Morgunblaðið - 18.09.1991, Qupperneq 27
_______________________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991_
Ármann Reynisson yfirheyrður í sakadómi vegna Ávöxtunarmálsins:
Kveðst hafa misst sljórn á fyr-
irtækinu í hendur meðeigandans
Skaut undan málverkum af ótta við innbrot, þjófnað og skemmdarverk
ARMANN Reynisson, fyrrum forstjóri og eigandi Ávöxtunar hf., var
yfirheyrður í Sakadómi Reykjavíkur í gær en þar er Ávöxtunarmál-
ið nú til meðferðar. Ármann kvaðst saklaus af öllum ákærum og
kvaðst meðal annars telja að starfsemi félagsins hefði verið að flestu
leyti sambærileg við starfsemi fyrirtækja eins og Fjárfestingafélags-
ins og Kaupþings. Aðspurður hvort sér hefði ekki verið ljóst að í
óefni væri komið 19. ágúst 1988, þegar starfsemi sjóðanna hafði
verið stöðvuð en viðskiptamanni var lofað 18% raunávöxtun á nýjum
samningi sagði Ármann að hann hefði ekki talið félagið gjaldþrota
heldur í svipuðum erfiðleikum og Fjárfestingafélagið nýlega þegar
gengi bréfa þess var fellt. Ármann svaraði spurningum um bókhald
og reikningsskil félagsins með því að hann hefði ekkert komið ná-
lægt því heldur hefði það verið á verksviði meðeiganda sins, Péturs
Bjömssonar, svo og bókara fyrirtækisins og löggilts endurskoðanda.
Með sama hætti hefði ekki verið í sínum verkahring að leggja mat
á kröfur og tryggingar. Hann gæti ekki borið ábyrgð á verkum
annarra enda hefði liann lengst af talið þessi mál í ágætu horfi.
Ármann, sem stofnaði Ávöxtun 1983, sagði að eftir að Pétur Björns-
son hefði komið inn í fyrirtækið 1985 hefði sér smám saman ýtt sér
til hliðar innan fyrirtækisins og sér hefði verið lítið kunnugt um
hvað meðeigandinn aðhafðist. Þannig hefði hann ekki séð ársreikn-
ing sameignarfélagsins fyrr en hann var frágenginn og þá aðeins
til að undirrita reikninginn. Á sama hátt skrifaði Ármann undir
frágenginn kaupsamning þar sem kaupleigutæki voru seld úr búi
Kjötmiðstöðvarinnar þar sem hann var stjórnarmaður en hann sagði
fyrir rétti að sér væri ekki kunnugt um að verið væri að selja kaup-
leigutæki án vitneskju kaupendanna. Ármann sagðist hafa látið fjar-
lægja tugi málverka af heimili sínu rúmum mánuði áður en hann
varð gjaldþrota af ótta við innbrot og skemmdarverk en sér hefði
verið ógnað og setið um heimili sitt í kjölfar Ávöxtunarmálsins.
Ármann Reynisson sagði að
Ávöxtun hefði stundað hefðbundna
verðbréfamiðlun sem falið hefði í sér
kaup og sölu verðbréfa og móttöku
fjármuna til að ávaxta. Hann neitaði
sakargiftum í 1. kafla ákærunnar
um að fyrirtækið hefði farið inn á
verksvið banka og sparisjóða með
því að stunda útlánastarfsemi og
taka við fé til ávöxtunar og geymslu,
en gerði ekki athugasemdir við tölur
í ákæru sem kveða á um að í sept-
emberlok 1986 hafí inneignir við-
skiptavina á svokölluðum ávöxtun-
arsamningum numið a.m.k. 55 millj-
ónum króna enda væru þær tölur
fengnar úr bókhaldinu.
Atli Gíslason hrl., sækjandi máls-
ins, vitnaði til bréfs sem fyrrum lög-
maður Ávöxtunar hefði ritað í ágúst
1986 í framhaldi af nýjum lögum
um viðskiptabanka og sparisjóði, þar
sem því hefði verið lýst yfir að fyrir-
tækið mundi hætta að taka við fé
og gera samninga um ávöxtun þess.
