofs
Johanssons, formanns Miðflokks-
ins, og Alfs Svenssons, formanns
Kristilega demókrataflokksins.
Ekki er vitað með vissu hvort hann
hafi einnig verið í sambandi við Ian
Wachtmeister frá Nýju Iýðræði.
Talið er að Bildt muni reyna að fá
Wachtmeister til að samþykkja að
Nýtt lýðræði sitji hjá þegar kemur
að því að þingið samþykki hann sem
forsætisráðherra. Ef Nýtt lýðræði
fellst á slíka skipun mála muni
borgaralegu flokkarnir fjórir hafa
hreinan meirihluta í þinginu, 170
atkvæði á móti 154 atkvæðum jafn-
aðarmanna og kommúnista.
Talið er að ný ríkisstjórn líti
dagsins í ljós í fyrsta lagi 4. októ-
ber. Það gæti þó dregist allt til 11.
október. Ef stjórnarmyndunin
dregst gæti það orðið til þess að
þriðja einkarekna sjónvarpsstöðin í
Svíþjóð sem byggir á auglýsinga-
tekjum, M3, getur ekki hafið út-
sendingar fyrir 1. desember, sem
er forsenda þess að ná jólaauglýs-
ingaflóðinu. Nýi menntamálaráð-
herrann verður að hafa samráð við
útvarpsréttarnefnd en einnig á eftir
að skipta um formann í þeirri nefnd.
Núverandi formaður nefndarinnar
er Sverker Gustafsson, sem situr á
þingi fyrir Jafnaðarmannaflokkinn.
■ SYDNEY - Ástralskir vísind-
amenn sögðu í gær að brýnt væri
að Bandaríkjamenn eyðilegðu
efnavopn sín á Kyrrahafseyjunni
Johnston sem fyrst, annars væri
hætta á mengun af völdum leka.
Bandaríkjamenn hafa reist ofn á
eyjunni til að brenna vopnin en íbú-
ar Kyrrahafseyja hafa óttast að það
kunni að valda mengun. Vísinda-
mennirnir sögðu hins vegar að sá
ótti væri ástæðulaus.
■ BARCELONA - Starfsmenn
pósthúss í einu af úthverfum Barc-
elona, höfuðborgar Katalóníu, fóru
í verkfall í gær vegna þess að þeir
hafa ekki fengið flóafrið fyrir flóm
í nokkra daga. Talsmenn þeirra
sögðu að einn þeirra hefði orðið
fyrir svo alvarlegu biti að hann
hefði þurft að leita til læknis.
Eystrasaltsríkin:
Aðild að Evrópuráðinu
háð rétti þjóðarbrota
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
CATHERINE Lalumiére, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, segir
að svo fremi sem Eystrasaltsríkin tryggi rétt minnihlutahópa innan
landamæra sinna fái þau fulla aðild að ráðinu fyrir lok þessa árs.
Hún sagðist jafnframt telja að
ekki væri tímabært að ræða fulla
aðild Rússlands og sovésku lýðveld-
anna, en hins vegar væri nauðsyn-
legt að styrkja tengslin við þau
þannig að ekkert þeirra einangrað-
ist.
Lalumiére gaf þessar yfirlýsingar
þegar hún sneri til baka frá setn-
ingu mannréttindafundar aðild-
arríkja Ráðstefnunnar um öryggi
og samvinnu í Evrópu (RÖSE) sem
haldin er í Moskvu. Reiknað er með
því að þingmannafundur Evrópu-
ráðsins bjóði fulltrúum Eystrasalts-
ríkjanna í dag að sitja samkomuna
sem sérstakir gestir, en þingmanna-
fundurinn stendur yfir í Srassbourg
þessa viku.
■■»■■♦■♦
Sjö ríki bætast við í
Sameinuðu þjóðirnar
SJÖ ríki gengu í Sameinuðu þjóðirnar á fundi allsherjarþingsins
í gær og eru aðildarríkin þá orðin 166.