Ármann sagði að fyrirtækið hefði
þama boðist til að laga starfsemina
að þeim hætti sem bankaeftirlitið
hefði kosið. Hann hefði hins vegar
ekki gert sér grein fyrir að starfsem-
in teldist andstæð lögum, heldur
hefði hann talið heimilan aðlögun-
artíma 1-2 ár, enda hefði reksturinn
stöðvast að öðrum kosti. Ármann
sagði að ákvörðun um áframhald-
andi samningsgerð hefði enda verið
tekin í samráði við þáverandi lög-
mann sinn enda tækju forstjórar
jafnan ákvarðanir á grundvelli álits
sérfræðinga.
Var talin trú um að gengi
bréfanna væri rétt
Ákæru um að hafa lokkað fólk
til viðskipta við Ávöxtun með aug-
lýsingum þar sem auglýst væri með
fjómm aukastöfum gengi ávöxtun-
arbréfa og þannig ranglega gefið til
kynna að að baki byggju nákvæmir
útreikningar þegar gengið hafi í
raun verið ákveðið með því að bera
síðasta uppgjör saman við lánskjara-
vísitöluþróun, svaraði Ármann
Reynisson með því að auglýsingar
fyrirtækisins hefðu verið hliðstæðar
auglýsingum annarra verðbréfafyr-
irtækja. Sjálfur hefði hann annast
samskipti við auglýsingastofu um
frágang auglýsinga en þar hefði
hann einnig stuðst við upplýsingar
frá Pétri og bókara fyrirtækisins um
rétt gengi bréfanna. Aðspurður
hvort sér hefði getað dulist að ekki
yrði unnt að standa við fyrirheit í
auglýsingum um 12-15% raun-
ávöxtun sagði Pétur að sér hefði
verið talin trú um að þetta væri rétt.
Hann hefði aldrei fengist við bók-
hald og endurskoðun en hins vegar
væri Pétur Björnsson sérfræðingur
á því sviði. Ásakanir um blekkingar
væru fráleitar enda hefði allir við-
skiptamenn fengið þau kjör sem
samið var um allt fram á síðasta
dag þegar allir viðskiptavinirnir
hefðu viljað taka sína fjármuni út á
sama tíma.
Ármann sagðist stöðugt hafa
kvartað undan því að ársreikningur
Ávöxtunar lægi of seint fyrir en vís-
aði á Pétur og samverkamenn hans
um hvort ákvæði samþykkta sam-
eignarfélagsins um nákvæm reikn-
ingsskil hefðu verið uppfyllt. Hann
kvaðst ekki geta útsýrt hvers vegna
ekki hefði verið sundurliðað hveijir
væri skuldarar bak við 70,1 milljóna
króna kröfulista í ársreikningi
Ávöxtunar 1987, en þar voru félög
eigenda Ávöxtunar stórir skuldarar,
og sagðist telja ljóst að það væri
erfitt fyrir utanaðkomandi að leggja
mat á stöðuna ef ekki væri sundur-
liðað hveijir skuldarar væru. Hann
sagði að ef hann hefði fengið tæki-
færi til að fara ofan í saumana á
bókhaldi félagsins hefði hann sjálf-
sagt gert sér grein fyrir stöðunni.
Hins vegar hefði hann eins og eðli-
legt væri treyst þeim mönnum sem
um bókhaldið sáu. Hann sagðist
aldrei hafa haft áhuga á að rang-
færa hag félagsins og ársreikningur
hefði ekki verið fegraður til að gefa
til betri stöðu en raun var á og leyna
skuldum tengdra fyrirtækja.
Missti smátt og smátt
völdin til Péturs
Með sama hætti kvaðst Ármann
ekki bera ábyrgð á reikningsskilum
Verðbréfasjóðs Ávöxtunar þar sem
talið er að rúmar 100 milljónir af
253 milljóna bókfærðum eignum
sjóðsins hafi verið í óinnheimtanleg-
um kröfum. Atli Gíslason sækjandi
spurði hveija Ármann teldi skýring-
una á því að markmið sjóðsins um
að auka arðsemi fjár í sjóðnum með
sem minnstri áhættu hefði ekki
náðst. Ármann sagði að þegar hann
hugleiddi málin eftir á sæi hann að
eftir að Pétur Björnsson hefði fengið
leyfi til verðbréfamiðlunar í sept-
ember 1986 hefði hann sjálfur farið
að missa völd í fyrirtækinu, sem
hann hafði stofnað og starfað einn
við í fyrstu. Pétur hefði farið að
gera hluti sem Ármann hefði enga
vitneskju haft um og hafði engin tök
á að ráða við, svo sem það að lána
fé án þess að kröfur kæmi á móti.
Sækjandi spurði hvort Ármann hefði
ekkert frumkvæði haft til þess að
stöðva þá starfsemi sem hann var
ósammála en hann kvaðst hafa ver-
ið óánægður og kvartað en enginn
gæti ráðið við gjörðir annarra
manna.
Átti of annríkt til að
kanna bókhaldið
í sambandi við reikningsskil verð-
bréfasjóðsins sagði Ármann að sér
hefði enginn tími gefist til að leggja
mat á raunvirði eignaliða, þar sem
aðeins hefði þá verið rúmur mánuður
til þess tíma er starfsemin stöðvað-
ist. Sækjandi benti á að ársreikning-
ur sjóðsins hefði verið lagður fram
í mars en ekki í.júlí eins og reikning-
ur sameignarfélagsins og sagði Ár-
mann þá að í fyrstu hefði hann talið
ársreikninginn réttan en síðan hefði
sér aldrei gefist tími til að kanna
málið á gagnrýninn hátt. Ekki væri
um að kenna trassaskap eða kæru-
leysi heldur því að hann hefði átt
annríkt við ýmis brýn verkefni í
þágu Ávöxtunar og ýmissa félaga
þar sem hann sat í stjórn. Hefði
hann hins vegar kannað málið til
hlítar hlyti hann að hafa komist að
þeirri niðurstöðu að eitthvað af kröf-
um væri ofmetið í reikningunum.
Pétur Björnsson og Reynir Ragnars-
son hefðu hins vegar annast mat á
kröfum án þess að spyija sig neins.
Skarphéðinn Þórisson veijandi
Péturs Björnssonar spurði Ánnann
hvernig hann mundi lýsa eigin stöðu
innan fyrirtækisins Ávöxtunar. Ár-
mann kvaðst hafa misst völd smátt
og smátt og orðið ljóst að í ótrúlega
mörgum málum gengi Pétur fram
hjá sér. Ármann kvaðst hins vegar
hafa annast daglegan rekstur og
tekið á móti viðskiptavinum, en ann-
ast verðbréfamiðlun og kröfukaup
þótt í stöðugt minni mæli væri. Ár-
mann sagði að í samskiptum við
meðeiganda sinn hefði hann stöðugt
þurft að vægja og sitja á sér. Erfitt
hefði verið að vita hvað Pétur væri
að gera og á tímabili hefði sér verið
ókleift að fá nokkrar upplýsingar
um það. Seint á árinu 1987 hefði
verið til umræðu að slíta samstarfinu
en því miður hefði það aldrei komist
í' framkvæmd en eftir það mætti
segja að samskipti sín og Péturs
hefðu rofnað.
Forstjóratitillinn eins og
hver annar titill
Hins vegar kvaðst Ármann alltaf
hafa verið titlaður forstjóri hjá fyrir-
tækinu en gaf í skyn að það hefði
bara verið eins og hver annar titill.
Spumingu um hvort hann bæri þá
enga ábyrgð á því hvernig fór svar-
aði Ármann með því að þeir sem
stæðu í fyrirtækjarekstri bæru alltaf
einhveija ábyrgð.
í fjórða kafla ákærunnar er Ár-
manni og Pétri Bjömssyni gefið að
sök að hafa í ávinningsskyni notað
vemlegan hluta af fjármunum Verð-
bréfasjóðs og Rekstrarsjóðs Ávöxt-
unar hf. í þágu einkafyrirtækis síns
Ávöxtunar sf. og í þágu fyrirtækja
sem það fyrirtæki eða þeir persónu-
lega áttu hlut í og valda þannig
þeim sem keypt höfðu hlutdeildar-
bréf í sjóðunum fjártjóni eða veru-
legri hættu á slíku-tjóni. Meðal þess
sem tiltekið er er að þeir hafi ekki
gert upp einstök viðskipti milli sam-
eignarfélagsins og sjóðanna heldur
látið bóka þau í opinn viðskiptareikn-
ing þannig að 7. september 1988
hafí skuld Ávöxtunar við verðbréfa-
sjóðinn numið 52,7 milljónum króna
án veðtrygginga. Ármann sagði að
það hefði verið álit Péturs, Reynis,
Páls Sigurðssonar fyrrum formanns
stjórnar sjóðsins og sjálfs sín að
þessi viðskipti væru ekki andstæð
lögum.