.V
ð VsN ' «
C v“
/•* Eistland
• $ v ^y/Lettland
^ Litháen
> An*>rra--W |
/ San Marínó—'
Vatíkanið—* \ N
—
yS *****
'
N-Kórea
/
ji '
i /S v
;
S-Kórea
/
Marshall-eyjar
/ V. ;; £
^ y V Sambandsrfki CSþ.
ikrónesfu^' 'J^/iribati
o
Tonga-eyjar
v y
7 nýir meðlimir Sameinuðu þjóðanna
Smáríki (m. færri en 250 þús. íbúar) sem ekki eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum
Innganga fimm af þessum sjö
ríkjum endurspeglar breyting-
arnar sem hafa orðið í Sovétríkj-
unum að undanförnu og breytt
samskipti ríkja heims. A meðal
þeirra eru Eystrasaltslöndin -
Eistland, Lettland og Litháen —
sem voru innlimuð í Sovétríkin
1940 en fá nú sjálfstæði sitt stað-
fest með formlegum hætti. For-
setar þeirra voru á fundi allsheij-
arþingsins er innganga þeirra var
samþykkt í gær.
Suður-Kórea fékk einnig aðild
að samtökunum en Sovétmenn
höfðu áður beitt neitunarvaldi til
að koma í veg fyrir inngöngu
þeirra. Fimmta landið er komm-
únistaríkið Norður-Kórea, sem
hafði lengi hafnað því að Kóreu-
ríkin fengju bæði aðild.
Hin löndin tvö eru eyríki á
Kyrrahafi, Sambandsríki Míkró-
nesíu og Marshalleyjar. Þau voru
áður verndarsvæði Sameinuðu
þjóðanna og lutu stjórn Banda-
ríkjanna. Marshalleyjar eru í
norðausturhluta Míkrónesíu, íbú-
ar þeirra eru um 35.000 og þau
hlutu sjálfstæði 1982. Ríkjasam-
band Míkrónesíu var myndað úr
austanverðum Karólínueyjum
árið 1979 og fékk takmarkaða
sjálfstjórn 1986 en lýtur enn
Bandaríkjunum í öryggis- og
varnarmálum. íbúar eru um
156.000.
Af 166 aðildarríkjum Samein-
uðu þjóðanna eru sautján með
færri íbúa- en ísland. Þau eru,
auk Ríkjasambands Míkrónesíu
og Marshalleyja: Antigua og
Barbuda, Bahamaeyjar, Belize,
Brunei, Dominica, Grenada,
Liechtenstein, Maldíveyjar, Saint
Kitts og Nevis, Saint Lucia, Saint
Vincent, Sao Tomé og Principe,
Seychelleyjar, Samóaeyjar og
Vanuatu.
Fimm sjálfstæð ríki með færri
en 250.000 íbúa eru ekki enn
aðilar að Sameinuðu þjóðunum;
Andorra, Kiribati, San Marínó,
Tongaeyjar og Vatikanið. Auk
þess hafa nokkrar smáþjóðir
fengið heimastjórn; Bermúda,
Bresku jómfrúreyjarnar, Færeyj-
ar, Grænland, Hollensku Antilla-
eyjar og Mön (sem hefur eigið
þing). Bresku jómfrúareyjarnar
eru fámennasta landið (fyrir utan
Vatikanið) sem hlotið hefur sjálf-
stjóm en íbúar þeirra eru um
12.000.
Landsberg-
is gagnrýn-
ir Walesa
Varsjá. Reuter.
VYTAUTAS Landsbergis, forseti
Litháens, gagnrýndi Lech Wa-
lesa Póllandsforseta í gær fyrir
ummæli hans um réttindi pólska
minnihlutans í Litháen.
I bréfí sem Walesa sendi Lands-
bergis síðastliðinn sunnudag lýstj
hann því yfir að honum væri um-
hugað um réttindi þeirra Pólveija
sem byggju í Litháen og sagði hann
að tryggja ætti þau í samræmi við
reglur þjóðaréttar.
Fyrir hálfum mánuði lögðu yfir-
völd í Litháen tvær sveitarstjórnir
niður þar sem Pólveijar voru í meiri-
hluta. Yfirvöld sögðu þær hafa stutt
valdaránstilraun sovéskra harðlínu-
manna í ágústmánuði og ákvörðun-
in væri eingöngu tekin þess vegna.
Þessi ákvörðun stjórnvalda hefur
valdið uppþotum á litháíska þinginu
meðal pólskumælandi þingmanna.
Þeir og pólsk yfirvöld vilja að efnt
verði til kosninga í umræddum hér-
uðum.