Stjórnarformaðurinn vissi
ekki um skuldina
Ákært er fyrir viðskipti Verðbréf-
asjóðs Ávöxtunar hf. við Kjötmið-
stöðina sem Pétur, Ármann og eink-
afyrirtæki þeirra áttu 45% hluta í;
Auk þess sem þeir hafi látið Verð-
bréfasjóðinn kaupa sölunótur úr
kreditkortaviðskiptum og geymslu-
ávísanir af Kjötmiðstöðinni hafí þeir
ráðstafað verulegum fjármunum til
Kjötmiðstöðvarinnar annað hvort
undir því yfirskini að sjóðurinn
keypti kröfur á þriðja mann af Kjöt-
miðstöðinni eða með beinum pening-
alánum til félagsins en hvort tveggja
létu þeir síðan bóka í opnum við-
skiptareikningi en sú skuld nam
10,3 milljónum þegar starfsemi
verðbréfasjóðsins stöðvaðist. Ár-
mann kvaðst ekki hafa tekið þátt í
þessum viðskiptum og sækjandi
spurði þá hvernig hann gæti haldið
því fram, þar sem hann hefði verið
stjórnarformaður Kjötmiðstöðvar-
innar á þessum tíma og setið viku-
lega stjórnarfundi. Þrátt fyrir að
honum væri kynntur framburður
Péturs Björnssonar um að fullkomið
samráð hefði verið haft við Ánnann
um þessa hluti stóð Ármann við
neitun sína.
Aðspurður hvað hefði verið rætt
á hinum vikulegu stjómarfundum
sagði Ármann að rætt hefði verið
um stjórnun og stefnu fyrirtækisins
en ekki einstaka liði eins og þennan.
Aðspurður hvort stjórnin hefði ekki
rætt það að Kjötmiðstöðinni væri
synjað um bankafyrirgreiðslu sagði
Ármann að rætt hefði verið um yfír-
drátt og kröfukaup og að leita um
það til Ávöxtunar. Hins vegar hefði
hann ekki þá séð um fjármál fyrir-
tækisins og ekki komið auga á stærð
dæmisins fyrr en eftirá.
10. október 1988, fjórum dögum
fyrir gjaldþrot Ávöxtunar sf. og
Ármanns og Péturs, voru seldar
flestar eignir Hughönnunar hf., sem
var að 62% í eigu Péturs og Ár-
manns, en þar var um að ræða
lausafjármuni. Kaupverð var 300
þúsund krónur í peningum og 900
þúsund krónur í víxlum. Pétur
Björnsson og Ármann Reynisson eru
ákærðir fyrir skilasvik með því að
hafa sameiginlega með refsiverðum
hætti tekið undir sig andvirði eign-
anna og ráðstafað í eigin þarfir,
m.a. til greiðslu á skuldum sínum
og fyrirtækja sinna enda þótt þeim
hlyti að vera ljóst að þetta mundi
leiða til gjaldþrots Hughönnunar
sem varð gjaldþrota 1. desember
1988.
Tók söluverð eigna til eigin
þarfa
Framkvæmdastjóri Hughönnunar
bar hjá lögreglu að þessi sala hefði
gert útslagið um að fyrirtækið hefði
orðið gjaldþrota. Ármann sagði að
söluverðið hefði átt að renna til
Ávöxtunar sf. enda hefði félagið
verið orðið uppiskroppa með fé.
Hann sagði að þessi ráðstöfun fjár-
ins hefði ekki verið borin upp á
stjórnarfundi í Hughönnun en Hug-
hönnun hefði skuldað Ávöxtun mikið
fé og hefði kaupverðið átt að renna
til Ávöxtunar til að grynnka á þeirri
skuld. Ármann svaraði játandi
spurningu um að-Hughönnun hefði
á þessum tíma skuldað meira en
félagið átti og játaði fyrir rétti að
hafa tekið 150 þúsund af 300 þús-
und króna útborgun til eigin þarfa,
vegna vangoldinna launa til sín en
á þessum tíma kvaðst hann ekki
hafa fengið laun frá Ávöxtun um
þriggja mánaða skeið og verið fé-
vana. Hann sagði hinn helming út-
borgunarinnar hafa runnið til Péturs
Bjömssonar.
Týndir víxlar
Aðspurður hvort Hughönnun
hefði átt að greiða laun hans fyrir
störf í þágu Ávöxtunar svaraði Ár-
mann með því að hann hefði einnig
átt inni laun hjá Hughönnun en þar
var hann stjómarformaður. Gögn
um sölu þessa hafa ekki komið fram
í bókhaldi Ávöxtunar en aðspurður
sagði Ármann Reynisson að gögnin
hefðu verið á skrifstofu Ávöxtunar
27
þegar félagið varð gjaldþrota þótt
salan hefði ekki verið færð til bók-
ar. Aðspurður hvað orðið hefði um
900 þúsund króna víxlana sem ekki
hafa komið fram sagðist Ármann
telja að þeir hefðu farið til fasteigna-
salans sem annast hefði söluna enda
hefði hann átt kröfur á Ávöxtun þar
sem hann hefði annast ýmis konar
eignasölu fyrir félagið, meðal annars
sölu á Ragnarsbakaríi. Fram kom
hjá Ármanni að á þessum tíma hefði
ætlunin verið að starfsemiHughönn-
unar flyttist í húsnæði Ávöxtunar,
ekki að fyrirtækið yrði gjaldþrota.
Lá við að hafi verið
strengjabrúða
Ármann kvaðst saklaus af því að
hafa tilkynnt hlutafélagaskrá rang-
lega um innborgun á 11,1 milljón
króna hlutafé til Brauðgerðar Suður-
nesja þegar ekkert hlutafé hafði í
raun verið innborgað. Lögfræðingur
sem unnið hefði fyrir félagið hefði
annast málið, útbúið skjalið og farið -
með það til hlutafélagaskrár. Ár-
mann kvaðst hafa talið að hlutaféð
væri í raun greitt enda gengið út
frá því að lögmaðurinn gengi löglega
frá tilkynningunni. Sækjandi sagði
að með undirritun sinni á tilkynning-
una hefði hann staðfest að ajlt hlut-
aféð væri greitt og minnti Ármann
á að hann hefði tekið að sér hlut-
verk stjórnarformanns í Brauðgerð
Suðurnesja en Ármann sagðist hafa
verið settur í það hlutverk og sagði
aðspurður að það lægi við að hann
hefði verið eins og hver önnur
strengjabrúða. Sér hefði hins vegar
skilist að skuldum Ragnarsbakarís
við Ávöxtun yrði breytt í hlutafé í
Brauðgerð Suðurnesja.
Vildi forða listaverkum
frá skemmdarverkum
Loks er Ármann Reynisson
ákærður fyrir undanskot eigna með
því að hafa skömmu áður en starf-
semi sjóða Ávöxtunar stöðvaðist og
rúmum mánuði áður en hann sjálf-
ur, Pétur Bjömsson og sameignarfé-
lag þeirra, varð gjaldþrota, fjarlægt
af heimili sínu 37 myndir að verð-
mæti 1,5-1,7 milljónir króna, komið
þeim í geymslu og leynt þeim uns
bústjóri fékk vitneskju um þær.
Þetta hafi verið gert í því skyni að
skjóta myndunum undan búsmeð-
ferð þannig að kröfuhöfum_ nýttist
ekki verðmæti þeirra. Ármann
kvaðst saklaus af þessu. Á þessum
tíma hefði ríkt umsátursástand við
heimili hans. Hann hefði sætt hótun-
um vegna Ávöxtunarmálsins og ótt-
ast inbrot, þjófnað og skemmdarvgrk
eftir að hafa áður orðið fyrir þeirri
reysnlu. Fyrir sér hefði vakað að
forða listaverkum frá skemmdum
en ekki að skjóta þeim undan. Sækj-
andi rakti að þegar bú Ármanns
hefði verið tekið til gjaldþrotameð-
ferðar hefði skiptaráðandi áminnt
hann um að undanskot eigna gæti
haft í för með sér refsingu fyrir
hegningalagabrot en Ármann sagð-
ist hafa verið í þannig sálarástandi
á þessum tíma að hann hefði tæp-
lega heyrt helminginn af því sem
skiptaráðandi sagði. Hann hefði síð-
ar ætlað sér að ráðfæra sig við per-
sónulegan lögmann sinn um hvað
gera skyldi við myndimar og lög-
maðurinn hefði síðan tilkynnt bú-
stjóranum um tilvist þeirra og þann-
ig hefðu þau, óbeint fyrir sinn eigin
tilverknað, komist inn í búsmeðferð-
ina.
í dag verða yfirheyrðir í sakadómi
hinir tveir ákærðu, Reynir Ragnars-
son löggiltur endurskoðandi og
Hrafn Bachmann kaupmaður, og að
því loknu hefjast vitnaleiðslur.